Morgunblaðið - 25.11.1956, Blaðsíða 24
Veðrið
Hvass S-V —
éljaveður.
Reykjavíkurbréf
er á blaðsíðu 13.
282. tbl. — Sunnudagur 25. nóvember 1956.
Akureyrinyar kjósa í dag um
hvort opna eigi vínbúðina aftur
Mikill áhngi á kösiiingimum
og verða kosningaskrifstofur opnar
Ý DAG munu milli 50—60% atkvæðisbærra manna á Akureyri
* ganga að kjörborðinu og greiða atkv. um það hvort bærinn
»kuli áfram vera „þurr“ bær eða hvort á ný skuli opnuð útsala frá
Áfengisverzlun ríkisins. — Eru þessar kosningar aðalumræðuefni
naanna í höfuðstað Norðurlands, þessa dagana. Þar hefur ekki verið
opin vínbúð frá því í ársbyrjun 1954, að henni var lokað að
undangenginni kosningu meðal bæjarbúa þar um.
Kosning fer fram í Gagnfræða
skólanum og hefst klukkan 10 ár
degis í dag. Verða átkvæði svo
talin á mánudaginn.
TVÆR SVEITIIt
Akureyringar hafa skipað sér í
tvær sveitir og hafa báðar gefið
út blað máli sínu til stuðnings.
Annars vegar eru templarar sem
gefið hafa út blaðið Áfengis-
vörn. í því blaði eru túlkuð
sjónarmið templara og þeirra,
sem vilja að Akureyri verði á-
fram „þurr“ bær. Hins vegar eru
samtök frjálslyndra kjósenda,
sem svo nefna sig, sem berjast
fyrir því, að áfengisútsalan verði
opnuð á ný og færa þar fram
ýmis rök máli sínu tii stuðnings
og hvetja til þess að vínbanninu
verði aflétt.
MARGIR UTÆNBÆJAR
Það er búizt við að milli 50—
60% bæjarbúa muni greiða
atkvæði í máli þessu. Marg-
ir eru þeir bæjarbúar, sem ekki
Bátiu* sökk
STYKKISHÓLMI, 24. nóv.: — í
ofsaveðri hér í nótt urðu ýmsar
skemmdir, og 20 tonna bátur
sökk.
í veðurofsanum losnuðu þak-
plötur á nokkrum húsum og grind
verk og girðingar fuku. Vélbát-
urinn Gissur hvíti lá hér í höfn-
inni. Hann sleit legufærin laus og
rak upp í 'Stykkið og sökk þar.
Möstrin stóðu aðeins upp úr, en
um fjöru gera menn sér vonir um
að geta bjargað bátnum.
Á bænum Hraunsfirði í Helga-
fellssveit fauk hlaða og nokkuð
af heyi bóndans.
geta verið í bænum í dag, svo
sem allir sjómenn á togurunum,
verkamenn og fleiri sem dvelja
utan bæjar. Utankjörstaðakosn-
ing er ekki viðhöfð í slíkum
kosningum sem þessum.
Ekki treysta menn sér til þess
að segja fyrir um úrslit kosn-
inganna. Þeir, er tíðindamaður
Mbl. á Akureyri ræddi við, sögðu
margir að mjög hafi skoðun
manna á málinu breytzt frá því
síðast var inn þetta kosið, eink-
um kvenþjóðarinnar.
Báðir aðilar munu hafa kosn-
ingaskrifstofur opnar í dag og
gera sitt til þess að auðvelda
fólki kosningaþátttökuna.
Stöðugt stórviðri
við Vestmannaeyjar
VESTMANNAEYJAR 24. hóv.t
Látlaus veðrahamur hefur verið
í vikutíma, og hafa skipzt á sunn
an og suðvestan stórviðri, með
feikna úrkomu og dimmviðrum.
Allar samgöngur má heita að
liggi niðri milla Eyja og lands.
Flugveður hefur ekki verið í 10
daga og það er sjaldgæft. Fyrir
harðfylgi mannanna á mjólkur-
bátnum, sem flytur hingað mjólk
úr Þorlákshöfn, hefur tekizt að
hafa hér nægja mjólk til heim-
ilanna, en segja má, að mjólk-
urbáturinn hafi skotizt út á milli
hrinanna. Suma daga hefur hann
ekki komizt út úr höfn vegna
strórviðris og stórsjó. í dag er
enn ofsaveður hér af suðvestri,
með miklu hafróti.
í dag komu Reykjavíkurblöðin
hingað og voru það blöðin frá
sunnudeginum til fimmtudags, en
í dag var vika síðan blöðin bárust
hingað síðast. —BG.
Hinn nýi yfirforingi NATO-herjanna, Norsladt hershöfðingi (t. h.),
óskar fyrirrennara sínum Gruenther hershöfffingja, til hamingju
eftir aff Mollet forsætisráðherra Frakka hafði sæmt hann Her-
krossinum um leiff og hann lét af störfum.
Fjóra báta rekur upp
Illa frá bátiim gengið í Rvíkurliöfn
SEINNI hluta nætur í fyrrinótt,
er hér var hvasst mjög af suð-
vestri, slitnuðu fjórir gamlir bát
ar frá bryggju í vesturhöfninni
og rak úr höfninni. Strönduðu
þeir inni við Kirkjusand. Einn
bátanna er ónýtur talinn. Allir
voru þeir mannlausir. í þessari
viku hafa fjölda margir bátar í
vesturhöfninni orðið fyrir rneiri
og minni skemmdum. Tveir eru
ónýtir taldir.
í gærmorgun er bjart var orð
ið, mátti sjá fjóra báta, þar af
þrjá stóra, uppi í fjöru inni við
bátasmíðastöð Landssmiðjunnar
við' Fúlalæk, rétt vestan við
Kirkjusand. Voru þetta mótor-
bátamir Erna, og Freyja, sem
báðir eru allstórir bátar og sá
þriðji líill bátur, Hilmir. Vii't-
Osannfndum „Þléðviljans''
úl af landhelgismálinu hnekkf
BLAÐINU barzt í gær svohljóð-
andi yfirlýsing:
„Dagblaðið Þjóðviljinn hefir
undanfarna daga birt hverja full
yrðinguna af annarri um viðræð-
ur þær, sem fram fóru í París
á vegum Efnahagssamvinnustofn-
unar Evrópu og nú hafa leitt til
þess, að löndunarbannið á ísl-
enzkum fiski í Bretlandi hefir
verið afnumið. Er því þar eink-
um haldið fram, að fyrrverandi
ríkisstjórn íslands hafi verið
reiðubúin að semja um afnám
löndunarbannsins gegn eftirfar-
andi skilyrðum:
„Bretar og aðrar aðildarþjóðir
Efnahagssamvinnustofnunar Ev-
rópu fái réttindi til fiskveiða inn
an íslenzkrar landhelgi, sam-
kvæmt nánar tilteknum regíum.
Slakað verði á núgildandi land
helgislínu á nokkrum stöðurr..
fslendingar skuldbindi sig til að
gera engar breytingar til stækk-
unar á landhelginni næstu þrjú
árin eða að öðrum kosti meðan
Sameinuðu þjóðirnar hafi land-
helgismál þjóðanna til meðferðar
(en sú meðferð getur staðið ára-
tugum saman).“
Við undirritaðir vorum frá upp
hafi talsmenn ríkisstjórnar ís-
lands við viðræðurnar í París og
er okkur því fullkunnugt, hvað
þar fór fram.
Við lýsum því hérmeð yfir í
eitt skipti fyrir öll og afdráttar-
laust, að fullyrðingar og dylgjur
Þjóðviljans í þessu efni eru til-
hæfulausar með öllu. Engin
þeirra tilslakana, sem nefndar
voru hér að framan, hefir nokk-
urn tíma komið til greina af ís-
lands hálfu, og ekki heldúr neir.ar
„tilslakanir" aðrar í landhelgis-
málinu, sem ganga lengra en það,
sem nú hefir orðið sainkomulag
um.
Hans G. Andersen
Fétur Benediktsson“.
ust bátarnir ekki hafa orðið fyr-
ir skemmdum við strandið, enda
er þarna góður fjörusandur.
Eitthvað höfðu þeir þó brotnað
ofanþilja, Erna og Freyja, sem
voru búndnir saman. Höfðu
brotnað við að slást saman.
Litla bátnum átti að reyna að
bjarga í gærkvöldi.
Fjórði báturinn lá skammt frá
landi, við Höfðavík, og var hann
sokkinn. Er það vélbáturinn Vað
geir, eign Guðmundar Kolka.
Þarna er botninn mjög grýttur.
Mun botninn á bátnum hafa
brotnað mjög. Er þessi bátur ó-
nýtur talinn. Var hann vá-
tryggður fyrir nokkur hundruð
þúsund krónur. Er þetta gamall
bátur og hefur legið alllengi hér
í höfninni.
Um miðja vikuna í hvassri
suðvestanátt sökk lítill bátur í
höfninni og annan rak upp, og
skemmdist nokkuð. Þá hafa all-
margir bátar orðið fyrir meiri
og minni skemmdum.
Ástæðan til þess að bátarnir
slitnuðu frá bryggju, hefur Mbl.
eftir góðum heimildum, að stafi
af því, að illa var frá bátunum
gengið, landfestar fúnar og svo
því að allir voru bátarnir mann
lausir og enginn til þess að gæta
þeirra. Eru sögð að því mjög
mikil brögð hér í Reykjavíkur-
höfn, að margir bátaeigendur
láta fleytur sínar liggja í algeru
hirðuleysi og eftirlit með þeim
er oft lítið sem ekkert.
f gær var ekki unnið að björg
un skipanna úr sandinum við
Fúlalæk, enda hvassviðri.
Aukið útvarp
til Landa erlcndis
ÚTVARPSSTJÓRI, Vilhjálmur
Þ. Gíslason, ræddi i gærkvöldi 1
útvarpið nokkuð um tilkynning-
a- og fréttaþjónustu Útvarpsins.
í því sambandi gat hann þess t.d,
að frá og með næstu mánaða-
mótum myndi Útvarpið í tilrauna
skyni ætla að auka útsendingar
til íslendinga erlendis og verða
þá sendar kvöldfréttir útvarpsina
á stuttbylgjunum á hverjum
venjulegum kvöldfréttatíma kl. 8
og eftir þann tíma til kl. 9 verð-
ur útvarpað ýmiss konar útvarpi
efni. Verður þetta á stuttbylgju-
útvarp á 24,62 metrum.
Heimfa óháð verkalýðsfélög
VARSJÁ. Skv. Dally Telegraph.
ÞEGAR PÓLSKA verkalýðssambandið hélt fund nýlega í Varsjfc
komu um 100 fulltrúar verkamanna úr verksmiðjum borgar-
innar inn í fundarsalinn og kröfðust þess að öll verkalýðsmálalög-
gjöf borgarinnar yrði endurskoðuð, svo að verkalýðsfélög landsins
gætu orðið óháð samtök verkamanna en ekki verkfæri kommún-
istaflokksins eða ríkisstjórnarinnar.
Herflugvél eyði-
leggst í lendingu
HERFLUGVÉL úr flotadeild
varnarliðsins á Keflavíkurflug
velli, eyðilagðist á föstudaginn
þar á flugvellinum, er hún var að
set.iast. Var þetta Neptuna flug-
véi; tveggja hreyfla. Áhöfnina
sakaði ekki.
Tildrög þessa óhapps voru þau
að flugvélin lenti á flugbraut sem
vindur stóð beint upp á, en á
brautinni var lítilsháttar ísing,
nægileg þó til þess að allt í einu
tók flugvélin að renna stjórnlaus
til hliðar. Fór hún út af flug-
brautinni, og þar brotnaði hjóla-
umbúnaðurinn undan flugvélinni
og við það eyðilagðist hún.
Á sviði fundarsalarins stóðu 10
stólar miðstjórnar verkalýðssam-
bandsins, en þeir tæmdust og
stóðu augir mestan tímann. Mikil
fagnaðaróp heyrðust í salnum
þegar verkamaður einn fulltrúi
námumanna, lýsti því yfir, að
miðstjórn aiþýðusambandsins
hefði sagt af sér. — Við komum
hingað til þess að sparka þeim
úr embættum, en það er gott að
þeir sáu það ráð bezt að fara
sjálfir.
Þegar verkamenn byrjuðu að
hópast í salinn, var verið að lesa
skýrslu um fjárhag sambandsins.
Mönnum þótti ýmsir útgjalda-
liðirnir einkennilega og illa út-
skýrðir. Af skýrslunni væri ekki
hægt að s.iá, hvernig sjóðum sam-
bandsins hefði verið eytt. Full-
trúar kröfðust þess að forseti
Sýningu 6erHar að Ijúka
í KVÖLD klukkan 10 lýkur járn-
myndasýningu Gerðar Helgadótt-
ur í Bogasal Þjóðminjasafnsins.
TIL SUÐURHEIMSKAUTS
OSLÓ — Norska skipið Tottan,
sem er 600 smálestir að stærð er
lagt af stað í för sína til Suður-
heimskautslandsins. Það flytur
vistir og verkfæri til norskra og
brezkra vísindamanna sem dvelj-
ast þar syðra.
sambandsins, Kiosewlcs, gerffi
nánari grein fyrir útgjöldunum.
Honum hefur nú verið vikið úr
efri deild þjóðþingsins og er búizt
við, að honum verði einnig vikið
úr pólska kommúnistaflokknum.
Vörur skemmast
í eldi í Skaft-
felliugi
KLUKKAN rúmlega 8 i gær-
morgun var slökkviliðið kallað
niður að gömlu verðbúabryggj-
unum, þar sem Skaftfellingur lá
ferðbúinn til Vestmannaeyja. —
Eldur var þar í lest skipsins. Var
éldurinn framarlega í lestinni og
erfitt mjög að sækja að honum
fyrir brunaverðina. Var mikið af
Ýmiskonar vörum og einnig mat-
vörur, svo sem kjötskrokkar og
sekjavara, þá var þar málning
og jafnvel hin dýrustu lyf, svo
sem auramiasin.
í rúma tvo tíma voru slökki-
liðsmenn að berja^st við eldinn.
Urðu ekki miklar skemmdir á
skipinu, en á vörunum, af vatni
og reyk. Ekki er vitað með hverj-
um hætti eldurinn kviknaði. Ekki
var verið að vinna við skipið og
lestunum hafði verið lokað kvöld
ið áður er vinnu lauk í henni.