Morgunblaðið - 04.01.1957, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.01.1957, Qupperneq 15
Fostudaeiír 4. fan. 1957 MORCTJN fiL 4ÐIÐ 15 — Hœstar'éttardómur Framhald af bls. 9. þeir hefðu mátt ugga mjög um afturfestinguna, eftir að aðrar festar hefðu bilað og við þær að- stæður, þar sem ekkert mátti út af bera. Hinir dómkvöddu matsmenn hafa látið í Ijós það álit, að átak Hvalfells hafi ekki haft áhrif á átak Linde á aftari legufæri sín. En þótt við þetta væri miðað, þá haggar það ekki framangreindri niðurstöðu um, að þær aðgerðir Hvalfells, sem áður er lýst, hafi komið Linde að gagni. Samkvæmt framansögðu þykir mega fallast á þá niðurstöðu sjó- ciómsins, að hjálp sú, sem vs. Hvalfell veitti vs. Linde hafi ver- ið björgunarstarf í merkingu 229. gr. siglingalaganna. Með til- liti til atriða þeirra, sem áhrif hafa á upphæð björgunarlaun- anna og lýst er í héraðsdómi, þykir hæfilegt að ákveða þau kr. 900.000.00 ásamt vöxtum, eins og krafizt er. Eftir þessum úrslitum ber aðaláfrýjendum að greiða gagnáfrýjendum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals kr. 55.000.00. — Gagnáfrýjendur eiga sjóveðrétt í vs. Linde til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Sératkvæði í dómi þessum skil- uðu þeir Gizur Bergsteinsson hrd. og prófessor Magnús Torfa- son. Þar segir eftir að aðdraganda hefur verið lýst og þætti Hval- fells í málinu: Þá er litið er til stöðu Lindes þeirrar er lýst var, verður að telja, að skipið hafi verið í hættu statt. Er þá athugamál, hvort bv. Hvalfell hafi bjargað mt. Linde úr þessair hættu. Kunnáttumenn þeir, sem álit hafa látið uppi í máli þessu, eru á eitt sáttir um það, að mt. Linde gat eigi rekið í strand, meðan festingar þess í stjórnborðsduflið að aftan héldu og duflið var kyrrt á sínum stað. Enn eru kunnáttumennirnir á einu máli um það, að tog bv. Hvalfells í framenda mt. Lindes hafi ein- ungis dregið úr þunga þeim, sem hvíldi á akkerisfestunum að framan, en eigi létt á átaki Lind- es á afturfestingarnar stjórnborðs megin. Þá segja þeir, að átakið á afturfestingarnar hefði eigi auk- izt, heldur minnkað, ef skipið hefði rekið meira undan vindi að framan en varð. Loks telja kunn- áttumennirnir, að mt. Linde hefði komizt út hjálparlaust, eftir að veður lægði um morguninn 27. nóvember. Að þessu athuguðu og þar sem afturfestingar mt. Lind- es héldu, unz veður lægði, verður hjálp bv. Hvalfells til handa mt. Linde eigi talin björgun í merk- ingu 229. gr. siglingalaga nr. 56/ 1914 heldur einungis aðstoð. Þá er ákveða skal laun fyrir aðstoð Hvalfells til handa mt. Linde, ber að líta á það, að bv. Hvalfell var mestan hluta hættu- tímans reiðubúið að veita mt. Linde alla þá hjálp, sem það mátti, ef afturfestingar mt. Lind- es skyldu slitna, og að geysileg verðmæti voru í húfi. Að öllum atvikum athuguðum þykja laun fyrir aðstoðina ásamt kostnaði hæfilega ákveðin kró 300.000.00. Aðaláfrýjanda ber að dæma til þess að greiða gagnáfrýjanda eiganda Hvalfells, hf. Mjölni, nefnda fjárhæð ásamt vöxtum, eins og krafizt er, og svo máls- kostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðist kr. 35.000.00. Samkvæmt 4. tl. 236. gr. laga nr. 56/1914 á gagnáfrýjandi hf. Mjölnir sjóveðrétt í mt. Linde til tryggingar hinum dæmdu fjárhæðum. — Ingimar Finnbjörnsson Frh. af bls. 10 Allt þetta má vera Ingimar til heiðurs og hróss, en ótalinn er þó sá þátturinn í lífsstarfi hans, sem ég veit, að honum er kærast- ur. Hann hefur eignast og alið upp all-fjölmennan barnahóp. Kona hans er fríðleiks- og mynd- arkonan Sigríður Guðmundsdótt- ir Jónssonar frá Fossum, sem verið hefur honum samhent í önn dagsins og umhyggju fyrir börnunum, en þau eru þessi: Inga, gift Halldóri Pálssyni Páls- sonar, eins hinna kunnu Brekku- bræðra, og var áðiu: heitbundin Kristjáni sál. bróður manns síns, og átti með honum eina dóttur barna, er Ingimar og þau hafa alið upp — Guðmundur, nú stýri- maður á Tungufossi, verzlunar- skólamaður, sem lokið hefur einu hæsta farmannsprófi frá Stýri- mannaskólanum, giftur Amþrúði Guðmundsdóttur skrifstofustúlku hjá Eimskip, — Hrefna, íþrótta- KENNSLA örfáir tímar lausir í ensku og dönsku. Ódýrt, ef fleiri eru saman. Kristín ÓladótUr Sími 4263. Félagslíf fþróttahús 1. B. K. verður opnað til æfinga að nýju föstudaginn 4. janúar. Iþróttabandalag Keykjavíkur. Jólutrésskemnitun Glíniufélagsins Ármann verður haldin í Sjálfstæðishús- inu þriðjudaginn 8. janúar kl. 3,45 síðdegis. — Kvikmyndasýning. — Margir jólasveinar. — Jólasveina- happdrætti. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu félagsins, íþróttahúsinu, Lindargötu 7, sími 3356 á laugardag 5. janúar kl. 4— 7 og mánudaginn 7. janúar kl. 8— 10,00. — Stjórnin. Bókurfiegn Björn J. Blöndal: VATNANIÐUR Norðri gaf út. — 191 bls. B Ó K þessi, sem út kom fyrir jólin, er hollur skammdegislest- ur. Hún er að mestu um lax og silung, sól og sumar, um fallvötn, sterngi og hylji, hún er innblás- in af fegurð Borgarfjarðar. — Þessa mikla héraðs, sem goldið heíir þess eins, að hafa ekki eign- azt þjóðskáld eins og Fljótshlíð og Barmahlíð. Bók þessi er reist á áratuga reynslu í veiðiskap, reynslu, sem mörgum er gjarnt að liggja á og þegja um sem vendilegast. En höfundur fer hér ailt aðra leið og eys af sínum nægtabrunni, hverj- um, sem hafa vill. Bókin er full i af merkilegum athugunum um líf vatnafiska og fjölbreyttar veiði- aðferðir. Þó dregur hann jafnan sínar ályktanir með gætni hins reynda manns og skilur lesand- anum eftir síðasta orðið. Kit þetta er þó ekki merkilegt fyrir efnið eitt, heldur engu síður at- hyglisvert fyrir hina listrænu frásögn. Stíllinn er mjúkur og djarfur og minnir helzt á fallega bergvatnsá í öllum hennar til- breytileik. Auk þessa prýða bók- ina margar fallegar myndir. Mjög líklegt er, að bók þessi verði gefin út öðru sinni, og því skal á það bent, að fella mætti þá niður þrjá smákafla. tvær er- lendar veiðisögur og kaflann á bls, 155—163. Þá yrði bókin í einu og öllu heilsteypt. Menn eiga að treina sér þessa bók og lesa hana hægt. Maður freistast næstum því til að halda, að hún hafi sjálf gefið sér þetta naín, „Vatnaniður“. Sofni maður út frá henni að lestrinum loknum, þá heldur hún áfram að syngja og niða. En þó er hampahægast að skilj ast við þessa ágætu bók með stolnu niðurlagi, sem sjálft gaf tilefni sinna öriaga. Fyrir meira en þrem áratugum ritaði sá á- gæti maður Indriði Einarsson rit dóm í þetta blað. Sá dómur mun nú sennilega öllum gleymdur nema blá-niðurlagið, sem með fullum sannindum mætti heim- færa upp á „Vatnanið“ Björns J. Blöndals: „Þetta er bók sem margir vilja stela og enginn skil- ar aftur úr láni“. kennari, eftirlitskona með bama- leikvöllum Reykjavikur, gift Inga Þór Stefánssyni, íþrótta- kennara, verzlunarstjóra hjá Kron — Björn Elías, ungur gagn- fræðingur, nú sjómaður heima í Hnífsdal á bát föður síns, og Margrét yngst, 14 ára, nú í Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Jafnaldri hennar er dótturdóttirin, sem áð- ur er að vikið — Kristín — nú við gagnfræðanám í Reykjavík. Þarna er dýrasta eign Ingimars, það sem honum er annast um, og vill leggja mest í sölurnar fyrir. Og þá afmælisóskina á ég honum bezta, að börnin og barna- bömin veiti hornun og þeim hjón- um því meiri gleði, sem lengra líður á ævina og vegferðin stytt- ist að leiðarlokum. Já, ég get mér þess til, að kátt yrði nú í dag kring um Ingimar Finnbjömsson. Sjálfur mun hann — nú sextugur að aldri • verða glaðasti og gunnreifasti ærslabelgurinn, ef ég þekki rétt til, og enginn mun syngja hjart- anlegar kvæðið góða og sanna: „Hin ljúfa sönglist leiðir á lífið fagran blæ, hún sorg og ólund eyðir og elur himinfræ." — Þetta hlýtur hann svo oft að hafa fundið. Og þegar á líður verður „tekið sporið“ og afmælis- barnið mun ekki láta sér nægja að dansa „polka og ræla og valsa“ allra manna fimast, heldur líka verða aðalmúsíkantinn, eins og hann var svo lengi á danssam- komum Hnífsdælinga. En andir niðri svellur honum enn sem fyrr alvöru- og dugnaðarmóður- inn varðandi skyldur lífsins — og þótt tekið verði að morgna, þeg- ar gleðskap hættir, efa ég ekki, að hann verði fyrsti maðurinn til vinnu í fyrramálið. Þannig maður er Ingimar Finnbjömsson, fyrstur í leik og starfi. Að slíkum verður sjónar- sviptir, skarð fyrir skildi, þegar þeir em allir. Ekki einasta með tilliti til sjálfs hans, vina og vandamanna, heldur líka Hnífs- dals og íslenzks þjóðfélags, vona ég um Ingimar, að langt verði þangað til, og að afmælisbarns- ins bíði enn margir bjartir dag- ar lífs og starfs. Lifðu heill, frændi! Baldvin Þ. Kristjánsson. — Uton úr heimi Framh. af bls. 8 maður utsmríkismálanefndar þingsins. Mr að er talið líklegt, að Herter verði næsti utanríkisráð- herra, en hins vegar eru engar líkur til, að Dulles dragi sig í hlé fyrst um sinn, nema heilsa hans knýi hann til þess. En Herter hefur fengið það vandasama hlut- verk, að vera erindreki utanrík- isráðuneytisins á þinginu, við fréttamenn og við almenmng, en á þeim vígstöðvum hefur Dulles ekki þótt sérlega sterkur. Takist Herter að sannfæra samlanda sína um mikilvægi þess, að Bandarílc- in eru nú forusturíki hins frjálsa heims, með öllum þeim kvöðum og fórnum, sem því fylgja, hefur hann gert öllu mannkyni ómet- anlega greiða. Að öðrum kosti kynnu þau að snúa aftur til ein- angrunarstefnunnar, og það mundi verða enn örlagaríkara nú en það var fyrir 20—30 árum. Við þökkum hjartanlega börnum okkar, tengdabörnum, frændfólki og vinum öllum og félögum, sem heiðruðu okkur með nærveru sinni, góðum gjöfum, blómum og skeytum á gullbrúðkaupsdegi okkar 15. des. sl. -— Guð gefi ykkur gleðilegt nýtt ár. Ágústa Jónsdóttir, Þorbjörn Klemensson, Lækjargötu 10, Hafnarfirði. Hjartans þakkir til allra þeirra er minntust mín á áttræð- isafmælinu 31. desember. Louise Símonardóttir, Njálsgötu 47. Þakka af alhug góðar gjafir, ljóð, skeyti og heimsóknir á sjötugsafmæli mínu 27. desember 1956. Guð gefi ykkur öllum blessunarríkt nýár. Guðjón Bjarnason Krosseyrarveg 3, HafnarfirðL Donsskóli Sigríðor Ánaann Kennsla hefst á ný, mánudag 7. janúar. Innritun nýrra nemenda í síma 80509. Búðin DANSLEIKUR í Búðinni í kvöld klukkan 9 ★ Gunnar Ormslev óg hljómsveit ★ Bregðið ykkur í Búðina. Aðgöngumiðasala frá klukkan 8 - BÚÐIN - JOHANN SIGURJÓNSSON bókari, lézt að heimili sínu Hjallaveg 42, 31. desember. Utförin verður 8. janúar kl. 1,30 e.h. frá Fossvogskirkju. Athöfninni verður útvarpað. Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Vegna aðstandenda. Guðríður Ámadóttir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför manns- ins míns, föður okkar og bróður GUÐMUNDAR JÓNMUNDSSONAR Mary, Bryan, Halldór, Guðrún Jónmundsdóttir Jensen, Halldór Jónmundsson. Innilega þökkum við öllum fjær og nær fyrir auðsýnda aðstoð og samúð við fráfall og jarðarför . GUDLAUGAR MARGRÉTAR GESTSDÓTTUR Eiginmaður, börn, tengdabörn og barnabörn. Jarðarför móður minnar KRISTÍNAR G. JÓNSDÓTTUR Hraunteig 1, Hafnarfirði fer fram frá Fríkirkjunm laug- ardaginn 5. janúar klukkan 1,30. Ragnar H. Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.