Morgunblaðið - 25.11.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1956, Blaðsíða 12
12 MORCTnVBLAÐIÐ Sunnudagur 25. nóv. 1956 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Ajjjglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Gróondi í íslenzku menningurlíii NÚ £ vikulokin var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsálykt- unar um íslenzka óperu. Flutn- ingsmenn hennar eru Ragnhildur Helgadóttir og fjórir aðrir þing- menn Sjálfstæðisflokksins. í tillögu þessari er lagt til, að Alþingi skori á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að ráðnir verði að Þjóðleikhúsinu 5—10 einsöngv arar og að þar verði síðan fluttir 3—4 söngleikir á hverju leikári. í greinargerð tillögu þessarar, sem er hin athyglisverðasta er á það bent að mikil vakning hafi orðið í íslenzku hljómlistarlífi á síðasta aldarfjórðungi. Áhugi xnanna og skilningur á gildi góðr ar tónlistar hafi aukizt mjög og þjóðin hafi eignazt marga ágæta hljómlistarmenn. Er í þessu sam- bandi sérstaklega rætt um söngv- ara, sem þó hafi hér ekki nægi- leg verkefni og eigi þess of lítinn kost að reyna sig við hin meiri verk söngbókmenntanna. Merk- um áfanga hafi þó verið náð með söngleiksfluinir.gi Þjóðleikhúss- ins og annarra aðila. Það er vissulega rétt, að menn ingarlífi höfuðborgarinnar og raunar þjóðarinnar í heild væri að því hinn mesti fengur ef unnt væri að framkvæma þá hugmynd, sem felst í þessari tillögu Sjálf- stæðismanna á þingi Óperusýn- ingar Þjóðleikhússins undanfarin ár hafa verið einn vinsælasti þáttur starfsemi þess. Að vísu hefur þurft að fá erlenda lista- menn til þess að taka þátt í sum- um þessara sýninga. Sumum kann að finnast það miður farið, en svo er þó í raun og veru ekki. Ekkert er eðlilegra en að ungt leikhús minnstu þjóðar heims þurfi á kröftum erlends listafólks að halda þegar settir eru á svið söngleikir, sem krefjast fjölda listamanna. Segja má að það gangi kraftaverki næst, hverju íslenzkt hljómlistarfólk, söngvar- ar og hljóðfæraleikarar hafa á- orkað á skömmum tíma: Er það vissulega hið mesta fagnaðarefni. íslenzk ópera í greinargerð þeirri sem fylgir tillögu Ragnhildar Helgadóttur um íslenzka óperu, er meðal ann- ars komizt að orði á þessa leið: „Á það má og benda, að hér eru þegar starfandi ágætir kór- ar, m. a. í sambandi við Þjóðleik- húsið. Sinfóníuhljómsveit íslands er nú væntanlega svo á legg kom- in, að framtíð hennar verði tryggð með einhverjum hætti. Með tíðari söngleikaflutningi lengju hljóðfæraleikarar hennar - aukin verkefni, og ætti það að efla hag hljómsveitarinnar. Loks virðist ekki ástæða til að óttast að skortur verði á hæfum mönn- um til að annast söng- og leik- stjórn. Verður því að telja, að frá listrænu sjónarmiði séu skilyrði fyrir hendi til að auka flutning söngleika og koma þar á svo föstu skipulagi, að með sanni megi tala um íslenzka óperu.“ Fyllsta ástæða er til þess að taka undir þessi ummæli. Reynsla okkar undanfarin ár, bendir tvímælalaust til þess að hér eigi að vera hægt að starf- rækja óperu í sambandi við Þjóðleikhúsið. Margir íslenzk- Ir söngvarar hafa undanfarið orðið að dveljast erlendis vegna þess að verkefni hefur skort fyrir þá hér heima. UTAN UR HEIMI —l ommuruó íl óanuíeiliA ur: Óhætt er að fullyrða, að a.m.k. sumir þeirra eigi enga ósk heit ari en að geta iðkað list sína heima á íslandi. Mikill menningarauki Að íslenzkri óperu væri tví- mælalaust mikill menningarauki fyrir þessa listhneigðu og list- elsku þjóð. Það er þess vegna mjög vel farið að þessi till. hefur komið fram á Alþingi. Væntan- lega verður hún samþykkt og henni hrundið í framkvæmd. Þjóðleikhúsið og forráðamenn þess hafa þegar sýnt, að þeir hafa mikinn áhuga á söngleikum. Og almenningur hefir ekki látið sitt eftir liggja. Engar sýningar eru betur sóttar í Þjóðleikhúsinu heldur en óperusýningarnar. Þessi gamla sígilda listgrein nýt- ur hér mikilla og vaxandi vin- sælda. Gróandi menningarlíf Um íslenzkt menningarlíf und- anfarin ár má segja, að þar hefur ríkt mikill gróandi. Leiklistin hefur öðlazt stórbætta aðstöðu með starfsemi Þjóðleikhússins og áhrifa þess gætir út um allt land í sambandi við leikskóla þess og leikferðalög. Iástdansinn hefur numið hér land með hinum unga ballettskóla Þjóðleikhússins. Sin- fóníuhljómsveitin vex og daínar og hefur áreiðanlega nú þegar átt ríkan þált í að glæða áhuga al- ! mennings á góðri hljómlist. Heim sóknir ágætra erl. hljómlistar- manna til landsins aukast stöð- ugt. og gefa þjóðinni tækifæri til að kynnast því bezta á sviði hljómlistarinnar í heiminum. Á sviði myndlistarinnar koma stöðugt fram nýir listamenn. Nýjar brautir eru troðnar og ís- lenzk list verður í senn þjóðleg og alþjóðleg. Fjöldi sýninga á málverkum og höggmyndum er árlega haldinn og þjóðin skreytir híbýli sín í stöðugt ríkari mæli með verkum ísienzkra myndlist- armanna. Allt er þetta gleðilegt og ber vott um gróanda og þróun £ menningarlífi þjóðarinnar. Andlegt sjálfstæði En i fögnuði okkar yfir gróandi listalífi megum við ekki gleyma því, að vera gagnrýnin á lista- menn okkar. Leiðin til góðrar listar og þroska liggur ekki um gagnrýnislausa sjálfsánægju. Þvert á móti verða bæði lista- mennirnir sjálfir og almenning- ur, sem nýtur verka þeirra á hvaða sviði sem er, að gera sér ljóst, að gagnrýni og sjálfsagi er nauðsynlegast af öllu. JUL „ ^Jciáiátcirnír lörÉu hjcí ijjctrvunct ábriÉ- clrehci meÉ hneju skari af mongólskum hersveitum austan frá Rússlandi, en fyrir löngu hafði verið ákveðið, að her þessi færi í kurteisisheimsókn til Búdapest. Mikið var um dýrðir í borginni við komu Mongólanna — og skotið var úr fallbyssum, vélbyssum og jafnvel skamm- byssum til þess að heiðra hina velkomnu gesti. Fólk hljóp út á götur og dansaði af kæti. N< u Fyrir skömmu birtist í bandariska stórblaffinu New York Herald Tribune grein, er varpaffi ljósi yfir þaff hvernig Rússar hafa skýrt of- beldisverk sín í Ungverja- landi fyrir rússnesku þjóðinni. Lauslega er áætlaff, aff Rússar hafi drepiff nær 100 þús. Ung- verja i átökum þessum og jafn margir hafa þegar flúiff land. Þjóffarmorffiff í Ungverjal. er í Moskvu-útvarpinu skýrt sem smáskærur milli rússneska „frelsishersins" og nokkurra kapitalista, fasistakrakika og nazistamæffra. Þannig eru at- burffirnir skýrffir fyrir rússn- esku þjóðinni. Hér birtist laus legur útdráttur úr greininni — þetta er hinn lcommúniski sanleikur um níffingsverk rússnesku einræffisherranna: unum ikill friður, almenn hagsæld og hamingja ríkti í Ung- verjalandi (eins og í öðrum alþýðulýðveldum) þar til einn góðan veðurdag, að nokkrir stúdentar, sem andvígir voru stjórn fólksins, tóku að æsa sig upp og reyna að telja fólki trú um, að bezt væri, að Horty tæki aftur við stjórnartaumunum. Kapitalistar borguðu stúdentun- um álitlegar fjárfúlgur fyrir til- tækið. Tókst stúdentum að safna utan um sig nokkrum fasistum, auk annarra, sem fjandsamlegir voru stjórn fólksins. Rússneskir fótgönguliðar og skriðdrekasveitir, sem verið höfðu skammt frá borginni, urðu forvitnar og komu inn í borgina til þess að sjá hvað um væri að vera, því að ekki fór hjá því, að fréttin bærist út. En fasistarnir voru gersamlega trylltir og réð- ust á hjálparvana skriðdreka og börðu þá með hnefunum. Skrið- drekasveitirnar vissu ekki hvað- an á sig stóð veðrið, hjálpar- lausar og lamaðar af undrun. Að lokum áttuðu þær sig — og skot- ið var nokkrum meinlausum skotum á fasistana — og allt í allt hafa vart fleiri en 3—400 manns látið lífið. u. ngverska þjóðin gladd ist ynnilega og þakkaði rússnesku hermönnunum fyrir árásina á fasistana, og báðu Rússa að halda áfram skothríðinni — já, helzt þangað til ekki stæði steinn yfir steini í borginni. En Rússar vilja ekki gera flugu mein, jafnvel forðast þeir það, enda þótt á þá sé ráðizt, svo að hersveitir þeirra héldu úr borginni án þess að verða við þessari ósk þjóðarinn- ar. Einmitt í þessu kom mikill Myndin er tekin í Búdapest einhvern fyrstu daga bardaganna. Frelsissveitir hafa tekiff rússneskan skriffdreka herskildi. Á máli kommúnista heitir þetta: Nokkrir fasistar, launaðir af kapitalísk- um nýlendukúgurum, hafa meff ofbeldi tekiff skriffdreka rússneska frelsishersins, sem kominn var til þess aff hjálpa ungversku þjóðinni. Ongþveiti hjd dönskum kommnm ★ ★ ★ DANSKIR kommúnistar hafa aldrei veriff í eins miklunr vanda staddir og um þessar mundir. Blaff þeirra (affalheimild Þjóff- viljans) hefir tekiff afstöffu meff rússneskum ráffamönnum og reynt aff klóra yfir ofbeldiff í Ungverjalandi. Meira aff segja hefur blaffiff birt frásögn eftir ] einn af blaffamönnum sinum í! ¥ ¥ ¥ Búdapest — og breytt henni eftir sínu höfffi. Blaðamaffurinn sá þetta, þegar hann kom heim — og sagffi starfi sínu lausu. Grein þessi hefir birzt í Þjóffviljanum. En danskir kommúnistar reyna á allan máta aff halda áfram aff blekkja flokksmenn sína til fylgis viff hina rússnesku ofbeldisstefnu. Hefir af því skap- ★ ★ ★ í azt hin mesta ringulreiff í „Land og Folk“ — og nú síðast neyddist blaðiff til þess aff taka afstöðu gegn einum harffsvíraffasta Stal- inista Danmerkur, Hans Kirk. Á meffan þetta gerist, heldur fylgiff áfram aff hrynja af danska kommúnistaflokknum — og þeim fækkar stöffugt, sem vilja skrifa í málgagn hans. okkrir fasistakrakkar og nasistamæður höfðu nú sam- einazt óvinum fólksins, andbylt- ingarsinnunum og söfnuðust á nokkur húsþök í miðborginni og byrjuðu að kasta heimatilbúnum sprengjum á rússnesku frelsar- ana. Auðvitað gátu frelsararnir ekki gert annað en verja hendur sínar, svo að þeir skutu þökin af húsunum. Smám saman tókst rússnesku frelsurunum að koma á lögum og reglu. E, n andbyltingarsinnar og fasistar léku enn lausum hala um borgina og höfðu í frammi ýmsa óknytti. Alþýðustjórn Kad- ars, sem tekið hafði við stjórn- inni af Nagy, en hann hafði þegið fémútur kapitalista og nýlendu- kúgara, kvatti fasistana til þess að leggja niður vop.n — og lof- aði meira að segja nýjum hús- um, þvottavélum og innköllun allra frímerkja með myndurri af Stalin. En allt kom fyrir ekkú Fasistisku gagnbyltingarsinnarn- ir fengu skipanir sínar frá London París og Washington í útvarps- sendingum. Þess vegna vildu þeir ekki verða við kröfu þjóðarinn- ar og Kadars — og svo fór, að fólkið varð að beita fleiri skrið- drekum til þess að brjóta fasist- ana á bak aftur. Á ðgerðir þessar gengu fljótt fyrir sig, því að þjóðin stóð sem einn maður í baráttunni gegn illræðismönnunum og gerði allt sem hún gat til þess að eyða þeim. Eftir viku viðsjár tókst Kadar með hjálp fólksins og rússnesku ifrelsaranna að koma aftur á kyrrð í landinu — og þakkaði félagi Kadar, í nafni þjóðar sinn- ar, rússnesku hersveitunum fyrir að hafa ómakað sig til lands hennar til þess að hjálpa henni í þessum erfiðleikum. Ungversk- ir verkamenn hafa beðið rúss- neska herinn að dveljast áfram í landinu til þess að koma í veg fyrir að atburðirnir endurtaki sig. Rússar, sem ætíð hafa ggrt allt, sem í þeirra valdi hefur staðið til þess að hjálpa litlu nágrannaríkjunum, urðu við ósk- um verkamanna og munu fram- vegis hafa nægilegan herafla í landinu. Allar friðelskandi þjóð- ir heims fagna af heilum hug þeirri ákvörðun. Mill líðarfar í V- SkaftafellssýsEu KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 22. nóvember. — Tíðarfar hefur ver- ið mjög milt á þessu hausti, en nokkuð votviðrasamt, einkum sið ustu dagana. Hvergi er farið að gefa fénaði, enda er sauðfé hér í sveitum sjaldnast tekið í hús, fyrr en um hátíðar, nema sérstaklega illa viðri. Þegar farið var í síðustu göng- ur, á Síðumannaafrétt (vestan- verðan) gerði mikla þoku og dimmviðri. Urðu gangnamenn að liggja þrjá daga um kyrrt í leit- armannakofunum og gátu ekkert aðhafzt. Á fjórða degi birti til og var þá hægt að smala. Tíu kindur fundust í þessari leit. í haust hafa komið nokkrar kindur úr afréttum, sem gengið hafa þar úti síðastliðinn vetur. Voru þær vel á sig komnar. —G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.