Morgunblaðið - 04.01.1957, Síða 3

Morgunblaðið - 04.01.1957, Síða 3
FostudTagur 4. jan. 1957 MORCVHRLAÐIÐ 3 SAGAN ENDURTEKUR SIG — Krúsjeff lætur stjórnast af anda fyrirrennara sinna, þrátt fyrir aliar afneitanir og afhjúpanir. Hann sigar rússneskum skriðdrekum i ungversku þjóðina, og að baki honum standa Stalin og Nikulás I. Rússakeisari. Bandariska stór- blaðið „New York Times“ birti eftirfarandi orð 5. nóv. s. 1. o* geta þau verið skýring á myndinni: „Lenin sagði árið 1900: „Zar- stjórnin hneppir ekki aðeins þjóð vora í þrældóm, heldur notar hana til að kúga aðrar þjóðir, sem vilja slíta af sér þrældóms- viðjarnar. Þannig var það árið 1849, þegar rússneskar hersveitir voru látnar berja niður frelsisbaráttu Ungverja." Þessi orð eiga vel við nú, ef við setjum orðið „sovét“ í staðinn fyrir „zar“ og árið 1956 í staðinn fyrir 1849. — Blekkingin hefur verið afhjúpuð. Moskvu-valdið hefur kastað grimunni. Rússneskar kúlur hafa ekki aðeins kollvarpað frelsi Ungverjalands og eytt frelsishetjum þess. Þær hafa fyrst og fremst hrakið brott allar vonir um batnandi og iðrandi Rússland, sem reyni að losa sig við stalinismann og starfa með öðrum þjóðum.“ 1. BORÐ Svart: Akureyri (Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss.) ABCDEFGH Hvítt: Reykjavík (Ingi R. Jóhannsson) 12. Rc3—d5 2. BORD Svart: Reykjavík (Björn Jóhanness,- Sv. Kristinss.) Hvítt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss. 11. e6—e5 ) Jupanskn solin oð rísn upp LéEega áraði í úthluSa Skagaljarðar Ishibasha, hinn Margar þjóðræknir Japanir gera sér nú vonir um að hin jap- anska sól, sem einkennir þjóð- fána þeirra sé aftur að rísa upp. Friðarsamningum við Rússa er nú loksins lokið og Japan hefur tekið sér sæti á bekkjum Sam- einuðu þjóðanna, sem fullgildur aðili. Hver þjóð er þá betur fall- in til forustu Asíu-ríkjanna en einmitt Japanir? spyrja margir Japanir. ★ Nýtt Japan er að fæðast eftir niðurlægingu styrjaldarinnar og hernámsáranna. En það eru ekki neinir æskumenn, sem stjórna þeirri för. Japan er land föður- agans. Þar drottnar fjölskyldu- faðirinn á heimili sínu og grá hár hans eru ætíð mikils virt. Frá því Japanir tóku að tíðka með sér þingræði á síðustu öld hafa öldungarnir setið í fyrir- rúmi í stjórnmálabaráttunni. Og svo hefur það einnig verið á ár- unum eftir stríð. í sæti hinna helztu forustumanna hafa eink- um valizt menn hátt á áttræðis- aldri og jafnvel níræðisaldri. Hefur það því oft komið fyrir að stjórnarstörf hafa tafizt vegna ellilasleika. Menn muna eftir Yoshida, sem lengi var forystumaður frjáls- lynda flokksins og forsætisráð- herra. Hann var kominn nálægt áttræðu. Svo klofnaði flokkurinn og hinn andstæði armur hans sigraði undir forustu Hatoyama, sem einnig var á áttræðisaldri og orðinn líkamlega veill. , ★ Hatoyama lýsti því sem tak- marki sínu, þegar hann tók við stjórnartaumum fyrir tveimur árum, að ná friðarsamningum við Rússa og inngöngu Japana í Sam. einuðu þjóðirnar. Þegar þessu verki var lokið í sl. mánuði sá hann sér ekki fært lengur vegna elli og lasleika að halda áfram st j órnarstörf um. Fulltrúaráð frjálslynda flokks- ins japanska kom því saman í desember til að kjósa nýjan for- mann flokksins, sem sjálfkrafa myndi verða forsætisráðherra. Nokkrir voru í kjöri og þeirra á meðal fremur ungur maður (á japanskan mælikvarða) um sex- tugt að nafni Kishi, sem hefur verið framkvæmdastjóri flokks- ins. Voru menn nú spenntir að sjá, hvort Kishi tækist að sigrast á nýi forsœtisráðherra hinum japönsku lögmálum um virðingu fyrir öldungunum. En það tókst ekki. Annar var kjör- inn, hinn 72 ára Tanzan Ishibashi, en litlu munaði. Hann hlaut 258 atkv., en 60 ára „unglingurinn“ 251 atkvæði. ★ Nýi forsætisráðherrann hefur verið talinn andstæðingur Banda- ríkjanna. Hann hefur sjálfmennt- að sig í hagfræði. Fæddist í Tokyo og er sonur Búddhaprests. Ætlunin var að berja drenginn til bókar, en hann var hinn mesti tossi og féll tvisvar á háskóla- prófi í læknisfræði. Þá reyndi hann fyrir sér í blaðamennsku, en gekk svo ambögulega, að hann var rekinn frá starfi eftir skamma stund. Loks fékk hann áhuga á hagfræði og tók að rita greinar um efnahagsmál í áhrifamikið japanskt tímarit, sem hann varð síðar ritstjóri að og náði eignar- haldi á að lokum. Hann var naótfallinn japönsku hernaðar- sinnunum, en fékk þó að ganga laus. Eftir styrjöldina varð , ann fjármálaráðherra í fyrstu stjórn Yoshida. Hann fylgúi undarlegri stefnu, að stuðla að verðbólgu til aC auðvelda fjárfestingu, en rakst þá á bandarísku hernámsstjórn- ina, sem lét víkj., honum úr em- bætti og því gley ir Ishibashi seint. í nokkur ár undi hann sér við helztu dægrastyttingu sína, að mála postulín, en þegar Hatoy- ama reis upp gegn Yoshida, og klauf frjálslyn.... flci;kinn um tíma, gekk Ishibashi í lið með Hatoyama og þegar hann Jgraði hlaut hann embætti viðskipta- m. iaráðherrans í ráðuneyti Hato. yamas. ★ Ishiabshi hefur sínar ál- .-ðnu skoðanir á efnahagsmálunu í. Hann telur verðbólgu eðlilegt ráð til að auð. la fjár.festingu í landinu. Og hann er ákveðinn í að auka viðskipti sem kostur er við hið rauða Kína. Og loks er l ann ekki í vufa um u. Japun ber forustuhlutverk Asíuþjóða. Hann hlær háðslega, þegar talað er um forystu Ind- verja í Asíu og spyr: — Hvað framleiða Indverjar mikið stál? Og það er nokkuci til í því, — Tanzan Ishibasha stálframleiðsla Indverja og iðn- aður jafnast á engan hátt á við japanskan iðnað. Og þó hann sé orðinn 73 ára segir hann: — Ég get étið drukkið hvað sem er, — og ég get sofið eins og steinn. AÐALFUNDUR Rímnafélagsins var haldinn í Lestrarsal Lands- bókasafns sunnud. 9. des. Auk venjulegra aðalfundastarfa flutti dr. Björn K. Þórólfsson bráð- skemmtilegt erindi um hið forna skopkvæði Skipafregn og höf- unda hennar. Starf félagsins stendur nú með blóma og voru á árinu gefnar út allar rímur Hallgríms Pétursson- ar í tveim bindum. Sá Finnur Sig mundsson landsbókavörður um þá útgáfu. Mun öllum hinum mörgu vinum sálmaskáldsins mikla þykja stór fengur í að fá rímur hans prentaðar í góðri út- gáfu, en þær voru sumpart óút- gefnar áður. Fyrirhugaðar útgáfur félagsins alveg á næstunni eru Brávalla- rímur Árna Böðvarssonar í útg. dr. Björns K. Þórólfssonar og Pontusrimur sem Magnús prúði hóf að yrkja, en siðar var lokið af þeim síra Ólafi Halldórssyni og Pétri Einarssyni á Ballará. — Mun Grímur Helgason cand. mag. sjá um þá útgáfu. ÁRAMÓTAHUGLEIÐINGAR ÚR SKAGAFIRÐI JANÚAR-mánuður 1956 var ó- venju snjóþungur svo að sam- göngur voru meira og minna lam- aðar í héraðinu, búpeningur allur á húsi þann tíma. Um mánaða- mótin janúar—febrúar gerði eitt mesta sunnan-hlákuveður, sem menn muna. Olli það miklu tjóni hér í Skagafirði og víðar, en eft- ir það breyttist tíðarfarið svo til batnaðar að veturinn varð ein- muna snjóléttur og hagstæður. Vorkuldar urðu þó töluverðir, enda virðist það orðið árvisst hér að fá vorhret og kulda um sauð- burðinn, s em verða oft mörgu vorlambi og gróðri öllum harla skeinuhætt. Sumarið var mjög kalt og þó ekki væri mikið um stórrigning- ar þá varð heyskapartíð með þeim eindæmum sem menn verst muna. Norðanþræsingur og súld En hið stærsta vtrkefni félags- ins er þó Rímnaskrá Finns Sig- mundssonar. Er ætlað að útgáfa hennar hefjist á þessu ári. Verð- ur það stórt rit og geysifróðlegt. Verða þar taldar allar rímur sem vitað er um. Þá verður í ritinu höfundatal og verður það því ó- missandi bók fyrir pá er eitthvað sinna íslenzkri persónusögu. Rímnafélagið heitir nú á þá, er unna íslenzkum fræðum. að ganga til liðs við sig með því að gerast félagsmenn Bókaverð fé- 'agsins er lágt og bækur þess merkilegar ryrir íslenzka sögu og bókmenntir. Menn gera því góð bókakaup hjá félaginu. Stjórn Rímnafélagsins skipa þessir menn: Pétur Ottesen alþm., Arnór Guðmundsson, skrifstofu- stjóri Fiskifélagsins og Baldur Steingrímsson, skrifstofustjóri sakadómara. En í útgáfuráði fé lagsins eru þeir dr. Björn K. Þórólfsson, skjalavörður, Finnur Sigmundsson, landsbókavörður og Jakob Benediktsson, mag. — Geta nýir félagar skrásett sig hjá einhverjum þessara manna. dag eftir dag og jafnvel viku eft- ir viku. ísinn var líka að lóna nærri landi og sást jafnvel úr út- . hluta Skagafjarðar. í úthluta héraðsins varð hey- skapur rýrari en mörg undan- farin ár. Léleg hey náðust upp eftir mikið erfiði og fyrir- höfn. Jafnvel þeir, sem súgþurrk- un höfðu og öll beztu skilyrði gátu ekki komið þeim tækjum við sem skyldi. í úthluta héraðsins urðu afurð- ir sauðfjár til muna rýrari en undanfarin ár, meðalþungi dilka allt að einu kg. minni en 1955, og fé yfirleitt ver undir vetur búið en áður. Nú um áramótin koma afleiðingar sumarveðráttunnar í ljós, þar sem búfjárkvillar virð- ast vera óvenjumiklir, sérstak- lega virðist kúafaraldur vera á- berandi. Garðuppskera varð yfirleitt mjög rýr og sums staðar svo að ekki þótti svara kostnaði að taka upp. GÓÐUR AFLI Sjórinn reyndist gjöfull að þessu sinni, þ.e.a.s. í vor og sum- ar, vegna norðanáttar er ríkjandi var meginhluta sumars. Voru sjóveður sæmileg frá Hofsósi og því að staðaldri sóttur sjórinn. Þó afli væri ekki að jafnaði mik- ill þá reyndist drjúgt innlegg af þeim ca 20 trillubátum, er þaðan sækja sjó. Er því afkoma sjó- mannanna sæmileg. Haustvertíð varð aftur engin þar sem sífelld- ir sunnanstormar hafa gengið yfir allt frá haustbyrjun. Mikið er um húsabyggingar, jarðrækt og aðrar framkvæmdir og reynir þar hver að gera eins og getur og ástæður leyfa. Erfið- leikar eru.þó miklir vegna síauk- mr kostnaðar. Brú var byggð á Hofsá nú í haust ofan við Hofsós á Siglufjarðarvegi, og nokkuð þokaðist áfram með veginn til Siglufjarðar, þó mörgum finnist að betur mætti þar róa. Uggur er í mönnum um vaxandi dýrtíð og erfiðleika, sem alltaf virðast auk- ast, og virðist manni þá fyrst þröngt fyrir dyrum er taka þarf lán til að greiða vexti og afborg- anir af skuldum. Segja má að mannheilt hafi verið í héraðinu á árinu þó alltaf séu margir einstaklingar, sem um sárt eiga að binda þegar litið er til baka yfir liðið ár. — B. Útgófa ó límnaskió Finns Sig- mnndssonai hefst ó þessu óii

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.