Morgunblaðið - 04.01.1957, Side 12

Morgunblaðið - 04.01.1957, Side 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 4. jan. 1957 +—----------—-------—-------------—--—------- GULA ||||j herhergiii ,^,m y eftir MARY ROBERTS RINEHART Dansskóli fiyínýjar Pétursdóitnr Kennsla heíst mánudaginn 7. jan. n.k. Innritun í síma 5251 í dag og á morgun frá kl. 2—7. Framhaldssagan 18 gamla Norton veit eitthvað nán- ara um þetta, og hún skal út með það, ella verra af hafa. En það kom í ljós, að Lucy, sem lá á spítalanum með fótinn í gipsi og hendurnar krepptar undir sænginni, gat ekkert upp- lýst, nema það sem þegar var vitað, sem sé um höndina, sem kom út úr skápnum og slökkti á kertinu, og svo eiganda hand- arinnar, sem þaut fram hjá henni og velti henni um koll. Og skelf- ing hennar, er henni var sagt frá líkinu í skápnum, var áreiðanlega engin uppgerð. — Lík? Ég trúi yður ekki, sagði hún vesældarlega. — Eigið þér við, að einhver sé þarna dauður — í Crestview? — Já, það er það, sem ég er að reyna að segja yður. Kona. Ein- hver hefur slegið hana í höfuðið, til bana, og síðan reynt að brenna likið. Sennilega sömu nóttina og þér duttuð niður stigann. Lucy brast i krampagrát, við þessar fréttir. Lögreglustjórinn beið óþolinmóður þangað til hún hafði jafnað sig, en loks varð hann að fara, jafn-ófróður og hann kom. En hann vissi þó að minnsta kosti það, að enginn eld- ur hafði verið kominn þarna upp, þegar gamla konan lá fyrir neðan stigann. — Ég hefði áreiðanlega fundið sviðalykt, ef hún hefði nokkur (JTVARPIÐ Föstudagur 4. janúar. Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Framb.kennsla í frönsku. — 18.50 Létt lög (plötur). — 20.30 Daglegt mál. — 20.35 Kvöldvaka: a) Richard Beck prófessor flytur síðara erindi sitt um tvö nýlátin vestur-íslenzk skáld, og f jallar það um Sigurð Júlíus Jóhannesson. b) Sinfóníuhljómsveit Islands leikur syrpu af jólalögum í útsetningu Jóns Þórarinssonar, sem stjórnar hljómsveitinni. c) Bergsveinn Skúlason flytur frásöguþátt: 1 Skor. d) Svala Hannesdóttir les afrísk ljóð í þýðingu Halldóru B. Björnsson. — 22.10 Erindi: Einn dagur á Mallorca (Margrét Jóns- dóttir rithöfundur). — 22.25 „Harmonikan". — Umsjónarmað- ur þáttarins: Karl Jónatansson. 23.10 Dagskrálok. Laugardagur 5. janúar. Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Heimilis- þáttur. 16,30 Veðurfregnir. Endur tekið efni. 18,00 Tómstundaþáttur bama og unglinga (Jón Pálsson). 18.30 Útvarpssaga bamanna: — „Veröldin hans Áka litla“ eftir Bertil Malmberg; I. (Stefán Sig- urðsson kennari þýðir og les). — 19,00 Tónleikar (plötur). 20,20 Leikrit Þjóðleikhússins: „1 deigl- unni“ eftir Arthur Miller, í þýð- ingu Jakobs Benediktssonar. — Leikstjóri Lárus Pálsson. Leikend ur: Valur Gíslason, Guðrún Ás- mundsdóttir, Emilía Jónsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Bryndís Pét- ursdóttir, Baldvin Halldórsson, Inga Þórðardóttir, Katrín Thors, Rúrik Haraldsson, Regina Þórðar dóttir, Hólmfríður Pálsdóttir, Gest ur Pálsson, Arndís Björnsdóttir, Haraldur Björnsson, Róbert Am- finnsson, Ævar Kvaran, Helgi Skúlason, Valdimar Helgason, Jón Aðils, Anna Guðmundsdóttir og Klemens Jónsson. 22,30 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. verið, hafði gamla konan sagt. — Ekki brotnaði á mér nefið. — En kannske hefur liðið yfir yður? — Kannske rétt sem snöggvast. En ég fann heldur ekki neitt, þeg- ar ég rankaði við mér. Ennfremur var hún þess full- viss, að allar dyr hefðu verið lok- aðar þessa nótt. Sagði, að sá, sem velti henni um koll, hefði hlotið að skilja framdyrnar eftir ólæst- ar, ef hann hefði notað þær. Lucy var enn hálfringluð, þegar Floyd fór frá henni. Eftir að hann var farinn, lá hún lengi með kreppta hnefa, og lokuð augu. Þegar hjúkrunarkonan kom inn, reisti hún sig upp. Sag- an um morðið var þegar komin um spítalann, og skipun Floyds um, að enginn mætti hafa neitt samband við Lucy, bætti ekki hugarástand hennar. — Ég vil tala við ungfrú Carol Spencer, sagði Lucy, veiklulega. — Hún hefur engan síma. Kannske gætuð þér sent henni skeyti fyrir mig? — Læknirinn sagði, að þér ætt- uð að hvíla yður algjörlega í dag, frú Norton. Og ég er viss um, að ungfrúin kemur til yðar undir eins og hún getur. Svona ætluðu þeir að fara að því, hugsaði Lucy í örvæntingu sinni. Þeir vildu ekki leyfa henni að tala við Carol, sem ekk- ert myndi vita um neitt, og lög- reglan.... Hún lá kyr í rúminu I sáíustu örvæntingu. Hún gat ekki varað Carol við. Og banna auk heldur Jóa að heimsækja hana! Ekki svo að skilja, að hann vissi neitt sem þeir gætu haft upp úr hon- um, en það var versx að geta ekki sent hann í sendiferð. Og — morð! Hún skalf og lokaði augun- um. Þegar þessari heimsókn Floyds á spítalann var lokið, sendi hann eftir Carol, til þess að hún gerði tilraun til að þekkja myrtu stúlk- una. Hún þurfti ekki að líta nema snöggvast á hana, þá hrökk hún til baka og leit undan. — Þetta var alveg óþarfa grimmd af yður, sagði hún. — Þér máttuð vita íyrirfram, að ég þekkti hana ekki. Ég skil ekki, að nokkur maður gæti þekkt hana, eins og hún er útleikin. — Mér þykir það leiðinlegt, en þetta var óumflýjanlegt. Þá getið þér svarað með fullri vissu við réttarprófið. Hann ók henni ekki heim, þeg- ar i stað, heldur til skrifstofu sinnar og lét hana fara þar inn. — Við höfum hér einn eða tvo hluti, sem gætu gefið einhverja bendingu. Það skaðar ekki, að þér lítið á þá. Nei, þeir gera yður ekkert mein, bætti hann við, þeg- ar hann sá andlitssvip hennar. — Það eru bara flíkur, sem hún var í. Hann settist síðan innan við skrifborðið sitt, opnaði skúffu og tók þaðan öskju, sem hann tæmdi á borðið fyrir framan sig. Þetta voru eyrnalokkar úr gervi- perlum, skrúfaðir, og einn hring- ur. Hann tók upp hringinn og sýndi henni. — Þetta gæti verið giftingar- hringur, sagði hann og horfði á hana hvössum augum. — Það getur víst meira en ver- ið, svaraði hún. Síðan lét hann hana fara, enda þótt hann vonaði enn að geta leyst gátuna, að einhverju leyti fyrir hennar tilverknað. En jafn- skjótt og hún var farin, tók hann til símans. — Ég þarf að fá símann settan upp aftur í Spencer-húsinu, strax í dag. Það verður að hraða því. — Það er ekki hægt að gera nema sækja fyrst um það til Stríðsframleiðsluráðsins, var svar að. — Þér getið fyllt út umsókn hjá okkur, og svo skulum við senda hana áfram. — O, ekki andskoti, karl minn. Þið gerið svo vel að taka svo sem þrjú-fjögur símatól út úr skúrn- um við hótelið, þar sem þið hafið staflað þeim upp, eða ég kæri ykkur fyrir að hindra réttvísina í störfum hennar. Simtólin voru öll komin upp samdægurs og Floyd gekk yfir á miðstöðina, þar sem Bessie Con- tent sat við skiptiborðið — Heyrðu mig. Bessie, sagði hann, — ég þarf að biðja þig að gera mér dálítinn greiða. Skrif- aðu rfiður öll samtöl við Spencer- húsið, en lokaðu samt þessum fallegu vörum þínum.... en eyr- unum máttu hins vegar ekki loka. Bessie brosti. — Ég hef allgóða heyrn ennþá, og hitt er víst, að lífið héma á stöðinni er ekki allt- of tilbreytilegt. Þegar Floyd hafði beðið hana að bera næturvaktinni sömu skilaboð, gekk hann aftur í skrif- stofu sína og tók á ný að bogra yfir sviðnum leifunum af þvi, sem fundizt hafði hjá líkinu, og þegar hann fór heim, tók hann með sér pjötlu af rauðu efni, sem legið hafði undir líkinu og var því óbrunnin. — Hefurðu nokkurn tíma séð náttkjól svona litan? spurði hann konu sína. Hún gekk út að glugganum og athugaði pjötluna gaumgæfilega. — Nei, og vona, að ég sjái það aldrei. Þetta er gott silki. Það kom hér áður fyrr frá Kína, en hefur verið ófáanlegt árum sam- an. Og það er handsaumað. Það hlýtur að hafa veríð dýrt. Nr. 1/1957. TILKYNNING Athygli smásöluverzlana er hér með vakin á því, að samkvæmt lögum um útflutningssjóð o.fl. frá 22. desember sl. fellur 2% söluskattur niður í smásölu frá þessum áramótum og er gert ráð fyrir, að vöru- verð lækki, sem því svarar, frá sama tíma. Reykjavík, 2. jan. 1957. Verðlagsstjórinn. Fokheldar íbúðir á gamla verðinu Fyrirsjáanlegt er, að byggingarkostnaður mun hækka verulega á þessu ári. Við höfum enn nokkrar fokheldar íbúðír til sölu, er byggðar voru á sl. ári. — Þeir, sem hafa í hyggju að kaupa fasteignir ættu því að tala við okkur sem fyrst Aðalfasteignasalan Aðalstræti 8 — Símar 82722, 1043 og 80950 ÖrðsendÍEM) ffrá Skattstofunni í Reykjavík Með því að mikil brögð hafa verið að því á undanförn- um árum, að framteljendur tilgreindu aðeins nafn at- vinnuveitanda á skattframtali sínu en eigi upphæð launa, er þess hér með krafizt, að launafjárhæð sé jafnan til- greind, ella verður framtal talið ófullnægjandi, og tekjur áætlaðar. Er þeim, sem notfæra ætla sér aðstoð skatt- stofunnar við útfyllingu skattframtala, bent á, að hafa með sér fullnægjandi sundurliðun á launum sinum, svo og að sjálfsögðu aðrar nauðsynlegar upplýsingar. SKATTSTOFAN í REYKJAVÍK. ♦> *> *> •> *> <* *i* *> ♦> í* *> •>*> •;* *> ’W ■ *Jm*m** **• »*♦ «*• *J* **• I •>•>♦>•>•> ♦> *X' i**> *> *X* *«• *> *I***MX* *!* ♦> •> *> •> *> ♦>♦>•>♦> ♦> *> M ARKÚS Eftir Ed Dodd fAOTHER, DO NOU THINK HE CAfv'Æ BACK FOR US ? „ W HAND 'EM UP HERE AND LET ME TRY 'EA JUST A MINUTE._)C-CRAW- WHAT'S THAT J FISH YDU'RE COOKING, ) TAILS... KID ? JL . . u THEY'RE 7 THEY LOOK READY, > GOOD... MOTHER...Í WONOER.F-UL? Éföi 1) — Þá eru krabbarnir til- búnir, mamma. Þeir eru reglulega lystilegir. 2) — Bíðið þið við, hvað ertu 3) — Réttu mér þá tafarlaust. að sjóða drengur. Ég ætla að reyna þá. — Vatna. .a. .krabba?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.