Morgunblaðið - 29.12.1956, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. des. 1956
Moncuivnr aðit>
%
Jólagjöfin rædd á Alþingi:
Á AD SVIFTA KJQSENDUR
Herra forseti.
ÞAÐ er nú orðið upplýst, að i
því frv., sem hér liggur fyr-
ir til afgreiðslu og ætlunin er að
koma í gegnum Alþingi á þrem-
ur dogum, er ráðstafað gjöldum
á almenning tem svarar a. m. k.
500 millj. króna, og þar af eru
nýjar álögur a. m. k. í kringum
240 milljónir.
ÚRSLITAVALDINU?
Kommúnistar áskilja sér ,,opna leiB"
til nýrra spellvirkja
ingu hefur varðandi þær 240
millj., sem hér á að leggja á all-
an almenning.
Ræöa Bjarna Benediktssonar .
MESTU ÁLÖGURNAR
Hæstv. fjmrh., Eysteinn Jóns-
son, hélt því fram, að það væri
engin nýjung, að slík frv. hefðu
áður verið drifin í gegnum Al-
þingi með jöfnum hraða eins og
ætlað er um þetta frv., og taldi,
að á okkur Sjálfstæðismönnum
sæti ekki að finna að slíkri með-
ferð, þar sem við hefoum sjálfir
átt sem þátttakendur í ríkisstjórn
fullan hlut að þvílíku áður. Eg
fullyrði, að aldrei hefur neitt
sanibærilegt átt sér stað. Eg full-
yrði, að aldrei fyrr hefur nokkuð
eitt frv. fólgið í sér neitt svip-
aða gjaldabyrði á íslendinga eins
og ákveðin er með þessu frv.
Eg fullyrði, að það var aðeins
lítið brot þessa, % eða Vs öllu
heldur, sem í einu frv. var ákveð-
ið eftir síðustu áramót, í janúar,
og þá samþ. á fáum dögum hér
á Alþingi.
Og ég fullyrði, að þá var ekki
aðeins um miklu lægri fjárhæð
að ræða, heldur var það frv. allt
í uppbyggingu sinni og frágangi
miklu einfaldara og Ijósara held-
ur en það frv. er, sem hér cr til
umræðu, því að það er sízt orðum
aukið, sem sá þm., sem lengst
hefur verið á Alþ. allra íslend-
inga frá upphafi, hv. þm. Borg-
firðinga, Pétur Ottesen, sagði áð-
an, að hver sá, sem ætlar sér inn
í þó ekki sé nema myrkviði einn-
ar greinar, kemur þaðan seint út
aftur. Og það var aðeins ein
grein, sem hann talaði um. En
þær greinar, sem óskiljanlegar
eru mennskum mönnum, eru ekki
ein, heldur margar í þessu frv.,
því að það er fullkomin stað-
reynd, að eftir frv. er ómögulegt
að átta sig á, hvaða hlunnindi
bátaútvegurinn á að fá.
FELULEIKUR
Eg fullyrði að þetta sé gert af
ásettu ráði til þess að dylja alla
í senn, Alþ., almenning og út-
gerðarmennina sjálfa þess, hvað
þeim er ætlað. Eg skal ekki segja,
hver tilgangur þess skollaleiks
er, en feluleikurinn dylst eng-
um.
Eg hef aldrei verið hræddur
við að ætla útveginum eða út-
gerðarmönnum það, sem þeir
þurfa til þess að atvinnurekstur
þeirra sé rekinn stöðvunarlaust
og þannig, að þeir, sem við hann
starfa, hvar í fylking sem er, beri
hæfilegt úr býtum og séu ekki
verr settir heldur en aðrir sam-
bærilegir menn í landinu. En ef
menn eiga að greiða atkv. um
tilteknar ráðstafanir tilteknum
atvinnuvegi til frámdráttar, þá er
það minnsta, að þeir, sem eiga
að rétta upp höndina því til
styrktar, fái fúllnægjandi grg.
um hver framlögin eru, og á
hvaða rökum þau framlög eða
tillögurnar um þau séu reist. Það
hefur algerlega verið vanrækt
við framlagning þessa frv. að
gera grein fyrir þessu, og hæstv.
ríkisstjóm hefur ekki fengizt til
þess enn að svara ýtarlegum og
mjög málefnalegum spurningum
þess efnis, sem hv, þm. Gullbr,-
og ICjósarsýslu, Ólafur Thors, bar
fram hér í gær.
Það kann að vera rétt, sem
hæstv. fjmrh. sagði áðan og var
búinn að segja áður hér í þing-
salnum í dag, að þetta frv. hefði
hlotið rækilega meðferð hjá rík-
isstjórn og stuðningsmönnum
hennar. Vel má vera, að svo sé
og að þeir viti hvað í frv. felst.
Þó hefur komið í ljós og sann-
ast á nefndarfundum í fjhn., að
því er þeir segja, sem þar hafa
verið, að mjög hefur stuðnings-
mönnum hæstv. ríkisstjórnar
vafizt þar tunga um tönn um
það, hvað í einstökum ákvæð-
um frv. felist. Ef það er svo ljóst,
sem þessir herrar vilja nú vera
láta, af hverju er þá ekki hinum
einföldu og greinargóðu spurn-
ingum, sem hv. þm. Gullbr- og
Kjósas., Ólafur Thors, bar fram
í gær skýlaust svarað? Af hverju
eru svörin annað hvort alger
þögn eða ósæmilegur útúrsnún-
ingur, eins og hæstv. sjávarúcvrh.
Lúðvík Jósefsson, lét sér sæma
að viðhafa hér í gærkvöldi?
EYSTEINN AMAST VIÐ
VARÐARFUNDI
Hæstv. fjmrh., Eysteinn Jóns-
son, var að setja ofan í við mig
fyrir það í umræðum í dag, að ég
hefði gerzt svo djarfur að hverfa
héðan af þingfundi til þess að
tala um þetta mál í stærsta stjórn
málafélagi landsins í gærkvöldi.
Hæstv. ráðh., Eysteinn Jónsson,
sagði, að það færi illa saman,
að við Sjálfstæðismenn töluðum
um það hér á Alþ. að þetta frv.
væri að mörgu leyti óljós*,, en
værum þó að skýra það fyrir
öðrum. En þeim mun óljósara
sem frv. er, þeim mun meira
þurfa menn að leggja sig fram
um skýringarnar. Og það er
einnig í frásögur færandi og skýr-
ingarvert, að hæstv. ríkisstjórn
skuli leyfa sér að bera fram ann-
að eins moldviðri í frv. og myrk-
viði, óskiljanlegt, eins og gert
er með því frv., sem hér er fram
borið. Enda mun áður en yfir
lýkur þykja vert að skreppa
lengra heldur en hér út í Sjálf-
stæðishús handan við Austurvöll,
til þess að tala um þetta mál.
Það mun verða umræðuefni,
hæstvirtur fjmrh., um allt
land áður en yfir lýkur. Engar
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar né
aðfinningar á Alþingi munu
megna að hindra alþm. í fram-
kvæmd skyldu sinnar, þeirrar,
að láta almenning heyra um þann
óskapnað, sem hér hefur fæðst
að tilhlutun hinna tveggja
hæstv. ráðherra úr Suður-Múla-
sýslu, Eysteins Jónssonar og
Lúðvíks Jósefssonar,, sem hingað
til hafa ekki talað svo vel hvor
um annan, að von væx-i til, að
annað betra kæmi frá þeim, þeg-
ar þeir lögðu saman, en slíkt
skoffín, sem við hér sjáum.
ÓVERÐUGT TRAUST
Hæstv. fjmi'h., Eysteinn Jóns-
son, talaði um það áðan, að það
færi illa saman, að við segðum,
að hér væru farnar troðnar slóð-
ir, og þó vildum við ekki styðja
þetta frv. Sannleikurinn er sá,
að auðvitað hlýtur stuðningur
við slíkt frv., jafnlítið skýrt eins
og það er af hálfu hæstv. ríkis-
stjórnar og jafnskamman tíma
eins og við höfum til athugunar
þess og þingheimur yfirleftt, þá
hlýtur stuðningur við slíkt frv.
að jafngilda traustsyfirlýsingu
á hæstv. ríkisstjórn. Það væri
óverjandi af nokkrum þm. að
styðja frv., eftir þá þinglegu með-
ferð, sem því er ætluð, nema
hann með því vildi lýsa trausti
á hv. ríkisstjórn. Og eg hygg,
að það gangi ærið illa að fá hina
svo kölluðu stuðningsmenn
hæstv. ríkisstjórnar til þess að
votta henni traust sitt, ef hugur
þeii'ra væri skoðaður, og svo
margir fyrirvarar eru gerðir nú
við samþykkt þessa frv., til dæm-
is af hálfu Alþýðusambandsins,
að ekki er við því að búast, að
við, sem yfirlýstir erum andstæð-
ingar stjórnarinnar og höfum
fram að þessu reynzt hafa rétt
fyrir okkur í öllum okkar deilu-
málum við hana og hún fullkom-
lega rangt, — þess er ekki að
vænta, að við förum að nota
þetta tækifæri til þess að votta
henni traust, gersamlega að
óverðugu.
Sannleikurinn er sá, að það er
auðvitað rétt, að hér eru farnar
troðnar slóðir að því leyti, að
ekki örlar í þessu frv. á neinum
nýjum hugmyndum til lausnar
verðbólguvandans. Það má vera,
sem hæstv. fjmrh., Eysteinn
Jónsson, var að gefa í skyn, að
eitthvað annað ætti að koma í
öðrum frv., en það er ekki í
þessu frv. Hins vegar er í þessu
frv. farið miklu lengra á þeirri
braut, þar sem vegurinn hefur
verið vísaður, heldur en nokkru
sinni áður hefur verið gert, og
þar er íarið miklu lengra heldur
en hæstv. ríkisstjórn hefur fært
eða gert nokkra tilraun til að
færa skynsamleg rök að, að gera
þurfi eða að gagni muni koma.
Þegar af þeiri'i ástæðu er ó-
mögulegt að vera með þessu frv.
enda er að svo miklu leyti, sem
í því lelast nokkrar formbreyt-
ingar, t. d. að bátagjaldeyrir er
niður lagður, en á er lagt gjald,
sem honum svarar í þessu frv.,
fyrir utan þær 240 milljónir, sem
eru algerlega nýjar í frv., ekki
gerð tilraun til þess að rökstyðja,
að heppilegra sé að hverfa frá
bátagj aldeyrisfyrii'komulaginu
heldur en að halda því. Þegar
mál er undiibúið á slíkan veg,
þá er vitanlega ekki nokkur
möguleiki fyrir þá, sem ekki bera
gersamlega blint traust til hæstv.
ríkisstjórnar, að styðja málið.
AF HVERJU LÆKKA ÞEIR
EKKI VERÐIÐ?
Veilan í X'ökstuðningi hæstv.
ríkisstjórnar fyrir flutningi frv.,
kemur berlega fram í því, þegar
þeir segja t. d., og ég skal aðeins
víkja að því eina atriði nú, —
þeir segja: Það er að vísu rétt,
að vöi'uverð á að hækka vegna
þeirra gjalda, sem hér eru á lögð,
en sú vöruverðshækkun mun nást
aftur og ekki bitna á almenn-
ingi, vegna þess að verðlagseftir-
lit verður sett, sem lækkar vöru-
verðið sem svarar hækkuninni.
Ef þetta er rétt, hefði þá ekki
vei'ið miklu einfaldari leið að
byrja með því að koma verðlags-
eftirlitinu og verðlagningunni á,
og lækka vöruverðið nú þegar
svo mikið, að ekki þyrfti að gera
þær hækkanir, sem hér eru á-
kveðnar?
Af hverju á að hækka verðið
fyrst og gefa þessum illu milli-
liðum, hvort sem það er Sam-
bandið eða kaupsýslustéttin, færi
á því að hækka vöruverð og álagn
ingu í sambandi við það, ef öllu
þessu á að vera hægt að kippa
aftur með verðlagningunni á eft-
ir? Væri ekki miklu betra að
ákveða vöruverðslækkunina um-
svifalaust þegar í stað og kom-
ast hjá þessari 240 millj. kr.
álagningu í nýjum sköttum? Það
sjá allir, að hér er um gersam-
lega veilu í rökstuðningi ríkis-
stjói'nai'innar að í'æða. Vitanlega
er þessum mönnum ljóst, að þó
að ef til vill verði á pappírnum
einhverjar smá vöruverðslækk-
anir vegna verðlagseftirlits, þá er
það ekkert, sem neina úrslitaþýð-
ERU KAUPFÉLÖGIN
ÓSAMKEPPNISFÆR?
Enda hafa stjórnarflokkarnir,
og þá ekki sízt Framsókn-
arfl., lýst yfir því, að bezta verð-
lagseftirlitið væri samkeppni
Samb ísl. samvinnufél. og kaup-
félaganna við kaupsýslustéttina.
Af hverju er nú ekki treyst á
þetta verðlagseftirlit?
Jú, Þjóðviljinn svaraði þessu
fyrir fáum dögum, og sagði: Sam-
bandið hefur orðið aftur úr í
samkeppni við kaupmennina
vegna þess, að forystumenn þess
eru „hreinlega ölvaðir af fjár-
festingaræði“, eins og Þjóðvilj-
inn sagði.
En er þetta skýringin? Er þetta
rétt? Eg spyr hæstv. fjmrh., Ey-
stein Jónsson, sem einn af stjórn-
endum Sambandsins: Er það rétt,
að vöruverð almennt hafi hækk-
að vegna þess að í verzlunará-
lagningunni hjá Sambandinu sé
tekið fé til hinnar miklu fjár-
festingar, sem Sambandið hefur
lagt í? Er þess fjár ekki aflað með
öðru móti, tekið af eðlilegum
sjóðum og með stórkostlegum lán
tökum?
Hæstv. fjmrh. Eysteinn Jóns-
son, ræður því, hvort hann svar-
ar þessari spurningu eða ekki.
Hún varðar ekki starf hans sem
fjmrh., svo að ég hef ekki þing-
lega kröfu til, að hann svari
henni.
En þáð er annað atriði, sem
sker úr um haldleysi rökfærslu
Þjóðviljans varðandi þetta at-
í'iði, og það er, að kommúnistar,
sem Þjóðviljinn er málgagn fyr-
ir, reka kaupfélag hér í bænum,
sem stendur í harðri samkeppni
við kaupmenn.
Kommúnistar ráða KRON, sern
sannarlega hefur ekki varið fé
sínu til æðisgenginnar fjárfest-
ingar. En hver er niðurstaðan?
Á sama tíma og kaupmannastétt-
in blómgast og vex óeðlilega
vegna óhæfilegs gróða, að því er
sagt er, þá tapar KRON stór-
kostlegu fé. Bendir þetta til þess,
að um óhæfilegan gróða hjá kaup
mannastéttinni sé að ræða? —
Sannar þetta ekki miklu heldur,
að þessar sögur um stórkostlegan
gróða hjá verzlunarstéttinni í
heild, eru að langmestu leyti
byggðar á því, að margur hygg-
ur auð í annars garði og verið
er að reyna að koma vandræð-
um þjóðfélagsins yfir á herðar
lítils hóps manna, sem talið er
tiltölulega auðvelt að gera tor-
tiyggilegan?
ALDINGARÐUR
BRASKARANNA
Ef það væri rétt, að kaup-
mannastéttin í heild tæki of mik-
ið í sinn hlut, þá væri áreiðan-
lea búið að jafna þau met með
þeirri forréttindaaðstöðu, sem
kaupfélögin hafa hér á landi. Þau
hafa alla aðstöðu fram yfir kaup-
mannastéttina til þess að selja
vörur með hagstæðu verði, og ef
þau verða þar á eftir, þá er það
vegna þess, að verzlunax'gróðinn
er minni heldur en látið er.
Það breytir svo ekki þessu, að
auðvitað hafa einstakir menn
hagnazt fyrr og síðar, bæði á
verzlun, viðskiptum og ýmsum
öði'um ráðstöfunum, — af ýms-
um ástæðum, hyggindum, útsjón-
arsemi, og sumir af brasknátt-
úru og einhverju slíku, sem er
miður æskilegt. En hafi þeir
menn haft góðan jarðveg hér að
undanförnu, þá mun þeirra garð-
ur fyrst blómstra, þegar íimm-
falt og tífalt gengi kemur á gjald-
Frh. á bls. 10
STAK8TEII\IAR
Síðborin fjárlög
Eitt síðasta verk Alþingis fyrir
jólin var að veita fjármálaráð-
herra heimild til fjárgreiðslna úr
úkissjóði fyrstu tvo mánuði árs-
ins vegna þess að ákveöið hefur
verið að fjárlög verði ekki sam-
þykkt fyrr en í febrúarlok En
eins og kunnugt er á Alþingi að
hafa lokið samþykkt f járlaga fyr-
ir 31. desember.
í þessu sambandi er vert að
minnast þess, að í fyrra helltu
Framsóknarmenn sér yfir Sjilf-
stæðisflokkinn með fúlustu
skömmum fyrir það, að þeir
hefðu hindrað afgreiðslu fjárlaga
fyrir áramót. Taldi Tíminn það
hina mestu ósvinnu, að afgreiðsiu
fjárlaga skyldi frestað fram í
janúarlok.
Nú er fjárlagaafgreiðslu hins
vegar frestað fram í febrúarlok.
Þannig verður hentistefnu
Framsóknarmanna alls staðar
vart. Það sem þeir töldu óhæfu
fyrir ári síðan telja þeir nú sjálf-
sagt og eðlilegt.
Annars verður það að teljast
mjög óheppilegt að afgreiðsla
fjárlaga skuli dragast tvo mán-
uði fram á það ár, sem þau eiga
að gilda fyrir. Fjárveitinganefnd
hefur setið auðum höndum í
allt haust með kommúnista í for-
mannssæti. Framsókn finnst það
gott og blessað. Hún um það.
Nauðsynjarnar og
skattabyrðarnar
Kommúnistar og kratar Ieggja
nú mikla áherzlu á að segja al-
menningi að nauðsynjar hans
sleppi við hina nýju skatta. Eiga
þeir þá við að nokkrar matvörur,
svo sem mjölvara, sykur og kaffi
falli ekki undir hinar nýju
skattaálögur.
Sannleikurinn í þessu máli er
sá, að undanfarin ár hefur þessu
verið farið á sömu lund. Þessar
vörur hafa ekki verið skattlagðar
sérstaklega þegar afla hefur þurít
tekna til stuðnings framleiðsl-
unni. Hins vegar hafa komxr.ún-
istar og kratar haldið því ákaft
að almenningi að hær hafi verið
skattlagðar eins og lúxusvarning-
ur. —
Nú verða þeir hins vegar að
éta ofan í sig ósannindi sii' og
segja fólkinu að þessar nauðsynj-
ar þess sleppi við háskattana. En
þaö er bara ekkert nýtt.
Koma harðar niður
En auðvitað lenda hinir nýju
tollar og skattar með miklum
þunga á fjölmörgum naúðsynj-
um almennings þó örfáar tegunl-
ir matvöru séu undanþegnar
þeim. Og skattar vinstri stjórn-
arinnar ná til miklu fleiri nauð-
synja og koma miklu harðar nið-
ur en skattar þeir, sem lagðir
hafa verið á undanfarin ár. Fyrr-
verandi ríkisstjórn krafði þjóð-
ina aðeins um 137 millj. kr. aukna
skatta í byrjun þessa árs. Nú
kemur vinstri stjórnin og leggur
á 240 millj. kr. nýja skatta. —
Útvarpsumræður um
tillögur Sjálfstæðis-
manna
Tillaga Sjálfstæðismanna á Al-
þingi um þingrof og nýjar kosn-
ingar vekur hina mestu athygli
um land allt. Fólkið finnur að
ríkisstjórnin hefur svikið allt og
hefur í raun og veru lýst yfir
gjaldþroti stefnu sinnar. Krafan
um að fólkið fái að kveða upp
dóm sinn að nýju urn menn og
málefni er þess vegna sjálfsögð
og eðlileg.
Væntanlega munu útvarpsum-
ræður fara fram um tillögu Sjáif-
stæðismanna strax og þing kem-
ur saman í lok janúar.