Morgunblaðið - 29.12.1956, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.12.1956, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. des. 1956 MORGUNBL4Ð1Ð 13 Mennmgarsamtök Héraðsbúa MENNINGARSAMTOK Héraðs- búa héldu héraðsvöku að Egils- stöðum dagana 16.—18. þ.m. í ann að sinn. Fyrsta héraðsvaka sam- taka þessara var haldin fyrir tveim árum, en féll niður í fyrra vegna veikinda, er gengu um það leyti, er vakan skyldi haldin. >að torveldar nijög allt sam- komuhald að Eg'lsstöðum, að sam komuhús er ekkert annað en her- mannaskálar, þar sem naumast xúmast nema 100—120 manns í sæti. Þrátt fyrir þerman ann- marka sótti mjög margt fólk úr flestum hreppum héraðsins vök- una og mun hafa verið um 400 manns er flest var. Komið var fyrir gjallarhornum í veitinga- skála áföstum samkomusalnum, svo að fólk þar gaeti fylgzt með umræðum og skemmtiatriðum, en nægði þó ekki alltaf, því að stund um var fólk utandyra en hús yfir- full. Síðasti fulltrúafundur merming arsamtakanna, sem haldinn var fyrir ári, hafði ákveðið, að und- irbúningur undir byggingu sam- eiginlegs félagsheimilis fyrir allt Fljótsdalshérað skyldi vera megin viðfangsefnj þessarar héraðs- vöku. Stjórn samtakanna hafði gengizt fyrir því, að Guðmundur Gíslason Hagalín rithöfundur og Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi, yrðu gestir vökunnar, og fluttu þeir báðir erindi. Þorsteinn um félagsheimili en Guðmundur um bókasöfn. Urðu allmiklar umræður um þessi mál, en að þeim loknum gerð einróma sam- þykkt um að stjórn menningar- samtakanna hefði þegar fund með öllum hreppsnefndum á Fijótsdalshéraði til að leita eftir samstöðu um að hrinda málinu í framkvæmd. formaður menningarsamtakanna, Þórarinn Þóraruisson skólastjóri, álits vökugesta um hvort halda skyldi vöku að ári við þennan húsakost sem yrði að teljast við- unandi. Samþykkt var einróma, að vakan skyldi haldin. Lauk svo vökunni með því, að dansað var fram eftir nóttu. Stjóm menningarsamtakanna skipa, auk Þórarins Þórarinsson- ar, þeir séra Pétur Magpússon í Vallanesi, Pétur Jónsson bóndi að Egilsstöðum, Hrafn Sveinbjam- arson oddviti, Hallormsstað og Sæbjöm Jónsson, bóndi að Skegg j astöðum. Átthagafélag Strandamanna. Jóla trésskemm tun fyrír börn í Skátaheimilinu laugardag 29. þ. m. kl. 3 e. h. Aðgöngumiðar seldir í verzlun Magnúsar Sigurjóns- sonar, Laugavegi 47 og bókabúðinni Sögu, Langholts- vegi 52 og við innganginn, ef eitthvað verður óselt. Skemmtifundur fyrir fullorðna um kvöldið kl. 9. Stjórnin. Verkamannafélagið Dagsbrún Jóla trésskemm fun Dagsbrúnar fyrir börn verður í Iðnó föstudaginn 4. janúar 1957 klukkan 4 e. h. Sala aðgöngumiða hefst miðvikudaginn 2. janúar í skrifstofu Dagsbrúnar. Verð aðgöngumiða er kr. 25.00 Nefndin. Gerðar voru samþykktir um samgöngur, verzlun, höfn við Héraðsflóa, raforkumál og fjár- magn til landbúnaðarins. Sam- þykkt var áskorun til Alþingis um að efla Egilsstaðakauptún sem samgöngu-, atvinnu- og menningarmiðstöð, m.a. með því að stuðla að auknum iðnaði og fullkomnari hagnýtingu landbún aðarafurða. Fundurinn lýsti ánægju sinni með það, sem for- ráðamenn Eiðaskóla hafa gert til að auka hagnýtt nám unglinga og samþykkti viljayfirlýsingu um að næst þegar menntaskóli verð- ur settur á stofn hér á landi, verði hann að Eiðum. Áramótadansleikur verður haldinn á gamlárskvöíd í léikhús- kjallaranum. Hátíðarmatur verður framreiddur fyrir þá, sem vilja frá kl. 7—9. Miðasala í dag frá kl. 4—6. Húsinu lokað kl. 1,30. LeLkhúskjallarinn. Auk þess sem áður er getið, voru flutt allmörg erindi á vök- unni. Sigurður Blöndal, skógar- vörður að Hallormsstað, talaði um skógræktarmál, lýsti skógum sem auðlind og orkugjafa, rakti sögu íslenzkra skóga, hrörnunar- orsakir þeirra og endurreisn hin síðari ár og áratugL Flutt var af segulbandi erindi Benedikts Gíslasonar frá Hofteigi um fram- farir síðustu ára. Séra Pétur Magnússon í Vallarnesi flutti er- indi, er nefndist „Öldin og við“ og fjallaði einkum um áhrií hrað ans, útvarps, skóla og blaða á andlegt líf. Loks flntti Þórarinn Þórarinsson skólast.jóri að Eiðum erindi um vandamál síðbernsku og unglingsára. í vökulok, á sunnudagskvöld, flutti Þorsteinn Einarsson ræðu um íþróttir samtök á vettvangi þeirra og viðhorf almennings til þeirra. Guðmundur G. Hagalín talaði síðan um islenzka menn- ingu, þróun tungunnar og bók- menntanna og fléttaði mál sitt ívitnunum ! íslenzk ljóð og gam- ansögum. Milli ræðuhalda var söngur, vísnakeppni og spurningaþáttur. Söng kór Eiðakirkju undir stjórn Þórarins Þórarinssonar. Einsöng með kórnum söng frú Stefanía Ósk Jónsdóttir. Séra Marinó Krist insson að Valþjófsstað söng nokk ur einsöngslög. Verðlaun voru veitt fyrir bezta vísubotna og gnjöllust svör við spurningum. Við lok fundahaldanna óskaði Sjálfstæðiskvennafélagið Edda, Kópavogi heldur jólatrésskemmtun föstudaginn 4. janúar kl. 3—8 í barnaskólanum, Kópavogi. ★ Jólasveinninn kemur í heimsókn og sýnd verður kvikmynd. Stjórnin. Jólatrésskemmtun Knattspyrnufélags Reykjavíkur verður haldin í íþrótta- skála K. R. við Kaplaskjólsveg, laugardaginn 5. janúar klukkan 3,30 síðd. Aðgöngumiðar eru seldir á Sameinaða og í Skósölunni Laugavegi 1. Stjórn K. R. I.O.G.T. LO.G.T. Jólaiaffnaður barnastúknanna í Reykjavík er í G. T.-húsinu í dag (laug- ardag) og á morgun sunnudag, báða dagana kl. 2,30 sd. Aðgöngumiðasala eftir kl. 1 í dag og á sama tíma á morgun, ef eitthvað verður þá óselt. Aðgangseyrir er kr. 20,00, veitingar innifaldaar. Jólasveinar skemmta. Trésmiðir — T résmiðir Trésmiðafélag Reykjavíkur og meistarafélag húsa- smiða í Reykjavík efna til sameiginlegra jólatrés- og ára- móta fagnaðar í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 4. janúar nk. kl. 3, fyrir börn og kl. 9 fyrir fullorðna. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu Trésmiðafé- lagsins 3. og 4. janúar. Skemmtinefnd. óskast nú þegar í stóra opinbera stofnun. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 543. Bílasmiiir — Bílaréttingar Vanir réttingamenn geta fengið vinnu hjá okkur nú þegar. Uppl. í síma 9449 og 9649. TILKYNNING til skattgreiðenda í Reykjavík. Skorað er á skattgreiðendur í Reykjavík að greiða skatta sína upp fyrir áramót. Athugið, að eignarskattur, slysatryggingagjöld og almennt tryggingasjóðsgjald eru frádráttarhæf við næstu skattálagningu, hafi gjöldin verið greidd fyrir áramót. Dráttarvextir af ógreiddum gjöldum tvöfaldast eftir áramótin. Tollstjórinn í Reykjavík, 27. desember 1956. iiTSVÚR Dráttarvextir Það er mjög aðkallandi, að útsvarsgjaldendur f Reykjavík greiði útsvarsskuldir sínar að fullu fyrk árainótin. Dráttarvextir falla þá á ógreidd útsvör, önnur en fastra starfsmanna, sem greiða skilvíslega af kaupi sínu. s Atvinnurekendur eru einkum minntir á skyldu þeirra til að greiða útsvör af kaupi starfsmanna, að viðlagðri ábyrgð, sem um eigin útsvör væri að ræða. Borgarritarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.