Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 20
MORCllNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. des. 1956 GULA herbergiö eítír MARY ROBERTS RINEHART Framhaldssagan 13 skápnum, á ég við. Þekkir nokk- ur hana? Hann hristi höfuðið. — Nei, það þekkir hana víst enginn enn- þá. En vitanlega komumst við að því seinna. Þeir halda, að hún sé aðkomandi, en meira vita þeir ekki. Það fór hrollur um hana og hún greip kaffibollann. Höndin skalf ofurlítið, en hún reyndi að brosa. •— Þetta er nú allrameinagræð- arinn eldhússtúlkunnar hérna, sagði hún. — Ég hef ekki gert annað en hella því í mig síðan ég kom hingað. Ég er orðin hálf- ringluð af því, jafnvel þó að viskíið hans Floyds hefði ekki bætzt við. Hún leit á manninn, sem stóð fyrir framan hana. Að frátalinni heltinni, virtist hann vera hraustlegur og sterkbyggð- ur; sennilega lítið eitt yfir þrí- tugt, og nú, þegar hann leit á hana, var andlitið vingjarnlegt og brosandi. — Þér skuluð ekki láta þetta á yður fá, sagði hann. — Þó að það hafi skeð hérna í húsinu, er það yður algjörlega óviðkom- andi. Bara mála skápinn og bíða svolítið, þá þetta gleymt. — Ég veit, að ég gleymi því aldrei. Haldið þér, að það hafi verið þessi kona, sem.... sem hræddi hana Lucy Norton, nótt- ina, sem hún datt ni&&í stigann? — Það gæti hugsazt, sagði hann og myndaði sig til að fara. En hún vildi ekki láta hann fara. Hún gat ekki hugsað sér að verða ein aftur. Ekki ennþá, að minnsta kosti, með líkið uppi á lofti og ekki annað fólk hjá sér en stúlkurnar. — Viljið þér ekki fá yður kaffi- sopa? spurði hún, næstum í ör- væntingu. — Er það sterkt? — Já, það gæti flotið egg í því. — Ég ætla að koma aftur eftir eina mínútu og þiggja það. En hann var lengur burtu en mínútu. Mennirnir höfðu yfirgef- ið skápinn og nú fór hann þang- að og iitaðist um. Snerti engan hlut en athugaði allt sem vancí- legast. Þegar hann kom út aftur, var svipurinn á andliti hans ein- beittur. — Þetta er ung stúlka, sagði hann. — Og mér er næst að halda, að hún hafi ekki verið myrt hérna. Að vísu vil ég ekkert full- yrða, en næst væri mér að halda það. Væntanlega verður maður einhvers vísari eftir líkskoðun- ina. Hún var ekki mikið klædd, þegar þetta skeði, bara í loð- treyju og mjög litlu ínnan undir. Á nokkur stúlka hér nærri silfur- refskápy? Lögreglustjórinn hnussaði. — Kannske fáeinar, en annars eru það aðallega sumargestir, sem eiga slíkar flíkur. En ég skal at huga það mál betur. En þér virð- izt hafa mikinn áhuga á þessu, Dane? Þekktuð þér kannske stúlkuna? — Látið þér ekki eins og bjáni, Floyd. Þér fóruð með mig hingað. Hvers vegna takið þér yður ekki til og leitið að fötunum hennar? Ef hún er aðkomandi, hefur hún komið hingað í einhverju meiru en hún er nú í. — Ég skal sjá um að finna þau. En Dane fann það alveg á sér, að þegar hann gekk burt, hvíldu tortryggin augu lögreglustjórans á honum. 5. I Hann fann Carol eins og hann' ekki að taka fram, að ekki var kveikt í fyrr en' seinna. Hún brann ekki til bana. — Ég skil þetta ekki. Þessa íkveikju, á ég við. Þegar við kom- um hingað um morguninn, fund- um við allar einhverja undarlega lykt. Ef húsið hefði brunnið, hefði Luey farið sömu leiðina. Það er hræðilegt að hugsa sér! — Já, það er einkennilegt. Ég býst við, að við Alex, báðir til samans, séum búnir að heyra all- ar útgáfur af sögu Lucy Nortons, og hún hefur alls ekki nefnt neinn eld eða reyk á nafn. Mér þætti gaman að vita.... Hann lauk ekki við setninguna. Það kann nú að hafa verið, lítill reyk- ur, þar sem eldurinn hefur undir eins kafnað, þegar hurðinni var lokað. En ef þið hafið tekið eftir reyknum eftir að þrír dagar voru liðnir, hefði hún átt að verða hans vör. Þetta er einkennilegt. Ég hef nú verið hér á flækingi á hverjum degi; ég horfði á þegar gluggahlerarnir voru teknir nið- ur, og á föstudagsmorguninn vissi ég, að einhver var að vinna inni í húsinu. Auðvitað frú Norton. Sannleikurinn er sá, að..... — Stanzið þér ekki svona í miðri setningu. Hvað var sann- leikurinn? Hann brosti. — Það er senni- lega misskilningur, en ég þóttist áreiðanlega heyra frú Norton vera að tala við einhvern á föstu- dagsmorguninn. — En sáuð ekki neinn? — Nei, engan. — Það getur hafa verið Willi- am. Það var hann, sem tók niður gluggahlerana. — Mjög trúlegt. Ég mundi alit í einu eftir þessu. Hefur senni- lega ekkert að segja, til eða frá. En kom ekki frú Norton ofseint? Til þess að opna húsið, á ég við — Hún kom hingað ekki fyrr en föstudagsmorgun. Skiljið þér, við höfðum alls ekki ætlað okk- ur að koma hingað, en þá fékk Gregory, bróðir minn, mánaðar leyfi.... hann hefur verið flug- maður vestur í Kyrrahafi.... og mamma hélt, að hann langaði að komast í svalt loftslag. Hún brosti. Auðvitað tollir hann ekki hér, stundinni lengur, heldur vill hann vera í New York eða New- port. Unnustan hans er í New- port, eins og stendur. Majórinn varð hugsi. Eldurinn var að brenna út og hann stóð upp og lagði viðarbút á hann. — Við skulum reyna að rekja viðburðina, sagði hann. Hvað myndi frú Norton fyrst gera, þeg- ar hún kæmi hingað á föstudags- morgun? Hún hefur sjálfsagt verið ein, eða það hef ég að minnsta kosti heyrt. Viðskiptamönnum vorum um land allt óskum vér aJA- (ýt*a jolc drá oý fri&ar d LomancÍL dri Þökkum viðskiptin á þessu ári. Heildverzlunin Hekla hf. Mekla Austurstræti 14 Bankastræti 7 Sími 3858 Frönsk og spönsk *3lmuötvi Allar fáanlegar tegundir Qafc iafaóett í miklu úrvali. hafði skilið við hana. Nú var kominn þarna bolli í viðbót og nýtt kaffi, og nú settist hann nið- ur í fyrsta sinn. Hann kinkaði kolli til þess að láta í ljós ánægju sína með kaffið. — Fyrsta almennilega kaffið, sem ég hef smakkað síðan ég kom, sagði hann. — En það væri ekki úr vegi, að ég gerði ein- hverja svolitla grein fyrir sjálf- um mér. Ég þekki Burtonsfólkið vel, og þegar ég svo þurfti að fá þessa löpp mína í lag, áður en ég færi til Frakklands, buðu þau mér afnot af húsinu sínu, hérna rétt hjá. Þér þekkið þau auð- vitað. Og ég hef ágætan mann til að stjana við mig. Hann hjúkr- ar mér eins og barni, en hann kann ekki að búa til kafíi. Síðan sagði hann, hægt og ró- lega, frá þjóninum sínum, Alex, sem hafði misst annað augað í Ítalíu, svo talaði hann um ófrið- inn og löngun sína til þess að komast á vígvöilinn aftur. — Ég missti af innrásinni, sagði hann með illa dulinni gremju, — en það er nú nóg handa mér að gera samt, og ég vil fyrir hvern mun komast í stríðið aftur, ef Alex og kálfs- krofshendurnar á honum geta komið mér í lag. Hann var að kveikja í vind- J lingi fyrir hana, þegar sjúkra- bíllinn lét til sín heyra, og hann talaði enn, þegar börurnar voru bornar niður stigann og út og hinir bílarnir fóru í gang. En Carol lét ekki undan. — Ég er 24 ára, majór, og því ekkert barn lengur, auk þess vel hraust Ég vil tala um þetta morð. Því morð er það, býst ég við. — Væri yður ekki betra að reyna að gleyma því? Það er hvort sem er, afstaðið. — Afstaðið! Mér fyndist nú sanni nær, að það væri rétt að byrja, og ég trúi ekki öðru en þér séuð sömu skoðunar. Þér haf- ið sjálfsagt heyrt sögu Lucy Nor- ton. Allir virðast hafa heyrt hana. Hún ætlaði einmitt í þenn- an skáp, til að ná sér í teppi og það var út úr þessum skáp, sem einhver kom þjótandi og sló hana í höfuðið. Er það ekki rétt? — Jú„ þannig er sagan að minnsta kosti, en ég hef annars ekki séð Lucy Norton. — Haldið þér, að það hafi verið þessi kona, sem gerði það? Hann hikaði, en það var bezt að svara afdráttarlaust, úr því að spurt var. — Það þykir mér ólíklegt. Nær væri að halda, að það hafi verið morðinginn. — Svo það er þá morð? — Já morð var það, og ég þarf ^♦^*^*^,?'?*^*?*?,^,J*?^*i,,^*^,^*?,^*^*^,^*HM^*W*'»4*»**I,,»MI,,I****‘X**J**X,*X****‘,M‘,«*Ý*XMJ*!**M'*^*JMiíl'**J*!*4*,!**!*‘!**X**X44‘*!‘*M**IM*‘,,!«‘X‘*!44**!*'í,‘!**I,*!**J*J*X**JMi!My,*4i,4',,f Ilmbaðspænir og baðsölt Baðpúður í gjafainnpökkun GLEÐILEG JOL! gott og farsælt nýár. Þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. GOÐABORG, Freyjugötu 1. (S VERKFRÆÐI STÖRF 80-0-83 ) MARKÚS Eftir Ed Dodd AS THE BURNINS PLANE LOSES ALTITUDE, RALPH FLEMING GRABS THE ONE PARACHUTE AND DESERTS HIS PARTNER AND THE PILOT 1) Brennandi flugvélin missir flughæð og Hrólfur strokumaður kemst af í fallhlífinni. 2) — Jæja, nú er ég aftur i sömu klípunni. Hvernig á ég að komast lífs af úr þessum skóg- um. 3) — Nei, mamma, ég hef ekki enn fundið neitt til að éta. En ég finn það, vertu viss. — Það er vonlaust Finnur. Við deyjum úr hungri, hérna úti í auðnunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.