Morgunblaðið - 04.01.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur
2. tbl. — Föstudagur 4. janúar 1957
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Skipulagsmálin i Sovét-Rússlandi
Bretar telja sig enn hafa
rétt til íhlutunar við Súez
London 3. jan. Kinkaskeyti til Mbl. írá Reuter.
TALSMAÐUR brezka utanríkisráðuneytisins hefur lýst því yfii
að Bretar áskilji sér enn sem fyrr rétt til að hernema Súez-
svæðið, samkvæmt brezk-egypzka samningnum frá s.l. ári.
Fyrir nokkru flaug út um heiminn sú frétt að endurskipuleggja ætti allt efnahagskerfi Rússlands, Þá
gerði þýzkur teiknari þessa mynd. Á henni segir Pervuchin hinn nýi skipulagsmeistari við rússneska
almúgamanninn: — Sjáðu ívan, hvað við höfum fundið upp til að bæta lífskjör þín.
Ekki líklegt að stórvelda-
f undur yrði árangursríkur
Tillögu Bulganins um takr.iarkað eítirlit
úr lofti hafnað sem ófullnægjandi
Washington, París, London, 3. jan, Frá Reuter.
VESTURVELDIN, Bretar, Frakkar og Bandaríkin höfnuðu í dag
tillögu Búlganíns forsætisráðherra Rússa um fimmveldaráð-
stefnu til að ræða afvopnun. Telja þau, að eins og nú er ástatt sé
eðlilegast að afvopnunarmálin séu rædd í afvopnunarnefnd Sam-
einuðu þjóðanna. Ólíklegt sé að fundur æðstu manna stórveldanna
nú muni leiða til árangurs.
Eisenhower forseti og Eden og I Voru svörin mísmunandi að orða
Mollet forsætisráðherrar sendu [ lagi, en beindust að því sama.
svör sín í bréfum hver í sínu lagi. ★
ÁSTÆÐULAUS ÁRÁS
Á FORSETA ÍSLANDS
ÞJÓÐVILJINN ræðst í gær heiftarlega á forseta Islands
fyrir áramótaræðu hans, talar með stóru letri um
„furðulegt nýársávarp Ásgeirs Ásgeirssonar" og segir „her-
námsáróður" hans vera „algerlega ósæmilegan“, enda hvíli
sú skylda á forsetanum „að koma fram sem embættismaður
og aðeins sem embættismaður hvað sem einkaskoðunum
liður — en framkoma hans á nýársdag var alvarlegt brot á
þeirri skyldu.“
Þessar ásakanir Þjóðviljans eru gersamlega tilefnislausar
og kemur úr hörðustu átt, að stjórnarblað flytji þær fram.
Ræða forsetans var í fyrsta lagi þörf, skynsamleg og hófsöm
hugleiðing um vandamál þjóðarinnar. En í öðru lagi var
hún flutt með vitund ríkisstjórnarinnar, og eru þess engin
dæmi, að forseti segi nokkuð, sem stjórnin óskar eftir, að
niður sé fellt.
Það er alveg föst venja, að forsætisráðherra fái slíkar
ræður til yfirlestrar áður en þær eru fluttar, og hefur Morg-
unblaðið öruggar fregnir af, að þeirri venju var fylgt nú
eins og endranær.
Ef forsætisráðherra telur eitthvað hæpið í ræðu forseta,
hefur haim samband um það við meðráðherra sina, og ber
síðan fram ábendingar sinar við forseta.
Bæði Tíminn og Alþýðublaðið birta ræðu forseta íslands
athugasemdalaust í gær. Bendir það tll þess, að meirihluti
ríkisstjórnarinnar telji orð hans hafa verið í tíma íöluð. Því
fordæmingarverðara er það, að Þjóðviljinn skuli af þessu
tilefni gera persónulega árás á Ásgeir Ásgeirsson, en þegja
um hið sanna samhengi málsins.
SAMKOMULAG
ÓI.ÍKLEGT
í orðsendingu Edens segir, að
ólíklegt sé eins og nú er ástatt
eftir Ungverjalandsmálin að við-
ræður æðstu manna stórveldanna
geti að sinni leitt til samdrægni
og samkomulags.
TAKMARKAD EFTIRLIT
Svar Bandaríkjanna er fólgið
í persónulegu bréfi Eiscnhowers
til Búlganins. í því segir m. a.:
—Þér lögðuð til í bréfi yðar
17. nóv. s.l. að æðstu menn stór-
veldanna kæmu saman á fund til
að ræða afvopnunarmálin. Ég
Framh. á bls. 2.
ÁKVÆÐI SAMNINGSINS
Yfirlýsing þessi var gefin
vegna frétta frá Kairó um að
stjórn Nassers hefði lýst
brezk-egypzka samninginn ó-
gildan. En samningur þessi
var gerður s.l. vor. Þar féllust
Bretar á að flytja allt herlið
brott frá Súez-skurðinum að
áskildum rétti til að flytja
þangað herlið aftur, ef eitt-
hvert rikjanna í Arababanda-
laginu eða Tyrkland yrðu fyr-
hernaðarárás.
ÞAÐ SEM SÍÐAR GERÐIST
Nokkrum mánuðum eftir að
samningurinn hafði verið undir-
ritaður og Bretar höfðu flutt lið
sitt brott þjóðnýttu Egyptar
skurðinn og Súez-vandamálið
hófst upp.
Vegna árásar Breta á Egypta-
land hafa Egyptar lýst því yfir-
að þeir telji hernaðarástand ríkja
milli landanna og einnig að
brezk-franski samningurinn sé
fallinn úr gildi.
EIGA ENN HLUT AÐ MÁLI
En talsmaður brezka utanríkis-
ráðuneytisins sagði í dag að Eg-
yptar hefðu enga heimild til að
segja samningnum upp einhliða.
Bretar áskildu sér enn sem fyrr
fullan rétt til að gæta skurðarins
með herliði, ef honum væri hætta
búin.
Ofsótt fyrir mínútu þögn
Beriín, 3. jan. Til Mbl. frá Reuter.
EÐAL fólks sem sótt vegna þess, að
hún hafði einnar
mínútu þögn til að
lýsa samúð sinni
með frelsisbaráttu
Ungverja.
Þar með eru 16 af
20 nemendum í
MEE
i dag flyði til
V estur-Berlínar
voru tveir mennta-
skólanemar úr
bekkjardeild þeirri
í Austur-Berlín,
sem hefur verið of-
bekk þessum flúnir
til Vestur-Berlínar.
— Ráðstafanir hafa
verið gerðar til að
unglingar þessir
geti haldið áfram
námi í menntaskóla
í Frankfurt am
Main.
Ástandið í nál. Austur-
löndum mjög hættulegt
Eiseiihower ílytur þingi tillögur á laugardag
Washington, 3. jan.
Einkaskeyti frá NTB.
EISENHOWER forseti mun
væntanlega koma fram fyr-
Indónesasljórn að sundrasf
Djakarta, 3. jan. Einkaskeyti til Mbl. frá NTB.
STJÓRNARKREPPAN í Indónesíu harðnaði í dag. Verður því
nú ekki lengiri' leynt, að uppreisnarmenn hafa alla Súmatra á
valdi sínu, en hún er stærst og auðugust eyja í Indónesíu.
• í dag virtist ekkert benda f*
til að málarniðlun tækist milli
stjórnmálaforingjanna í Dja-
karta, heldur hótaði Múhameðs-
trúarflokkurinn Majumi að láta 5
ráðherra sína segja sig úr stjórn,
en einmitt sá flokkur hefur öfl-
ugast fylgi á Súmatra. Krefjast
Majumi-menn að Sastromidjojo
forsætisráðherra beiðist lausnar
fyrir stjórn sína.
• Ef Majumi-flokkurinn fer
úr stjórn er þess að vænta að
bæði kaþólski flokkurinn og mót-
mælendatrúarflokkurinn fylgi
fordæmi hans, en hvor þeirra
hefur tvo ráðherra í stjórninni.
• Sastromidjojo sem er for-
ingi Þjóðernissinna-flokksins
virðist hins vegar ófús á að segja
af sér og getur verið að hann
leiti stuðnings kommúnista, ef
hinir flokkavnir hætta stuðningi
við hann.
Nenni endursendir
Stalin-verÓlaunin.
Hvað gerir íslenzka
skáldið ?
Þær fréttir berast frá Ítalíu,
að' Pietro Nenni, foringi
vinstri-sinnaðra sósíalista
hafi nú um áramótin endur-
sent Stalin-verðlaunaskjalið,
sem hann hlawt fyrir nokkr-
um árum. Gerir hann þetta
til að mótmæla þjóðarmorð-
inu á Ungverjum. Jafnframt
ákvað hann að verja peninga-
upphæð þeirri, sem haim hlaut
í verðlaun og geymdi enn, til
velgerðarstarfsemi.
Finnst íslenzka verðlauna-
skáldinu, sem eitt sinn fékk
sams konar r.ustræn verðlaun,
ekki kominn tími til að gera
slíkt hið sama.
ir báðar deildir Bandaríkja-
þings á laugardag kl. 17,30
eftir íslenzkum tíma og
birta þar tillögur sínar um
hina nýju stefnu Banda-
ríkjanna til að forða vax-
andi áhrifum Rússa í nálæg-
um Austurlöndum.
85. þing Bandaríkjanna var sett
hátíðlega í dag. Fyrsta ályktunin,
sem Fulltrúadeildin samþykkti’
var að bjóða Eisenhower að koma
fram í deildinni og gera grein
fyrir tillögum stjórnar sinnar í
málum nálægra Asíulanda. Á-
lyktun þessi mun á morgun ganga
til Öldungadeildarinnar, þar sem
hún hlýtur væntanlega samþykki.
Síðan munu báðar deildir koma
á sameiginlegan fund og hlýða á
ræðu forsetans.
Ekki hefur enn verið skýr.t frá
smáatriðum í tillögum stjórnar-
innar, en það er ljóst orðið, að í
þeim óskar Eisenhower eftir um-
boði, til að mega beita banda-
rísku herliði í nálægum Austur-
löndum, ef eitthvert smáríkjanna
óskar eftir aðstoð vegna rússn-
eskrar hernaðarárásar.
Dulles utanríkisráðherra ræddi
í dag við þingmenn úr báðum
þingflokkum um hina nýju
stefnu. Hann sagði m.a.: Hin
nýja stefna er byggð á því grund-
vallarsj ónarmiði, að ástandið í
nálægum Austurlöndum sé orðið
mjög hættulegt, og geti illa farið
þar, ef Bandaríkin beita ekki á-
hrifum sínum til að hindra aukin
áhrif Rússa á þessu svæði.