Morgunblaðið - 04.01.1957, Blaðsíða 6
6
MOPCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 4. jan. 1957
Sýrland milli Allah og Lenins
Kuwatli vi 11 gripa t æ ki f æ r i ð
FYRIR um það bil þremur vik-
um skrifaði hinn gamli Arabíu-
sérfræðingur Glubb-Pascha, sem
einu sinni stjórnaði arabisku her-
sveitinni í Jórdaníu grein í New
York Times, þar sem hann lýsti
skapgerð hinna arabisku þjóða.
Hann skipti þeim í tvo flokka.
Annar flokkurinn væri Bedúínar,
sem halda til á hinum miklu
arabisku eyðimörkum og hefðu í
aldalangri baráttu við náttúruna
lært að laga sig eftir aðstæðum
og væru ekki uppnæmir fyrir
hverjum stjórnmálalegum golu-
þyt. Hinn hópurinn væru svo hin-
ir svokölluðu Miðjarðarhafs-
Arabar, sem ekki þekktu til hinn-
ar hörðu lífsbaráttu Bedúínanna
og væru þvergirðingslegri og of-
stækisfyllri heldur en synir eyði-
merkurinnar.
Vel má vera að í þessum sam-
anburði komi fram velþóknun
þessa gamla Bedúína-höfðingja á
riddaraliði sínu en þeir, sem til
þekkja, telja þó að hér sé nokkur
sannleikur fólginn og að ýmis-
legt í hinum umbrotasömu stjórn-
málum Sýrlands skýrist að
nokkru, ef litið er á þennan sam-
anburð. í þessu landi búa hlið við
hlið Bedúinar og þeir Miðjarðar-
hafs-Arabar, sem Glubb-Pascha
talar um, og það eru hinir síðar-
nefndu, sem sérstaklega láta að
sér kveða í stjórnmálunum. En
það eru ekki eingöngu þessir tveir
hópar, sem þarna er um að ræða í
landinu því að af þeim 3,9 millj.
manna, sem teljast til Sýr-
lendinga, eru í norðu-austur-
hluta landsins Kúrdar, einnig all-
mikið af Armeníumönnum og
loks hinir svonefndu Drúsar, sem
búa í hinu ófrjóa fjallalandi, sem
kennt er við Djebl el Druz og sem
taldir eru óróasamasti aðilinn í
hinum sýrlenzku stjórnmálum.
Sýrlendingar eru þannig sam-
settir af ýmsum allólíkum kyn-
þáttum, og kemur það glöggiega
fram í þjóðlífi þeirra.
ÞÁTTUR FRAKKA
Þeir, sem bezt þekkja til Sýi-
lands og hafa ferðazt þar um,
telja að það sé úr lausu lofti
gripið að kenna kommúnistiskum
áróðri um þann andblástur, sem
er þar í landi gegn Evrópumönn-
um. Óviljinn til Evrópumanna á
sér þar djúpar rætur og þarf
ekki neinar grafgötur um það að
fara, að það eru Frakkar, sem
eiga þar mikla sök á. í þessu sam-
bandi er rétt að líta á sögu Sýr-
lendinga síðan um lok fyrri heims
styrjaldarinnar. í styrjöldinni
höfðu bandamenn lofað því, að
Arabar í því landi mættu stofna
sjálfstætt konungsríki en það lof-
orð var svikið og árið 1918 var
stofnað þar eins konar umboðs-
ríki Frakka, sem varð þó Frökk-
um nokkuð dýrkeypt, því þar í
landi munu nú vera um 20 þús.
franskar hermannagrafir. Frakk-
ar byrjuðu á því árið 1920 að
reka frá völdum hinn unga kon-
ung Sýrlendinga, Feisaí, sem
hafði verið lýstur konungur Sýr-
lands. Það voru einnig Frakkar
sem áttu upptökin að rikinu
Libanon, sem þeir komu á fót
vegna „hernaðarástæðna" árið
1920, en það ríki útilokar Sýrland
frá beztu höfnunum við Miðjarð-
arhaf. Einnig var Tyrkjum af
stjórnmálaástæðum árið 1939
fengið svæðið Alexandrette, sem
er í eðli sínu sýrlenzkt. Þessi
stjórnarstefna, sem gekk út á
það að deila og drottna og skipti
Sýrlandi, fyrir árið 1939, í ekki
minna heldur en 5 smáríki
var það, sem gert hefur Sýr-
lendingum gramast í geði og er
meginástæða þess að Evrópumenn
verða nú að horfast þar í augu
við mikla andúð og hættu á
kommúnistiskum áróðri.
GAMLAR AL-ARABISKAR
HUGMYNDIR
Þegar Rússar taka nú undir
kröfur og áhugamál Sýrlendinga
í utanríkismálum þeirra, þá má
segja að það sé i fyrsta sinn sem
þeir fá afdráttarlausan stuðning
frá stórveldi. Og þennan stuðn-
ing vilja sýrlenzkir stjórnmála-
menn nú reyna að nota sér. Stjórn
arstefna Sýrlands markast fyrst
og fremst af efnahagslegum ástæð
um en land þeirra er hið fátæk-
asta meðal Arabalanda, þar eru
engar auðugar olíulindir, mest
allt landið er eyðimörk eða steppa
og aðalútflutningsverðmæti Sýr-
lands er hveiti en af því er nóg
á heimsmarkaðinum. Það eru því
engin undur, þó Sýrlendingum
hafi fallið mjög vel í geð það tal,
sem uppi hefur verið um sam-
arabiskt ríki. En sú hugmynd var
þar lifandi löngu áður en Nasser
kom til valda í Egyptalandi. Nú-
verandi forseti Sýrlands, Kuw-
atli, er hinn eiginlegi faðir hug-
myndarinnar um arabiskt ríkja-
samband, sem nái til Sýrlands,
Jórdaníu, Libanons og Irak. Mið-
punktur þessa sambands á Dama-
skus að vera, sem talin er perla
hinna arabisku borga, en það var
frá þeirri borg, sem Omajadarnir
stjórnuðu heimsríki sínu á 7.—8.
öld en þegar það stóð í sem mest-
um blóma, var það stærra en róm-
verska heimsveldið og stóð því að
engu leyti að baki að glæsileika.
Það eru því bæði sögulegar erfð-
ir og efnahagsleg nauðsyn, sem
er undirstaðan undir draumum
Sýrlendinga, um hið al-arabiska
Feitu svörtu strikin sýna hvern-
ig olíuleiðslurnar liggja um Sýr-
land til Miðjarðarhafsstrandar.
eða sam-arabiska ríki. En hug-
myndirnar um þetta stóra ríki
eiga þó við mikla mótspyrnu að
etja og er þá fyrst að telja tilveru
ísraels, sem Sýrlendingar hata
meira en Egypta, því það er sann-
færing þeirra, að það sé einmitt
þetta ríki, sem sé helzta hindrun
á vegi þess stóra Sýrlands, sem
þá dreymir um. önnur hindrunin
er veldi Jórdaníu og íraks en sú
konungsætt, sem þar situr að
völdum, stjórnaði áður Sýrlandi
með harðri hendi. Sá mikli óvilji,
sem ríkir í Sýrlandi gegn írak,
á rætur sínar að verulegu leyti
að rekja til gremju út af því að
Bretar skyldu stofna konungs-
ríkið frak, sem ræður yfir mikl-
um auðæfum olíu rétt við sýr-
lenzku landamærin. Þegar sýr-
lenzkar hersveitir fyrir svo sem
mánuði síðan fóru inn í Jórdaníu
undir því yfirskini að þar væri
um bróðurlega hjálp að ræða
gagnvart væntanlegri innrás fsra-
elsmanna, þá var um að ræða
fyrsta skrefið til þess að Jórdanía
og Sýrland sameinuðust í eitt
stórt sýrlenzkt ríki. En fyrirætl-
anir Sýrlendinga í Jórdaníu eiga
sér einnig mikla mótstöðu, því
forystuvonir Egypta ná líka til
þessa lands, og áhrif Egypta eru
mjög sterk í Jórdaníu og þó sér-
Staklega meðal hersins þar. Sú
hernaðarlega klípa, sem Egypta-
land hefur komizt í hefur verið
vatn á myllu Sýrlendinga og
vilja þeir nú heimta til sín það
forystuhlutverk meðal arabiskra
ríkja, sem þeir hafa alltaf ætlað
sér, en Egyptar höfðu tekið í sín-
ar hendur. Til þess að halda þessu
hlutverki, hafa Sýrlendingar grip
ið til þess ráðs að flytja inn vopn
frá Sovét-Rússlandi til þess að
bæta her sinn og gera hann hæf-
an til þess að verða eins konar
broddur hinnar arabisku sóknar.
Þetta er ekki litið hýru auga í
Egyptalandi. Nasser lítur það illu
auga, að Sýrlendingar skuli hafa
notað sér neyð hans til þess að
styrkja aðstöðu sína meðal hinna
arabisku landa. En Sýrlendingar
hafa líka sýnt, að þeir eru nokkuð
fljótir á sér og æsingasamir eins
og Glubb-Pascha bendir á. Þeir
gripu í fljótræði til þess að eyði-
leggja olíuleiðsluna, sem lá í gegn
um land þeirra, og misstu þannig
gjaldið, sem greitt var fyrir leiðsl
urnar eða leigu af þeim og einnig
bönnuðu þeir hveitiútflutning til
Frakklands, sem hefur leitt það
af sér að verulegur hluti af hveiti-
framleiðslu þeirra hefur orðið
óseljanlegur. Þegar Egyptar aft-
ur ná að styrkjast stjórnmálalega
og Súez-deilan fær sína varan-
legu og endanlegu lausn má bú-
ast við að Egyptar heimti aftur
til sín þá forystu, Sem þeir höfðu
haft meðal Arabaþjóðanna og að
þá komi aftur til átaka milli
þeirra og Sýrlendinga. Þó Kuw-
atli forseti hafi notað hið heppi-
lega augnablik, meðan illa stóð á
fyrir Egyptum, er ekki að vita að
það komi honum að gagni þegar
til lengdar lætur.
Kommúnisminn endurskoðaður
Die Welt um endurskoðun S-ára áætlunarinnar
SKÖMMU íyrir jól ákvað mið-
stjórn rússneska kommúnista-
shrifar úr
daglega lifinu
ÞAÐ er næstum daglega, að víð
sem skrifum þessa smáleturs-
dálka dagblaðanna fáum upp-
hringingar eða bréf út af ein-
hverju því efni sem lesendum er
hugleikið. Frásagnirnar eru marg
víslegar og umræðuefnin marg-
breytileg.
Gildi bréfadáikanna
EINN spjallar um ókurteisi
starfskvenna Sundhallarinn-
ar, annar um kurteisi strætis-
vagnabílstjoranna, einn um að"
gefa þurfi flóttamönnunum fæði
og klæði, annar urn að leyfa skuli
hundahald í Revkjavík.
Þannig eru þessir dálkar dag-
blaðanna einn heilmikill brenni-
punktur fyrir heilabrot lesend-
anna, áhyggjuefni þeirra og
gleðiefni, allt eftir því hvernig
sakir standa hverju sinni.
Það er efalaust að slíkir bréfa-
dálkar sem þessir þar sem óskir
og mál lesendanna eru rædd hafa
sitt gildi.
í fyrsta lagi koma þeir lesend-
unum í nánari tengsl við blaðið
sitt, og auka samband blaða-
manna og lesenda. í öðru lagi
hafa skrif hér í dálkunum um að-
kallandi efni iðulega ýtt við hlut-
aðeigandi aðilum, nýjar tillögur
sem hér hafa birzt hafa verið
framkvæmdar skömmu seinna. —
Þannig eru slíkir dálkar oft
nokkurt aðhald, einkum vegna
þess, að þar geta þeir sem rang-
læti eru beittir, komið umtals-
og aðfinnsluefni sínu á franifæri
og þegar vel er hjálpar það þeim
til þess að fá leiðréttingu mála
sinna.
Því kann Velvakandi vel að
meta öll þau bréf sem hr.'in hefur
fengið á árinu sem nú er liðið,
öll símtölin og allar orðsending-
arnar. Ljóst er að ekki er unnt
rúmleysis vegna að drepa á nema
sum bréfin, og gera þau að um-
talsefni hér.
En hin eru ekki síður kærkom-
in. Og því vil ég biðja ykkur, les-
endur góðir, að halda áíram að
ser.da þessum dálkum hugleiðing-
ar ykkar í skrifuðu máli, og ég
mun reyna að bregðast vel við |
eftir því sem unnt er. 1
Og gleymið ekki að láta fullt
nafn íylgja. Það er aldrei birt
nema hiutaðeigandi óski þess
sjálfur.
Jólaskórnir komu
ÉR bárust fyrir jólin nokkur
bréf sem ég hef ekki getað
minnzt á fyrr en núna. Kona vill
koma á framfæri sérstöku þakk-
læti til starfsstúlknanna í Skó-
sölunni á Laugavegi 1 fyrir ein-
staka greiðvikni. Ekki var til rétt
númer á telpuna hennar af jcla-
skónum, en stúlkan tók niður
nafn og heimilisfang konunnar og
hringdi til hennar óumbeðin
nokkrum dögum seinna þegar
skórnir voru komnir. Þetta er
sannarlega mikil fyrirmynd í við-
skiptaháttum og mjög lofsvert.
Þá hringdi maður einn til Vel-
vakanda nýlega og bað rnig að
koma þeirri tillögu á framfæri
við símayfirvöldin að nú þegar
brayting er í aðsigi á símanúmer-
um bæjarsímans þá verði númer
lögreglu og slökkviliðs aðeins ein
tala, og í hæsta lagi tvær. Bendir
hann réttilega á að oft getur svo
staðið á þegar eldsvoði er á ferð
að rafmagnið hafi rofnað eða í-
búð sé full af reyk og ekki sjáist
á símann. Sé því fjarri lagi að
ætla sér að velja fimmstafa tölu
í myrkrinu en sjálfsögð varúðar-
ráðstöfun að hafa töluna aðeins
eina. Þessu kem ég á framfæri við
póst- og símamálastjóra og vil
taka undir þessa ágætu tillögu.
Ekki veit ég, allsendis ótækmfróð
ur maðurinn, hvort þetta er unnt
af verkf-æðilegum ástæðum, en
æskilegt væri það og raunar bráð
nauðsynlegt.
vera sinni peninga virði. En strax
og elspýta hafði verið að þeim
borin versnaði málið.
Þeir þutu kannski 20 metra upp
í loftið og þar með var draumur-
inn búinn. Einhver framleiðslu-
galli var í þeim slíkur að
þeir lágu á litadýrð sinni en
sýndu hana alls ekki. Þetta var
leitt einkum þar sem um marga
slíka var að ræða og ættu
verzlunarmenn að athuga betur
með innkaup sín fyrir næstu ára-
mót.
Misskiiningur leiðréttur
Velvakanda hefir verið bent á
að misskilja mætti, það sem sagt
var hér í dálkunum í gær um
skemmtanir togarasjómanna og
réttaböll er talað var um gaman-
þáttinn, sem leikinn var í útvarp.
Falskir flugeldar
ÞAÐ var ekki lítið litskrúðið inu á gamlárskvöld
þegar maður leit upp í him-
ininn á gamlaárskvöld og virti
fegurð hans fyrir sér. Þar sá mað-
ur nær því allt ritófið í einni sam
fellu og það ekki dapurlegri. Ég
hef þá sögu að segja og víst marg-
ir fleiri, sem ég vissi til, að þeir
flugeldar sem þeir keyptu voru
margir hverjir gallaðir. Þeir litu
prýðilega út áður en í þeim var
Vegna þess vil ég taka það
fram, að ætlunin var ekki að
halla á neina ákveðna stétt,
heldur sú að benda á þá stað-
reynd, að annað hæfir á skemmt-
unum fullorðinna manna en í
útvarpi á stórhátíðum, þegar
ætla má, að böm og unglingar
kveikt og virtust fullkomlega séu meðal hlustenda.
flokksins, að núverandi fimm-
ára áætlun skyldi endurskoðuð og
nýjar aðferðir teknar upp í skipu-
lagningu efnahagslífsins. Um
þessar ákvarðanir birtist nýlega
í þýzka blaðinu Die Welt eftir-
farandi leiðari:
Það er þörf fyrir endurskoðun
í Sovétrikjunum. Þessi endur-
skoðun á skipulagi kommúnism-
ans hefur staðið yfir að undan-
förnu og heldur enn áfram, hægt
og hikandi en þó óstöðvandi.
★
Tuttugasta flokksþing komm-
únistaflokksins í febrúar s. 1.
sýndi tilraun tii endurskoðunar á
fræðikenningum og hugsjóna-
grundvelli flokksins. Fundur mið
stjórnar flokksins, sem haldinn
var fyrir nokkrum dögum sýndi
endurskoðun á efnahagssviðinu.
Báðir þessir atburðir birta enda-
lok Stalins-tímabilsins og byrjun
nýrra tíma með nýjum kröfum og
sjónarmiðum í Sovétríkjunum.
Það verður að leysa upp, end-
urbyggja og höggva af risavaxið
ríkisskipulag á efnahagssviðinu,
sem hefur verið þungt í vöfum
með öllum sínum óteljandi skrif-
finnskutálmunum. Þetta bákn hef
ur staðið í vegi fyrir eðlilegri nú-
tímaþróun rússnesks atvinnulífs
og iðnaðar.
★
Sjálfvirk tækni, framleiðni og
önnur tækniþróun í iðnaðinum
ná ekki tilsettu marki, þegar fram
tak og frumkvæði leyfist aðeins
í miðstjórninni, en ekki í verk-
smiðjunum hjá stjórnum þeirra
eða starfsliði. Hin sterka mið-
stjórn ríkisins, sem tiðkaðist svo
mjög á dögum Stalins hæfir ekki
nútíma iðnaðarþjóðfélagi.
Svo virðist sem menn eygi nú
í Sovétríkjunum aukið frjálsræði.
Verið er að skapa iðnaðinum
meira olnbogarúm. Sérfræðing-
arnir eða „teknokratarnir“ koma
nú meira fram á sjónarsviðið og
þeir hugsa fremur hagfræðiiega
en pólitískt.
★
Og það verður að fá samstarf
og stuðning allra vinnufærra
manna við þessa endurskoðun.
Slíkt fæst ekki með því einu að
byggja íbúðarhús og auka fram-
leiðslu neyzluvara, heldur er einn
meginþáttur endurskoðunarinnar
að auka frjálsræði og þjóðræði.
Það á að vísu langt í land i
Sovétrikýunum að þessu takmarki
verði náð, en síðustu ákvarð-
anir miðstjórnar flokksins eru að
vísu litill áfangi, en þó áfangi á
þeirri leið.