Morgunblaðið - 04.01.1957, Síða 16
KENNINGAR
kommúnista í rústum. Grcin
Crankshaws á bls. 9.
Skipstjórinn á Goðanesi forst
einn 24 skipverja er skipið sökk
Skipbrotsmenn biðu björgunar
I brúnni í nær 8 klst.
Björgunarbátarnir komu að engu haldi
— Gúmmibjörgunarbátar ekki á skipinu
EINN skipsmanna á togaran-
um Goðanes, sem strand-
aði við Færeyjar í fyrrakvöld,
fórst. Var það skipstjórinn á
tcgaranum í þessari ferð hans,
Pétur Hafsteinn Sigurðsson,
sem var aðeins 24 ára að aldri.
Drukknaði hann er flak Goða-
ness sökk skyndilega við sker-
ið. Var hann þá enn á flakinu,
ásamt fimm mönnum öðrum,
sem öllum var bjargað. Voru
klls á togaranum 26 menn, þar
aí voru sjö Fæieyingar, og var
örin sýnir Skálafjörð.
mönnunum öllum bjargað af
færeyskum sjómönnum, með
aðstoð togarans Austfirðings.
Skipbrotsmenn munu hafa
haldið heimleiðis í gær frá Þórs-
höfn með Austfirðingi.
ERFIÐ AÐSTAÐA
Eftir þeim fregr.um, sem borizt
hafa frá Færeyjum af sjóslysi
þessu, virðist öll aðstaða til björg
unar hafa vevið erfið. Þungur sjór
hefur verið á Skálafirði, því
jafnskjótt og skipið tók niðri á
grynningunum, gekk sjór stöðugt
yfir það, meira og minna, enda
tók skipið brátt að síga að aftan.
Togarinn strandaði stundar-
fjórðungi fyrir klukkan 9, en ár-
angurslausar tilraunir voru gerð-
ar til þess að koma skipsbrots-
mönnum til hjálpar, allt fram
undir klukkan hálf fimm í gær-
morgun, en þá tókst að skjóta
björgunarlínu, sem skipsbrots-
menn náðu. Þeir voru þá allir
í brúnni, og togarinn tekinn að
sökkva mjög að aftan, en ólög
gengu yfir hann. Hófst björgun-
arstarfið síðan og um klukkan 6
í gærmorgun var búið að bjarga
15 skipbrotsmönnum um borð í
færeyska skipið Rok.
SKIPIÐ SEKKUR
Er hér var komið björgunar-
starfinu báðu Goðanesmenn um
að björgun skipbrotsmanna yrði
hraðað svo sem föng væru á.
Skipið væri að því komið að lið-
ast í sundur undir ólögunum.
Báðu Goðanesmenn og um að
Færeyingarnir reyndu að koma
nær hinu strandaða skipi á trillu-
bátum, sem komnir voru, og vera
til taks af með þyrfti.
Var björgunarstarfinu síðan
enn haldið áfram. Hálftima síðar,
eða um það bil voru 18 skipbrots-
menn komnir yfir í Rok, og því
enn sex menn eftir á flakinu. Var
skipið þá mjög illa farið, enda
Um 1400 manns á samkomum
Sjálfstæðisfélaganna í fyrradag
Hinn ungi skipstjóri er fórst
Pétur Hafsteinn Sigurðsson.
gerðist það nú með skjótum
hætti, að það valt út af skerinu
og sökk og fóru mennirnir allir 1
sjóinn. Voru nú trillubátarnir til
taks. Þeim tókst að bjarga fimm
þessara manna, en hinn sjötti
fannst ekki. Var það Pétur Haf-
steinn Sigurðsson, skipstjóri.
VÆNTANLEGIR HEIM
ÁMORGUN
Voru skipbrotsmenn nú fluttir
í land í Austurey, en þar er
Skálafjörður — ekki í Sandey,
eins og hermt var í blaðinu i
gær. Þaðan voru þeir fluttir til
Þórshafnar, sem er ekki löng
ferð. Voru þeir þangað komnir
um klukkan 10 í gærmorgun.
Þangað kom svo togarinn Aust-
firðingur, sem kominn var til
Færeyja til þess að sækja fær-
eyska sjómenn. í gærkvöldi mun
Austfirðingur hafa látið úr höfn
í Færeyjum með skipbrotsmenn
af Goðanesi, sem að því er fregn-
ir herma, munu allir ómeiddir.
Fer togarinn með þá beint til
Neskaupstaðar, en þar mu.i bæj-
arfógetinn, Axel Tulinius halda
sjópróf í málinu. Eru mennirnir
væntanlegir á morgun heim
til sín.
KRÁSÖGN 1. STÝRIMANNS
í Þórshöfn, þar sem fréttaritari
Ríkisútvarpsins átti tal við 1.
stýrimann á Goðanesi, Halldór
Halldórsson, sagði Halldór m.a.,
að hann hafi verið meðal þeirra
sex, er voru á skipsflakinu er
pað sökk og hann hafi séð það
síðast til skipstjórans unga, Pét-
urs Hafsteins, að hann var að
hjálpa tveim skipsmönnum að
komast í björgunarstólinn, en þá
var það sem flakið valt út af
skerinu og sökk skyndilega.
Ríkissjóour borgar sjóoveðs-
kröfur færeysku sjómannanna
MORGUNBLAÐIÐ frétti í gær-
kvöldi að á fundi ríkisstjórnar-
innar í gærdag hafi verið fjallað
um það er togarinn ísólfur frá
Seyðisfirði sigldi úr höfn í Fær-
eyjum eftir að hald hafði verið
lagt á skipsskjölin, svo og þær
sjóveðskröfur er Fiskimannafé-
lagið í Færeyjum hefur gert á
hendur Bjólfi hf., eigendum tog-
arans.
GREIBIR KRÖFUNA
Á þessum fundi sínum ákvað
ríkisstjórnin að ríkissjóður skuli
nú þegar greiða hinum fæi'eysku
sjómönnum umræddar sjóveðs-
kröfur er nema milli 180 og 190
þús. kr. alls, gegn því að kröf-
urnar verði framseldar ríkissjóði,
sem síðan gerir þær gildandi
gagnvart eigendum togarans ís-
óífs.
HITI í MÁLINU
Þegar það spurðist í Færeyj-
um hvað gerzt hefði í Skálafirði
í fyrradag, er togarinn sigldi úr
höfn skipsskjalalaus, komst hiti
í málið af hendi færeyskra sjó-
manna, sem höfðu verið ráðnir
á íslenzk skip á komandi vertíð.
Voru horfur á að brottsigling ís-
ólfs úr Skálafirði myndi spilla
fyrir ráðningu manna á íslenzk
fiskiskip á nýbyrjaða vertið.
MISTÓKST AÐ KOMA ÚT
BÁTUM
Halldór Halldórsson, stýrimað-
ur, sagði ennfremur frá því, að
vegna þess hve togarinn kastaðist
mikið til á blindskerinu er ólög-
in komu á skipið, hafi skipsmönn
um mistekizt að koma öðrum
björgunarbátnúm út. Var hann á
hvolfi, er hann .kom í sjóinn. f
hinum brotnaði botninn, er hann
var kominn niður. Einnig skýrði
hann frá því, að þeim hafi tekizt
að losa stóran björgunarfleka,
sem var aftan á skipinu og hafi
hann verið bundinn við afturenda
skipsins. En svo hafi skipið sigið
skyndilega svo mikið niður að
aftan, að skipstjórinn hafi gefið
þeim mönnum er þar voru skip-
un um að yfirgefa bátapallinn í
skyndi, Varð þá flekanum ekki
náð. Fóru skipbrotsmenn þá allir
inn í brúna og voru þar unz yfir
lauk og Goðanes sökk. Ekki var
neinn gúmmíbjörgunarbátur á
togaranum.
Fréttaritari Mbl. í Neskaupstað
sagði í gær, að fregnin hefði bor-
izt bæjarbúum árdegis í gær og
hefðu þá fánar víða verið dregnir
í hálfa stöng í bænum.
VAR STÝRIMAÐUR Á
AGLI RAUÐA
Hinn ungi skipstjóri, Pétur
Hafsteinn, átti heima þar í bæn-
um. Hann var sonur Sigurðar
Bjarnasonar og konu hans Guð-
laugar Jónsdóttur, sem bæði eru
komin á efri ár. Einnig læti.r
hann eftir sig unnustu sína, Elísa-
betu Kristinsdóttur, sem einnig
er Norðfirðingur, og áttu þau eitt
barn á öðru ári, sem skírt var á
jólunum. Pétur Hafsteinn var
stýrimaður á Agli rauða, er hann
fórst undir Grænuhlíð í fyrravet-
ur. Pétur Hafsteinn var undir
venjulegum kringumstæðum 1.
stýrimaður á Goðanesi, en skip-
stjórinn, Ólafur Aðalbjörnsson,
var nú í jólafríi. Var Pétur Haf-
steinn mjög dugandi skipstjórn-
armaður. Einmitt um þessar
mundir var hann að láta byggja
fyrir sig og tengdaföður sinn,
Kxústin Marteinsson, 60 tonna
vélbát og mun Pétur Hafsteinn
hafa ætlað að vera skipstjóri á
bátnum. Hann var aðeins 24 ára
að aldri. Er sár harmur kveðinn
að fjölskylduliði hans.
Togarinn Goðanes var, eins og
kunnug: er, einn nýsköpunartog-
aranna. Fyrir Neskaupstað er
skiljanlega mikill skaði að því að
hafa nú misst báða togara sína
á um það bil einu ári.
8-10 skippund
HAFNARFIRÐI. — Fjórir bátar
eru nú byrjaðir róðra héðan.
Fóru þeir út í fyrrakvöld og
komu að í gær með 8—10 skipp.
hver. Fleiri bátar munu hefja
róðra næstu daga, en um 15 bát-
ar verða líklega gerðir út á
línu hér í vetur.
Bjarni riddari kom á gamlárs-
kvöld með um 100 lestir af fiski,
Surprise frá Englandi á nýjárs-
dag og Röðull af veiðum. Júní
kom í g;er frá Þýzkalandi.
Baráttan harðnar
á Hastingfs-mótinu
í FYRRADAG efndu Sjálfstæð-
isfélögin hér í Reykjavík til
mannfagnaðar í Sjálfstæðishús-
inu og að Hótel Borg. Voru salir
þessara samkomuhúsa beggja
þéttskipaðir, er ánægðir sam-
komugestir settust að félagsvist,
eða um 400 manns á hvorum stað.
Síðdegis í fyrradag efndi Lands-
málafélagið Vörður til jólatrés-
fagnaðar í Sjálfstæðishúsinu. Var
þar mikil gleði ríkjandi meðal
barnanna og voru á þeirri sam-
komu alls um 600 manns, börn
og fullorðnir. Voru því alls um
1400 manns á þessum samkomum
Sjálfstæðisfélaganna á miðviku-
daginn var.
Jólatrésfagnaðurinn í Sjálf-
stæðishúsinu verður endurtekinn
á mánudaginn kemur í Sjálfstæð-
ishúsinu.
Kvöldskemmtunin hófst klukk-
an 9 í Sjálfstæðishúsinu og að
Hótel Borg. Stjórnaði Sveinn
Helgason varaformaður Varðar
samkomunni í Sjálfstæðishúsinu,
en Sveinn Björnsson gjaldkeri
Varðar var samkomustjóri að
Hótel Borg. Gestirnir skemmtu
sér við félagsvist fram eftir
kvöldi og milli spila skemmtu
þeir Guðm. Jónsson óperusöngv-
ari og Karl Guðmundsson leikari.
Söng Guðmundur nokkur lög við
mikla hrifningu, með undir leik
Fritz Weishappels, en Karl flutti
gamanþátt, sem var bráðsnjall.
Alþingismennirnir Bjarni Bene-
diktsson og Björn Ólafsson fluttu
ávörp til samkomugesta. Talaði
Bjarni í Sjálfstæðishúsinu en
Björn að Hótel Borg. Var máli
þeirra mjög vel tekið. AS spila-
keppninni lokinni var eigulegum
vinningum úthlutað, og efnt var
til happdrættis. Var þessi jóla-
fagnaður sérlega ánægjulegur og
lauk með því að dans var stiginn
fram á nótt af miklu fjöri.
Fimm dra sölu-
meti hnekkt
TOGARINN Marz seldi í
gærmorgun í Grimsby.
Var togarinn með mikinn
fisk og var það hinn mesti
úrvals fiskur sem togarinn
var með, enda varð sala
hans metsala á erfendum
markaði um fimm ára
skeið. Var Marz með 4048
kit af ísfiski og seldist afl-
inn fyrir 15,276 sterlings-
pund.
Ekki hefur neinn ís-
lenzkur togari selt svona
vel á erlendum markaði
frá því í janúarmánuði
1952.
SJÖUNDA umferðin var tefld á
Hastingsmótinu í gær. Frið-
rik Ólafsson tefldi þá við Bret-
ann Horseman og vann þá skák.
Er Friðrik því kominn í efsta
sætið ásamt þeim Gligrrick og
O’Kelly, sem eru með 5 vinninga
hver. Þess ber að geta að Larsen
lauk ekki sinni skák í þessari
umferð, á móti Clark. Fór hún
í bið. Er Larsen því með 4 'h
vinning og biðskák.
í gær vann Gligoric O’Kelly,
en jafntefli varð hjá þeim Szabo
og Pemrose, einnig hjá Alexand-
er og Toran, en sem fyrr segir
eiga þeir Larsen og Clarke bið-
skák.
Eftir 7. umferð er Szabo með
4 vinninga, Clarke 3 og biðskák,
Toran 2%, Alexander 2 og Pen-
rose og Horseman með IV2 v.
í dag teflir Friðrik á móti Al-
exander, Larsen og Szabo,
O’Kelly og Penrose, Gligoric og
Toran.
Samkomulags-
liorfur í kjaradeilu
SEINT í gærkvöldi, er sáttafund-
ir í kjaradeilunni milli sjómanna
og útgerðarmanna á Akranesi,
höfðu staðið frá því klukkan 2
í gærdag, voru taldar allgóðar
horfur á að með nóttinni myndu
samningar takast. Var þessi samn
inga fundur haldinn fyrir milli-
göngu sáttasemjara ríkisins Torfa
Hjartarsonar.
Sáttasemjari mun þessu næst
taka fyrir kjaradeiluna sem uppi
er í Grindavík milli útgerðar-
manna og sjómanna þar. í gær
kvöldi var þó ekki vitað nær
samningafundir myndu hefjast.