Morgunblaðið - 12.01.1957, Side 3

Morgunblaðið - 12.01.1957, Side 3
Laugardagur 12. jan. 1957 MORCVTSHLAÐIÐ 3 Leiddist tilbieytingaileysið „ÉG VILDI ÓSKA, að eitthvað spennandi gerðist". Þannig skrif- aði tvítugur enskur liðsforingi Anthony Moorhouse til föður síns, verksmiðjueiganda í Leeds. Anthony var í landgöngusveit- um Breta í Port Said og þótti honum lífið heldur tilbreytingar- laust eftir að vopnahléi hafði ver- ið komið á. Bréf hans kotn til Leeds viku eftir að hann skrifaði það. Faðir hans þurfti að fara í viðskipta- erindum til Lundúna. Tók hann bréfið með sér og las það í leigu- bílnum á leiðinni. Hann brosti í kampinn, þegar hann las ung- gæðisleg orð Anthonys um ævin- týraþrá. Faðir hans tók ekkert sérstak- lega eftir stórletruðum auglýs- ingum við blaðsöluturna með- fram leiðinni. Þar voru skráð stórum stöfum sem aðalfrétt dags ins þessi orð: Brezkum liðsfor- ángja rænt í Port Said. Það var ekki fyrr en eldri Moor house kom á gisthús sitt í Lundún um, sem hann fékk að vita hinar Anthony Moorhouse liðsforingi ógnþrungnu fréttir. Brezk-i liðs- foringinn var sonur hans. ★ ★ ★ Síðan þetta gerðist hefur nafn Moorhouse verið skráð daglega í h-inum stærstu fyrirsögnum Skók-keppnin 1. BORÐ Svart: Akureyri (Juiíus Bogas. - Jón Ingimarss.) ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Reykjavik (Ingi R. Jóhannsson) 1«.... Rf€—d« 2. BORÐ Svart: Reykjavík (Björn Jóhanness,-Sv. Kristinss.) ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Akureyri (ingimar Jónss. - Kristinn Jóoss.) 1«. B«4—43 brezkra blaða. Öll brezka þjóðin hefur fylgzt með leitinni að hon- um. í hverri fjölskyldu á brezkri grund, var fyrsta spurningin, þegar morgunblöðin voru tekin upp við morgunkaffið: — Er ungi Moorhouse fundinn? Gaitskell foringi brezku stjórn- arandstöðunnar er einmitt þing- maður fyrir Leeds-kjördæmi. Hann lagði fast að brezka her- málaráðuneytinu að finna liðs- foringjann sem var rænt. Brezka utanríkisráðuneytið tók málið einnig í sínar hendur og yfirstjórn gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna lagði sig einnig í líma við að finna hver hefðu orðið örlög piltsins. Á Þorláksmessu gaf her- stjórn S.Þ. út tilkynningu um að norskur liðsforingi í gæzlu- liði S.Þ. hefði séð Anthony Moor- house. Væri hann á lífi og væri aðbúað hans góð. Þegar þessar fréttir bárust ákvað sjálfur for- sætisráðherra Bretla?ius Ant- hony Eden að senda skeyti til Moorhouse fjölskyldunnar. í því stóð: „Þetta er ykkar bezta jóla- gjöf, sonur yðar er á lífi“. ★ ★ ★ En jólagjöfin reyndist á mis- skilningi byggð. Nú er frá því að segja, að einn þingmanna brezka íhalds- flokksins nefnist Cyril Banks. Hann er gamall persónulegur vinur Nassers einræðisherra. Þegar árásin var gerð á Egypta- land mótmælti hann árásinni með því að segja sig úr íhaldsflokkn- um. Nú vildi einnig svo til, að Cyril Banks var vinur Moorhouse fjölskyldunnar. Fyrir beiðni henn ar tók hann á sig ferð til Kairó. Það var loks á aðfangadag, sem Banks fékk viðtal við Nasser. Eina spurningin, sem hann lagði fyrir egypzka einvaldann var: — Er Anthony Moórhouse á lífi? Nasser svaráði: — Hann er lát- inn. ★ ★ ★ Og nú eru staðreyndir þessa máls loks orðnar kunnar. Þær eru á þá leið, að Anthony Moor- house stjórnaði brezkum her- flokki, sem fór inn í íbúðarhverfi Port Said og handtók níu Eg- ypta fyrir spellvirki. Morguninn eftir ók hann aftur inn í þetta sama hverfi aleinn á jeppabifreið sinni. Bifreiðin fannst mannlaus í hliðargötu. Egypzkur drengur upplýsti, að hann hefði séð hóp Egypta safn- ast kringum brezka liðsforingj- ann, þegar hann gekk út úr bíln- um. Einn Egyptanna greip skammbyssu hans og stakk henni í síðu hans. Svo var Bretinn tek- inn inn í stóra bifreið sem stóð skammt frá. Sú bifreið fannst einnig skömmu síðar og í henni sriaeri, kefli og nokkrir blóðblett- ir í aftursætinu. Nasser skýrði Banks frá því, að þegar Bretar gerðu mikla leit í Port Said hafi Moorhouse ver- ið falinn þar í einu húsinu. Þeir sem höfðu hann í haldi urðu hræddir vegna hinnar víðtæku lcitar og lokuðu hann keflaðan inni í stálskáp. Þegar leitinni var hætt og Egyptarnir komu aftur að, var Mooorhouse kafnaður. Og egypzk blöð bæta við, þeg- ar þau segja frá þessu. Þetta var allt Bretum að kenna vegna þess að þeir hófu leit að liðsforingj- anum. Enn er treg veiði HAFNARFIRf>I. — Nú eru kring um 10 bátar byrjaðir róðra héð- an og fleiri munu senn bætast í hópinn. Afli hefur verið fremur tregur það sem af er, frá 5 og upp í 10 skippund á bát. Eins og getið hefur verið unai hér í biaðinu, seldi Röðull í Grimsby núna í vikunni 206 lesttr fyrir 15.068 pund, en það er afar góð sala miðað við fisk- magn. Annar stýrimaður, Ás- geir Gislason, var með Röðul í þessari ferð og fiskaði einnig i hann. — Agúst er nú á leið til Þýzkalands. — G. E. Mr. Thomas Brittingham jr. ásamt piltunum tveimur sem styrkina hlutu að þessu sinni, Halldóri Gislasyni (t. h.) og Jóni Friðsteins- syni (t. v.) Bandarískur milljónung- ur veitir íslenzkum námsmonnum styrki Nema við háskólann í Madison IGÆR átti bandarískur milljónungur, Thomas E. Brittingham jr. að nafni tal við blaðamenn og skýrði þeim frá því að hann hefði ákveðið að styrkja tvo unga íslenzka námsmenn til fram- haldSnáms við háskóiann í Madison í Wisconsin. Mun hann árlega veita íslenzkum námsmönnum ókeypis háskóladvöl í Bandarikj- unum, hér eftir. Kom hann gagngert hingað til lands til þess að velja piltana og hlutu þeir Halldór Gíslason og Jón Friðsteinsson styrkina að þessu sinni. 13 NÁMSSTYRKIR Á ÁRI Mr. Brittingham er mikill iðju- höldur frá Wilmington Delaware. Skýrði hann blaðamönnum frá því að undanfarin ár hefði hann styrkt stúdenta og námsmenn frá allmörgum Evrópulöndum til náms vestanhafs með sama hætti. Það var skömmu eftir stríðið að hann og kona hans voru á ferða- lagi í Skandinavíu. Fékk hann þá eftir heimkomuna þá hugmynd að styðja efnilega námsmenn frá þessum löndum og öðrum til náms og hóf þegar athafnir. Býður hann síðan árlega 13 stúdentum til Bandaríkjanna, og greiðir þeim allan námskostnað, vasapeninga og nokkurt fé til ferðalaga um Bandaríkin. Nemur styrkurinn alls rúml. 2.000 doll- urum á stúdent. Næsta skólaár býður Mr. Brittingham auk ís- lendinganna tveggja einum Norð- manni vestur, tveimur Svíum, þremur Finnum, þremur Þjóð- verjum og tveimur Hollending- um. f hópnum eru fjórar stúlkur. Hefir Mr. Brittingham ferðazt ásamt syni sínum og konu til allra þessara landa og valið námsmenn ina sjálfur. Við valið hefur hann auk menntunarárangurs einnig farið eftir háttum námsmanna og menningarþroska. BÁÐIR STÚÐENTAR Hér á landi hefur fslenzk- ameríska félagið greitt götu Mr. Brittinghams og sonar hans sem hér er á ferð með honum. Kynnti Gunnar Sigurðsson, gjaldkeri félagsins þá feðga á blaðamanna- fundinum í gær. Gat Mr. Britt- ingham þess að næsta ár mundi hann koma til íslands sömu erindagjörða. Annar pilturinn, sem Mr. Brit- tingham valdi að þessu sinni, er Halldór Gíslason, sonur Gísla Halldórssonar verkfræðings. — Halldór er tvítugur og lýkur stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri í vor. Hinn pilturinn er Jón Frið- steinsson, sonur Friðsteins Jóns- sonar veitingamanns. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskól- anum í fyrra, og stundar nú við- skiptafræðinám við Háskólann. Mun hann halda því námi áfram í Bandaríkjunum en Halldór leggja stund á verkfræðinám. Halda þeir félagar til náms síns í Vesturheimi í septembermánuði í haust. f SÖMU HEIMDI! Fyrir fjörutíu krónur getið þér unnið hálfa milljón! Fjórði hver miði f«r vinn- Laegsti vinningur ing. Ver8 miða á mánnði: borgar vinningsnúm- Enginn vinningur er kegri 1/1 46 kr. 1/2 2« kr. 1/4 1» kr. erió, annað númer i en 1666 krénnr. * viðbót og dálítið meira! Dregið i 1. flokki Verð mtða á ári: 1/1 486 kr. 1/2 24« kr. 1/4 126 kr. 21. janúar HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.