Morgunblaðið - 04.01.1957, Síða 7

Morgunblaðið - 04.01.1957, Síða 7
Föstudagur 4. jan. 1957 MORCVNBLAÐIÐ 7 Sfeingrímur Jónsson fyrrverandi bœiarfógefi — minning STEINGRÍMUR JÓNSSON, fyrrv. bæjarfógeti á Akureyri, andaðist 29. des. sl., 89 ára að aldri. Hann var, sem kunnugt er, Þingeyingur að ætt. Er hann hafði lokið lögfræðiprófi í Kaup- mannahöfn, settist hann að þar og gerðist sýslumaður Þingeyinga 1897. Steingrímur var af hinni kunnu Gautlandsætt, bróðir þe'.rra Kristjáns Jónssonar, háyfirdóm- ara, og Péturs, ráðherra, er jafn- an var kenndur við Gautlönd. En Jón faðir hans var giftur Solveigu Jónsdóttur. Steingrímur hélt sýslumanns- embættinu til ársins 1934 er hann hætti störfumí Þingeyjarsýslunni því þá fannst honum sjálfum, að sýslan væri of erfið fyrir sig í ferðalögum og sótti hann því urn bæjarfógetaembættið á Ak- ureyri, þv; Eyjafjarðarsýslan var nokkuð auðveldari til ferða- laga þá. Meðan haiin var í fullu fjöru, sem hann að vísu var lengi, fór hann ekki dult með það að Þing- eyjarsýslan var hans heimahérað. Ungur hafði hann alizt upp við þær félagshreyfingar, sem áttu upptök sín í þeirri sýslu og var mjög viðriðinn alla þá menning- arstrauma sem þar voru. Fædd- ur á Gautlöndum, kynntist hann strax á unga aldri þeim andans mönnum, er mótuðu félagsand- ann í Þingeyjarsýslu. Bteingrímur var kvæntur Guð- nýju Jónsdóttur, ættaðri frá Grænavatni í Mývatnssveit. Hún var hín mesta myndarkona og hélt Uppi þeirri risnu, sem var við hæfi húsbóndans. En sem kunnugt er, var heimili þeirra hjóna þekkt fyrir gestrisni. Steingfímur var landskunnur maður fyrir stjórnmálaafskipti sín og allan embættisferil, enda var h‘ann ífé fyrstu tíð einn af grandvörustu og merkustu emb- ættismönnum landsins. Hann var gleðimaður í hófi og lét sér mjög annt um öll sín embættis- störf, enda mátti hann ekki vamm sitt vita í einu né neinu. Kom það sér vel fyrir hann og allan almenning í sýslum hans, hve mjög honum var umhugað um, að ailt, sem kom starfsemi hans Við, væri vel unnið. Einkennilegt var það fyrir, Steingrím, háaldraðan mann, að líta til baka og sjá, hve gjör- breytt þjóðfélag okkar íslendinga var, frá því hann kom heim að lögfræðiprófi loknu, löngu fyrir aldamót og settist að í hinni kæru sýslu sinni. Að sjálfsögðu gat hann glaðzt af því, hve vel samvinnuhreyf- ingunni hefur vegnað á langri ævi hans, því að hann var frá fyrstu tíð eindreginn fylgismað- ur hennar, og þeirri mannúð allri, sem fylgdi samvinnuhreyfing- unni og upphafsmönnum hennar. Var hann fyrir störf sín í þágu samvinnuhreyfingarinnar kiör- inn heiðursfélagi Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga á hálfrar aldar afmæli þeirra félagssam- talca, enda mun hann hafa verið hinn eini, sem þá var lifandi af stofnendunum, sem var á lífi á þeim merku tímamótum. En þó að breytingar yrðu miklar í þjóðfélaginu á undan- föinum áratugum, höfðu þær að- eins jákvæð áhrif á þennan aldr- aða mann, því hann var eins og kjörinn „æskulýðsforingi“ fram í elli, sífellt vakandi fyrir öllum nýjungum og tilbúinn til þess að rétta þeim örvandi hönd, sem voru í fararbroddi. Átti hann sér- staklega auðvelt með að sam- lagast æskunni og þessum nýju tímum, til þess að fylgjast með því, sem var að gerast í heimin- um. Fylgdi hann þeirri föstu reglu fram á gamals aldur að lesa erlend blöð. Þannig var vegarnesti hans frá því hann ólst upp í Þingeyjarsýslu. Steingrímur Jónsson var í dag- fari sínu ræðinn og skemmtileg- ur. Ekki sízt eftir að aldurinn íærðist yfir, voru þeir ekki fáir sem leituðu til hans til að fræð- ast um horfna tíð, er hann hafði upplifað. Hann mat mikils þá fjölbreyttu viðkynningu, sem hann hafði haft áður við forystu- menn þjóðarinnar, t.d Hannes Hafstein, Grím Thomsen o. fl. Langt fram á árin, er hann hefði að réttu lagi átt að setjast í helgan stein, var lífsfjör hans svo mikið að hann gat með engu móti sætt sig við aldurinn. Hann hélt jafnvel, þegar kraftarnir leyfðu honum naumast fótavist, að þetta væri ekki nema hégiljur sjáJfs hans og hjátrú. Þegar hann komst að raun um að hann gat ekki ferðazt um sem fullfrískur, bar hugur hans hann hálfa leið, eins og oft vill verða, um ófluga áhugamenn, eins og hann. Þessa háaldraða heiðursmanns verður ávallt minnzt sem fram- úrskarandi skyldurækins emb- ættismanns, er barðist fyrir vel- ferðarmálum sýslunga sinna eftir föngum, og vildi hvers manns hagi létta með stakri háttvísi. Minning hans mun lengi lifa. V. St. Unglinga vantar til blaðburðar í Háteigsvegur Kleifarvegur Háaleitisveg Oðinsgata Sjafnargötu Laugav. III. Laufásveg IMýbýlavegur Rauðilækur JPtotBttttkbKð Öska eftir að kaupa eða taka á leigu Bakarí Tilboðum sé skilað á afgr. Morgunblaðsins fyrir mánudagskvöld merkt: „Bakarí — 7006“. PEIMIIMGASKAPUR Viljum kaupa góðan peningaskáp. Ferðafélag íslands Sími 82533 Piltur óskast til afgreiðslustarfa. Klein Baldurgötu 14 Steypustyrktarjárn 8 — 10 og 12 mm væntanlegt í febrúar Pantanir sendist sem fyrst. Egill Árnason Klapparsíg 26 — Sími 4310 Steypustyrktarjárn Okkur vantar 10 og 12 mm. steypust. járn nú þegar. . . Byggingafélagið Bær hf., sími 2976. Hraust ábyggileg stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Klein Baldursgötu 14 Ríkistryggð skuldabréf Til sölu Bréfin eru að fjárupphæð kr. 150 þúsund til 15 ára með 7% ársvöxtum. Kaupendur athugið að ríkistryggð bréf eru skattfrjáls. Tilboð merkt: „Verðbréf — 7007“ legg- ist á afgreiðslu blaðsins. AUGLYSIIMG nr. 6/1956 frá Innflutningsskrifstofiinní Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. des- ember 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfestingarmála o.fl. hefur verið ákv. að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. janúar til og með 31. marz 1957. Nefnist hann „Fyrsti skömmtunarseð- ill 1957“, prentaður á hvítan pappír með fjólubláum og brúnum lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: Reitirnir: Smjörlíki 1—5 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af smjörlíki, hver reitur. Reitirnir: Smjör gildi hver fyrir sig fyrir 250 grommum af smjöri (einnig bögglasmjöri). Verð á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur- og rjómabússmjör, eins og verið hefur. „Fyrsti skömmtunarseðiil 1957“ afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis Skilað stofni af „Fjórvði skömmtunarseðill 1956“ með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík, 31. desember 1956. Innflutningsskrifstofan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.