Morgunblaðið - 25.11.1956, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.1956, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 25. nðv. 1953 - i “v LOUIS COCHRAN: SONUR HAMANS Framhaldssagan 85 Andardráttur hennar var heit- ur og ör, í snöggum, stuttum sog- um og brjóst hennar risu og hnigu við barm hans með ofsa, sem hleypti brennandi roða fram í vanga hans og orðin streymdu (alveg óafvitandi og ósjálfrátt fram af vörum hans: „Segðu að þú viljir giftast mér, ástin mín. Það er ekkert það til í öllum heiminum, sem ég ekki myndi gera fyrir þig. Ég skyldi þræla fyrir þig, berjast fyrir þig, elska þig allt til dauða. Og mér er alveg sama um Carrie Finney. Hún er mér einskis virði“. Hann strauk henni mjúklega um vangann og klappaði laust á herðarnar með óumræðanlega mikilli viðkvæmni. „Ég ætla aldrei að líta á þá stúlku framar. Og leyfðu mér nú að segja þér dálítið". „Ég vissi það ekki sjálfur, að ég unni þér. Ég hafði enga trú á ást og kærleika. En ég ætl- aði mér samt að kvænast þér, þrátt fyrir það — peninganna vegna. Ég þarfnaðist peninga“. Hann hló að sjálfum sér hásum vandræðahlátri, en hélt svo áfram lágum tilbreytingarlausum rómi, eins og hann væri að tala við barn: „En nú vil ég eiga þig — þig og enga aðra. Það skipti engu máli þótt þú værir algerlega alls- Sunnudagur 25. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í barnaskóla Kópa- vogs (Prestur: Séra Gunnar Árna son. Oi'ganleikari Guðmundur Matthíasson). 1,15 Endurtekið leikrit: „Vitni saksóknarans" eftir Agöthu Christie, í þýðingu Ingu Laxness. (Áður útvarpað 18. febr. þ. á.). — Leikstjóri: Valur Gíslason. 15,15 Fréttaútvarp til Islendinga erlendis. 15,30 Miðdeg- istónleikar (plötur). 16,30 Veður- fregnir. — Á bókamarkaðnum: — Lesendur, útgefendur og höfundar (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri). 17,30 Bamatími (Baldur Pálmason). 18,30 Hljómplötuklúbb urinn. — Gunnar Guðmundsson við grammófóninn. 20,20 Um helg- ina. — Umsjónarmenn: Bjöm Th. Björnsson og Gestur Þorgrímsson. 21,20 Frá íslenzkum dæguxlaga- höfundum: Lög eftir Jenna Jóns- son og Ásbjörn Jónsson. Hljóm- sveit Karls Jónatanssonar leikur. Söngvarar: Alfreð Clausen og Sig urður Ólafsson. 22,05 Danslög: Clafur Stephensen kynnir plöt- urnar. 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 26. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Bændur og Búnaðarbankinn (Haukur Þorleifs son aðalbókari). 18,30 Skákþáttur (Guðmundur Arnlaugsson). 19,10 Þingfréttir. — Lög úr kvikmynd- um (plötur). 20,30 Útvarpshljóm- sveitin; Þórarinn Guðmundsson stjórnar. 20,50 Um daginn og veg inn (Andrés Kristjánsson blaða- maður). 21,10 Einsöngur: Antti Koskinen óperusöngvari frá Hels inki syngúr; Fritz Weisshappel leikur undir. 21,30 Útvarpssagan: „Gerpla“ eftir Halldór Kiljan Lax ness; V. (Höfundur les). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 Upplestur: Kafli úr endurminningum séra Halldórs Jónssonar á Reynivöllum (Jónas Eggertsson). 22,30 Kammertón- leikar (plötur). 23,05 Dagskrárlok. laus. Mér er svo hjartanlega sama um alla peninga — sama um allt — allt. nema þig... . Ég myndi deyja sf ég gæti ekki fengið þig fyrir konu“. Stúlkan reyndi aftur að ýta honum frá sér, þróttlaust og alveg án alls árangurs. Rödd hennar titraði: „Það er þá satt“, sagði hún lágt og eins og annars hugar. „Þú barst það út um allt, að þú ætlaðir að kvænast mér, áður en þú minntist á það einu orði við mig sjálfa? Hvers vegna gerðirðu það?“ „Ó, elskan mín, ég veit það ekki einu sinni sjálfur". Hann laut yfir hana og snerti létt með vörum sínum augu hennar, eyr- un, ennið og lcS: votar, rauðar ungmeyjarvarirnar. Rödd hans var loðin og hörð: „Kannske tal- aði ég of mikið. En ég veit það allt nú. Ég hef alltaf elskað þig — allt frá því er þú varst oftur- lítil táta og tifaðir á eftir pabba þínum úti á ökrunum. Ég vissi alltaf að ég vildi gera eitthvað mikið og nú veit ég hvers vegna það var. Ég vildi gera eitthvað mikið — fyrir þig“. Hann grúfði sig niður yfir stúlkuna og kyssti hana, ekki ruddalega eða frekjulega, ekki heldur blíðlega eða með flýti heldur hiklaust og eignarlega. Og eftir eitt hikandi, eftirvæntingar- fullt andartak, gafst hún upp við alla mótspyrnu og lét algerlega að vilja hans. Þögn, djúp og alger þögn, sem aðeins var rofin af stunum og örum, slitróttum andardrætti og hljóðfalli hrynjandi dropanna á þaki byggingarinnar. — Nóttin sveipaði þau dökkum felai sín- um og huldi jafnvel bygginguna sjálfa, svo að aðeins grillti í skörpustu útlínur hennar. — Og hann hélt henni mjúklega á með- an hann kyssti hana og önnur höndin læddist aftur fyrir hnakka stúlkunnar, þar sem hún lá á bakinu, mjúg og sveigjanleg, á meðan hún fléttaði fingrunum saman fyrir aftan hnakka hans og þrýsti vörum sínum að munni hans með þeim ákafa, sem aðeins stafar af því, að áköf mót- spyrna hefur verið brotin á bak aftur. „Það er svo gaman að snerta þig“. Lije gældi varfærnislega við brjóst hennar með léttri snert- ingu fingranna, en hreyfingar- leysi hennar og alger þögn var fullkomið samþykki og svar við öllum hans heitustu óskum og þrám. „Það er svo gaman að snerta þig lífstykkislausa. Ég vissi ekki að þú notaðir ekki lífstykki. Þú ert svo beinvaxin og spengileg. Svei mér ef ég gæti ekki kysst þig eins og englarnir kyssa börn- in, þegar þau fæðast“. „Þú ert yndislegur, heimskur strákur". Hún togaði í annan eyrnasnepilinn á honum og rödd hennar var blíð, dreym- andi og örlítið lokkandi. „Þú ert yndislegur strákur, Lije“. Hún þrýsti andlitinu að hálsi hans og allur mótþrói var löngu búinn að vera. „Þá viltu líka giftast mér, er það ekki? Viltu ekki giftast mér — undir eins? Og svo ætla ég að fara og biðja höfuðsmanninn um hönd þína og segja móður þinni tíðindin". Hann hló óskýrum hlátri og rödd hans var eins og í dreng sem kominn er í mútur. „Ég er ekkert hræddur við mömmu þína, eða neitt annað. Ég myndi jafnvel snúa upp á hálsinn á fjandanum, ef þú segðir mér að gera það“. Hún þagði við þessum orðum hans, en lyfti vörum sínum að vörum hans og þau kysstust löng- um heitum kossi. Skynjun þeirra um tíma og rúm var ekki lengur nein, allt var gleymt og horfið nema unaður gagnkvæmrar snertingar vara og heitra, rakra líkamanna. En umhverfis þau í myrkrinu féllu þungir dropar til jarðar. Aftur þögn — þögn, sem færði þau enn nær hvoru öðru og gerði faðmlög þeirra þéttari, á meðan heimurinn varð myrkur og stóð í órafjarlægð og þeim óvi^kom- andi með öllu. „Oh, Lizabeth", hann reyndi að færa til fótleggina, en þeir rák- ust í fótleggi hennar og sv.. lá hann hljóður og hreyfingar'—ius og lagði höfuðið mjúklega á brjóst hennar. Hún var farin að gráta, lágt og án alls ofsa, en það fór titringur um andlit hennar, sem gerði hon- um órótt í skapi og jók kvíða hans, svo ólíkt var það því and- liti, sem rétt áður hafði hvílt við vanga hans. Svo komu þau hægt og án af- láts útundan hálfluktum augna- lokunum, tárin, sem hann reyndi að kyssa jafnóðum burtu, á með- an hún lá þögul við hlið hans. „Bráðum fer ég svo, elskan mín“, sagði hann henni í hundr- aðasta skiptið. „Bráðum fer ég svo heim að stóra húsinu — kannske á morgun — og ber upp bónorðið við föður þinn og því næst látum við gefa okkur sam- an, strax á eftir. Nú ertu konan mín og ég maðurinn þinn. Ég er maðurinn þinn“. Hann kyssti hana aftur — kyssti þvalar varirnar, mjúkar og örlítið votar — varir, sem svör- uðu kossinum, en aðeins mjög veikt og titruðu við snertinguna — 8 rúmfet — Höíum nú aftur fengið hina vinsælu 8 rúmfeta Kelvinator kæliskápa Kelvinator KÆLISKÁPURINN er rúmgóð og örugg matvælageymsla. Kelvinator KÆLISKÁPURINN hefir stærra frystirúm en nokkur annar kæli- skápur af sömu stærð. Kelvinator KÆLISKÁPURINN er ekki að eins fallegastur, heldur líka ódýras-tur miðað við stærð. Kelvinator er sá kæliskápur, sem hver hag sýn húsmóðir hefir í eldhúsinu. — Verð kr.: 7,450.00. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Gjödð svo vel aö lita inn Austurstræti 14 — sími 1687. L>iiýrt! Driúyí! Alhliða fínþvotta-, upp- þvotta og hremgerningaeíni. Einasta þvottaauftið, se.m eyðir og kemiur í veg fyrir guiun gerfiefnanna, svo sem: Nælon, Perlon, Dralon, Rho- vyl, enn fremur gránun og fölnun ullarinnar. Auk þess varnar REI lykkjuföllum og lómyndun. Skýrir alla liti. Þess vegna er REI fullkomn- asta þvottaefnið fyrir allan viðkvæman þvott. REI til uppþvotta: Þurrkun óþörf. — REI til hreingerninga: Þurrkun óþörf. — Engin blettaskil. REI reynist ávallt bezt! Heildsölubirgðir: V. Sigurðsson & Snæbjörnsson h.f. c*.;**:**:**:.*:**;";**:**:**:**:**:**:":"^ M A R K Ú S Eftir Ed Dodd lr THINK 'fvOU GUVS BETTER GET S NOW THEVLL<THEV MGHTJ SOtAB SLEEP NOW...WE'RE NEVER ASK. N\E] ...VOU <ÚGOING TO RUN THE WHITE TO JOIN THE KEEP ^ WATER AT CUTSILVER CANVON BARKEATERS"/ / TRVING, j TOMORROW, AND X WANT . . __A ANVHOW f i s 1) — Mér finnst það ósköp eðli- legt að strákarnir séu sárir út í mig fyrir að ég skyldi demba öllu úr pottinum. 2) .... það var líka ógurlega klaufalegt hjá mér. — Vertu ekki áhyggjufullur. Þeir hafa allir gert sömu skyss- una einhverntíma. 3) — Ég býst ekki við, að þeir bjóði mér nokkru sinni inngöngu í drengjafélagið. — Ég hugsa nú samt að það geti verið. Við skulum reyna áfram. 4) — Við ættum að fara að sofa. Á morgun förum við á bát- um niður Hvítá. Okkur veitir ekkí af að vera útsofnir þegar við förum niður Silfurgil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.