Morgunblaðið - 14.11.1956, Síða 9

Morgunblaðið - 14.11.1956, Síða 9
Miðyikudagur 14. nðv. 1958 MORGVNBLAfílÐ 9 til þess að svipta ísrael frelsi og sjálfstæði. í Ungverjalandi vildu frelsissinnar efna til frjálsra kosninga. í Egyptalandi lofaði stjórnin fyrir fjórum árum frjáls- um kosningum, en það hefur ekki komizt í verk ennþá að halda þær. Ungverjaland réðist ekki á rétt- indi nokkurs annars lands. Stjórn Egyptalands hefur brotið samn- inga um Súez-skurðinn, sem áttu að tryggja frjálsar siglingar allra þjóða, og hefur meinað skipum einnar þjóðar för um skurðinn. Ungverjaland bað Sovétríkin um að draga hersveitir sínar til baka írá Ungverjalandi. England hafði löngu áður beygt sig fyrir slíkum tilmælum frá Egyptalandi. Ung- verjaland vill vera lýðræðisland. Nasser vill einræði. Ég tel óhjákvæmilegt að rif ja i upp þessar sögulegu skýringar, I en tek um leið skýrt fram, að árás ísraels, Breta og Frakka er stórum ámælisverð og brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna. RÚSSAR UNDIROKA AUSTUR-EVRÓPU Eftir að Rússar höfðu innlimað Eystrasaltslöndin fyrir hálfum öðrum áratug, undirokuðu þeir Pólland og síðan hvert landið eftir annað, Rúmeníu, Búlgaríu, Ungverjaland, Albaníu, Austur- Þýzkaland, Tékkóslóvakíu. — Hvergi komust kommúnistar til valda í þessum löndum með frjáls um kosningum eða vegna þess að meiri hiuti fólksins óskaði eftir valdatöku þeirra. Kommúnistar hafa hvergi komist þar til valda nema með svikum eða ofbeldi, en oftast með hvorutveggja. Frá Eystrasaltslöndunum hafa fáar fregnir borizt á síðari árum. Þau eru gjörsamlega lokað land. Ur þeim löndum, sem næst liggja hinum frjálsu ríkjum Vestur- landa, er stöðugur straumur flóttamanna og með þeim berast frásagnir af því hörmungar- ástandi, sem ríkir í leppríkjum Rússa. ÓKYRRÐ f LEPPRÍKJUNUM 17. júní 1953 gjörðist sá at- burður, að alþýðan í Austur- Berlín hóf uppreisn gegn ofur- veldi kommúnista. Sá atburður var þeim mun merkari sem það er fyrsta uppreisnin, sem sögur fara af, í ríkjum kommúnista nú um langan aldur. Sú uppreisn var barin niður með hervaldi. Á s. 1. sumri gerðu verkamenn og stúdentar í Poznan í Póllandi uppreisn, og vegna þess að þá stóð yfir mikil vörusýning, þar sem margir Vesturlandamenn voru gestir, bárust allítarlegar og ná- kvæmar fregnir af þeirri upp- reisn. Og síðan hefur verið mikil ó- kyrrð í leppríkjum Rússa: Raun- veruleg stjórnarbylting í Pól- landi og nú síðast hinir átakan- legu atburðir, þegar öll ung- verska þjóðin reis upp gegn ofur- veldi kommúnista. OFBELDI — FÁTÆKT — PYNDINGAR Myndin, sem nú er ljós orðin, af ástandi og aðförum í þessum ánauðugu löndum komm únismans, er hörmuleg. Fyrsta einkennið er skefjalaust ofbeidi. Óskir um bætt lífskjör eru barð- ar niður með vopnavaldi án misk unnar. Frjálsar kosningar ekki til, skoðanakúgun í algleymingi. 1 öðru lagi er fátækt og örbirgð alls almennings svo átakanleg, og lífskjörin svo ömurleg, að Vesturlandabúar geta vart gert sér það í hugarlund. Þriðja ein- kennið er réttarfarið. Dómstólar eru þar ekki óháðir og sjálfstæð- ir eins og er eitt af grundvallar- atriðum lýðfrjálsra landa. Dóm- stólarnir eru tæki í höndum Kommúnistaflokksins og réttar- öryggi manna ekki til. Pynding- um er beitt með miðaldagrimmd og játningar knúðar fram. HINN MIKLI PÍSLARVOTTUR Yfirmaður kaþólsku kirkjunn- ar í Ungverjalandi, Mindszenty kardináli, hóf upp raust sína 1943 gegn yfirgangi kommúnism- ans. Honum varð það ljóst, að hann yrði tekinn fastur. Honum stóð til boða, að vinir hans hjálp- uðu honum til flótta, en hann neitaði. Hann ákvað að ganga sjálfur í gegnum fangelsun, rétt- arhöld, pyndingar og annað, sem í vændum væri. Hann taldi sig vinna þjóð sinni og kirkju meira gagn með þeim hætti en að flýja úr landi. Hann vissi, hvað hann var að gera og bjóst við, að eng- inn mannlegur máttur, hversu sterkur persónuleiki sem væri, gæti staðizt til lengdar hinar grimmdarlegu pyndingar komm- únista. Þess vegna gaf hann út opinbera yfirlýsingu fyrir hand- töku sína, um að ekki mætti leggja trúnað á neinar þær játn- ingar, sem frá honum kynnu að kpma. Hann reyndist sannspár, því eftir eins mánaðar „meðferð" í dýflissum kommúnista var mót- staða hans brotin og hann játaði eins og aðrir sakborningar á sig allt það, sem á hann var borið: Njósnir fyrir Vesturveldin, land- ráð, og meira að segja játaði þessi æðsti maður kaþólsku kirkjunn- ar, að hann hefði stundað svarta markaðs brask í stórum stíl! I JÓBVILJINN VEÐURKENNIR MISÞYRMINGARNAR Frásagnir um allar þessar að- farir hafa kommúnistar stimplað sem ósannindi til skamms tíma. Nú er það öllum orðið ljóst, að þessar frásagnir um réttarfarið í kommúnistaríkjunum eru sannar. Og nú s.l. þriðjudag, 6. nóvem- ber, er þetta játað í Þjóðviljan- um. Þjóðviljinn birtir þar stefnu- skrárræðu Kadars, hins nýja ungverska kommúnistaleiðtoga. Hann var um skeið Títóisti, og sat þá í fangelsum kommúnista í Ungverjalandi. Þjóðviljinn segir: „Varð hann að þola mikið harð- rétti í fangabúðum, m. a. voru rifnar af honum allar neglum- ar“. Þetta segir málgagn komm- únista kalt og rólega, eins og enginn hlutur sé sjálfsagðari, en að kommúnistar misþyrmi fórn- ardýrum sínum. Og ef svo er farið, sem hér var lýst, með óþæga flokksbræður þeirra, hvað þá um andstæðinga? Með allt þetta í huga er engin fiuða þótt margir leggi trúnað á frásögn nokkurra flóttamanna frá Ungverjalandi nú. Þeir skýra svo frá, að kommúnistar hafi heitið imgverskum hermönnum náðun, ef þeir legðu niður vopn og gæfust upp. Sárafáir ungversk ir hermenn þekktust þetta tilboð. Flestir vildu heldur berjast til þrautar og láta líf sitt fyrir frels- ið. En örfáir Ungverjar gengu að tilboði Rússanna og lögðu niður vopn. Þeir voru náðaðir eins og kommúnistar höfðu lofað. Sú náð un var í því fólgin, að þeir voru skotnir í stað þess að vera hengd- ir. PÍL ATU S ARÞ V OTTUR KOMMÚNISTA íslenzku kommúnistamir, sem lúta boði og banni stjómendanna úti í Kreml, hafa jafnan varið allar misgerðir herra sinna. Nú er þó svo komið, vegna fordæm- ingar allra sannra íslendinga á aðförunum í Ungverjalandi, að íslenzkir kommúnistar þora ekki lengur að verja þær. Þeir grípa til sama ráðs eins og Pontius Pílatus forðum, þegar hann hafði dæmt Krist til dauða: „Pílatus tók vatn, þvoði hendur sínar í augsýn mannfjöldans og mælti: Sýkn er ég af blóði þessa réttláta manns.“ En enginn grímudans, enginn Pílatusarþvottur, mun bjarga Það var álitshnekkir fyrir ís- land, þegar Hermann Jónasson tók kommúnista inn í ríkisstjóm. En það er þjóðarsmán að láta kommúnista sitja í stjórn eftir þessa atburði. VOTTUM UNGVER.TUM SAMÚD OG VIRÐINGU Um leið og við vottum Ung- verjum einlæga samúð og virð- ingu, skulum við strengja þess heilög heit, að standa trúan vörð um þjóðfrelsi, mannréttindi og mannhelgi og láta hið baneitr- kommúnistum frá aigerri fyrir- aða illgresi kommúnismans aldr- litningu allra góðra manna. ! ei festa rætur í íslenzkri mold. Ostillt og umhleypingasamt veðurfar í Svarfáaulal í haust son 80 ára í dag: Gísii Gunnars ÁTTRÆÐUR er í dag Gísli Gunnarsson frá Hafnarfirði. — Hann hefir verið mikill athafna- maður um ævina og gegnt mörg- um ábyrgðar- og trúnaðarstörf- um. Verður æviferill hans hér rakinn í stuttu máli. Gísli Gunnarsson fæddist að Rofum í Mýrdal 14. nóvember 1876. Þegar Gísli var á fjórða ári missti hann föður sinn. Ætl- aði þá móðir hans að reyna að halda saman heimilinu og búa áfram með fjórum bömunum, en hreppsnefndin, sem taldi sig bera ábyrgð á fjölskyldunni, hef- ur talið slíkt mikla tvísýnu og velferð hennar miklu betur borg- ið með því að tvistra hópnum og selja jörð og bú. Urðu systkinin fjögur því að alast upp hjá vandalausum og ólst Gísli þann- ig upp á hrakningum. Þrettán ára gamall fór hann að stunda sjóróðra í Mýrdal, en fluttist til Reykjavíkur 1892. Lagði þar stund á skósmíði hjá færeyskum skósmið, Jacobsen að nafni, í Kirkjustræti 10. Að námi loknu vildi Jacobsen ekki gera samn- ing við Gísla, svo hann réðst að eldfæraverzlun Kristjáns Þor- grímssonar og Bartels, í sama húsi. Eftir um það bil tvö ár seiddi sjórinn Gísla til sín að nýju og varð hann nú sjómað- ur um 15 ára skeið. Fyrst réði hann sig sem mat- svein á skútu, en þar sem hann kimni lítt til þeirra verka, fékk hann nokkra tilsögn í matreiðslu hjá frú Sólveigu Eymundson. Var það bæði fyrsti og síðasti skól- inn sem Gísli sótti. Skömmu eftir að Gísli réðst á þilskip varð hann stýrimaður en tók oft við skipstjórn og gæfan fylgdi hon- um, því oft varð hann til þess að bjarga mönnum úr sjávar- háska, beint og óbeint. Eftir að Gísli hætti sjómennsku varð hann íshússtjóri við íshúsið í Hafnarfirði um 12 ára skeið, en árið 1923 hóf hann eigin verzl- un við Suðurgötuna, sem hann hefur starfrækt til þessa dags. En hér er ekki sagan öll. Gísli Gunnarsson hefur stundað mikla ræktun í Firðinum. Hann reisti sér hús við Hellisgerði og gerði það að túni, en átti síðan stórt kúabú, syðst i Firðinum, allt til ársins 1945, þegar honum hélzt ekki lengur á mönnum, vegna þess að Keflavík kallaði til vinnu á Vellinum. Hann mun lengst allra manna á íslandi hafa verið slökkviliðsstjóri eða I 36 ár og háði þá marga hildi, bæði í Hafn- arfirði og nágrenni. Þótt kaup- maðurinn Gisli Gunnarsson sé vel þekktur í sínu byggðarlagi þá mun saga Hafnarfjarðar geyma nafn hans lengst sem tápmikils slökkviliðsmanns. Enn má geta þess að Gísli er mjög söngeiskur og fyrir atbeina hans stofnaði Sigfús Einarsson söngfélag í Firðinum, hér um árið. Gísli er heiðursfélagi í skip- stjórafélaginu Öldunni í Reykja- vík og sumarið 1950 var hann sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- unnar fyrir vel unnin störf í þágu þjóðfélagsins. DALVÍK, 5. nóv. — Þótt vetur- inn hafi að þessu sinni gengið í garð með sól og þíðu og sumar- hita, þá verður eigi annað sagt en haustið hafi verið óstillt og umhleypingasamt. Mátti heita að frá því síðast í september og til 26. október stæði veðrið aldrei á steini, þótt eigi fylgdi frost eða fannkoma, og sumarið var mjög! ið mest 8—9 skp. í róðri. óhagstætt til heyöflunar, einkum í dölunum (Svarfaðardal og Skíðadal). Síðari hluta ágúst- mánaðar höfðu sumir bændur þar litlu sem engu náð inn af töðu, en í heyskaparlokin gerði blíð- varla hægt að segja að orðið hafi fisks vart eftir að síldveið- um lauk. í septembermánuði og fram í október stundaði m.b. Júlíus Björnsson togveiðar, en gæftir voru stopular og veiði sára lítil og seinustu sjóferðina engin. Undanfarna daga hafa 6 þilfars- bátar stundað línuveiðar og feng- ATVINNA MEB MEIRA MÓTI Þrátt fyrir aflaleysið verður ekki annað sagt en að mikil at- vinna hafi verið hér í þorpinu undanfarið, og meiri en venju- .apartíð, er hélzt fram yfir göng | er 4 þessum tíma árs, og ur (17. sept.). Náðu þá allir inn ber þar margt til svo sem bygg- neyjum sínum, misjafnlega verk-: ingaframkVæmdir (10 íbúðarhús uðum eins og að líkum lætur. eru nu hér í smíðum), vinna við Töðufall mun tæplega hafa orðið í meðallagi, og hafa því margir bændur lógað fleiri gripum nú í haust en þeir hefðu annars gert sauðfjárslátrun, mat og pökkun fisks, og svo það, sem er stærsti liðurinn: ápökkun og fiokkun síldar. Enda þótt hið síðasttalda ef vel hefði árað. Ekki hygg égjhafi gefið mikla atvinnu, kemur þo að bustofn manna hafi geng- j það mjög harkalega niður á síld- íð neitt saman, nautpeningseign arsaltendum, þar sem heita má stendur líklega í stað en sauðfé hefur fjölgað. Á tímabili leit út fyrir góða jarðeplauppskeru, en vegna frost- anna, sem gengu hér yfir í ágúst- mánuði brást hún að miklu leyti. Einstaka bændur munu þó hafa fengið allt að meðaluppskeru, en aðrir varla til útsæðis. DILKAR í RÝRARA LAGI Eins og áður er getið var geng- ið hér 17. september. Heimtur voru góðar en dilkar í rýrara lagi, og mun ofbeit fremur kennt um en óhagstæðri veðráttu. — Slátrun hófst 19. sept. og lauk 12. okt. Alls var slátrað (hjá VKE Dalvík) um 7800 fjár, en tæpum 6000 í fyrra. Meðalþungi dilka mun hafa verið rúm 14 kg. eða heldur minni en árið sem leið. að það sé að mestu leyti nýr kostnaðarliður í sambandi við söltunina. Þá hefur og verið nokk ur atvinna við vegaviðhald, los- un og lestun skipa o. fl. Nýlega er og byrjað á byggingu allstórr- ar áburðarskemmu á vegum Áburðarverksmiðju ríkisins. — Einnig er nú unnið að flugvall- argerð hér í námunda við þorpið, og er gert ráð fyrir að því verki verði lokið í haust. Mun hrepp- urinn leggja þar fram um 20 þús. kr., eða allt að helmingi áætxaðs kostnaðar. Aðalbraut verður 450 — 500 m og þverbraut 250 m. FULLKOMXÐ FRYSTIHÚS Nýlega fór hreppsnefnd Dal- víkurhrepps til Reykjavíkur og átti þar viðræður við ríkisstjórn um mál, sem mjög er nú aðkall- Ekki varð neitt tjón á skepnumj andi að unnið sé að. í fyrsta lagi 1 hreti því hinu mikla, er gerði 1 er það hygging frystihúss. Getur 1 br3UIl oktober’ en jarðlaust j þar komið til greina, annaðhvort yarð með ollu 1 nokkra daga, svo að stækka hús það sem fyrir er, taka varð fé á gjöf. Áttu þá all- margir eftir að slátra og er talið að dilkar hafi látið mjög á sjá og og Kaupíél. Eyfirðinga rekur, eða bygging nýs húss, sem að ýmsu leyti mundi heppilegra, enda þótt 33 þúsundir manna fórust í umferBarsiysum rýrnað við það hnja.sk, sem íé. það yrði nokkuð dýrara. En full- varð almennt fynr 1 hretinu. 1 komið frystihús mundi vafalaust TRwriTR ARtr lgeta komið í veg fyrir atvinnu- TKEGUKAFLI j leysi, sem alltaf má búast við Að þvi er utgerð snertxr, erjað verði hér yfir skammdegis. mánuðina (þ. e. nóv., des. og jan.), þó vitanlega að því til- skyldu að hráefni fengist tal vinnslu. FJÁRHAGSNEFND Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu, upplýsir að rúmlega 33 þús. manna hafi farizt í umferðarslysum en 916 þús. slasast í 13 Evrópulöndum árið 1954. Flest slysanna áttu sér stað seinni hluta laugardaga og sunnudaga yfir sumarmánuðina. Keildartala tilkynntra slysa þessara 13 landa var árið 1954 samtals 765 þús. Er það 10% hærra en árið áður eða 1953. f Þýzkalandi var tala dauðsfalla hæst eða nær 12 þús. Næst var Frakkland með 7500, þá Bretland og Ítalía með 5000 hvort. f Noregi voru „aðeins" 177 dauðsföll, Hellas og Belgía voru lægri. Meðal þeirra sem fórust voru 8000 fótgangandi og svipað af bifhjólafólki. En um 4000 hjól- reiðarmenn fórust og annað eins af fólki í bifreiðum. Hins vegar slösuðust um 250 þúsund hjól- HAFNARRÆTUR NAUÐSYNLEGAR í öðru lagi mun hafa verið rætt um hafnarmálin. En það er einnig orðið mjög aðkallandi að gera þær endurbætur á höfninni, að öruggt vetrarlægi fyrir bátaflot- ann skapist innan hafnargarðsins. Flestir hér á Dalvík munu vera þeirrar skoðunar, að æskilegast reiðarmenn, og 164 þús. gangandi væri að hafizt yrði handa um menn, 159 þús. bifhjólamenn og 135 þús. í bifreiðum. Um þátt Bakkusar í þessari blóðugu orrustu þjóðveganna og stórborgarstrætanna, er . ið. En ekki leikur það á tveim tungum að vart hefir hann latið sinn hlut eftir liggja. (Áfengisv.n. Rvíkur). byggingu garðs, er lokaði höfn- inni fyrir hafróti og sandburði, en verkfræðingai, sem um þau mál fjalla, eru víst á öðru máli, meðal annars kostnaðarins vegna og það er þeirra álit sem ræður. En það er þó augljóst, að að því kemur fyrr eða síðar að þetta verður gert.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.