Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 13
Stmnudagur 23. ctes. 195G
MORCUNBL AfílÐ
13
ReykjaVÍkurbréf : Laugardagur 22. desember
Jólin - Á hvað á ég nú að trúa? - Ólík sjónarmið - Látnm reynsluna skera úr - Hógværðin hæfir
bezt - Málverk úr sögu þjóðarinnar - Fyrir kóngsins mekt - Alþingi meginstoð þjóðarfrelsisins
~ Bæjarstjórnin bezti fulltrúi borgaranna - Kjósendur eiga að hafa úrslitaráðin - Rökstudd
Jólin
JÓLIN eru hátíð vona og fagurra
fyrirheita á þeim tíma árs, er
myrkrið grúfir dimmast yfir. Þ>au
eru fagnaðarhátíð yfir því, að
bjartari og lengri dagar eru fram-
undan og myrkrið er farið að láta
undan siga. Matthías Jochums-
son talaði réttilega um „náttúr-
unnar jól“.
Með kristnum þjóðum eru jól-
in og af trúarlegum ástæðum
helzta hátíð ársins og hafa frá
upphafi verið, nú um nær 2000
ár. A þessum öldum hefur krist-
indómurinn sætt misjöfnum ör-
lögum. Þó hefur hann ætíð verið
að sækja fram og ná til fleiri og
fleiri manna. Margar hættur hafa
steðjað að honum, en hann hefur
staðið þær allar af sér.
Efnishyggja og vísindatrú síð-
ustu áratuga fékk ýmsa til að
ætla, að nú væri kristindómurinn
orðinn úreltur. Reynslan sannar
fánýti slíks hjals.
Á okkar dögum hafa tveir
flokkar, sem um skeið virtust
ósigrandi, hafizt til vegs og valda,
og höfðu báðir það að höfuðstefnu
máli að neita gildi kristindóms-
ins.
Nazistaflokkurinn er liðinn
undir lok en sannaði alheimi áð-
ur, hvílíkt eyðileggingarafl og
tóm var í honum fólgið. Þúsund
ára riki Hitlers lá eftir tæp
þrettán ár grafið undir rústum
sundraðs lands og brennandi
borga.
Eldri flokkurinn, kommúnistar,
eru enn við lýði. En það fær eng-
um' dulizt, að eðli hans er sízt
hollara en nazistanna, enda báð-
ir sprottnir af sömu rót, og nazism
inn nánast afsprengi kommúnism-
ans. Uppljóstranirnar um Stalin
sýndu berlega, hvað inni fyrir
býr. Æði kommúnista í Ungverja-
landi að undanförnu sannar end-
anlega, hvílíkan helveg þeir troða
sem þeirra stefnu fylgja.
Á hvað á ég nú að trúa?
ÞÓRARINN Björnsson, skóla-
meistari, sagði frá því í sinni
ágætu ræðu 1. desember, að til
sín hefði komið ungur piltur, er
fylgt hefði kommúnistum og
spurt: Á hvað á ég nú að trúa?
Spurningin lýsir einlægni og
einurð þess, er spurði. Sannleik-
urinn er sá, að mannfólkinu er
trúar-þörfin í blóð borin og spurn
ingin er einmitt þessi: Hvort vilja
menn trúa á hið illa eða hið góða?
Enn hafa menn ekki fundið
neitt betra eða fegurra til að trúa
á en kenningar kristindómsins.
Enda hefur menningin, þrátt fyr-
ir marga missmíð, hvergi þróazt
betur né varanlegar en í þeim
löndum, þar sem kristnin hefur
örugglegast fest rætur. Þetta eru
söguleg sannindi, sem áreiðan-
lega hvíla ekki á tilviljuninni
einni saman.
Virðingin fyrir manngildinu og
einstaklingnum á sér að vísu
margar rætur, en hvergi hefur
hún dafnað betur en með kristn-
um þjóðum. Þess vegna eiga mann
réttindi hvergi betra skjól en í
hinum vestræna heimi.
Ólík sjónarmið
ENGIR tveir menn eru til né hafa
nokkru sinni verið til, sem líta
alveg sömu augum á tilveruna.
Sjónarsviðið er jafnvel ólíkt hjá
sama manni, eftir því með hvoiu
auganu hann horfir. Einmitt af
þessum sökum er skoðanafrelsið
eitt af því, sem mest á ríður.
Sjónarmiðin eru ólík og hljóta
að vera meðal frjálsra manna.
Þess vegna verða þeir að bera ráð
sín saman og hafa það að lokum,
sem sannara reynist.
örugg sannfæring og vilji til
þess að berjast fyrir því, sem
hann telur rétt vera, er hverjum
manni til hróss. Umburðarleysi
með skoðunum annarra og kenn-
ingahroki er ekki síður hættuleg-
ur þeim, sem gerir sig sekan um
slíkt, en öðrum. Þröngsýnin rýrir
manngildið og lífsnautnina. Bág-
legast af öllu er, þegar menn
ætla öðrum ætíð illar hvatir, er
þá greinir á.
Nýlega urðu á Alþingi orða-
skipti milli eins þingmannsins og
ráðherra. Þingmaðurinn sagði ráð
herrann hafa rangt fyrir sér,
sjálfsagt ekki af illvilja heldur af
skammsýni. Ráðherrann var þá
ekki seinn til svars og sagði ill-
viljann áreiðanlega ráða gerðum
andstæðings síns. Sama uppgjöf í
skynsamlegum rökræðum, birtist,
þegar því er haldið fram, að heil-
ir flokkar, jafnvel sá langstærsti,
miði skoðanir sínar við gróða-
sjónarmið örfárra manna.
bjartsýni.
er ráð fyrir algeru dómgreindar-
leysi kjósendanna, og eru fyrst
og fremst móðgun við þá.
Málverk úr sögu
þjóðarinnar
ÞÓ að deila megi um margt og
sízt sé til góðs að kveða niður
allar deilur, er sumt, sem allir
íslendingar ættu að geta samein-
ast um. Eitt þess er að halda
við þjóðrækni sinni og þekkingu
á saringjarnan hátt skýrð hin ó-
líku sjónarmið þeirra, er áttust
við á Kópavogsfundi.
Sá merkisatburður mun verða al-
þýðu manna mun hugstæðsri eft-
ir þetta leikrit en áður var. Bæði
Árni Oddsson og Hinrik Bjelke,
höfuðandstæðingarnir, komast
mönnum mun nær en áður og
barátta hvors um sig verður skilj-
anlegri en fyrr. Leikritið sýnir
þau mannlegu sannindi að jafn-
vel sá, sem manni er verst við,
kann að hafa nokkuð til síns
máls.
Látum reynsluna
skera úr
ÞAÐ er vitað mál, að menn grein-
ir mjög á um gildi einstaklings-
framtaksins. Sumir telja, að það
eiga að vera sem allra frjálsast,
aðrir vilja hefta það með ýmsu
móti og láta ríkið og aðra opin-
bera aðila hafa forsjá sem flestra
mála. Enn aðrir segja, að ýmiss
konar félagsskapur, án beinnar
þátttöku ríkisvaldsins, svo sem
samvinnufélög, sé heppilegri en
hvort um sig, einkaframtak eða
ríkisforsjá. í öllu þessu eru ótal
millistig og sennilega fer bezt á
að binda sig sem minnst við fyr-
irfram ákveðnar kenningar held-
ur láta reynsluna skera úr, enda
munu ólíkir starfshættir eiga við
á ólíkum tímum og stöðum.
Engin þjóð er t. d. ríkari eða
á við betri kjör að búa en Banda-
ríkjamenn. Margir þakka það þvi,
að einkaframtakið er hvergi
frjálsara en einmitt þar í landi,
og sýnist þó sitt hverjum um það,
eins og gengur. En víst er, að
Bandaríkjamenn sjálfir vilja ekki
megin-breytingar á efnahagskerfi
sínu.
Á hinn bóginn játa flestir i
orðið, að þjóðnýting kolanámanna
í Englandi hafi verið óumflýjan-
leg. Með þjóðnýtingunni hefur
þó ekki tekizt að skapa meiri frið
um rekstur atvinnutækja í Eng-
landi en áður var. Verkamenn
gera ekki síður verkföll í þjóð
nýttum atvinnurekstri en öðrum,
og slíkum atvinnurekstri veitist
ekki léttara að verða við kröfuni
verkalýðsins en einkarekstrinum.
Hógværðin hæfir bezt
ALLT er þetta því nokkuð álita-
mál og fer sannast sagt fullt eins
mikið eftir tilfiningum manna,
eins og skynsamlegum rökstuðn-
ingi, hvoru megin þeir lenda.
Hér á landi gera samvinnumenn
t. d. mjög mikið úr kostum sam-
vinnufyrirkomulagsins. Óumdeil-
anlegt er, að þeir hafa sums stað-
ar komið góðu til leiðar, en alveg
er óvíst, að það fyrirkomulag
verði þegar til lengdar lætur al
menningi hagstæðara en einka-
rekstur, sem á við samkeppni að
búa. Raunin sýnist þvert á móti
vera sú, að samvinnurekstur-
inn þurfi ekki síður en einka
reksturinn samkeppni við til að
haldast í heilbrigðu horfi.
Hér er* margs að gæta og bezt
að kveða upp dóma sína með hóg-
værð. Það er þess vegna fráleitt
er sumir þykjast þess umkomnir
að bregða heilum flokkum um, að
þeir láti í helztu málum stjórn-
ast af gróðafíkn nokkurra manna
Slík brigzl eru heimska og þröng-
sýni. Þau byggjast á því, að gert
á sinni eigin sögu og sjálfstæðis-1
baráttu. Þetta þarf að gera með
ýmsu móti og fjölbreyttara en
verið hefur.
Annars staðar er þjóðernistil-
finning víða efld með minnis-
merkjum á mannamótum og mál-
verkum af helztu atburðum úr
þjóðarsögunni. Nokkur minnis-
merki eru hér til og hefur þó
stundum verið við þeim amazt.
Þá hafa og verið gerðar sund-
urlausar tilraunir til sögulegrar
málverkagerðar. En meira þarf
til. Málurum okkar yrði áreiðan-
lega hollt að fá verkefni úr sögu
landsins og keppa um að skýra
þau á varanlegan hátt fyrir öll-
um almenningi. Ríkið þarf að
veita fé til þess, að þetta geti
orðið.
Fyrir kóngsins mekt
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur einnig
merkilegu hlutverki að gegna í
þessum efnum. Það á að stuðla að
innlendri leikritagerð, er sýni
alþjóð atburði. úr íslandssög-
unni. Þess vegna ber sérstaklega
að þakka sýninguna á leikriti séra
Sigurðar Einarssonar, Fyrir kóngs
ins mekt.
Af einhverjum ástæðum hafa
sumir af hinum svokölluðu list-
fróðu mönnum lagt kapp á að
gera lítið úr þessu leikriti og
sýningu þess. Almenningur, er
það sér, fær allt aðrar hugmyndir.
Leikritið er ánægjulegt á að
á sennilegan og sanngjarnan hátt
Alþingi meginstoð
þjóðarfrelsisins
ÞEGAR minnzt er á sjálfstæðis-
baráttu þjóðarinnar að fornu og
nýju, verður að játa, að engin
stofnun á þar ríkari hlut að en
Alþingi fslendinga. Alþingi hefur
frá upphafi verið megin-ásinn í
frjálsri stjórnskipun landsins.
Samkvæmt fenginni reynslu mið-
ar því allt, sem dregur úr mætti
og virðingu þingsins, að því að
stofna frelsi og sjálfstæði þjóðar-
innar í hættu.
Sú viðleitni að fá öðrum aðil-
urt en Alþingi úrslitaráðin í þjóð-
lífinu er stórhættuleg.
Með því er verið að taka völdin
af þjóðinni sjálfri, fjöldanum, al-
menningi, eða hvernig menn
vilja orða það, og fá þau í hendur
litlum hópum eða klíkum. Auð-
vitað er kosninga-fyrirkomulagi
til Alþingis ábótavant, en engu
að síður kemur þjóðarviljinn þar
réttar fram en í nokkurri annarri
stofnun, félagsskap eða samkomu,
hvort þær eru kenndar við stéttir
eða annað.
Vera kann, að menn bjargi sér
úr vanda í bili, með því að láta
ofureflismenn ráða meira en
sjálft Alþingi. En sú lausn vand-
ans, sem með slíku er fengin, er
sannkölluð bráðabirgðalausn, og
hefnir sín áður en varir.
Bæjarstjórnin bezti
fulltrúi borgaranna
Á SAMA VEG og Alþingi
mikilsverðasta stofnun þjóð«r-
heildarinnar, er bæjarstjorn
Reykjavíkur bezti fultrúi borg-
aranna.
Það verk, sem unnið hefur ver-
ið bæjarfélaginu til hags undir
forystu bæjarstjórnarinnar og
borgarstjóra er mikið og marg-
þætt. E. t. v. mætti ætla; að það
hefði leitt til kyrrstöðu, að sami
flokkurinn hefur ætíð haft for-
ystu í bæjarmálunum frá því að
núverandi flokkaskipun hófst.
Fjarri fer, að svo ha'fi reynzt.
Framfarir hafa einmitt hvergi
orðið örari og almenningi gagn-
legri en hér.
Broslegt er og fyrir þá, sem til
þekkja, þegar ásakanir eru born-
ar fram gegn bæjarfélaginu um
skrifstofubákn og óstjórn í
rekstri. Sannleikurinn er sá, að í
þessum efnum ber bæjarrekstur-
inn langt af því, sem hjá ríkinu
eða öðrum opinberum aðilum táðk
ast.
Þetta verður ofur skiljanlegt,
þegar haft er í huga, að stjórn
Reykjavíkurbæjar hefur ætíö
verið samfelld og ekki háð sams
konar umskiptum og hjá ríkkiu
hafa ærið oft orðið.
Kjósendur eiga að hafa
úrslitaráðin
Ekki svo að skilja, að um-
skiptin geti ekki stundum orðið
til góðs. Allt fer það eftir atvik-
um hverju sinni og sjálfsagt er,
að kjósendurnir ráði og setji þá
til valda, sem þeim þóknast. Þeir
hafa rétt til að láta sér missýn-
ast, ef þeir vilja.
Verra er, ef kjósendurnir eru
beinlínis blekktir. í Englandi
þykir það t.d. fráleitt, ef kosið er
um ákveðið mál, að öðru vísi sé
farið um lausn þess en dómur
kjósendanna segir til um.
Ef atvik breytast svo, að hverfa
verður frá fyrri ætlunum, eiga
kjósendur rétt á að málið sé á ný
undir þá borið. Vitanlega koma
hér mörg matsatriði til. En er
þannig stendur, að í flestum að-
al-málum er horfið frá því, sem
kjósendum hafði verið sagt, þá
eiga kjósendur kröfu til að fá að
kveða á um meðferð mála að
nýju. Þess verður að minnast, að
valdhafarnir eru ekki að ráða
til lykta sínum eigin málum held
ur þjóðarinnar, sem þeir sækja
umboð sitt til.
Rökstudd bjartsýni
En hvort sem okkur líkar bet-
ur eða verr um ýmsa einstaka
þætti þjóðlífs okkar nú, þá skul-
um við játa, að fáar eða engar
þjóðir eiga við betri kjör að búa
en við.
Stjórnmálamennirnir hafa sum-
ir gaman af að tala um „helsýki
atvinnulífsins", „eyðimerkur-
göngu“, „strandsiglingu" og fleira
af slíku tagi. En þegar til kemur,
sjá þeir, að allt er við góða heilsu,
grasið grær og skútan flýtur, bara
ef þeirra eigin hugvits fær við
notið. Á meðan svo tekst til, er
vandinn ekki alvarlegur.
Enda eru það ekki aðeins kjör
almennings, sem eru betri hér en
víðast hvar, heldur er sjálf þjóð-
félagsbyggingin og þar með efnai
hagurinn orðinn traustari en
margur hyggur og þolir' því
miklu betur ýmiss konar skakka-
föll en sumir segja.
íslenzka þjóðin hefur því ríka
ástæðu til bjartsýni um þessi jól
eins og á undanförnum árum. En
þrátt fyrir okkar eigin velgengi
skulum við ekki gleyma öðrum,
er bágara eiga, og um leið og við
óskum öllum velfarnaðar, þá ósk.
um við þó einkanlega öllum nauð
stöddum gleðilegra jóla.