Morgunblaðið - 14.11.1956, Page 14

Morgunblaðið - 14.11.1956, Page 14
14 MORCVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. nðv. ’56 SKÓLPPIPUR og pépuhlufar ~-JJ. JJeneJiLtiion hp. Hafnarhvoll — sími 1228 Vélrifunarsfúlka óskast Umsóknir, þar sem tilgreint sé nám og fyrri störf, sendist fyrir 18. þ.m. Tryggingastofnun Ríkisins Laugaveg 114. * Afgreiðslumaður Viljum ráða ungan mann til afgreiðslustarfa í bireiða- verzlun vorri. Æskilegt að viðkomandi hafi nokkra reynslu í afgreiðslu á varahlutum. Umsækjendur komi til viðtals í skrifstofu vora kl. 5—6 e.h. fimmtud. 15. þ.m. — Fyrirspurn- um ekki svarað í síma. Sveinn Egilsson hf. Laugavegi 105. Aðeins fyrir hádegi Ungur maður vanur ýmiskonar verzlunarstörum óskar eftir vinnu fyrir hádegi á daginn. Margskonar vinna kemur til greina. — Tilboðum sé skilað á afgreiðslu blaðsins fyrir föstudagskvöld 16. þ.m. merkt: „Áhugasamur —3314“. Hraðsaðukatlnr (Swan Brand) í mörgum stærðum fyrirliggjandí ðlafiir Gíslason & Co. hf. Sími 81370 Fostofuherbergi með innbyggðum skápum og aðgangi að baði óskast til leigu, helzt í austurbænum. Uppl. í síma 7985. Verkfæri nýkomin Topplyklasett, fleiri stærðir. Stjörnulyklar í settum. Enn fremur lausir. Fastir lyklar í settum og lausir. Einnig topplyklasett. sérstaklega fyrir „Volkswagen“. Rörsjtera fyrir stálrör og koparrör. Röskerahjól. Wise. griptangir. Heflar. Snitttæki. Borar, færanlegir. Skrúfjárn. Sagir eru að koma. Múrskeiðar o. s. frv. Verzl. B. H. Bjarnason Baldvin Sigmundsson skipst jéri—kveðjuorð „Og það var ekki að þínu skapi að þylja langar harmatölur. Stýrt mun, þó að stjarna hrapi. Stefnt í átt, þó titri völur“. FARMAÐUR, sem í hálfa öld hef- ur lifað flesta daga á hafi úti, er í dag kvaddur hinztu kveðju, er hann leggur út á hafið mikla. Þeir sem eftir standa og bíða skipsrúms í sömu för, minnast hans. Baldvin var fæddur 20. ágúst 1895 að Ártúni í Hofshreppi í Skagafirði og ólst þar upp til 14 ára aldurs, er hann fluttist með foreldrum sínum til Akureyrar. Föðurættin er skafirzk, en móður ætt þingeysk. Á æskuárum Bald- vins var það fyrsta boðorð unglinga að vinna — og vinna fyrir sér. Þeir, sem hugðu á skólagöngu urðu flestir að vinna til hennar sjálfir. Svo var um Baldvin. Hann fór til sjós jafn skjótt og þroski leyfði og var lengstum með aflasælum skip- stjóra, Eiði Benediktssyni, á 30 smálesta skútu, er „Róbert“ hét. Eiður gekk Baldvin í föðurstað á sjónum. Rúmlega tvítugur gat Baldvin loks farið í sjómannaskólann, og þar lauk hann prófi vorið 1918. Upp frá því starfaði hann í full 35 ár á togurum, stundum skip- stjóri, stundum stýrimaður Fyrst var hann stýrimaður á „April“ hjá Þorsteini í Þórshamri, síðar á „Kára“, þá skipstjóri á „Þor- geiri skorargeir". í fyrri styrjöld- inni var hann um hríð í förum milli landa á gamla „Goðafossi", og síðari ófriðarárin var hann lengst af slcipstjóri á „Baldri“. Aldrei hlekkist honum á, hvorki með menn né skip. Síðustu árin, er heilsu tók að hnigna, gerðist hann hleðslustjóri hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. í maí sl. veiktist hann snögglega um borð Brúarfossi og var fluttur hel- sjúkur á Landspítala. En engin læknislist megnaði að grafa fyrir rætur sjúkdómsins. Það er til marks um karlmennsku Bald- vins, að hann tók upp störf sín aftur í ágústmánuði og vann, meðan nokkrir kraítar voru eft- ir. Aldrei heyrðist hann kvarta eða mæla æðruorð. Hinn 4. þ. m. andaðist hann á Bæjarsjúkrahúsinu. Baldvin var manna vinsælastur af samtsarfsmönnum sínum.Hann hafði lag á því að vera í senn yfirmaður og félagi. Skipstjórn- arstörf fóru honum því vel úr hendi og lipurlega, enda varð honunf jafnan vel til röskra há- seta. — Þeir húsbændur voru hjúasælir kallaðir hér áður, og þótti þeim búnast veL Baldvin á fjögur systkini á lífi: Bræðurnir, Pálmi og Hjálmar, hafa stundað sjó eins og hann. Systurnar, Svanhildur og Sigríð- ur eru húsfrúr, á Hjalteyri og í Kaupmannahöfn. Sonur Baldvins, Eiður, er hann lét heita eftir skipstjóra- vini sínum, á heima á Akureyri og starfar hjá Olíuverzlun ís- lands. Hinn 30. júní 1927 giftist Bald- vin eftirlifandi konu sinni, Guð- rúnu Jóramsdóttur frá Bergvík í Leiru. Hafa þau jafnan átt heim- ili í Reykjavík, síðustu 8 árin í húsi sínu í Stórholti 21. Þau eign- uðust tvær myndarlegar dætur, Sigurrósu og Ernu, báðar upp komnar og giftar . Hjónaband þeirra Baldvins og Guðrúnar var jafnan svo gott sem bezt verður á kosið. Hún var æðrulaus og híbýlaprúð, hann léttur í lund og vinnusamur. — „Ég hefði ekki getað kosið mér betri lífsförunaut“, hefur Guð- rún stundum sagt um bónda sinn og er þar mikið sagt í fáum orð- um. Baldvin var maður Ijóðelskur og lét líka oft fjúka í kviðlingum, þótt lítt héldi hann þeim til haga. Einkum hafði hann eftirlæti á ljóðum Davíðs Stefánssonar. ■— í kvæðinu um Hallfreð skáld ér slegið á marga strengi karl- mennsku, viðkvæmni og lífs- gleði. Þeir strengir áttu hljóm- grunn í brjósti Baldvins, og því vitnaði hann oft í það. „Það syrtir að, er sumir kveðja". — Það hefir vissulega syrt að á heimilinu í Stórholti 21. Þar er mikið autt rúm eftir hinn milda og ástsæla eigin- mann, föður og afa. Ég mæli fyrir margra hönd — bæði nær og fjær, er ég flyt öllum ást- vinum Baldvins Sigmundssonar innilegar samúðarkveðjur. Jón Eyþórsson. Aðalfoador Borgfirðmgaíélagsins sem fyrri kvikmyndir hafa verið undirbúnar til sýningar. Örnefna söfnun í sýslunum báðum, Borg- arfjarðar og Mýra-, er nú lokið og örnefnaskráin að verða full- búin. Fjárhagur félagsins er góður og skýrði gjaldkeri félagsins, Þórar- inn Magnússon, reikninga félags- ins og annarra sjóða, er félagið hefir stofnað, byggðasafnssjóðs, húsbyggingasjóðs, Snorrasjóðs, sem tileinkaður er Reykholts- skóla og íþróttasjóðs. BORGFIRÐINGAFELAGIÐ í Reykjavík hélt aðalfund sinn 24. okt. s.l. Formaður félagsins, Eyjólfur Jóhannsson skýrði frá störfum félagsins á árinu og þeim verk- efnum, er framundan eru. Félaga tala er nú hátt á 7. hundrað. Borg firðingakórinn hefir starfað und- anfarið undir stjórn dr. Páls ís- ólfssonar, formaður hans er Þor- steinn Sveinsson. Spilakvöld og kynningarfundir hafa verið haldn ir einu sinni í mánuði að vetrin- um auk árshátíðar. Snorrahátíð var haldin að Reykholti um verzl unarmannahelgina eins og verið hefur. Kvikmyndatöku í hérað- inu heíir verið haldið áfram og m. a. verið kvikmyndað frá veið- um á Arnarvatnsheiði, auk þess Afgreiðslumaður Vanan afgreiðslumann vantar í bifreiðavarahlutaverzl- un. — Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist blaðinu merkt: „Reglusamur — 3304“. Húsmæðrafélafj Reykjavíktir heldur fund í Borgartúni 7, fimmtudaginn 15. nóv. kl. 8 e. h. — Dagskrá: Heímsending mjólkur, fréttir frá K. I. þinginu (Þ. S.), og réttir frá norrænu húsmæðraþingi. Ný og skemmtíleg skemmtiatriði. Kaffi. Allar húsmæður velkomnar. Stjómin. Einbýlisbús Á bezta stað í bænum til sölu. Húseignin Linnetsstíg 6, Hafnarfirði og meðfylgjandi lóðarréttindi. Tilboð óskast í eignina. Sendist afgr. Morgunbl. í Reykjavík, fyrir laug- ardaginn 17. nóvember ’56, merkt: Húseign —3311. Uppl. í síma 7927. Ákveðið hefir verið að gefa klukkur í Hallgrímskirkju í Saur bæ og gefa hliðgrind í lystigarð Borgnesinga í Skallagrímsdal. Auk þess mun íélagið greiða úr Snorrasjóði nokkra fjárhæð til byggingar íþróttasvæðis við Reyk holtsskóla og úr íþróttasjóði til íþróttavallar Borgfirðinga, þegar byrjað verður á þeim fram- kvæmduin. Formaður félagsins, Eyjólfur Jóhannsson, sem verið hefir for- maður frá stofnun þess fyrir 11 árum, baðst eindregið undan endurkosningu og var Guðmund- ur Illugason, lögregluþjónn, kos- inn formaður félagsins næsta kjörtímabil. Fráfarandi formanni Eyjólfi Jóhannssyni, var þakkað ynnilega fyrir alla stjórn sína og starf á liðnum árum og var á fundinum kjörinn fyrsti heiðurs- félagi félagsins. Aðrir í stjórn félagsins voru kosnir Guðni Þórðarson, Ragn- hildur Magnúsdóttir, Sigurður Halldórsson, Sína Ásbjarnar- dóttir, Þórarinn Magnússon og Þorgeir Sveinbjarnarson, auk 7 manna varastjórnar. Stjórnin hefir síðan skipt með sér verk- um, þannig að Sína Ásbjarnar- dóttir er varaformaður, Þorgeir Sveinbjarnarson ritari og Þórar- inn Magnússon gjaldkei. Félagsstjórn hefir ákveðið að efna til happdrættis til þess að mæta þeim útgjöldum, sem fram undan eru og heitir það á alla félaga sína og velunnara til að- stoðar. Það er einn höfuðtilgangur fé- lagsins að leggja lið, þó í litlu sé, framfarar- og menningarmál- um í héraðinu og nú kalla verk- efnin að meira en nokkru sinni '•' áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.