Morgunblaðið - 29.12.1956, Blaðsíða 12
!2
MORCVIVBLAÐIÐ
Laugardagur 29. des. 1956
GULA
-+
<
i
i
herbergið
eftir MARY ROBERTS RINEHART
Framhaldssagan 15
vmdling, hlyti Lucy að hafa vit-
að af því.
Hún gæti meira að segja hafa
hleypt henni inn í húsið. Enginn
nema Joi Norton, húsvörðurinn,
hafði lykla að húsinu, og þá hlyii
Lucy að hafa notað, nú sem endia
nær. Jói hafði þessa lykla, til þess
að geta komizt þar inn á vet-
urna. Hún minntist þess ekki að
til væru nema tvennir lyklar.
Aðalatriðið var nú samt að
vita, hver myrta stúlkan væri, og
þar var hún alveg ráðalaus. Nei,
hún yrði að hitta Lucy sem allra
fljótast, þar var ekki úr að aka.
Eftir einn til tvo klukkutíma yrði
hún búin að fá bílinn sinn, og
Lucy hlaut að vita eitthvað. Að-
eins einkennilegt, að hún skyldi
ekkert hafa sagt. Eftir þvl, sem
Harry Miller sagði, hafði hún eng
ar upplýsingar gefið, aðrar en
þær, að einhver hefði komið út úr
skápnum og lamið hana.í höfuðið
Hún ætlaði út, til i»ess að vita,
hvað bilnum liði, þegar Freda
stöðvaði hana.
Brautin úti fyrir húsinu var
mannlaus. Þegar hér var komið,
hlaut allt þorpið að vita, hvað
skeð hafði, en samt var enginn
mannsöfnuður kominn þarna í
forvitnisferð. Þorpsbúar höfðu
sýnilega ofmikla sómatilfinnmgu
til þess að fara að hlaupa frá
verkum sínum, í slíkum erind
um. Inni í bílskúrnum var einver
a*S berja með hamrj og morgun-
kælan var horfin. Heit sólin skein
nú glatt. Hún var ekki komin
meira en tvö skref, þegar Freda
kallaði í hana. Stúlkan var enn
þá föl, en fulikomlega stiilt. Carol
stanzaði.
— Hvað var það, Freda?
— Fyrirfefið þér, ungfrú, en
Maggie sagði að ég skyldi segja
yður af því. Það hefur einhver
sofið í gula herberginu. Það eru
lök í rúminu og ein tvö-þrjú
teppi. Og baðið hefir líka verið
notað. Kerið er ennþá óhreint.
Það var auðséð, að stúlkan naut
þeirrar eftirtektar, sem hún
vakti. En Carol var vantrúuð á
svipinn.
— Ég trúi þessu ekki, sagði
hún. — Frú Norton myndi aldrei
fara að sofa þarna.
ÚTVARPIO
•
Laugardagur 29. dcsember:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 Heimilis-
þáttur (Sigurlaug Bjarnadóttir).
16.30 Veðurfregnir. — Endurtekið
efni. 18,00 Tómstundaþáttur
barna og unglinga (Jón Pálsson).
18.30 Útvarpssaga bamanna: —
„Jólarósirnar“ eftir Selmu Lager-
löf (Hulda Kunólfsdóttir leik-
kona). 19,00 Tónleikar (plötur).
20.30 Jólaleikrit útvarpsins: —
„Viktoria". Tore Hamsun og Ein-
ar Schibbye hafa gert útvarpsleik
ritið upp úr samnefndri ástarsögu
eftir Knut Hamsun. Þýðandi: Jón
Sigurðsson frá Kaldaðarnesi. —
Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Stephen-
sen. Leikendur: Herdís Þoivalds-
dóttir, Róbert Arnfinnsson, Þor-
steinn ö. Stephensen, Jón Aðils,
Baldvin Halldórsson, Gestur Páls-
son, Valur Gíslason, Anna Guð-
mundsdóttir, Bryndís Pétursdótt-
ir, Bessi Bjamason, Ólafur Jóns-
son, Helga Stephensen o. fl. 22,00
Fréttir og veðurfregnir. — 22,10
Danslög (plötur). 24,00 Dagskrár-
Iok. —
— Nei, hún svaf í sínu venu-
lega rúmi. En viljið þér ekki sjá
sjálf?
Hún gekk síðan upp stigann á
eftir Carol, en þegar upp var
að vera varkárar; það getur ver-
ið áríðandi.
Hún læsti síðan dyrunum, er
þær voru komnar út, og stakk
lyklinum á sig. Það þýddi ekkert
komið, voru hinar tvær þar fyrir. að vera að hugsa um nein fingra-
Gula herbergið var framan til í
húsinu, svo að ekki þurfti að
fara fram hjá línskápnum til þess
að komast þangað, en hún hafðí
skápinn ásamt innihaldi hans, ó-
þægilega á meðvitundirtni, engu
að síður. Hún þóttist þess enr.
viss, að þetta væri misskilningur
hjá stúlkunni. Síðasta manneskj-
an, sem herbergið hafði notað í
fyrra, var Virginia, tilvonandi
mágkona hennar, og ....
En hún vissi áður en hún korn
að dyrunum, að hér var ekki um
neinn misskilning að ræða.
Úr gula herberginu var útsýni
yfir flóann, og það var eitt af
uppáhaldsherbergjum hennar.
Veggirnir voru gulir, en húsgögn
in máluð grá, og gluggatjöld og
áklæði gulbrúnt. En ekkert af
þessu sá hún nú. Það var greini-
legt, að rúmið hafði verið búið
upp og notað, og það var púður
á glerinu, sem var á snyrtiborð-
inu, og þó að öskubakkarnir væru
að vísu tómir, þá var aska hér
og þar á gólfinu. Og kerti, sem>
stóð í stjaka á borðinu, hafði
brunnið út, svo að ekki var ann-
að eftir en vaxklessa.
Maggie fékk fyrst málið.
— Það er eins og hún hafi sofið
hérna. Hún hefur að minnsta
kosti ekki verið hrædd.
Carol sneri sér að Fredu. — Þið
hafið vonandi ekki snert við
neinu hérna inni?
— Nei, ég opnaði bara dyrnar
og sá þá rúmið og svo gægðist ég
inn í baðherbergið, eins og eg
sagði.
Carol gekk inn í herbergið.
Martröðin greip hana aftur Jg
hún fann, að eitthvað var öðru
vísi en það hefði átt að vera, en
það leið heil mínúta, áðui ei.
hún áttaði sig á því, hvað það
var. Þarna sást enginn fatnaður,
og heldur ekki inni í fataskápn-
um.
— Einhver föt hlýtur hún að
hafa haft, sagði hún. — En nú
var hún ekki í neinu, að minnsta
kosti ekki ytri fötum. Þeir halda
að hún hafi verið í innislopp eða
einhverju þessháttar. Og svc ætti
að vera taska og hattur. Nema
lögreglan hafi tekið fötin.
— Það ganga margar stúlkur
berhöfðaðar nú á dögum, svaraði
Freda, sem hafði skemmtun af
þessu.
Carol sneri sér að þeim. — Það
má ekki minnast á þetta einu
orði, sagði hún.
— Ég ætla að segja lögreglunni
það, en engum öðrum. Þið verðið
för, hugsaði hún. Fingraför Fredu
hlutu að vera á hurðarhúnunum.
Hún gekk nú inn í sitt herbergi.
Þar hafði verið búið um rúmíð
með rúmfötum úr skápum þjón-
ustufólksins, og tekið hafði verið
upp úr töskunni hennar. Freda
hafði sett á snyrtiborðið myndina
af Don, sem hún hafði alltaf með
sér. Hún leit ekki á myndina,
nema hvað hún sá, að hún var
þarna. Nú hugsaði hún ekki um
annað en leyndarmálið, sem Lucy
Norton ein gat leyst úr, og hún
gat ekki hitt hana fyrr en bill-
inn væri tilbúinn.
Hún fór nú í bað og klæddi sig
síðan í prjónakjól í staðinn fyrir
ferðafötin, en hún fór ekki strax
niður, heldur gekk hún út að
glugganum sínum og horíði út
y'fir flóann. Nú var fjara og má -
arnir voru að leita sér að skelý-
um, fullorðnu fuglarnir hvítir en
ungarnir gráir. Hún gat heyrt til
þeirra alla leið hingað. Þarna yfir
til hægri, hinumegin við gos-
brunninn, sem amma hennar
haíði sent heim frá Ítalíu, og var
nú næstum hulinn trjám, var
Burtonshúsið. Snöggvast datt
henni í hug að fara þangað og
segja Dane majór frá gula her-
berginu. En síðustu orð hans
höfðu einhvern veginn dregið
markalínu milli þeirra. Hún varð
að tala við lögregluna og engan
annan.
En þegar hún kom niður,
heyrði hún karlmannsrödd í for-
stofunni og sá, að blaðamenn-
irnir voru þegar komnir á vett-
vang. Þarna stóð ungur maður,
sem brosti til hennar, hálffeim-
inn, eins og hann vildi biðja af-
sökunar á tilveru sinni.
— Ég heiti Starr, sagði hann.
— Lenti hér af tilviljun. Fór til
borgarinnar, til þess að skoða nið-
ursuðuverksmiðjuna þar og lenti
svo í þessu á eítir. Ég samhrygg
ist yður, ungfrú Spencer. Þér er-
uð of ung til þess að lenda í svona
máli.
— Ég er nógu gömul til þess að
tala ekki við blaðamenn, svaraði
Carol afundin.
— Ég er ekki að biðja um við-
tal. Mér datt bara svona í hug að
bera yður saman við þessa vesl-
ings stúlku, sem er dauð.
— Hvernig vitið þér, að þetta
er stúlka, hr. Starr?
— Sá líkið, svarabi hann og fér
ofan í vasa sinn, eftir krumpuðu
gulu blaði. „Aldur 20—25 áva“.
las hann. „Litað, ljóst hár. Ef til
vill gift; er með giftingarhring á
Flugeldar — Flugeldar
Eins og undanfarin ár seljum við fjöl-
skrúðugt úrval af skrautflugeldum, sól-
um, stjörnuljósum o. fl. fyrir gamlárs-
kvöld.
Kaupið meðan úrvalið er mest.
Flugeldasahn
Vesturgötu 23 (áður Veuusund)
Goðaborg
Freyjugötu 1.
Ódýrar og fallega skreyttar
blómakörfur
til nýársgjafa.
Nýjar hyasintur.
Blóma- og grænmetismarkaðurinn,
Laugavegi 63.
Kvikmyndahús í Reykjavík óskar eftir
stúlkum
til afgreiðslu og til að vísa til sætis.
Umsóknir ásamt uppl., sendist Morgbl. fyrir hádegi
á sunnudag merkt: „Vinna —7447“.
Ný mahogní
svefnherbergishúsgögn
til sölu.
2 rúm, 2 náttskápar, 2 stólar og 1 snyrtiborð.
Þetta er sérstakega fallegt svefnherbergissett. Tilboð
óskast send afgr. Morgunblaðsins fyrir áramót, merkt:
„Nýársnótt —7444“.
Nýtt eínbýlishús
5 herbergi og eldhús til leigu í tæp 2 ár.
Tilboð sendist blaðinu fyrir 5. janúar nk. merkt:
„Laugarás —2975“.
»*+++++.>+++++++++++++++++++++++++++++*>++*:4+*>++*'*+++‘:">*>+,:">+*’+++'++++++++++':,+++++++++++++*>++*:":'++++'>+++
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd
FONVILLE, r CANT GO ON...
IM.-IM EXHMJSTTED'
MfTHIS is the same place
E { I STOPPED TWO HOURS
AGO...I‘M_.rM LOST...
CIRCLESJ
2) — Seztu nú niður hérna,
mamma, og hvíldu þig svolítið.
FoNVILLE LEAVES HI5
MOTHER AND BESINS TO
SEARCH UNDER THE ROCKS
THAT BORDER THE STREAM
3) Finnur skilur um stund við
móður sína og fer að leita undir
steinunum niður við ána.
4) Á meðan.
— Nei, hvað er þetta, ég hef
gengið í hring. Nú er ég á sama
stað og ég var á fyrir tveimur
klukkustundum