Morgunblaðið - 17.11.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.1956, Blaðsíða 10
10 M ORCVISBL AÐlt> t,augardagur 17. nðv. 1956 Áður var síidin söltuð á plani á sama stað og söitunarhúsið stendur nú. Framh. af bls. 9 — Já. 1913 keypti ég mótor- bátinn Stíganda, sem ég gerði út frá Hólmanum til ársins 1915, en þá flutti ég alla mína útgerð á vetrarvertíð til Sandgerðis. Vertíðina 1914 hafði ég gert það- an út 2 nýja báta, sem ég lét byggja hér á Akranesi 1913, þá „Val“ bg „Víking“. 1915 bættist 5. báturinn við, „Egill Skalla- grímsson". — Og hvernig stóð á því að |»ér hófnð útgerð frá Sandgerði? — Fiskurinn, sem aflaðist í Hólmanum var fluttur óverkað- ur til Akraness og tók ég að mér að verka hann fyrir kr. 3.20 skippundið. 1912 fór ég í „spekú- lantstúr“ fyrir Milljónafél. um Borgarfjörð og Hvalfjörð, keypti ég þá saltfisk í félagi við ýmsa í Reykjavílt og verkaði á Akra- nesi. Var svo komið að á þessu höfðu mér áskotnazt 1200 kr. 1913. Fór ég þá til útlanda, til Bretlands, Þýzkalands, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Komst ég þá í kynni við ýmsa ágæta menn, sem m.a. lánuðu mér efni í mótorbáta og voru tveir þeirra byggðir á Akranesi 1913 og hinn 3. 1914. Gerði ég þá viðlegu- samning við Matthías Þórðarson, sem þá átti Sandgerö'isstöðina og gerði þaðan út tvo bátanna 1914. Þá seldi Matthías stöðina Lofti Loftssyni, sem gert hafði út með mér í Hólmanum, og hóf ég þá undirbúning að byggingu nýrrar stöðvar í Sandgerði. Ég keypti fyrst gamla skútu af Milljóna- félaginu, sem sokkið hafði í höfn- inni í Sandgerði, hét hún „Hvassa nes“, og fékk ég hana fyrir 200 geymt til vertíðabyrjunar, sem hófst fyrr á línuveiðunum, eða upp úr áramótum. — En hvað var svo gert utan vertíðar? — Bátarnir voru þá fluttir hingað upp á Akranes. Var gutlað við róðra héðan að heiman fram eftir sumri og hausti. Hér var þá hafnlaust, nema lítil bryggja framundan þar sem nú er söltun- arstöð okkar. — Hvað meira um Sandgerð- isútgerðina? — Eins og ég sagði áðan fór um þessar muridir mjög að draga úr þorskanetjaveiðunum. Menn tóku nú óðum að hætta við róðr- arbátana og fá sér stærri vélbáta, sem þeir gerðu út með línu. Auk þeirra báta, sem ég átti í Sand- Nú er síldin söltuð inni í húsi. og tókst það vel. Fékk ég þar bæði mikinn og góðan við, sem ég notaði í bryggju og hús og var hvort tveggja byggt sumarið og haustið 1914. Flutti ég svo alla útgerðina til Sandgerðis og byrjaði þar vertíðina 1915. Var ég þar með þessa 5 báta, sem áður getur. Átti ég þá upphaflega í félagi við ýmsa aðra, en eignað- ist þá svo smátt og smátt einn. Bátar þessir voru um 10 lestir að stærð, hver hinna stærri. — En hvernig var svo sam- bandið milli Akraness og Sand- gerðis? Stjórnuðuð þér ekki út- gerðinni héðan? — Við fluttum allt héðan frá Akranesi til Sandgerðis, sem nota þurfti á vertíðinni, veiðarfæri, olíu, kol og matföng. Þetta varð kr. Eg átti að ná slcútunni upp að gerast á haustin og var svo F jórum sinnum í viku til Bretlands og meginlands Evrópu. gerði höfðu ýmsir aðrir hjá mér viðlegupláss og voru jafnan 14 til 15 bátar við stöðina þar. Eitt- hvað mun hafa verið svipaður fjöldi hjá Lofti í hinni stöðinni. Ég rak þessa útgerðarstöð allt tíl 1941, en hafði 1933 selt nú- verandi eigendum hluta í henni og er hún enn rekin undir nafn- inu Miðnes h.f. — Og bjugguð þér á Akranesi öll þessi ár? — Nei. Ég bjó í Reykjavík frá 1916 til 1924, að við fluttumst alfarin hingað upp eftir. Á sumr- in bjuggum við hér alltaf í sum- arbústað sem ég átti hér. Á árum mínum í Reykjavík fékkst ég við alls konar viðskipti. 1915 hafði ég farið til Bergen og stofnað þar hlutafélag um heildverzlun, sem rekin var til 1924. Ég keypti kol og seldi. Saltaði síld í félagi við menn, en stórtapaði á því, fór í fiskkaupfélag í Reykjavik og tapaði líka stóríé á því. Þá fóru sumir félaga minna á höf- uðið. — Já, það mun hafa komið oft fyrir að menn „rúlluðu", sem kallað var. En þér? Fóruð þér aldrei á höfuðið? — Nei, segir þessi öldurmann- Einar Ásmundsson, hsestaréttarlögmaður. Hafsteinn Sigurðsson, lögfræðingur. Hafnai-stræti 5, 2. hæð. Alls konar lögfræðistörf. lega kempa, — ég átti alltaf því láni að fagna að haldast á rétt- um kili. Ég varð auðvitað fyrir skakkaföllum, en skuldir mínar gat ég alitaf greitt. — En svo við komum nú loks að síðasta kaflanum, framkvæmd um yðar hér á Akranesi. Hvenær hófust þær í ríkari mæli? — Við fluttum alfarin hingað vorið 1924 frá Reykjavík. Ég átti að sönnu á ýmsu völ þar syðra, en mér fannst, þar sem við hjón- in vorum bæði héðan, að manni bæri að reyna að hleypa hér fjöri í athafnalífið. Við hófum svo róðra héðan á vertíðinni 1925. Við héldum þessu svo á- fram, fjölguðum mönnum á bát- unum. Þetta gafst betur og bet- ur og fleiri útgerðarmenn, sem gert höfðu út báta sína annars staðar á vertíðum, fluttu þá nú heim og slógust í hópinn. Ég lét byggja tvo nýja báta 1929 og gerði þá fyrst út 1930. Það var svo hafizt handa um bætt hafn- arskilyrði það ár og þá komu jafnframt kröfur um stærri báta og allt þokaðist þetta í áttina til hins betra hér heima. — Og hvernig er þetta svo í stórum dráttum í dag hjá ykkur? — Nú er svo komið að við eigum 9 báta þetta frá 60—85 tonn að stærð með allt að 320 ha. þungbyggðum vélum. Einn bát höfum við á leigu. Breytingin í hina stærri báta hefir aðallega orðið á síðustu 10—15 árum. Við byrjuðum á byggingu hrað- frystihúss 1929 og síðan höfum við alltaf verið að bæta við það. Áður var hér til íshús, byggt 1910, var það á sama stað og mikið um að vera hér og kom hingað fjöldi togara hvaðanæva að af landinu. Niðursuðu höfum við hér, Heklu-vörur. Er soðinn niður alls konar fiskmatur, grænmeti, rauð rófur og gulrætur, grænar baun-. ir o. fl. þess háttar. Við höfum véla- og trésmíða- verkstæði, sem er þó einkum rek- | ið fyrir okkur sjálfa. Saltfisk- verkun höfum við nokkra ög þar til gert þurrkhús, en ekki þó mikla eins og stendur, því aflinn, sem okkur berst nú er lítið fram yfir það sem fer í frystihúsið. Verzlun höfum við rekið tals- verða með nýlendu- og matvör- ur, vefnaðarvörur (nú hætt), út- gerðarvörur og veiðarfæri, bygg- ingarvörur, kol, olíu og salt. — Segið mér, hvað eru marg- ir íbúar hér á Akranesi og hvað hafa margir beina atvinnu af fyr- irtæki ykkar feðga. — íbúar hér munu vera rúm- lega 3.500. Þegar flest er í vinnu hjá okkur eru það um 600 manns. — Jahá. Það lætur því nærri að vera helmingur vinnufærra manna á Akranesi, sem sækir laun sín til ykkar, þegar flest er. Hvað greidduð þið í vinnu- laun á s.l. ári? — Það mun láta nærri að vera um 20 millj. króna. — Það má þá segja að áform yðar að lífga upp á atvinnulífið hér á Akranesi, hafi tekizt. En hverju þakkið þér þessa vel- gengni og höpp yðar í lífinu? — Þar kemur að sjálfsögðu margt til. Ég hef átt góða konu að lífsförunaut. Samvinna okkar feðganna, Sturlaugs og mín, hefir Einn af hinum nýjustu bátum Haraldar Böðvarssonar & Co. Flaggskipið Böðvar. hraðfrystihúsið er nú. Afkasta- geta hússins er nú sú, að við getum tekið á móti heilum togara farmi í einu (um 300 tonnum) og verkað hann og gengið frá á 2. dögum. Við frystum oft 5—600 tunnur af síld á dag, en það væri hægt að afkasta meiru ef unnið væri allan sólarhringinn. Söltun Faxasíldar hefir verið baráttumál mitt í mörg úr. Ég tel að þar eigurn við ógrynni verðmæta. Skreið höfum við verk að, mest 1953, en þá byggðum við 500 hjalla og fluttum það ár út 764 tonn af fullverkaðri skreið, en það mun nema um 5 þús. tonnum af blautfiski. Þá var oft Viðkomustaðir: HAMBORG KAUPMANNAHÖFN GAUTABORG OSLÓ STAFANGUR BJÖRGVIN GLASGOW Við seljum farmiða með öðrum flug- félögum til flestra flugstöðva í heimi. Loftleiðis landa milli! Ný eða nýleg tveggja til fjögurra herbergja íbúð, ásamt bílskúr eða bílskúrsréttindum, óskast til kaups á góðum stað í bænum, milliliðalaust, íbúðin þarf ekki að vera fullgerð. Upplýsingar í síma 4395 næstu kvöld kl. 6—8. LOFTLEIÐI — SIMI: 81440 t • i*1 Nýjaw vetrakápur fyrir unglinga og fullorðna á mjög hagstæðu verði. Höum einnig fengið ódýrar poplinkápur í fallegu úrvalL Kápu- og dömubúðin, Laugavegi 15. gengið vel, en við höfum átt fyrirtækið saman síðan 1938. Ég hef verið einkar heppinn með val á starfsfólki og sjómennirnir hafa verið frábærlega duglegir. Allt verkafólk hér er með afbrigðum starfsamt og gott. Ég vil ekki hvað sízt þakka þvi hve vel hef- ir gengið. Ég vil segja að eldri kynslóðin sé alveg fram úr skar- andi. Unglingar eru alltaf ungl- ingar. Við höfum líka allir ver- ið unglingar. — En slysfarir? Ilafa þær ekki orðið einhverjar á svo löngum ferli útgerðarmanns? — Eina banaslysið sem hent hefir öll þessi 50 ár, var að ung- ur maður hvarf að einum bátn- um mínum hér úti á Flóa fyrir nokkrum árum. Það var gott veð- ur þá og enginn veit hvernig það atvikaðist. — Og hverju þakkið þér hve Iítið hefir verið um slys? — Ég veit ekki. Það er kannsk® viðkvæmnismál, en eitt get ég sagt yður. Ég hef alltaf beðið fyrir sjómönnum mínum á hverju kvöldi allt frá því fyrsta. — En sem sagt fólkið er það sem velt hefir þyngstu björgunum, því hvað get ég einn, eða við tveir? Ix AA Það er orðið áliðið kvölds, komið fram um miðnætti. Það hefir verið skemmtilegt að kynn- ast þótt ekki sé nema svipmynd- um úr lífi þessa landkunna at- hafnamanns. Hann fylgir mér til dyra og segir um leið. — Eigum við ekki að segja þú, það er sið- ur hér á Akranesi? — Jú, þakka þér kærlega fyrir. Vertu blessaður. — vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.