Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 6
MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. des. 1956 1 / fáum or&um sagt: [ tá. 4AAAAAAAAÍÚ Hvers konar fólk er bak við fjöllin? Rabbað við Jakob Jónsson, sextugan. Einkum rætt um æskuna - sem „brosti hlýtt í leynumw — ÍETTA verður vxst ekki merkilegt samtal. Ég er að verða kalkaður, held ég, var kominn upp á loft í gamla húsinu í Aust- urstræti, þegar ég rankaði allt í einu við mér. Mundi ekki eftir Morgunblaðshöllinni fyrr. Svona er að verða gamall! Það var Jakob Jónasson starfs- maður hjá Rafmagnsveitu Reykja víkur sem komst að orði eitthvað á þessa leið, þegar við fórum að rabba saman fyrir skömmu Ég hafði beðið hann um að koma við niður á blaði, svo að við gætum drepið niður smáviðtali í því tiJ- efni að Jakob verður sextugur á annan dag jóla. Slík „tilefni" eru efnislitlum blaðamönnum harla kærkomin, ekki sízt um þessar mundir, þegar enginn hefur tíma til neins fyrir jólaönnum. En Jakob er rólyndur maður og læt- ur annríkið ekkert á sig fá, og svo hefur hann einn ágætan kost í augum okkar Morgunblaðs- manna: þegar hann var spurður að því, hvort hann vildi hitta blaðamann að máli, svaraði hann: — Ja, mér er sama fyrst hann er frá þessu blaði. Jakob er sem sagt á þeirri réttu hillu!!! ★ ★ — ÉG er fæddur á Gunnarsstöð- um í Bakkafirði, segir Jakob um leið og hann sezt, ég er alinn upp hjá afa og ömmu sem þar bjuggu. Ég er alnafni afa, en amma mín var Þórdís Jósepsdóttir. — Þetta heimili var talið efnað og enginn leið þar skort, en vinna var mikil, eins og þá gerðist, og ekki var ég alinn upp við neitt dekur. Afi sem var mikill fjármaður og skepnuvinur vildi að ég yrði bóndi, vegna þess að honum fannst ég ákaflega fjárglöggur og hafa margt til þess sem prýða mætti góðan búmann. En ég var á annarri skoðun, var alltaf tals- vert bókhneigður, lærði t.d. Mannamun utan bókar ásamt kverinu. Mig langaði því til að ganga menntaveginn, eins og það var kallað, en heyrði það með hægra eyranu að bókvitið yrði ekki látið í askana og alþýðu- fólk ætti að snúa sér að öðru þarfara en bóklestri. Var þetta þó allt sagt með hógværð. En hitt leyndi sér ekki að fólkið mitt sá ekkert nema búskap, þótt það hefði ánægju af góðum bókum, eins og títt var. — Og fenguð þér þá tækifæri til að svala menntaþrá yðar, Jakob? — Já, að vissu leyti. Ég fór haustið 1918 að Hólum I Hjalta- dal. Það þótti ekki saka. Síðan var ég á verzlunarskóla og einn vetur í kennaraskóla og stundaði farkennslu um skeið fyrir norð- an, m.a. á Hólsfjöllum. Annars hef ég unnið margs konar störf um ævina, en einkum lagt fyrir mig verzlunar- og skrifstofustörf eftir að ég kom til Reykjavíkur. Það var árið 1927. — Þér stunduðuð fiskvinnu á Bakkafirði? — Já. — Það væri kannski fróðlegt að heyra eitthvað um ástandið þar fyrir austan á þessum árum — Ég var t.d. við fiskvinnu á Bakkaíirði 1922. Þá stunduðu 60 —70 bátar sjórððra þaðan og áttu Færeyingar a.m.k. % hluta þeirra. Þetta voru fjögurra manna för og var oft aflað ágætlega, enda voru miðin talin einhver hin beztu á þessum árum fyrir aust- an; var einkum róið norður undir Langanes eða á miðin út af Digra nesi. Fengust allt að 70 skippund yfir vertíðina. — Færeyingarnir hafa auðvitað farið heim á haustin. — Já, þá drógu þeir báta sína á land og gengu frá þeim fyrir veturinn. Sama gerðu íslending- arnir við sína báta, en margir þeirra voru einnig að komnir. — Og hvernig voru kjör þess- ara manna? — Ja, fiskverðið var nú ákaf- lega lágt; mig minnir að það hafi jafnvel komizt niður í 5 aura kíló- ið. — Allir lögðu bátamir inn í reikning. Peningar sáust varla, Heimamenn urðu að taka út alla sína vöru hjá verzlun Halldórs Hún var algjörlega háð fiskveið- Runólfssonar, einu verzluninni i plásskvu, eða fá lánað að öðruxn kosti. — Afkoma heimafólks? unum; eitthvað var þó að gera við skipakomur og í sláturtíðinni. — Á Bakkafirði voru 40—50 íbú- ar og ég held þeir hafi allir búið við sæmileg lífskjör. Ég hygg t.d. að fátækt hafi ekki þekkzt á Bakkafirði miðað við ýmsa aðra staði á Austfjörðum. Fáir voru á sveitinni og flestir höfðu nóg ofan í sig að éta. En fólkið var ákaflega sparsamt og eftir að ég fór að heiman sá ég vel, hve það var rótgróið í gamla tímanum. Það áleit að æskunni mundi ekki vegna betur, þótt einhverjar breytingar yrðu á högum manna og gamla fólkinu fannst henni engin vorkunn að lifa við sömu kjör og það. Fólkið var sem sagt ákaflega íhaldssamt. — En hvað um einstaka menn. Hverjir eru yður minnisstæðast- ir? — Afi og amma og svo Þórar- inn ríki á Bakka, afi Gunnars Gunnarssonar skálds. Af þeim' mönnum sem ég hef kynnzt bar ég alltaf mesta virðingu fyrir afa. — og það er vegna þess, hvernig hann fann að við mig. Ég skal segja yður eina sögu, sem lýsir því ofurlítið: Ég var 11 ára gamall. Það var á þorranum og ég sat í rökkrinu og var að lesa Draupni eftir Theodóru Thoroddsen. Afi var Jakob Jónsson komnir í hús að fáum mínútum liðnum. — Ég heyrði afa aldrei skamma nokkurn mann; hafði hann þó margt fólk. En aðfinnsl- orðinn gamall. Hann kemur til mín og segir: „Nafni minn, nú getur þú smalað og hýst gemling- ana“. Ég fór út. Það var logn og tunglið óð í skýjum, jörð mikið auð með svellalögum. Ég var ekki nema örstutta stund úti og hýsti af gemlingunum það sem ég fann og hljóp síðan beint í bókina. Þá kemur gamli maðurinn til mín aftur og segir: „Jæja, nafni minn, ertu búinn að finna aUa gemling- ana?“ — „Nei“, segi ég, „það vantar ellefu". — Þá lítur hann glottandi á mig og segir: „Og þú shrifar ur daglega lifínu ÞÁ er jólahátlðin að ganga í garð og í dag kemur síðasta blaðið út fyrir jóhn. Það er vegna þess hvernig á dagaskipan stend- ur um þessa jólahátíð, að Þor- láksmessa ber að þessu sinni upp á sunnudag og fyrir vikið verður jólahátíðin lengri en venjulega. Ekki þó Brandajól, heldur er við- aukinn nú framan við þau. Þurrkað og þvegið í önn dagsins ÞESSA dagana hefur verið mikil önn og í mörgu að snúast hjá flestum þeim sem daglegum störf um gegna. Jólaundirbúningurinn er annaríkasti tími ársins. Ekki aðeins fyrir húsmæðurnar, sem eftir gamalli venju, góðum sið- um og augljósri nauðsyn þvo allt hátt og lágt áður en jólahátíðin gengur í garð, heldur líka hjá öðrum. Fjölmargt starfandi fólk á aldrei annaríkara en einmitt fyrir jólin. Verzlunarfólk vinnur þá myrkranna á milli að jólaverzl- uninni, og gengur ekki til hvíldar fyrr en dagur er löngu liðinn að kvöldi. Iðnaðarmenn og aðrar stéttir margar hafa og sjaldan jafnmikið að gera sem fyrir jólin, I menn láta gjarnan dytta að hús- um sínum, fegra og prýða áður en hátíðin gengur í garð. Stundum finnst manni svo, að tilgangur hátíðarinnar sjálfrar vilji stundum gleymast í öllu þessu umstangi, og orð skálds- ins sannast er hann sagði: Fagnaðarhátíð frelsarans er fé- þúfa í túni mangarans. Víst er um það, að sjálf jóla- hátíðin er orðin mjög breytt frá því sem áður var, þegar gjafirnar voru margar hverjar engu veg- legri en kerti og spil, eða þá ný- prjónaðir ullarvettlingar. En um það er ekki að fást. Jólaboðskapurinn ætíð óbreyttur VÍ valda fyrst og fremst breytt ir þjóðfélagshættir og rýmri kjör þjóðarinnar. Þótt ytri að- stæður okkar sem þjóðar breytist og velmegun vaxi þá er jólaboð- skapurinn þó alltaf hinn sami, og ávallt jafnkærkominn og vizku- ríkur. En þó er mér ekki grunlaust um, að fremur vilji hugurinn hvarfla frá hinum sanna tilgangi jólahaldsins á síðari árum, en þau hafa æ fengið meira svipmót kauphátíðar og gróðagleði. Hætt er við, að mörgu baminu gleym- ist sagan austan frá Gyðinga- landi í glys gjafanna, sem að því hrúgast og víst er barninu að því vorkunn. En þá er illa farið. Sú þjóð, sem ekki á það hjartalag að 4. 4 k kunna að fagna gleðilegum jól- um hefur glatað drjúgum skerf af sjálfri sér og þeim eiginleik- um, sem gera hana að farsælli þjóð. Því hefur jafnvel heyrzt fleygt, að fyrir okkur íslendinga væri kristnin og kenningar kirkju vorrar að mörgu orðin úr- elt fræði, sem að fáum notum kæmu í framþróun nýtízku þjóð- félags. Þar skyldi hver treysta á mátt og megin og olnboga sig áfram svo sem öndin leyfði. En fátt er fjær sanni, og sú þjóð sem ekki skilur boðskap helgisögunnar frá Jerúsalem og hefur gleymt því, að mannúðar- frelsis- og bróðurhugsjón kristin- dómsins er það eina úrræði sem víngluð veröld á til þess að hún týni ekki sjálfri sér í hatri, tor- tryggni og eldum atomaldar. Bil miUi kirlxju og þjóðar PRESTAR þjóðkirkjunnar hafa margir hverjir kvartað undan því í ræðu og riti, að kirkjusókn hjá okkur íslendingum sé tneð dræmasta móti, og trúaráhugi lítill. Ekki þarf kirkjusókn að vísu að sýna lítinn og minnk- andi trúaráhuga, því margir eiga sér trú í hjarta sínu þótt ekki sé hún í kirkjur sótt,en hitt er víst að trúai-þörf er mikil hér á landi. Sjálfir hafa fróðir kennimenn rætt það, að kirkjan mætti ef til vill grípa til nýrra ráða til þess að koma kenningum sínum og boð- skap til almennings og sérstak- lega unga fólksins. Og víst er um það að hverjar ráðstafanir sem á því sviði eru gerðar eru til bóta frá því sem nú er; vinna að því mikla nauð- synjamáli að minnka æ meir bilið milli kirkjunnar og þjóðarinnar. Bróðurþel kristniunar AÞESSUM jólum skulum við ölí sameinast í þeirri hugsun, að án bróðurhugsjónar kristin- dómsins, mannúðar hans, sátt- fýsi og eindrægni, fáum við aldrei starfað saman að því að gera þjóð okkar að farsælli framtíðarþjóð, sem af samstilltum kröftum fær lyft þeim Grettistökum, sem fram undan bíða á vegi hennar. GLEÐILEG JÓL! heldur að þeir séu hér inni í bað- stofu“. Ég þarf víst ekki að geta þess að gemlingarnir voru allir urnar voru alltaf svona. — Afi sagði mér frá mörgu, heldur Jakob áfram, en mér er þó minnisstæðast það sem hann sagði mér um frostaveturinn 1882. Hann sagði mér frá því að hest- arnir hefðu verið settir í hús und- ir' baðstofugólfum. Og afi bætti við: „Það var ekkert til að gefa þeim eftir sumarmál nema blaut- ar hefilsspænir sem heflaðar voru úr rekavið. Næst stiganum var reiðhestur húsmóðurinnar. Hún hafði það fyrir venju að gefa hon um eina smjörsköfu". Og afi bætti við dapur: „Þetta var eini hesturinn sem lifði af. Hinir dóu allir“. Afi sagðist hafa kviðið fyrir því á hverjum morgni að koma út til skepnanna, því að alltaf var eitthvað dautt úr hor og hungri. Það var lítið til nær- ingar annað en þari sem þeir náðu upp á milli hafísjakanna í fjörunni. — Hann sagði mér líka að sum harðindaár hefði fólk verið búið að fá skyrbjúg á norð- urkjálkanum á vorin, en það heíði læknazt um leið og farið var að fiska hrognkelsi. — En amma? — Hún var ólík afa að ýmsa leyti. Hún var ákaflega trúhneigð og góð kona. Hún lét mig lesa bænirnar mínar á hverju kvöldi, en ég hafði meira yndi af að hlusta á álfa- og draugasögurnar hennar sem voru stundum svo spennandi að þær héldu fyrir manni vöku langt fram á nótt. Hún trúði bæði á álfa og drauga, gamla konan. Og það sem gerði mig nú sérstaklega trúaðan á þetta voru ýmis kennileiti og ör- nefni. T.d. heitir einn kletturinn inni í heiðinni Tröllkarl. — Og þér trúið á þetta enn? — Nei; það er orðið langt síðan ég glataði þessari bernskutrú minni. En ég vil þó ekki fullyrða neitt í þessum efnum. Álfarnir gætu.... jæja sleppum því. — Munið þér eftir álfasögum ömmu yðar? — Já-já, mikil Hfandi ósköp. En þessi er mér minnisstæðust; ég skal segja yður hana, eins og amma sagði mér hana:„Ég“,,sagði amma, „var ein í bænum. Það var að sumarlagi og fólk allt á engjum. Ég fer út. Það er glaða sólskin og sunnan vindur. Sá ég þá, hvar rauðskjöldótt kýr m.eð ákaflega stórt júgur er á leinni í túnið. Ég vissi strax að hún var ókunnug. Vegna þess að ég var með mjólkurtreg í fanginu, flýtti ég mér inn í búrið og lagði trogið frá mér, hljóp svo við fót út.aft- ur og ætlaði að siga hundunum á kúna, en var þó hætt við það, þegar ég kom út, vegna þess hvað kýrin var með stórt júgur. En Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.