Morgunblaðið - 17.11.1956, Blaðsíða 8
e
M O R CTl N B T. 4 Ð IÐ
Laugardagur 17. nóv. 1956
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Ámi Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kiístinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600
Áskriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Ríkisstjórnin hylur
sig í þögn
í GÆR komu til umræðu í sam-
einuðu Alþingi tillögur Sjálf-
stæðismanna um endurskoðun
varnarsamningsins þar sem lagt
er til, að Alþingi álykti, að fyrir-
huguð endurskoðun varnarsamn-
ingsins skuli framkvæmd með
það fyrir augum, að nauðsynleg-
ar varnir landsins séu tryggðar,
jafnframt því, sem bætt sé úr
göllum þeim, sem fram hafa kom-
ið á samningnum. Ennfremur var
önnur þingsályktunartillaga Sjálf
stæðismanna til umræðu en hún
var um, að sameinað Alþingi
kjósi með hlutfallskosningu fimm
menn til þess undir forystu utan-
ríkisráðherra að semja af íslands
hálfu um endurskoðun á varnar-
samningnum við Bandaríkin.
Á öðrum stað í blaðinu er skýrt
frá afgreiðslu þessara mála en
umræðurnar voru á ýmsan hátt
athyglisverðar.
Spurning, sem ekki
var svarað
Fyrsti flutningsmaður tillagn-
anna, Bjarni Benediktsson, gerði
skýra grein fyrir efni þeirra og
ástæðunum fyrir því að þær eru
komnar fram. Megintilgangurinn
með tillögunum var að fyrir
lægju nýjar viljayfirlýsingar Al-
þingis í varnarmálunum áður en
gengið er til samninga við Banda-
ríkin og að sköpuð verði aftur
samstaða með lýðræðisflokkun-
um um þessi mál með því að
skipuð verði samninganefnd með
þátttöku þeirra allra.
Bæði Bjarni Benediktsson og
Ólafur Thors spurðu ríkisstjórn-
ina að því hvort það væri ætlun
hennar að framfylgja nú yfirlýs-
ingu Alþingis frá 28. marz s. 1.,
sem fól það í sér að endurskoðun
varnarsamningsins skyldi gerð
með það fyrir augum að varnar-
liðið yrði látið hverfa úr landi
jafnskjótt og tilskilinn samnings-
frestur væru útrunninn. Þessari
beinu spurningu fengust ráðherr-
ar þeir, sem til máls tóku, þeir
utanríkisráðherra, forsætisráð-
herra og félagsmálaráðherrann,
Hannibal Valdimarsson, ekki til
að svara. Það má segja að þögn
þeirra um þetta grundvallaratriði
hinnar væntanlegu samníngagerð
ar, væri eitt hið athyglisverðasta,
sem kom fram í umræðunum.
Utanríkisráðherrann sagði að
vísu að hann horfði með „vax-
andi áhyggjum” á ástandið í al-
þjóðamálum og að það væri nú
svo ótryggt „að enginn gæti full-
yrt um framhaldið“. Sami ráð-
herra lýsti einnig þeirri persónu-
legu skoðun sinni að ef um væri
að ræða að varnarliðið ætti að
fara „á morgun eða næstu daga“,
þá mundi hann vera á móti því.
Jafnframt gat svo ráðherrann
þess að það væri ekki fyrr en á
miðju ári 1958, sem frestur til
brottfarar varnarliðsins væri út-
runninn, skv. varnarsamningnum,
en vék alveg undan að svara
hinni beinu spurningu Sjálfstæðis
manna um það, hvort enn stæði
við stefnuyfirlýsinguna frá 28.
marz s. 1. eða ekki, eins og áður
er sagt.
Beðið ,,upplýsinga“
Svör Hermanns Jónassonar
vöktu ekki litla furðu hjá þing-
heimi. Hann kvað ekki rétt að
ríkisstjórnin léti nú uppi hver
væri stefna hennar í hinum vænt-
anlegu samningum. Það væri
fyrst rétt að heyra hvaða „upp-
lýsingar“ bandarísku samninga-
mennirnir gæfu. Bjami Bene-
diktsson benti á að nú færi lítið
fyrir þeim stóryrðum, sem þessi
ráðherra hefði áður haft um að
íslendingar þyrftu enga að spyrja.
Nú teldi hann sjálfsagt að bíða
eftir „upplýsingum“ Bandaríkja-
manna áður en tekin væri afstaða
af íslendinga hálfu. í þessu sam-
bandi verður að hafa það í huga
að stefnuyfirlýsing núv. stjórn-
arflokka frá 28. marz s. 1. um
að endurskoðunin skuli miðast
við að varnarliðið fari, stendur
enn í fullu gildi að forminu til.
Alþingi hefur ekki breytt henni.
Það sem Sjálfstæðismenn spurðu
um var það hvort það væri nú
raunverulega ætlunin að byggja
á þessari yfirlýsingu þrátt fyrir
hið ískyggilega útlit eða ekki.
Þetta er þýðingarmesta spurn-
ingin í íslenzkum stjórnmálum í
dag og henni fékkst ríkisstjórnin
ekki til að svara.
Þeirri hugsun verður nú ekki
varizt að svo líti út, sem Farm-
sókn og Alþýðuflokkurinn veigri
sér nú við að standa á samþykkt-
inni frá 28. marz. Ef þetta væri
ekki svo hefðu ráðherrarnir naum
ast þagað við svo knýjandi spurn-
ingu.
Þung ábyrgð
Það, sem Hannibal Valdimars-
son sagði var í rauninni óskiljan-
legt en ef hægt var að leiða nokk-
uð af orðum hans var það helzt
það, að vilji ríkisstjórnarinnar
lægi skýrt fyrir í fyrri yfirlýs-
ingum og þyrfti því ekki að
spyrja. Hermann Jónasson tók
fram, að það væri ekkert óeðli-
legt þó ríkisstjórnin væri ósam-
mála í þessu stórmáli, hún stæði
jafnrétt fyrir því, að því er
manni skildist. Alþýðubandalag-
ið hefur nú alloft leikið þann leik
aff þykjast vera mótsnúið tiltekn-
um affgerffum stjórnarinnar og
ekkert um þær vita og má í því
sambandi minna á yfirlýsingu
utanríkisráðherra frá í sumar og
lausnina á löndunarbanninu. Slík
an leik er þó ekki hægt að leika
í það óendanlega og Alþýðu-
bandalaginu verður tæplega stætt
á því að koma fram að endur-
skoðun varnarsamningsins lok-
inni, hvernig sem hún verður, og
þykjast þá ekkert um hana vita.
Þaff er auðséð aff erfiðleikarnir
í stjórnarherbúðunum eru mikl-
ir. Þó ummæli utanríkisráðherr-
ans væru óákveðin virðist hon-
um þó vera ljós nauðsyn lands-
ins á vörnum í svo ótryggum
heimi, sem nú er. En utanríkis-
ráðherrann er í erfiðum félags-
skap. Honum hefði að sjálfsögðu
verið að því hinn mesti stuðn-
ingur, ef hann hefði nú fengið
að taka boði Sjálfstæðismanna
um samstöðu þeirra við endur-
skoðunina. Það fékkst ekki og nú
eru það Framsókn og Alþýðu-
flokkurinn af hálfu lýðræðis-
flokkanna, sem einir taka á sig
ábyrgðina á því sem gerist. Þessi
ábyrgð er mikil og miklu meiri
en rétt er að þessir flokkar taki
á sig, þegar litiff er á fylgi þeirra
meff þjóðinni. En þeir hafa kos-
iff sér hana og við það situr að
sinni.
UTAN UR HEIMI
Jhá órœÉct l
cJ^ci cj erlzvió ts
roó
I
þriðja sinn á rúmum
áratugi hefur hið þekkta sænska
skáld, Pár Lagerkvist, sem fékk
bókmenntaverðlaun Nóbels árið
1951, sent frá sér skáldverk, sem
fjallar um stöðu mannsins í heim-
inum. Það er ekki stórt að um-
fangi, en þeim mun ríkara að
innihaldi. Hvort þetta nýja verk
er betra eða jafngott og „Dverg-
urinn“ eða „Barrabas", verður
látið ósagt, en það hefur yfir sér
sömu listrænu heiðríkjuna og
bæði fyrri verkin. Má segja, að
þessi þrjú verk séu samstæð
heild, þrjár stórbrotnar myndir
af hlutskipti manneskjunnar.
D
vergurinn" fjallaði
um mann, sem var gersneyddur
öllum trúarlegum tilfinningum X
þessu verki öðlast tómleiki sál-
arinnar og eigingjarnt hatrið eins
konar reisn, örlögþrungna upp-
hefð. Aðalpersónan í „Barrabas“
trúði ekki á hinn kristna boðskap,
en hann var snortinn af honura
og gat ekki losnað undan áhrifa-
valdi hans. Hann var „der
Mensch in seinem dunklen
Drange" og fann hvernig hin ei-
lífu sannindi bergmáluðu hið
innra með honum.
rJ íðasta verkið, „Sibyll-
an“ (Völvan), fjallar um spá-
konu Apollons í Delfí, völvuna
á þrífætinum, sem féll í leiðslu
og talaði tungu ljósguðsins. Hún
var kjörin til þessa hlutverks ung
og ósnortin, og hún gegnir því
með sæmd: froðufellir og engist
frá sér numin, þegar guðinn nær
valdi á henni og lætur hana
stynja upp djupum og torskildum
orðum. Eftir hverja leiðslu finn-
ur hún botlausan tómleika hið
innra með sér, eins og menn al-
mennt gera eftir ástafund eða
drykkjusvall. Hún bíður þess með
óþreyju að fyllast aftur anda
guðdómsins. Nú á dögum væri
byllan eins og Michelangelo
igsaff i sér hann, þegar hann
málaði hvelfingu Sixtínsku
kapellunnar í Bóm.
Pár Lagerkvist
hún líklega kölluð móðursjúk, á
miðöldum hefði hún eflaust orð-
ið dýrlingur, en á fyrstu öld e.
Kr. í Delfí naut hún almennrar
hylli sem hin guðdómlega Pyþía.
»3 ibyllan er að því leyti
ólík Barrabasi og Dvergnum, að
hún gengur öll upp í því að þjóna
guðdóminum. Venjulegt fólk eins
og Ahasveros eða elskhugi henn-
ar, hermaðurinn, líta til hennar
með lotningu, en einnig tor-
tryggni og ofurlítilli fyrirlitn-
ingu. Hún lifir við önnur kjör
en hitt fólkið. Trúarathafnir, sem
í augum almúgans eru kærkomn-
ar dægradvalir í gráum hvers-
dagsleikanum, eru inntak og til-
gangur allra tilveru hennar. Mað-
ur getur látið sér detta í hug,
að hún sé táknmynd hins and-
lega manns, spámannsins, dulúð-
armannsins, og kannske líka
skálds eins og Lagerkvists, sem
kemur með boðskap sinn frá
endimörkum tilverunnar, og sem
finnur að köllun hans skilur hann
frá öðrum mönnum, verður í
senn byrði og aðall.
djúpsins, sem érfitt er að skýra
eða játa. Undir ljósi sveipuðum
helgidómi Apollons liggur hellir
völvunnar, þar sem höggormar
spádómsins skríða í reykelsis-
eimi. Það er hér, sem hinn hræði-
legi leyndardómur, „mysterium
tremendum", á sér stað, þegar
guðinn tekur vövuna með valdi,
umvefur hana megnum geitaþefi
og gefur henni sem son glottandi
fífl, sem aldrei segir eitt orð að
vitL
mt essi vangáfaði sonur
guðsins er e. t. v. í enn ríkari
mæli en völvan höfuðpersóna
bókarinnar, og þau tvö atriði
verksins, sem kalla má listræna
hápunkta þess, standa í sambandi
við hann. Annað þeirra er fæð-
ing sveinsins, jarðbundin og raun
sæ eins og sjálf náttúruöflin. Hitt
atriðið, sem er hápunktur verks-
ins í heild, á sér stað þegar son-
urinn rís á fætur og fer út úr
hellinum. Móðirin fer að leita
hans og finnur ilskó hans, klæði
og fótspor í snjónum uppi á tind-
inum. Það er himnaför: sonurinn
hefur horfið og tekið leyndarmál
sitt með sér.
D
vergurinn“ er myrk
bók, umvafin dimmu afbrota og
fangelsa. Yfir „Barrabasi“ hvílir
hálfrökkur óttunnar. „Sibyllan"
er böðuð ljósi. Lagerkvist hefur
snúið aftur til Grikklands og
dregur upp mynd af nöktu, sól-
glitrandi landslagi eins- og það
er nú, en ekki eins og það var
á dögum völvunnar, skógi klætt
og villt. Sibyllan þjónar guði
ljóssins, tónlistarinnar og skáld-
skaparins.
H,
E
n Lagerkvist er það
lagið að sjá hið háleita í sam-
bandi við hin dimmu rök undir-
ver er þessi fíflski
sonur Apollons, hæruskotinn og
samt alltaf barn? Hvað á hann að
tákna? Þetta er ekki í fyrsta sinn,
sem Lagerkvist lætur guðdóminn
þegja og snúa brosandi ásjónu
sinni frá mönnunum, um leið og
hann staðnæmist frammi fyrir
þeim sannleik, sem Strindberg
tjáði í „Drömspelet‘:, nefnilega að
leyndardómur heimsins sé hið
mikla „Ekkert". „Brosið eilífa"
gefur engin svör; það er óskýran-
legt, tilgangslaust, hvorki gott
né illt, og af þeim sökum óró-
vekjandi. Lagerkvist gefur engin
skýrari svör nú en fyrir 30 árum,
þegar hann skrifaði „Brosið ei-
lífa“, en hann er enn sem fyrr
hugfanginn af spurningunni, leit-
inni, gruninum um hið yfirvit-
lega, „das ganz Andere“.
JLi agerkvist er snilling-
ur í því að gefa gömlum sann-
indum og goðsögnum nýtt og
sannfærandi líf, listrænt gildi.
Hann á það sammerkt við Freud
og Thomas Mann að geta vakið
upp sagnir og trúarbrögð löngu
liðinna tíma og gætt þau lífi,
sem hefur merkingu fyrir sam-
tímann. Hann er í ætt við völv-
una Ahasveros: ungur í öllum
hreyfingum, stíllipurð og fersku
ímyndunarafli, en með hin
gömlu augu, sem eru orðin vön
því að rýna í hið óskiljanlega og
óttalega. „Sibyllan" er í senn ný
og gömul bók. Hún flytur ekkert
„nýtt“ þeim, sem fylgzt hafa með
skrifum Lagerkvists, en hún varp
ar nýju og skýrara ljósi yfir hin
gömíu hugðarefni hans. Hún hef-
ur yfir sér hógværð arfsagnar-
innar og ógn særingarinnar. Hún
er í senn ólgandi og lygn. Hún
er nýr sigur fyrir stórskáldið
Pár Lagerkvist.
Demókratar vflja sterkari varnir
Atlantskafsbandalagsins
WASHINGTON, 13 nóv. —
Öldungadeildarþingmaðurinn
Lyndon Johnson, formaður
demókrata í öldungadeildinni,
sagði í ræðu, er hann hélt á fundi
með blaðamönnum í Washington,
að hann myndi sækja ráðstefnu
þingmanna Atlantshafsbandalags
ríkjanna í París í þeim tilgangi
að stuðla að því, að sameiginlegt
varnarkerfi Norður-Atlantshafs-
ríkjanna verði styrkt.
„Við álítum þingmannaráð-
stefnu Atlantshafsbandalagsins
mjög mikilvæga. Það er engum
neitt launungarmál, að vegna
viðburðanna undanfarið hefur
hrikt alvarlega í stoðum Norður-
Atlantshafsbandalagsins, sem er
hymingarsteinn utanríkisstefnu
okkar. Við vonum, að á ráðstefn-
unni verði heilbrigðar og ský-
lausar umræður um sameiginleg
vandamál okkar.
Atlantshafsbandalagið er enn-
þá bezta leiðin, sem miðar að
því að hinar frjálsu þjóðir Norð-
ur-Atlantshafsins geti tekið hönd
um saman um sameiginlegar
varnir sínar