Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 17
Sunnudnffur 23. des. 1956 M O ** G V N P r A P ! T> 17 ■^T Verðlauraa-myndagáia MorgunblaBsins Um mörg: ár hefir myndagáta veriö í jólablað'i Lesbókar, og þott mjög skemmti- legt viðfangsel'ni. Að' þessu sinni kemur myndagátan í Moigunblaðinu sjálfu. Er húta með svipuðu sniði og áður hefir verið og mun reynast auðleyst. Þó verður að taka þetta fram til skýringar: Enginn greinarmunur er gerður á stöfunum i-í-y-ý fremur venju, og ekki er heldur gerður greinarmunur á a-á. Sums staðar verður að lesa eftir framburði, en það ætti ekki að valda neinum vandræðum. Þá skal þess getið, að sumar myndirnar tákna verknað eða athöfn. — Ráðningar verða að berast blaðinu fyrir 6. jan. n. k. Þrenn verðlaun verða veitt, fyrir rétta lausn, kr. 500,00, kr. 300,00 og kr. 200,00. •>y Mikilvægt það frausf sem Landsbankinn hefir áunnið sér Fjármálatíðiitcli komu út í fyrraclag 1 FYRRADAG komu út Fjármálatíðindi, rit hagfræðideildar Lands- banka íslands. Hefst ritið á grein eftir ritstjórann dr. Jóhannes Nor- dal, þar sem hann ræðir eitt helzta dagskrármái bankastarfseminnar í landinu: Hlutverk seðlabanka. Ei4 þetta stutt en fróðlegt yfirlit wm helztu vandamál á þessu sviði. Niðurlagsorð þessarar greinar, ritstjórans, hljóða svo: „Lolis er ómetanlegt, að til sé f hverju landi stoínun, sem óháð sé sviftibyljum stjórnmálanna og annist helztu fjármálaviðskipti þjóðarinnar út á við. Hið gagn- kvæma traust seðlabanka heims- ins sín á milli er ein af megin- undirstöðum heilbrigðra og ör- uggra alþjóðaviðskipta. Er í því sambandi ekki úr vegi að minna á það, hve mikilvægt íslending- um hefir þráfaldlega reynzt traust það, sem Landsbankinn hefur áunnið sér erlendis." Mikið annað efni er í þessu hefti Fjármálatíðinda, sem er hið síðasta á þessu ári. Fyrst er grein um markaðsþróun framtíðarinn- ar. Hinn kunni danski rekstrar- hagfræðingur, prófessor Max Kjær-Hansen, kom í sumar hingað og hélt þá fyrirlestur í háskólanum, sem birtist í ritinu. Lítið hefur verið ritað um slík efni hér á landi, og mörg þau vandamál, sem rekstrarhagfræð- in fjallar um, hafa ekki verið könnuð sem skyldi. Þá er sagt frá starfsemi Al- þjóðabankans og Alþjóðagjald. eyrissjóðsins. Er þar birtur kafli úr ræðu Eugene Blacks aðal- bankastjóra, er hann flutti á aðal- fundi Alþjóðabankans í haust. — Síðan koma þrjár yfirlitsgreinar er fjaJla um mikilvæga þætti efna hagsstarfseminnar. Þar er fyrst sagt frá framleiðslu og fjárfest- ingunni 1955. Er þetta mjög ræki legt yfirlit og línurit t.il frekari skýringar. Þá er grein um íbúða- byggingar og lánaveitingar til þeirra og loks er grein um greiðslujöfnuð ársins 1955. Síðan koma ýmsir fréttaþættir varðandi utanrríkisviðskiptin og gjaldeyr- isstöðu, útgérð og aflabrögð, frá landbúnaðinum o. fl. o. fl. úr efnahagslífinu. Þar er vikið að peningamálunum og segir þar, að allmjög hafi þyngzt fyrir fæti í peningamálunum sl. fjóra mán- uði. Útlán Jiafa aukizt þrátt fyrir stöðnun í innlónaaukningunni. Það sem af er árinu hafa út- lánin í bönkunum aukizt um 256 millj. kr. Til júníloka var spari- fjáraukningin mun meiri en í fyrra og náði þá hámarki 1006 millj. kr. Síðan hefur hallað und- an fæti og innstæður lækkað um 26 millj. kr. Þó talið sé um árstíða bundna lækkun að ræða, er hún þó allmiklu meiri en undanfarin tvö ár, segja Fjármálatíðindi. í fréttayfirlitinu er margs lionar annar fróðleikur og töflur um verzlun og viðskipti. „Töfrafiautan” í Þjóðleikhúsina Á ANNAN JÓLADAG verður frumsýning í Þjóðleikhúsinu, á söngleiknum „Töfraflautunni“ eft ir Mozart. Á öndverðu þessu ári voru liðin 200 ár fró fæðingu tón- skáldsins og vill leikhúsið minnast þess með því að hefja sýningar á þessum vinsæla og fallega söng- leik. „Töfraflautan“ er ævintýra- leikur, sem fjallar um galdra og siðalögmál. Hún er síðásta óperan, sem Mozart samdi, en hann lézt skömmu eftir að „Töfrafiautan" Kemur heim af andaveiöum var frumsýnd. Dauða þessa mikla tónsnillings var ekki veitt meiri athygli en svo, að hann var graf- inn í fjöldagrafreit fátæklinga og nú veit enginn hvar sú gröf er. Á sýningunum í Þjóðleikhúsinu verður „TÖfraflautan" flutt á ís- lenzku og hefur Jakob Jóh. Smóri þýtt textann. Söngstjóri er dr. V. Urbancic, en Lárus PátSson hefur annazt leikstjórn. Hlutverkin í ó- perunni eru f jölmörg og eru söngv ararnir allir íslenzkir að undan- skilinni Stinu Brittu Melander, sem mun syngja hlutverk nætur- drottningarinnar, eitt erfiðasta ó- peruhlutverk sem til er. Með aðal- hlutverkin fara Þuríður Pálsdótt- ir (Pamina), Þorsteinn Hannesson (Tamino), Kristinn Hallsson (Papageno), Jón Sigurbjörnsson (Sarastró), Guðmundur Jónsson (Þulur), Ævar Kvaran (Mono- statos). Ennfremur kemur fram ný söngkona, sem ekki hefur sézt á sviði Þjóðleikhússinsfyrr, Hanna Bjarnadóttir, en hún mun syngja og leika hlutverk Papagenu. — Þá er María Markan ein af þernum næturdrottningarinnar, en hinar eru Sigurveig Hjaltested og Svava Þorbjarnardóttir. Þjóðleikhússkór- inn, sem telur yfir 30 manns, kem ur einnig fram á sýningunni. — Lothar Grund hefur gert leiktjöld og búningateikningar og er hvort tveggja bæði séikennilegt og fal- legt. Búningar eru allir saumaðir í saumastofu Þjóðleikhússins, und- ir stjórn Nönnu Magnússon. Önnur sýning á óperunni vei-ður föstudaglnn 28. des., en 3. sýning sunnudr.' inn 30. des. Á milli jóia og nýárs veiða ennfremur sýning ar á „T iiúsi Agústmánans“ og „Fyrir kóngsins mekt“. — Jólas ning Leikf. Reykjavíkur LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR sýnir leikritið „Það er aldrei að vita“, á annan í jólum. Þetta er gamanleikur eftir Bernard Shaw og gerist á baðstað í Englandi í ágúst fyrir sextíu árum. — Með hlutverk fara Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir, Helga Bachmann, Helgi Skúlasor,, Þorstein Ö. Stephensen, Kristín Anna Þórarinsdóttir, — Brynjólfur Jóhannesson, Birgir Brynjólfsson, Guðjón Einarsson og Árni Tryggvason, sem tekur við hlutverki Jóns Sigurbjörnsson ar. Leikrit'ð hefur nú verið sýnt átta sinn-.rm við ágætar undir- tektir. Leikritið gerist á einum degi; hefst í tannteknisstofu og endar á grímuballi. Kona kemur heim með börn sín frá Madeira, en það kem- ur fljótt í ljós, að þau hafa ekki hugmynd urn hver faðir þeirra muni vera. Gengur á ýmsu unz þau mál eru til enda leidd. Áður en það ske*nr hafa persónurnar í frammi þeð grín, sem svo mjög er einkennandi við hinn fræga og á- gæta höf’U'1 laikritsins. Nýtt lsikrit verður sýnt 11. janú ar í tilefni sextíu ára afmælis fé- lag-sins. Heitir það „Þrjár systur“ eftir Anton Tsjekov. — Leikstjóri er Gunnar R. Hansen, sem einnig stjórnaði leikriti Shaws. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.