Morgunblaðið - 23.12.1956, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.12.1956, Qupperneq 10
10 MORCVNBLAÐld Sunnudggur 23. des. 191W StrætiS mitt, þú ert enn á æskuskeiði órótt þitt skap og fullt af strákapörum Siðíerðið stundum eins og hurð á hjörum Hvorfult að börn þín skuldir sínar greiði. Blika samt lengi, líkt og sól í heiði ljós þín um búðarglugga, fulla af vörum sem eflaust fást með afargóðum kjörum. Innflutningshöft og gjaldþrot hjá sneiði. Þannig komst Tómas m.a. að orði , kvæði sínu Austur- stræti — þennan miðbœ miðbæjarins, þessa tengibraut vest- ur- og austurbæjarins. Það er strætið, sem spor allra er um Reykjavík fara liggja um. Strætið gamla •— og nýja með aðeins 24 skráð hús, en sem þó skartar verzlunum af flestum tegundum, bönkum, veitingahúsum, bíói, heildsölum, skrifsíofum þar sem útsvör eru greidd, pósthúsi, hárgreiðslu stofum o. fl. Það líggja því margra leiðir um þessa stuttu götu. Straumur lífsino um hana er þungur og sífelldur. Við skulum fara út í straumiðuna — hitta fólk. Hefur samning við Þjóð- leikhúsið en aðaltekjurn- ar við dívanastopp í GEGNUM glugga verzlunar einnar kom ég auga á ungan mann. Við höfðum áður átt sam leið, því við vorum á yngri árum nágrannar, og fyrsta minning mín um þennan unga mann, var þeg- ar hann 5 ára gamall stóð með hendur í sínum litlu buxnavös- um og rabbaði við jaínaldra sinn um gang heimsmálanna, en það var 1941 þegar blómaskeið Hitl- ers var sem glæstast, en Hitler var umræðuefni þeirra. Hann bjó þá, eins og nú, með móður sinni og móðursystur. Föð- ur sinn man hann ekki, því hann lézt er okkar sögumaður var á mikið að snúast, margar æfing- ar — og það er ágætt. — Sönghlutverk, já, þú ert ekki síður í söngnum. Og þar sem Ólafur Jónsson, en svo heitir þessi ungi maður, er að margra fróðra manna dómi í hópi efnilegustu söngvara og leikara landsins, þá bað ég Ólaf að segja mér svolítið frá tildrög- um þess að hann er nú kominn þó þetta langt á brautinni. Það eru ekki margir 20 ára gamlir menn á samningi hjá Þjóðleik- húsinu. Og Ólafur hefur orðið: — Áhugann á leiklistinni fékk ég í bamaskóla. Ég lék þá í Ólafur Jónsaon -- buddan hans leyfir ekki kaup á niörgHm jóla- pökkum. Hann verður að lála sér nægja að horfa á þá. öðru ári. Þrátt fyrir ýma erfið- leika — aðallega fjárhagslegs eðli* hefur þessi vinur minn náð iangt og framtíðin blasir við hon- um. Hann er því góður fulltrúi ungra manna í þessa svipmynda- sögu okkar úr Austurstræti. — Ef þú spyrð, þá skal ég svara frómt og rétt, sagði hann er ég bar upp erindið um stutt rabb. — Ert þú eins og fjöldinn í jólainnkaupum? — Það verður víst lítið um þau hjá mér. En það væri nógu gaman að getá keypt eitthvað. Það er alltaf gaman að gleðja sjálfan sig og aðra. Annars er ég á leið upp í útvarpssal til leikritaupptöku. — Já, þú ert „á kafi“ í leik- listinni? — Já, ég komst á samning hjá Þjóðleikhúsinu. en byrjendur í leiklist fá þó ekki allt of mörg tækifæri — sem kannske von er. Ég fékk hlutverk í „Spádómn- um“ hans Tryggva, en það stykki gekk ekki allt of lengi. Ég hef líka fengið lítið söng- og leik- hlutverk í „Töfraflautunni” sem frtunsýnd verður á annan. Það er 3 eða 4 barnaleikritum fyrst í Hans og Grétu, klæddist þá helj- armiklu pilsi og drasli í hlut- verki nomarinnar. Ég held það hafi verið kennari minn, Skeggi Ásbjamarson, sem vakti þennan áhuga hjá mér. Hann var frá- bær, smíðaði senur, málaði tjöld og gerði allt. — En með sönginn? — Ég hef alltaf haft afskap- lega gaman af söng. Ég vildi komast í skólakórinn. Kom til prufu hjá Ingólfi Guðbrandssyni og söng Stóð ég úti í tunglsljósi. Mér tókst hálf illg og það komu ýmis leiðindahljóð frá mér, og Ingólfur taldi þetta énga rödd í kór. En ég hélt áfram að gaula — tók miklar hryðjur heima. Fólkinu fannst þetta gaul og taldi að þetta þyrfti að slípa eitthvað. Ég mannaði mig upp í það er ég var 17 ára að ganga á fund Sig. Skagfield. Eftir reynslusöng hjá honum, hvatti hann mig til að þjálfa. Ég var 114 ár hjá honum og síðan hjá Kristni Hallssyni í ár. Ýmsir bentu mér á að þjálfa leiklistina líka. Ég fékk áhuga Valberg Gislason — ég vel kjötið sjálfur, en annað kaupi ég ekki. (Myndirnar allar tók Ól. K. M.) á Þjóðleikhússkólanum og taug- arnar voru ekki sérlega styrkar þegar ég gekk undir prófið í við- urvist leikstjóranna og Þjóðleik- hússstjórans, eftir að minn gamli kennari, Skeggi, hafði undirbúið mig. En ég fékk inngöngu og hef lokið 2 ára námi og fékk upp úr því svokallaðan framhaldsnáms- samning, en það fá 1—2 úr skól- anum hverju sinni. Samtímis hef ég haldið áfram með sönginni og nú hjá V. M. Demetz, þeim frábæra söng- kennara. Ég er ánægður með árangurinn. — En hvor listin er þér kærari, söng- eða leiklistin? — Söngurinn er ávallt ofar í mínum huga. En petta fer vel saman. — Er þetta ekki hálfgert basl hjá þér við svona dýrt nám? — Ég hef nú reynt að vinna eins og vitlaus maður á sumrin, og í skólanum fékk ég smátæki- færi til að koma fram, gegn svo- lítilli greiðslu, svo íeikskólinn gekk sæmilega. Ef féð ekki hrökk til greip ég m.a. í það að gerast „senumaður". í vetur hefur svo dívanastopp verið min aðaltekjulind. Ég hef fúskað svolítið við smíði undir- grinda og uppbindingu þeirra og fengið 65 kr. fyrir stykkið. — Hvernig dívana? — Aðallega eins manns — 80 sm breiða. — Góðir? Soltfiskur og grjónagrnutur eitt þoð bezto sem ég Nokkru vestar í Austurstræti rakst ég á kuningja minn, Val- bei-g Gíslason. — Alltaf þegar 6g sé þig minnist ég bjóranna tveggja sem þú réttir að mér er ég hitti þig £ eldhúsinu á Gull- fossi í Kaupmannahöfn í sumar, segi ég og það er ekki laust við að enn vakni löngun til að sporðrenna þó ekki væri nema einum Carlsberg. — Nú er maður kominn í frí, segir Valberg. Þetta eru fyrstu jólin í 5 ár, sem ég á fri frá brasinu. Það er góð tilbreyting. — Hvað ertu búinn að vera lengi kokkur? — 12 ár. — Hvernig líst þér þá á ,land krabbana“ hérna í Austurstræt- inu. Finnst þér ekki lif í tusk- unum í verzlununum, og dálítið rómantískt í öllu þessu marglita ljósaflóði? — Við fslendingar kunnum ekki að stjóma okkur. Þetta er tóm vitleysa. Það er keyptur all- ur andsk.... inn í landið og af því fólk kaupir þetta, ar haldið áfram að flytja þetta inn. Og nú sagði ég Valberg, að hann kæmi eins og kallaður til að vera sögupersóna í grein vr.n Austurstræti. Hann varð hálf- kvumsa við og sagði: — Ég get það ekki. Ég hef ekkert lært til þess. Þú verður að ná í einhvem annan. Og hann var nærri þotinn. — Hvað ertu gamall, Valberg? — Ég er meira en nógu gam- all — 38 ára. — Og hvaðan — Reykjavík? — Nei, Hafnfirðingur. — Ertu ánægður með lífið? — Auðvitað er ég það. Ég held það sé misskilningur hjá mönn- umað vera óánægðir, þó eitt- hvað á bjáti. Það gerir aðeins illt verra. —■ Já eins og gengur. Ég var sendisveinn og komst svo að sem verzlunarmaður og var við verzl- un samtals 12—14 ár. En nú hef ég brasað mat í skipshafnir í 12 ár. — Gengið vel? — Ég held öllum hafi likað sæmilega. Að minnsta kosti hefur enginn drepist hjá mér, hvorki meðan ég var á bátunum eða „í flotanum“. En það get ég ságt þér, að — Ég sef vel á einum slíkum, enda sofnar maður eiginlega allt- af vel á hvernig fleti sem maður er, þegar lokið er vinnudegi við smíðar og bólstmn og starf í Þjóðleikhúsinu til miðnættis. Eina afslöppunin er Senior Sirvice víndlingur í hléinu. — Senior Sirvice, því það? —• Eina tegundin sem ekki skaðar að mínum dómi. Eh ég tek aldrei nema 3 yfir daginn. Pakkinn endist því — sem betur fer. — Ertu ánægður með lífið? — Já — sérstaklega hef ég mikla trú á því. Söngur og leik- list gefa því gildi. Tónlist Verdis á og í mínu lífi sérstakan heið- urssess. í tónum hans finnst mér falið allt það fegursta sem til er. — Hvað hefðir þú gert, ef þú hefðir ekki orðið leikari? — Ég ætlaði að verða kokkur og lærði á námskeiði í Sjómanna skólanum. Mér líkaði vel þar og, vildi komast á samning á ein- hverju matsöluhúsi — og hafa matreiðslu með leiklistinni. En ég fékk ekki samning á neinu þeirra. En ég hef ekki gleymt matreiðslunni og malla stundum sjálfur heima. — Hvað er bezt? — Schnitsel — og það geri ég við hvert tækifæri — en kjötið er bara svo ári dýrt. — Ef þú ættir eina ósk, hvern- ig myndirðu nota hana? — Eitt ár á Ítalíu til að heyra óperur, segir hann strax; — en ég verð víst hér áfram um sinn. ítalía er fjarlægur draumur. ^ w & er fæ — Ætlaðirðu alltaf að verða sjómaður? — Mig langaði til að mennt- ast. En það var ekki svo al- gengt þá. Það var bara vinna og aftur vinna. Fjölskyldan var líka stór, við vorum 8 systkin- ið ýtt mikið undir mann til að in. Það hefur kannske ekki ver- menntast. Og kannske skildi mað ur ekki, hvað maður vildi, fyrr en of seint. En mig hefur aldrei skort neitt — og nú er ég ánægð- ur. . — Hefurðu fengizt við mörg störf? í fyrsta skipti sem ég hef séð mat eldaðan var þessa 6 mánuði sem ég í sumar var á Gullíossi. Þar eru menn sem kunna sitt fag. Ég held það sé bezti tími lífs míns, þegar ég var á Gull- fossi. Yfirmennirnir Þórir Jóns- son yfirkokkur og Emil Bjarna- sen 1. kokkur voru menn sem gaman var að vinna með og gott og mikið hægt að læra af. — Hvað er bezti maturinn sem þú færð? — Það er erfitt fyrir mann sem brasar mat að svara þess- ari spurningu. Hann borðar það, sem hann langar í, þegar hann hefur einhverja matarlyst. — Hvað er það sem slíkan mann langar í? — Eitt það bezta sem Tég fæ er saltfiskur. Hann er oftast á laugardögum hjá okkur og svo grjónagrautur með rúsínum á eftir. Það er matur sem fleiri ættu að hafa einu sinni í viku. — En þú varst að tala um lystarleysi? — Kokkar eru yfirleitt lystar- lausir. Þeir eru alltaf saddir af þessari blessaðri lykt og alltaf „að smakka“. — Hefurðu lent í sjávarháska? — Nei, ekki á sjó. — Hvað áttu við? — Það má kannske segja, að í lífinu hafi ég lent í „sjávarháska“ — en það er önnur saga. — Hvað finnst ykkur sjómönn- unum um fólkið í landi — land- krabbana? —■ Það misskilur okkur. Það heldur að við lifum hátt og við séum allt of léttlyndir. Þetta er mesti misskilningur og sum- ir halda að allt okkar starf sé ekkert nema glens og' gaman. Menn gleyma þvi, að við eigum ekki marga frídaga í hverjum mánuði og stundum ekki einu sinni á jólunum. — Þetta eru fyrstu „frí-jólin“ mín í 5 ár. — Ef þú ættir eina ósk, Val- berg. Hvað myndirðu óska þér? — Óska mér — ég veit ekki. Ég hef fengið þá ósk. Það er kona og heimili. Vlðtol I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.