Morgunblaðið - 04.01.1957, Side 9

Morgunblaðið - 04.01.1957, Side 9
Föstudagur 4. jan. 1957 MORGUNBL AÐIÐ 9 Pólitísk fræði kommúnista eiga ekkert rái gegn byltinga fólksins Fræðflkennirfigar kommúnismans liggia i rústum Eftir Edward Crankshaw í VESTRÆNUM LÖNDUM skilja menn ekki til fulls það óskapa hrun, sem hefur orðið í spreng- ingunni miklu í Sovétblökkinni. Flestir skilja að stefna Sovétríkj- anna hefur orðið fyrir alvarlegu skakkafalli og nakinn raunveru- leikinn um rússneskt vopnavald hefur birzt öllum utan þeim sem eru blindir af ásettu ráði. En það er ekkert nýtt. Á Vest- urlöndum eru það aðeins þeir sem eru blindir af ásettu ráði, sem hafa trúað á göfuglyndi hinn- ar rússnesku forystu. HRUN GAMALLAR STEFNU Það sem nú hefur gerzt, er að atburðir síðustu tveggja mánaða eru ekki einungis skakkafall fyr- ir stefnu Sovétríkjanna. Þeir þýða hvorki meira né minna, en algert hrun stjórnarstefnu, sem hafði gefizt rússneskum valdhöfum vel í áratugi. Já stefnu sem rússnesk- ir valdhafar hafa byggt megin- ákvarðanir sínar á allt frá dögum Lenins. Tvö grundvallarlögmál í stefnu sovétvaldhafanna, hafa verið að sósíalista-byltingin, hvar sem hún á sér stað, sé óafturkallanleg, nema með hernaðarárás andbylt- ingarsinna og hitt að sérhver valdataka, sem Moskvuvaldið stuðlar að sé sósíalistabylting í anda Lenins. blekking. Það er að segja Moskvu menn litu aldrei á þessi hugtök, nema sem sérstaka vopnlausa leið til þess að ná sömu markmið- um og áður. Það er algerlega röng túlkun hjá ýmsum áhrifagjörnum mönnum, að friðsamleg sambúð hafi átt að vera frá Rússa hendi, eins konar algert vopnahlé eða Status Quo til eilífðar milli Aust- urs og Vesturs. Það er líka rétt að taka það fram, að valdhafarnir í Moskvu töluðu aldrei um friðsamlega sambúð milli Rússa og hins hluta heimsins, heldur ætíð milli sósial- ista-landanna og áuðvalds-land- anna. Og þá var Ungverjaland að sjálfsögðu talið til sósíalista-land- anna. Baráttan gegn stalinismanum og „nýi svipurinn“ voru alltaf í sjálfu sér blekking, þar sem meg- intilgangurinn með þeim var að gefa hinni nýju forystu tíma til að styrkja sig í valdasessi. Þessar breytingar voru staðreynd jafnt fyrir það — og atburðirnir í Ung- verjalandi hafa ekki breytt þeim. FLAUSTUR RÚSSA 1 UNGVERJALANDI Einna athyglisverðast við at- burðina í Ungverjalandi er hve Rússar hafa þrátt fyrir hörkuna komið þar fram með hangandi hendi. Ekki vil ég gera lítið úr hinum frábæru hetjudáðum ung- versku þjóðarinnar, sem hefur lýst öðrum þjóðum eins og viti í myrkrinu. Ég vil heldur ekki draga fjöður yfir klunnalega grimmd rússnesku hermannanna. En hitt stendur óhaggað, að Ungverjar gátu því aðeins sýnt heiminum hetjudáðir sínar og þrek, að rússneska árásin var ekki gerð af einum ráðnum og ákveðnum huga. Ef Rússar hefðu verið ákveðn- ir, og hefðu verið staðráðnir i að bæla byltinguna niður skjótlega og hvað sem það kostaði, þá gátu þeir gert það með því að flytja ógrynni herliðs til Ungverjalands og nota það til hins ýtrasta. Þetta gerðu þeir ekki, heldur kom fum á þá. Þeir vanmátu Edward Crankshaw eðli byltingarinnar, héldu i fyrstu að það væri nóg rétt að sýna vopnavaldið. Það reyndist ekki nóg, svo að þeir fluttu aukið her- lið til Ungverjalands en hikuðu enn við að leggja út í gereyðing- arbardaga. EINA HALDREIPIÐ Þeir hika enn í Ungverjalandi, meðan þeir halda uppi tauga- hernaði með móðgunum við Pól- verja. Slík er framkoma þeirra vegna þess að allur pólitískur hugsanagangur þeirra liggur í rústum, — þrátt fyrir „nýja svip- inn“, sem þeir halda enn dauða- haldi í. Þeir verða að halda dauða haldi í hann, vegna þess, að ella hafa þeir ekkert til að halda sér í. Þeir verða að halda sér í hann, því að ella missa þeir jafnvel tök- in á Rússlandi. Og við eigum að reyna að stuðla að því að þeir geti haldið áfram við hina nýju stefnu, sem þeir tóku upp á 20. flokksþinginu. Það er eina leiðin til þess að hjálpa Ungverjum og Pólverjum og svo mörgum öðrum. (Observer — Öll réttindi áskilin). HINN kunni Rússlandsmála-sérfræðingur brezka blaðsins Observer skrifar grein þessa um áhrif atburðanna í Ungverjalandi á kommúnismann. Skýrir hann frá viðhorf- um valdhafanna í Kreml, sem menn á Vesturlöndum gera sér ekki almennt ljós. En bylting alþýðunnar gegn komm- únismanum hefur orðið kommúnistavaldhöfunum ógurlegt áfail. BYLTING FÓLKSINS VAR ÓHUGSANDI Þegar maður íhugar nú á þess- ari stundu utanríkisstefnu Rúss- lands, verður maður var við, að þar er alger eyða, — eyða sem forustumennirnir í Moskvu eru nú að reyna að fylla upp í, þeir reyna það í ákafa en að vísu með nokkrum sársauka og beizkju. Hvað eiga þeir að gera, þegar móti þeim snúast öflug samtök fólksins, sem þeir skilja ekki og eru ekki einu sinni nefnd í póli- tískum fræðum þeirra? Hvað geta þeir nú fundið í staðinn fyrir fræðikenningarnar, sem þeir hafa fleytt sér á fram til þessa, en eru nú að sökkva undir þeim? Þegar við lítum á hvað er að gerast í Moskvu, verðum við að hafa þetta í huga. Er það mjög þýðingarmikið, því að viðhorf vestrænna manna til atburðanna eru allt önnur. Má það ekki villa okkur sýn, svo að við missum mikil tækifæri. HVAÐ UM „NÝJA SVIPINN?“ Á Vesturlöndum hafa alltof margir aðeins fórnað höndum til himins í skelfingu yfir hinni vægðarlausu grimmd, sem beitt var í Ungverjalandi. í blóði og hörmungum Búdapest-borgar þykjast menn sjá hinn nýja svip kommúnismans, að úthreinsun stalinistanna væri ekkert annað en kaldranalegt bragð. Menn eru og hneykslaðir á samsæri Rússa í nálægum Austurlöndum og freistast til að álykta, að allar hugmyndir um friðsamlega sam- búð, eða friðsamlega samkeppni milli Austurs og Vesturs hafi ekkert verið annað en blekking og að Stalins-tímabilið sé runnið upp að nýju. Slíkar ályktanir eru þó ekki réttar. Stalins-tímabilið er ekki runnið upp að nýju, því fer fjarri — og það kemur ekki aftur nema annar Stalin komi upp, sem eins og á stendur virðist í hæsta máta ólíklegt. VAR ALLTAF RLEKKING Hvað viðvíkur talinu um frið- samlega sambúð eða friðsamlega samkeppni, hefur það ætíð verið Björgun sögðu þrír dómenda en aðstoð sögÓu tveir þeirra * Ur dómi Hæstaréttar i björgunar- máli norska oliuskipsins Linde HÉR verður á eftir leitazt við að gera nokkru nánari skil dómi Hæstaréttar I máli því er eigendur og áhöfn togarans Hval- fells höfðuðu gegn eigendum og vátryggjendum olíuskipsins Linde, en frá úrslitum máls þessa í Hæstarétti hefur verið sagt hér í Mbl. í upphafi er rakinn ýtarlegar aðdragandi þess að olíuskipinu hlekktist á þar sem það lá við festar við olíustöðina í Örfirisey. Er því lýst nákvæmlega hvernig skipið lá er óveðrið skall á að kvöldi þess 26. nóv. Svo mikil varð veðurhæðin er á kvöldið leið að skipið tók að reka að landi. Hafnsögumaður kom á vettvang. Var þá ákveðið að kalla í land eftir hjálp. Var samband haft við togarann Hvalfell, sem lá á ytri höfninni hér í Reykja- vík og kom hann strax til hjálp- ar. Lét togarinn tvo togvíra sína í stefni olíuskipsins og vél skips- ins var látin vinna áfram með hægri ferð. Hætti olíuskipið þá að reka, en þá voru aðeins um 260—270 m að landi frá stefni skipsins og grynningar sem skip- ið hefði rekizt á aðeins um skips- lengd frá því. Togarinn „hélt“ þannig í skipið alla nóttina og þar til næsta morgun er veðrinu slotaði og voru þá vírarnir leyst- ir. Þá segir í dómi Hæstaréttar frá því að síðan málið kom þar fyrir dóm hafi verið aflað ýmissa nýrra gagna varðandi málið, svo sem álitsgerðar skipaskoðunar- stjóra skólastjóra Sjómannaskól- ans og að fyrirlagi Hæstaréttar voru 3 dómkvaddir sérfræðingar látnir fjalla um málið. Síðan taka dómendur Hæsta- réttar til athugunar hvort olíu- skipið Linde hafi verið statt í slíkri hættu, sem ræðir í 229. gr. siglingalaganna nr. 56 frá 1915. — En áður en greint er frá þessu atriði skal fyrst gerð grein fyrir kröfum aðila í málinu: AÐALÁFRÝJENDUR, Svein- björn Jónsson f. h. eigenda og vátryggjenda olískipsins og farms hafa skotið máli þessu til Hæsta- réttar. Kröfðust þeir þess m.a. að dæmd fjárhæð samkvæmt héraðs dómi verði lækkuð eftir mati Hæstaréttar, að hvor aðilja verði látinn bera sinn kostnað fyrir héraðsdómi. Gagnáfrýjendur, eigendur og áhöfn togarans, hafa áfrýjað málinu af sinni hálfu. Kröfðust þeir m.a. björgunarlauna úr hendi gagnáfrýjenda, að fjárhæð kr. 3.000.000.00, eða til vara ann- arrar lægri fjárhæðar eftir mati dómsins, ásamt 6% ársvöxtum frá 27. nóvember 1953 til greiðslu dags. Þegar athuga skal, hvort vs. Linde hafi í umrætt skipti verið statt í slíkri hættu, sem um ræð- ir í 229. gr. siglingalaganna nr. 56/1914, verður að meta allar að- stæður, eins og þær litu út fyrir stjórnarmönnum skipsins um kvöldið og nóttina 26.—27. nóv- ember 1953. Þegar litið er til stærðar skipsins, nálægðar þess við landgrynningar, veðurhæðar og veðuráttar, þá verður að telja ótvírætt, að það hafi verið í yfir- vofandi hættu, er það tók að reka að landi. Það var með öllu óvíst, hvort afturfesting skipsins kynni að halda, eftir að það var farið að draga stjórnborðsakkerið og framfesting í legufæri II hafði brostið. Eðlilegt mat á að- stæðum á þessum tíma gerði skipstjórnarmönnum vs. Linde slcylt að leita hjálpar, eins og þeir gerðu. Skiptir ekki máli um þetta, þó að matsmenn telji við eftirfarandi athugun og útreikn- inga „sennilegt", að afturfestar vs. Linde hefðu haldið skipinu. Þrír hafnsögumenn, sem voru um borð í skipinu um kvöldið og nóttina, hafa allir fyrir dómi lýst því áliti sínu, að vs. Linde hafi verið í hættu statt, og sama er álit hinná sérfróðu samdóms- manna í sjódómi. Eftir að hættuástand það, sem að framan er lýst, var á komið, var Hvalfell kvatt til hjálpar, og veitti það hana eftir því sem skips stjórnarmenn Linde töldu að mestu gagni koma. Fallast má á það álit hinna sérfróðu samdóms- manna í sjódómi, að Hvalfell hafi um kvöldið og nóttina togað Linde að framan með þunga átaki, og að það hafi þannig bæði með akkerum sínum og vélar- afli styrkt framfestingu Linde og meðal annars valdið því, að skip- ið lægi betur í sjó en ella. Þykir sýnt, að Linde hefði komizt í aukna hættu, ef framíestingar hefðu bilað eða farið úr skorð- um. Telja verður, að vs. Hval- fell hafi með framangreindum aðgerðum sínum stuðlað að því, a ðsvo varð ekki, enda bendir fyrrgreind vitnaskýrsla Andresar Sveinbjörnssonar hafnsögumanns í sömu átt. Á það er og að líta, að hefði framfesting vs. Linde bilað eða raskazt meira en orðið var, þá gat það leitt til áhættu- samra stjórntaka hjá skipsstjórn- armönnum vs. Linde, þar sem Framh. á bls. 15 STAKSTEINAR Augun ófúin. AGNAR ÞÓRÐARSON skrifar i Tímann hinn 23. des. grein sem hann nefnir „Dauðinn afnuminn“. Þar segir hann frá því þegar hann fór að skoða lík þeirra Lenins og Stalins og kemst svo að orði: „Lenin minnir helzt á sköllótt- an sveitaprest, frómur á svipinn með smágerðar liendur og manni getur dottið í hug að barni hafi honum verið kennt að taka lykkj- una, jafnvel að fitja upp sokk. Aftur á móti ljær stirnað giottið á vörum Stalins andlitinu kulda- legan háðssvip. Hann er Ioðin- brýndur og eyrnastór með fé- króka í augum, líkt og maður gæti hugsað sér galdramann eða seið- karl af Hornströndum. Líklegast væru augun í honum ófúin ef hann lyki þeim upp. Menn og fuglshamir Á eftir hef ég orð á því við Júra, fylgdarmann okkar og túlk að mér þyki óviðkunnanlegt að hafa lík svona til sýnis. Á nátt- úrugripasafninu heima hafi ég að vísu séð úttroðna fuglshami og meira að segja tvíhöfða kálf — en mannslík — nei það kunni ég ekki við. Júra iðar í skinninu, stuttur, breiðleitur með mikinn neðri- kjálka, honum er skemmt að svona hótfyndni. — Lenin og Stalin, hinir elsk- uðu og snjöllu leiðtogar okkar eru ekki dánir, segir hann, þeir eru efeki lík — langt í frá, þeir lifa í starfi sovétþjóðanna — i mér og okkur öllum“. Ber lof á Stalin. Ýmsir höfðu búizt við því, að Stalin yrði fluttur úr grafhýsi þeirra félaga, einkum þar sem það hafði verið til viðgerðar að undanförnu. Nú er komið I Ijós, að sá gamli er enn á sinum fyrri stað. Enda segir Þjóðviljinn svo með gleðibrag í gær: „Krústjeff ber lof á Stalin í skálaræðu“Hafði sú ræða verið flutt á nýjársnótt í mikilli veizlu, sem höfðingjarnir í Kreml héldu þá. „Þegar um baráttuna gegn heimsvaldasinnum er að ræða er- um við allir Stalinistar" bætti hann við og benti á félaga sína í forsæti miðstjórnar kommúnista- flokksins", segir Þjóðviljinn. Á mennskra manna máli þýðir þetta að rússnesku valdhafarnir séu allir sömu kúgararnir og haldi enn fast við heimsyfirráðastefnu sína. Fá uppreist æru. Úr Rússlandsför sinni segir Agnar Þórðarson ennfremur: „Ég spurði þá ritstjórann hvort hann héldi að allir dómarnir í réttarhöldunum hefðu verið rétt- látir, og hvað hann nei við. — Getur þá hugsast að t. d. Kamenev og Sinóvjeff hafi verið líflátnir saklausir, spurði ég. — Það gelur meira en verið, svaraði rltstjórinn og ró hans haggaðist hvergi. Eða var þessi ró fremur kæru- leysi, líkt og honum fyndist þess- ar spurningar út í hött og kæmu engum lengur við? — Og hvað ætlið þið að gera ef í Ijós kemur að þeir hafi verið saklausir, spurði ég enn. — Þeir fá uppreist æru. — En þið getið ekki gefið þeim lífið aftur, svaraði ég og fann þó um leið að ritstjóranum myndi finnast slík athugasemd of ein- feldningsleg til að virða hana svars. Mér óaði tómlæti hans. Enda yppti liann aðeins öxlum“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.