Morgunblaðið - 04.01.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.01.1957, Blaðsíða 13
Föstudagur 4. jan. 1957 MORCUNBLAÐIÐ 13 Fribrik Björnsson: Andakílsárvirkjunin í MORGUNBLAÐINU, 9. des. s.l. er grein um vatnsskortinn í Andakílsá, og áhyggjur Skordæl- inga útaf fyrirhugaðri hækkun Skorradalsvatns um tvo metra. Skordælingum er sannarlega ekki láandi, þó þeir spyrni fótum við því gjörræði, sem í ráði er að fremja gegn þeim, því það mundi valda óbætanlegu tjóni á flestum jörðum dalsins, þar sem fegursta jörð hans, Fitjar, mundi sennilega verða einn'a harðast úti, því allar hinar fögru og frjósömu engjar jarðarinnar mundu að lík- indum hverfa í vatnið. Vonandi bera Skorradalsbændur gæfu til að standa einhuga á verði gegn slíku óhappaverki. En hvað er eiginlega hér á seyði? I greininni er upplýst, að í „stöðinni“ sé gert ráð fyrir fjórum vélasamstæðum, en hins vegar sé ekki vatn nema fyrir tvær! Nú er ekki kunnugt um að vatnsmagn Skorradalsvatns eða Andakílsár hafi breytzt neitt, síð- an virkjunarhæfni árinnar var reiknuð út, og virkjunin ákveðin samkvæmt þeim útreikningi. Er þetta svo að skilja, að vatnsorkan hafi verið rangt áætluð í byrjun, og að vatnsskorturinn komi þar af leiðandi á óvænt? Ef svo var ekki, og full vissa var um það frá byrjun hver afköst virkjun- arinnar yrðu, hvaða ástæða er þá til að æðrast nú þar sem ekkert hefur skeð um orkumagnið, annað en það, sem þegar var vitað í upphafi — að það mundi ekki fullnægja orkuþörfinni, því það, að hún mundi brátt aukast, mátti öllum vera augljóst . En forustumenn þessa máls virðast ekki vilja sætta sig við þó staðreynd, að nægilegt vatn sé ekki til handa stöðinni. Nú ganga þeir fram af kappi miklu um að fá aukið vatnsmagn, jafn- vel þó að til þess þurfi að hálf kaffæra heila sveit. í grein Mbl. er að vísu bent á fleiri leiðir, til aukningar vatnsorkunni, og er það í fyrsta lagi, með því að grafa upp ána frá vatninu niður að virkjuninni. Á þessum tveimur stöðum telur greinarhöf. að sé 6 m hallamunur, og að flytja þyrfti á burt óhemju mikið af jarðvegi svo að annað vatn gæti myndazt. Telur hann að þessi að- ferð sé notuð í Noregi til vatns- miðlunar við raforkuver. Ef reynzla er fengin fyrir þess- ari aðferð í Noregi, og ætla má að hún dugi hér er auðvitað sjálf- sagt að fara þá leið, jafnvel þó að mikinn jarðveg þurfi að færa til, og mikla vinnu í það að leggja. Það mundu þó aðeins vera smá- munir hjá þriðja úrræðinu, sem höf. bendir á, en það er að veita Reyðarvatni í Skorradalsvatn. í greininni segir: „Til er þriðji möguleikinn, en hann er sá, að upp af Lundarreykjadal í afrétt- inum fyrir framan Þverfell er Reyðarvatn, 6 km langt, 1 km á breidd, þar sem það er breiðast og 20—30 m djúpt, þar sem það er dýpst“. (Ég vil skjóta því hér inn til leiðréttingar, að Reyðarvatn er ekki í afrétti, heldur að öllu leiti í landareign Þverfells, samkv. landamerkjabréfi þar um, og sem mér er ekki kunnugt um að hafi verið breytt. En það er önnur saga). Ég hefi heyrt þessu kastað fram áður, að veita Reyðarvatni í Skorradalsvatn, en ég hef satt að ’ segja alltaf litið á það sem eina | af þessum öfgakenndu og van- hugsuðu fjarstæðum, sem sumt fólk hefur gaman af að kasta fram, án þess að nokkur alvara fylgdi. En þar sem uppástunga um þetta er nú samt sem áður komin opinberlega fram, en ég hins vegar tel það allt að því óframkvæmanlegt, og þar af leið- andi, jafnvel enn þá fjarstæðu- kenndara en hækkun Skorradals- vatns um tvo metra, vil ég fara um það nokkrum orðum. Ráðagerðin mun vera í stórum dráttum á þá leið, að flytja af- rennsli Reyðarvatns frá ósi þess suður fyrir Þverfell í vík þá er Selvík heitir, með því að stifla ósinn og loka þannig fyrir af- rennsi þess, Grímsá, sem þarna hefur upptök sín. Úr Selvíkinni á svo að gera farveg fyrir hina nýju „á“, og koma henni alla leið vestur fyrir Vörðufell og út í Eiríksvatn. En úr því hefur Fitja-á, aðalrennsli Skorradals- vatns, fyrstu upptök sín. Höfundur áðurnefndrar greinar virðist kannast þarna við aðeins eitt örnefni, Kamphamrasundið, sem hann finnur ástæðu til að minnast á, og að því er virðist til þess að benda á, að af því stafi engin hindrun. Kamphamra- sundið er algert aukaatriði í þessu máli. Það er aðeins lítið mein- laust mýrasund á langri leið, enda alveg óvíst að leiðin komi til með að liggja um þann mýrarblett. En það er önnur hindrun, sem bráðlega kemur í ljós, og talar sínu þögla máli. „Hingað og ekki lengra með þetta nýja vatnsfali ykkar". En það er Tunguá, sem rennur þvert á leið þess í djúpum og breiðum gljúfrum, og mundi ómótstæðilega gleypa hið nýja vatnsfall og færa sinni aldagömlu sambýliskonu, Grímsá, það með beztu skilum, þar sem þær renna saman hjá Brautartungu, og Grímsá hefði þannig endurheimt það, sem búið var að ræna frá henni. Þessi vatnsflutningur getur þannig ekki farið fram í opnum farvegi, ög getur því aðeins verið um rörleiðslu að ræða. En hvílíkt rör. Þar yrði sannarlega ekki um neitt smásmíði að ræða. Að sjálf- sögðu er það úti í bláinn að fara að gizka á stærð þess að órann- sökuðu máli, en ef maður samt sem áður vildi reyna það, verður að miða við vatnsmagn Grímsár þar sem hún fellur úr Reyðar- vatni, og hafa þá jafnframt í huga vatnavexti, sem árlega or- sakast af leysingum og rigning- um. Með þetta í huga væri senni- lega ekki of hátt áætlað, að rör- ið þyrfti að vera 10—12 metrar í þvermál, og að sjálfsögðu úr járnbendri steinsteypu. Þetta mikla bókn yrði auðvitað að -’era allt grafið í jörðu, því annars mundi það loka allri umferð, bæði manna og dýra, um nokkra kílómetra, eða alla leið milli Reyðarvatns og Eiríksvatns, og meðal annars mundi það loka veginum yfir Bláskógaheiði (Uxa hryggjaleið). Þá mundi þurfa að byggja öfluga brú yfir Tunguór- gljúfrið undir hið mikla rörbákn, og þaðan mundi svo leiðin liggja í gegnum hæðir og dældir suður fyrir Vörðufell til Eiríksvatns. Hér er aðeins í stuttu máli brugðið upp svipmynd af þessu risafyrirtæki, svo langt sem það nær. En að sjálfsögðu er mörgu sleppt, sem aðeins er á færi sér- fræðinga að lýsa, eftir ýtarlega rannsókn, svo sem meðal annars því, hvort ætla megi að verkinu sé lokið með því að koma vatns- leiðslunni út á Eiríksvatn. Ég* geri naumast ráð fyrir að nokkurntíma verði lagt út í „ævintýri11 þetta vegna hins gíf- urlega kostnaðar, og tæknilegu erfiðleika, sem því yrði samfara. En þrátt fyrir það, vildi ég láta þetta koma fram, vegna þess að svo virðist, sem einhverjir séu farnir að trúa því, að hér sé lausnina að finna á vatnsskorti Andakílsárvirk j unar. Hins vegar læt ég mér detta i hug, að fé því, sem varið yrði til slíkra vafasamra vatnsöflunar-1 leiða, og þar á meðal tel ég einnig hækkun Skorradalsvatns, væri j betur varið til smávirkjana, þar sem stórvirkjana er ekki kostur. Þær ár, sem til greina koma I þessu efni, liggja vanalega ein- angraðar hver í sínum dal, án þess mögulegt sé að sameina þær tvær eða fleiri til stórvirkjana. Þar sem slíkar staðreyndir eru fyrir hendi, verður ekki hjá því komist, að kannast við þær, og að sætta sig við smærri vikjanir, og fleiri, úr því ekki er bet’.i kosta völ, þó það vafalaust yrði á ýmsan hátt kostnaðarsamara. Ein af þeim ám, sem mjög kemur til greina í þessu efni er Grímsá, og gæti ef til vill vatnið úr Reyð- arvatni orðið þar að meira gagni heldur en ef farið væri að braska við að koma því ofaní Skorradals- vatn. Tveir staðir í Grímsá þykja koma til greina til virkjunar. Skammt fyrir neðan upptök henn ar, (Reyðarvatnsós, eru nokkrir fossar, sem ef til vill mætti búa til úr einn allháan foss með sprengingum og niðurgreftri far- vegsins. Hinn staðurinn er Jöína- brúarfoss fyrir framan Oddsstaði, og þykir mörgum sá staður væn- legri til virkjunar, enda er áin þar orðin miklu vatnsmeiri enu við upptök sín, búin að bæta viö sig tveimur allstórum ám, Kalaá og Lambá, auk fjölda smá-lækja. Líklegt þykir, að fossinn megi hækka eftir vild, með stein- steypu, og jafnframt mynda all- stórt lón eða uppistöðu fyrir ofan hann til vatnsmiðlunar. Um þetta ætti fagleg rannsókn að fara fram. F. B. 2ja herbo íbúðarhœB á hitaveitusvæði í vesturbænum til sölu. Laus til íbúðar. Nýja tasteignasalan Bankastræti 7 — Sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e.h. 81546 Atiiiicfið! Tek enska og íslenzka vélritun í heimavinnu. Sími 81372 í hádegi og eftir kl. 6. Geymið auglýsinguna. I£«ttiidaviiiiiunágiiskeið Byrja næsta handavinnunámskeið 14. þ.m. Kenni fjölbreyttan útsaum. Einnig að hekla, orkera, gimba, prjóna, kúnststoppa o. fl. Áteiknuð verkefni fyrirliggj- andi. Allar nánari upplýsingar milli kl. 2—7 e.h. Olína Jónsdóttir, handavinnukennari, Bjarnastíg 7, sími 3196. TIL SOLIJ Vélbáturinn Geir Goði, 38 lestir með 110 hesta June Munkel vél, er til sölu með eða án veiðarfæra. Upplýsingar hjá Lofti Loftssyni, Reykjavík, sími 2343. TiEhoð óskasf í biðskýli með ágætu afgreiðsluplássi. Mjög vandað. Upplýsingar veitir Kristján Guðmundsson í síma 9163 og 9091. Framkvæmdabanki íslands óskar að ráða unglingsstúlku 12—14 ára, hálfan daginn til sendiferða og aðstoðar á skrifstofu. — Upplýsingar á skrifstofu bankans, Klappar- stíg 26, kl. 4—6. Alþýðuflokksfélögin i Kópavogi halda jólatrésskemmtun fyrir börn næstkomandi sunnudag klukkan 3. Fólk er beðið að tilkynna þátttöku sína í síma 1455, 6990 og 80478 vegna takmarkana á húsplássi. VELSTJORAFELAG ISLANDS heldur Jólatrésskemmtun sunnudaginn 6. janúar 1957, kl. 15,30 í Tjarnarcafé. Að- göngumiðar seldir í skrifstofu félagsins í Fiskhöllinni, Lofti Ólafssyni, Eskihlíð 23, Kjartani E. Péturssyni, Hringbraut 98, Sveini Kragh, rafmagnsstöðinni Elliðaá, og Þorkeli Sigurðssyni, Drápuhlíð 44. SKEMMTINEFNDIN. Stór, sólrík stofa til leigu strax, á Miklubraut 50, efstu hæð. Uppl. á staðnum eftir kl. 7 í kvöld og á morg un. —• IBUÐ Vantar tveggja eða þriggja herbergja íbúð til leigu. — Upplýsingar í síma 2741. Jálafrésskemmfanir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verða haldnar í Tjarnarcafé 7. og 8. janúar. Aðgöngumiðasala er í skrifstofu félags- ins, Vonarstræti 4, sími 5293.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.