Morgunblaðið - 17.11.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.11.1956, Blaðsíða 9
Laugardftgur 17. nóv. 1956 M ORCVNliLAÐlÐ & Séð yfir Akranes. Öll hús Haraldar Böðvarssonar eru rauð máluð með ljósu þakskeggi og ljósum gluggakörmum. Fjöldi húsa tilheyrir l>essu mikla athafnafélagt, Nær húsaröðin allt frá stórbyggingunni lengst t. h. og allt yfir þvera myndina. Ég en varð auðvitað fyrir skakkaföllum, skuldir mínar hef ég alltaf greitt, n — JA, ÉG VEIT svo sem ekki hvað við eigum helzt að segja. Það er ýmislegt, sem hefir skeð á þessum 50 árum, sagði Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður á Akranesi, er ég hitti hann í fyrra- dag á heimili hans, en í dag eru 50 ár frá því hann hóf útgerð, þá aÓeins 17 ára gamall. — Hvað varð til þess að þér hófuð útgerð? — Ég er fæddur og alinn upp hér á Akranesi. Þá þótti hér eng- inn maður með mönnum, nema hann gæti farið til sjós. Hitt voru amlóðar. Það var 1903, var ég þá 14 ára, að ég fékk að fara xneð dugandi formanni í lúðutúr hér út af Akranesi. Veið veidd- um fullan bát af lúðu og rérum með aflann til Reykjavíkur og seldum hann þar Jóhannesi Nor- dal á 6 aura pundið, hausaðan slægðan og hreinsaðan. Þá var ekki um annað að gera en opna róðrarbáta. 1904 réðst ég svo á enskan tog'ara, sem lagði upp í Reykjavík. Var ég á honum í 3 mánuði og fékk 50 kr. á mánuði og frítt fæði. Þótti það gott kaup. Sumarið eftir fór ég með öðrum enskum togara til Eng- lands og var þar í 12 daga. Það var nú matur fyrir 16 ára strák í þá daga. Víkltaði það óneitan- lega sjóndeildarhring unglings- ins. — Nokkur skemmtileg atvik frá tíma sjósóknarinnar? — Ekki, sem merkileg geta tal- izt, en smáspaugileg þó. Á enska togaranum, sem ég var á, var vélstjóri sem gjarnan vildi standa í áflogum við okkur strákana. Leiddist okkur þetta fremur. Eitt sinn, er hann áreitti mig, greip ég hann glímutökum og slengdi honum ofan í fiskkös á dekkinu og sagði honum að ef hann lang- aði í meira, þá skyldi hann koma aftur. Lét hann þá af þessu. í annað skipti í landlegu í Reykja- vík fóru skipverjar á fyllirí upp í bæ. Er þeir komu aftur var ég á gangi niðri á hafnarbakk- anum. Tóku þeir nú bát og ætl- uðu um borð í togarann. En þeir munu víst haía fengið sér held- segir Mnn stórtæki atholnamaður, Earoldnr Böðv- arsscn ó Ahroncsi, sem í dag hefir gert út í 50 ór laraldur Böðvarsson ^ ur mikið neðan í því, því þeir i hvolfdu bátnum og fóru allir í sjóinn. Loks tókst okkur fjórum, sem þarna komum til hjálpar, að veiða fyllirútana upp úr höfn- inni, segir Haraldur og hlær við. Mér verður litið á þennan stóra þrekvaxna mann og mér dettur i hug að hann hafi ekki verið neitt lamb að leika sér við, þegar hann var upp á sitt frískasta. — En svo við snúum okkur að útgerðinni. Þér hófuð hana 17 ára gamall? — Já, það var 17. nóvember 1906, að ég keypti eitt af hinum frægu róðrarskipum, sem réru í Garðinum. Allir dugmestu for- mennirnir héðan fóru þá með skip sín á vertíð suður í Garð. Skipið kostaði 200 kr. og greiddi ég það út. — Og áttuð þér þessa peninga handbæra? — Já, Okkur systkinunum var öllum gefið sitt folaldið hverju. Kom hestur í hlut allra, nema mín. Ég fékk hryssu. En hryssur voru á þessum tíma lítt mark- aðshæfar, svo að ég lét hana ganga í stóði þar til ég hafði eignazt 5 hross og seldi síðan hópinn fyrir 200 kr. Meðeigandi með mér í bátnum var Hallgrím- ur nokkur Jónasson, fullorðinn maður og dugandi sjómaður. Átti hann að vera formaður á bátn- um og var það framlag hans til útgerðarinnar. Við bjuggum okk- ur svo til að gera út á fyrstu vertíðina 1907, komum okkur upp 2 netjatrossum og voru 8 net í hvorri. Þetta tók allt talsverðan tíma, efnið keyptum við og voru netin síðan hnýtt í höndunum. f fyrsta róðri var farið með netin út í svokallaðar Forir og þau' lögð þar. En þegar vitja átti netj- anna, fundum við ekkert nema eitt ból. Togari hafði komið og sópað öllu á brott. Þannig fór nú um fyrstu sjóferð hinnar nýju útgerðar. Veiðarfærin, sem öll höfðu verið fengin upp í skuld voru töpuð. Grímur félagi minn vildi þá hætta við útgerðina. En ég var ekki á því. Við komum okkur því upp öðrum trossum og tók það sinn tíma, svo að heita mátti að vertíð væri búin, þegar við vorum tilbúnir á ný. Ég minnist þess að kona Gríms sagði einu sinni er ég kom upp eftir til þeirra hjóna, þar sem verið var að hnýta netin og þótti mér seint ganga: „Nú er hugur í litla brjóstinu". — Það má kannske skjóta því inn að þarna hafi átt við mál- tækið: „Fall er faraheiU"? — Ja, ef til vili. — Á næstu vertíð gerðum við svo út frá Vörum í Garði og gerðum það allt til 1914, en árið áður höfðum við keypt okkur nýjan sexæring. Milljónafélagið keypti af okkur aflann. — Hvenær hófst útgerð mótor- bátanna? — Það var 1908 að ég keypti fyrsta mótorbátinn og fékk ég þá annan félaga með mér í þá útgerð. Bát þennan létum við heita „Höfrung“ og var hann 8 lestir með 8 ha. vél. Þegar ég keypti bátinn lánaði gildur bóndi í Reykholtsdal mér 1500 kr. til fjögurra ára. Hét hann Einar Magnússon á Steindórsstöðum. — Við fórum 4 saman á róðr- honum að orði: „Mikið má hamt Kári blása á móti, svo „Höfrung- ur“ hafi ekki betur“. „Höfrungur" mun hafa verið eitt hið fyrsta fiskirannsóknar- skip hér við land. Bjarni Sæ- mundsson notaði það 1909 er hann stundaði rannsóknir hér í Flóanum. Fór hann í rannsóknar- ferðir upp undir Mýrar, inn í Hvalfjörð og víðar. — Og hvaðan gerðuð þið „Höfrung“ svo út? — Við tókum okkur saman við aðra útgerð og byggðum okkur hús í Vogum við Vogastapa í svonefndum Hólma. Rúmaði hús- ið 2 skipshafnir. Frá Hólmanum gerðum við út á þorskanet frá 1909—1915, en þá mátti heita að þorskanetjaveiði félli niður á vertíðum, en línuveiðar tækju við. — Segið mér eitt, Haraldur. Hve lengi stóðu þorskanetjaver- tíðir og hvernig bjuggu sjómenn sig út með matföng á vertíðina? — Þorskanetjavertíðin stóð frá miðjum marz til loka, 11. maí. í verstöðvum eins og Hólmanum '.ðalbygging Haraldar Böðvarssonar & Co, hraðfrystihúsið og skrifstofurnar. Þessi mynd er tekin á árunum kringum 1920. Hún sýnir gaml* íshúsið, en við enda þess (næst á myndinni) er ístjörn, en úr henni var ísinn höggvinn á veturrih og látinn inn í íshúsið. arbát héðan frá Akranesi til þess að sækja „Höfrung". Var það hin sögulegasta ferð. Báturinn hafði komið á dekki skipsins „Konglnge", til Rvíkur. Dróg um við hann að bryggju í Reykja vík og hugðumst setja vélina í gang, en tókst það ekki hvernig sem við reyndum. Var nú úr vöndu að ráða, því engir.n þekkti neitt til slíkra véla þá í höfuð- staðnum. Loks var mér vísað til manns, sem kallaður var Óli galdramaður, en hét Ólafur og var Jónsson og bjó á Hverfis- götu 92 og gerði þar _við hjói- hesta og saumavélar. Ég arkaði til galdramannsins og þótt hann segðist ekkert vit hafa á svona vélum og hefði aldrei séð þær, þá fékk ég hann með mér niður í bát. Og svo fór að lokum að Óli galdramaður kom vélinni í gang eftir miklar athuganir og við sigldum hinir hróðugustu með árabátinn í eftirdragi áleiðis til Akraness. Á leiðinni upp eftir lá einn karlanna frammá og horfði á hvernig braut af stefninu. Varð lifðu menn við skrínukost. Kost- urinn var nokkuð mismunandi eftir efnum og ástæðum. Margir höfðu kæfu 1 kofforti, 15—20 kg, eða í sauðabelgjum, þá súrt smjör einnig í belgjum. Kandíssykur og kaffi höfðu menn. Það var stundum geymt í órónum sjó- vettlingum. Rúgbrauð höfðu menn, kringlur og skonrok. Var það haft í strigapokum. Rúg- brauðið var þannig geymt, að það var grafið í salt í pokunum, svo það ekki þornaði. Lítils háttar munu menn einnig hafa haft að saltkjöti, einnig herta þorsk- hausa og harðfisk. Soðningu og graut höfðu menn í félagi. Drykkjarföng voru kaffi og aft- ur kaffi, þegar legið var í landi, en á sjónum sýrublanda eða bara vatn. Eftir að mótorbátarnir komu var svo hægt að hita kaffi um borð. Undir lokin var kæfaa oft orðin karmygluð og smjör- ið eldsúrt. — Og svo við komum aftur að útgerðinni. Hún hefir náttúrlega aukizt og stækkað? Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.