Morgunblaðið - 25.11.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.11.1956, Blaðsíða 3
Sunnudagur 25. nóv. 1956 MORGUNBLAÐIÐ 3 STAKSTEINAR „í höndum ríkissíjórnar- innar allrar“ Frá því var skýrt hér í blaðinu s.l. þriðjudag að samningar væru hafnir um endurskoðun varnar- samningsins á grundvelli þings- ályktunartillögunnar frá 28. marz S.l. En að samþykki hennar stóðu eins og kunnugt er kommúnist- nr, Framsóknarmcnn, Alþýðu- flokksmenn og Þjóðvarnarmenn, Jafnframt var frá því skýrt, að í íslenzku samninganefndinni ættu sæti tveir Alþýðuflokks- mcnn og einn Framsóknarmaður. Blað kommúnista brást hið versta við þessum upþlýsingum, sem að sjálfsögðu voru sannleik anum einum samkvæmar. Lýsti „Þjóðviljinn“ því yfir á miðviku- daginn að „samningarnir við Bandaríkin væru í höndum ríkis stjórnarinnar allrar“. „Fregn Morgunblaðsins er tilhæfulaus með öllu“, sagði kommúnistablað ið í forsíðufrétt s.l. miðvikudag Þetta þýddi það, að kommún- lstar lýstu því yfir, að þeir Lúð- vík og Hannibal væru einnig með í samningunum við Banda- ríkin. Ætti þá hagsmunum Moskvu að vera þar sæmiiega borgið og allt með felldu í við- ræðunum og í kringum þær, frá sjónarmiði kommúnista. Þjóðin veit ekkert En í gær slær í bakscgl i „Þjóð viljanum*'. Þá lýsir kommúnista blaðið því yfir að utanríkisráð herra pukri með samningavið ræðurnar. Kemst biaðið þá að orði á þessa leið: ^nn hefur utanríkisráðberra fslands ekki séð neina ástæðu til að skýra þjóðinni frá við ræðum þeim, sem hafnar eru við bandarísku samninganefndar mennina. Heldur hann þeim hætti, sem tíðkazt hefur um langt árabil, að láta Islendinga verða að sækja til útlanda fréttir af samningum um brýnustu vanda mál þjóðarinnar“. Mikil ósköp eru að heyra þetta, „Samningarnir við Bandaríkin eru í höndum ríkisstjórnarinnar allrar“ að sögn „Þjóðviljans“ en engu að síður fær þjóðin ekkert að vita um þá. Hins vegar ljóstar amerískur blaðamaður því upp vestur í New York, að bandarísku sarnningamennirnir hér hafi sett fram kröfu um, að Bandarikin „fái að haida herstöðvunum hér á landi í 5—10 ár“, segir „Þjóð viljinn“. Hvað er þetta eiginlega? Eru þá samnh.garnir alls ekki höndum rikisstjórnarinnar allr- ar“? Vita þeir Lúðvík og Hanni- bal þá eftir allt saman alls ekkert um það, sem er að gerast I ráð- herrabústaðnum við Tjarnar- götu? Hin vinstri veit ekki — F.ftir þessu að dæma virðist ástandið þannig í ríkisstjórninni, að vinstri höndin viti ekki hvað hin hægri gerir. Og á ritstjórn „Þjóðviljans“ er þessu greinilega þannig varið. Einn daginn segir blaðið að „öll rikisstjórnin“ standi að samningunum við Bandaríkin. Hinn daginn er það ótt af bræði yfir því að Guð- mundur í. leyni það og alla þjóð- ina hinum óttalega leyndardóm í ráðherrabústaðnum. Hvað er í pokanum? En hvað er í pokanum, góðir hálsar? Um hvað er verið að semja í Ráðherrabústaðnum? Eru samningarnir „i höndum ríkis- stjórnarinnar allrar“? Er ríkis- • stjórnin klofin í þessu stóra máli, sem kommúnistar mörkuðu stefn- una í með tiilögunni frá 28. marz S.I.? Á hvaða grundvelli eru full- trúar eins þriðja hluta þjóðar- innar að semja um sjálfstæðis- og öryggismál íslands? tlr verinu Eldvarnir TÍÐIN hefur verið stirð til sjávarins, en þó ekki svo slæm, að togar- arnir hafi ekki getað verið að veiðum viðstöðulítið. Sunnanátt er ekki óhagstæð fyrir Vestur- landinu, þar sem skipin eru, enda þóít töluverður stormur sé. AFLI hefur yfirleitt verið góður þessa viku hjá togurunum. Síð- asta skipið, sem kom inn í viku- lokin, Geir, var t.d. með full- fermi. Er fiskurinn nær eingöngu þorskur og sprak. Frá Grænlandi komu í vik- unni Neptúnus og Úranus með 282 lestir hvor, sem mátti heita fullfermi, var aflinn karfi ein- göngu. Eru þetta víst áreiðanlega síðustu íslenzku skipin, -sem koma af Grænlandsmiðum í ár. SÖLUR Lestir DM Hallv. Fróðad..... 178 82.000 Júní .............. 201 100.000 Egill Skallagrímss. 156 88.000 Bjarni Ólafsson .. 180 80.000 Hefur markaðurinn verið mjög sæmilegur. Karlsefni átti að selja í gær. Það hefur kvisazt, að Ingólfur Arnarson eigi að selja í Bretlandi öðru hvoru megin við helgina og hann sé méð 3400 kítt, nokkuð einhliða fisk, þorsk og sprak. LANDANIR í REYKJAVÍK Hvalfell ............ 251 lest Neptúnus ............ 282 lestir Úranus .............. 281 lest Askur ............... 192 lestir Jón Þorláksson .... 207 lestir Geir..............um 260 lestir Akiones Laugardag, sunnudag og mánu- dag komu á land 5000 tunnur af síld. Bjarni Jóhannesson fékk einn daginn 366 tunnur. Þrir bátar voru á sjó á fimmtu- daginn, og var Bjarni Jóhannes- son þá með 117 tunnur, annar með 60 tunnur, þriðji 23, en fjórði báturinn fékk ekkert, þar sem netin lentu í skrúfunni, svo að hann varð að hætta veiðinni.. Freyja, sem er með línu, fékk einn daginn 2Vz lest af fiski. Goðafoss átti að taka freðfisk og skreið í vikunni, en þegar hálfnað var að ferma það, sem fara átti, varð skipið að fara frá vegna veðurs. Vestmannoeyjai f vikunni var aðeins róið tvo daga, fimmtudag og föstudag. — Afli var yfirleitt mjög rýr, enda vont í sjó báða dagana, þó fékk einn bátur 4 tonn á fimmtudag- inn, mest ýsu. Annars var aflinn 1—2 lestir hjá þilfarsbátunum og enginn hjá trillunum. 35.000 kassar af freðfiski fóru með Goðafossi út í vikunni. Er þetta mikið fiskmagn eða sem svarar ársframleiðslu meðal- frvstihúss. Það sem af er þessu ári hefur alls verið framleitt i Eyjum: Freðfiskur fyrir 47 millj. króna 'M m » ifM > . < ■ m OLÍA OG FEITI má aldrei komast í snertingu við SÚREFNI undir þrýstingi, svo sem í logsuðu og lífgunartækjum, því það veldur sprengingu, eldsvoða, slysi. — S.B.Á.f. Saltfiskur Þunnildi Skreið Fiskimjöl Lýsi 19 2 1 9 7 Samtals 1473 lestir Þorsteinn Ingólfsson lagði á land í vikunni 140 lestir af salt- fiski eftir þrigja vikna útivist. Þetta er óvenjumikill fiskur, sem borizt hefur á land á einni viku, eftir því sem gengið hefur undanfarið. Hins vegar er við- búið, að lítið verði um fisk í næstu viku, aðeins er vitað með vissu um Pétur Halldórsson. BÁTARNIR h_xj Uin.í..ni.arið lítið getað róið með línu vegna ótíðarinnar. Netja bátarnir hafa hins vegar getað vitjað um nokkurn veginn. Hjá þeim hefur stundum verið sæmi- legur afli, komizt upp í 12 lestir í róðri. Samtals 85 Keilovík end- Það virðist enginn ir á ógæftunum, stöðugir hleypingar úr suðaustri til suð- vesturs. Menn gera sér ekki vonir um breytingu á tíðarfarinu, fyrr en gengur til hærri áttar, og nú er vonin um góðan gæftakafla sett á jólaföstuna, en hún byrjar um næstu helgi. Afli hefur verið lítill vegna ótíðarinnar. Sunnudagurinn sið- asti var þó góður afladagur og mánudagurinn var sæmilegur. — Síðan er varla hægt að telja, að nokkur síld hafi veiðzt. Um annan veiðiskap er það að segja, að aðeins einn þilfarsbátur stundar nú línuveiðar og auk þess 4—5 trillur. Hefur afli verið sæmilegur. Hjá netjabátunum 3, sem átt hafa net sín úti, var afli allgóður fyrst í vikunni, en svo tók fyrir veiðina og kenrrdu menn um straum og tóku netin upp. — í fyrradag lögðu þeir aftur net sín, og bættust þá 2 bátar við, er þang að til höfðu verið á reknetjaveið- um. Ýnsai iiéftii Á s.l. ári var heildarafli Breta 797.000 lestir. Af þessu fiskmagni voru 68.000 lestir frystar eða 8,3% og var um Vi hlutinn fluttur út. BREZKIR TOGARAR AF MILLISTÆRÐ Togurum af svonefndri miili- stærð fækkaði í Bretlandi á ár- inu 1955 úr 671 í 612, þó bættust 29 nýir dieseltogarar af þessari Er þetta mikil framleiðsla af bæ, sem ielur ekki nema rúmar 4 þúsundir íbúa, þótt margir sæki ‘j flÓtanrT á árinu. þangað atvinnu á vertíðinni. Þar er líka mikið af góðum og full- ATÓMORKAN í FISKISKIPIN komnum framleiðslutækjum. Það eru uppi raddir um, að atómorkan verði í framtíðinni hin nukilvægasta, ekki aðeins fyrir almennar siglingar á haf- inu, heldur einriig fyrir fiski- skipin og þá ekki einungis til að knýja þau áfram, heldur einnig til að framieiða rafmagn í svo ríkum mæli, að hægt verði bók- staflega að draga fiskinn upp að skipshliðinni og dæla honum síð- an inn í skipið. Það er nú líklega heldur ekki vanþörf á nýrri orku, þar sem talið er, að þær olíulindir, sem kunnar eru í heiminum endist ef til vill ekki mikið lengur en í 20 ár. Húnvelnsk næst ekki hryssa vegna Við hana hefur verið þreyttur mikill eitingaríelkur í GRÍMSTUNGUHEIÐI gengur nú laus hryssa nokkur úr Húna ár og fen. Handsömuðu menn- irnir það þarna og fluttu til byggða. GERÐUR ÚT LEIÐANGUR Húnvetningar ætla sér samt ekki að gefast upp og láta hryss- una ganga út í bjargarleysi í vet- ur. Þykir þetta furðu sæta og muna bændur þar ekki eftir öðr- um eins villingi. Ætla þeir sér j að gera út leiðangur í vetur, vatnssýslu, sem Húnvetningum hefur ekki tekizt að koma þegar hjarn er komið og fanga til byggða, vegna þess hve villt hún er. Hafa verið gerðar ítrek- hryssuna hvað sem það kostar. aðar tilraunir að fanga hryssuna en ekki tekizt ennþá. Hefur það aldrei komið fyrir áður svo menn viti til í Húnavatnssýslu, að „ , r , , . ,, um" ekki sé hægt að koma hesti í byggð vegna styggðar, sagði Ágúst yYSfT R0V5lTfr bóndi á Hofi í Vatnsdal, er hann skýrði Mbl. frá þessu. SÁST í FYRSTU GÖNGUM Er leitarmenn úr Húnavatns- sýslu fóru í fyrstu göngur í haust, en þá er hrossum einnig smalað, sást hryssan en undir henni gekk folald. Var hún þá elt langan veg suður heiðar, en gefizt upp við að ná henni. í öðr- um göngum sást hvorki hryssan né folaldið. FANNST Á IIAUKAGILSHEIÐI í eftirleit seint í október, urðu gangnamenn varir við hana fram- arlega á Haukagilsheiði. Voru það þeir Ágúst á Hofi og Þorsteinn Ásgrímsson á Ásbrekku. Var þá snjór og illt yfirferðar. Fór Þor- steinn, sem var vel ríðandi á móti hryssunni, en hún tók sprett beint á hann og tókst honum ekki að snúa henni til byggða. HRINTI FOLALDINU í ÁNA Síðar um daginn eftir mikinn að króa hana af við Álftaskálará. Er hryssan sá að hún var inni- króuð, tók hún það til bragðs, að hún hljóp á folaldið, hrinti því út í ána sem var full af krapi, hentist sjálf út í á eftir því og brauzt í gegnum krapahrönglið yfir. Slapp hún þannig undan. FOLALDIÐ GEFST UPP Ekki gáfust þeir félagar samt upp við svo búið. Voru þeir báðir á góðum hestum. Eltu þeir hana um 7 km langan veg, og hélt hún sprettinum allan tímann. Einu sinni komst Þorsteinn fyrir hana og gat sveigt hana norður af. Á Haukagilsheiði gafst folaldið upp, og lagðist niður. Snéri hryssan tvisvar við að gá að því, en er hún sá mennina nálgast, þreif hún sprettinn vestur heiðar og hefur ekki síðan sézt. Áður en folaldið gafst upp, var hún búin að fara með það hinar og þessar ógöngur, fil Bíldttdai* eltingarleik tókst þeim félögum upp og niður gil og gljúfur, yfir BÍLDUDAL, 23. nóv. — Fyrir nokkrum dögum kom hingað mb. Vörður, sem Suðurfjarðarhrepp- ur hefur keypt til Bíldudals. Er báturinn 39 lestir og verður gerð ur út á línu héðan í vetur. — Er þegar farið að útbúa hann á veið- ar. Skipstjóri á Verði verður Ársæll Egilsson. Báturinn er 8 ára gamall, byggður á Seyðis- firði eftir teikningu frá Lands- smiðjunni. Einnig er sameignarfélag hér á staðnum búið að kaupa annan bát, Gottu frá Vestmannaeyjum, sem er 35 lestir. Bíður báturinn byrjar frá Reykjavík hingað vestur. Eiunig hann verður gerð- ur út á línuveiðar í vetur. Skip- stjóri með Gottu verður Friðrik Ólafsson. Sameignarfélag þetta átti áður mb. Sigurð Stefánsson, en hefur nú selt hann. — Friðrík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.