Morgunblaðið - 12.01.1957, Side 6

Morgunblaðið - 12.01.1957, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. jan. 1957 /> tiicrguHlflaðámA Bell sfökk 8,40 m í langstökki — en sté sentimetra tramytir Hið 21 ára gamla met Owens í hœttu FI’ITT er það heimsmet í frjálsum íþróttum, sem staðið hefur ■I óbreytt um rúma tvo áratugi eða síðan 1935. Það er lang- stökksmet Jesse Owens, 8,13 m. kappsmóts í Sidney í Ástralíu. Aí sogn steggjukastarans Con- díy stökk Bell þar yfir 8,40 m — en óheppnin var með honum í heppninni, því hann sté brot nr þumlung framfyrir piankann, og þetta .,lífsstökk“ hans verdur því ekkd skráð. En það gefur þó vonir um að heimsmet Owens sé ekki sá þröskuldur sem ekki er hægt að yfirstíga, eins og surair voru farair að halda. Þetta met hefur verið takmark fjölmargra langstökkvara síðan og er enn. Og það er ekki víst, að mjög langt líði þar til að fagna má nýju heimsmeti í þessari grein. BELL STEKKUR Olympíumeistarinn í lang- stökki, Gregory Bell frá Banda- rikjunum, fór ásamt nokkrum löndum sínum eftir leikana tU Valur býður heim 1. f lokks llði á sumri komanda ABALFUNDUR knattspyrnufé- lagsins Vals, var háður í heimili félagsins að Hlíðarenda, hinn 29. nóvember sl. Samkvæmt skýrslu formanns og greinargerðum hinna ýmsu föstu nefnda, voru störf félagsins á árinu mikil og margvísleg. VALUR 45 ÁRA Á árinu átti félagið 45 ára af- mæli. Var þessara tímamóta minnzt með ýmsum hætti. Út var gefið myndarlegt afmælisrit Fjöl- mennt samsæti var haldið. Verð- mætar gjafir bárust félaginu. Háðir voru afmælisleikir við Reykjavíkur- og Hafnarfjarðar- félögin, í öllum flokkum, bæði í knattspyrnu og handknattleik. En aðal-afmælisleikurinn var við Akurnesinga og fór fram 24. maí. Léku þá með Val, þrír þjóðkunn- ir fyrrverandi meistaraflokks- menn Vals, þeir Albert Guð- mundssorl, Ellert Sölvason og Sigurður Ólafsson. KNATTSPVRNAN Eins og að líkum lætur var að- alstarf félagsins á knattspyrnu- sviðinu. En félagið tók þátt í öll- um knattspyrnumótum sumars- ins. Fjórði flokkur varð Reykja- víkurmeistari, einnig í úrslitum í íslandsmótinu. B-lið 3. flokks sigraði glæsilega, einnig í Reykja víkurmótinu og annar flokkur varð einnig Reykjavíkurmeistari og í úrslitum í íslandsmótinu. ÍSLANDSMEISTARI í 12. SINN En glæsilegastur varð samt ár- angur félagsins í I. deild, en þar bar meistaraflokkur sigur úr být- um og félagið hlaut titilinn „Bezta knattspyrnufélag íslands" og íslandsbikarinn fluttist heim að Hlíðarenda. En í vörzlu Vals hefir hann ekki verið frá því árið 1945. Þó oft hafi munað mjóu. Alls skoruðu leikmenn Vals, í hinum ýmsu flokkum, 149 mörk gegn 68 í leikum sumarsins. BRONZ-MERKI KSÍ Samtals 28 piltar úr 3. og 4. fl. leystu af hendi knattspyrnu- þrautir KSÍ til bronz-verðlauna. Þá unnu piltar úr 4. flokki 1. verðlaun á flokkskeppni á ung- lingadegi KSÍ. HEIMSÓKNIR OG FERDALÖG Þriðji flokkur fór í Knatt- spyrnuför til Norðurlands og ísa- fjarðar, auk þess ?ór 2. flokkur til Isafjarðar og 4. flokkur til Akraness. Meistaraflokkur fó; til Þýzka lands, fyrir forgöi»0a Gísla Sig- urbjörnssonar og undir leiðsögn hans. í þeirri för var komið við í Englandi á heimleið og keppt þar. Þá voru tveir Valsmenn valdir til keppni með landsliðinu við Finna og fjórir fóru til Banda- ríkjanna, með úrvalsliði til keppni þar. Út hingað komu í heimsókn i boði Vals, unglingalið frá I. F. Brummendalen í Noregi, undir fararstjórn Reidar Sörensen, sem fyrrum var þjálfari Vals, og er afráðið að II. fl. Vals endurgjaldi heimsókn þessa að sumri og fari utan til Noregs í boði Brummen- dalen. Þá mun Valur einnig á næsta ári bjóða hingað heim er- lendu I. fl. liði. HANDKN ATTLEIKURINN Þessi íþróttagrein á miklu fylgi að fagna í félaginu, enda á það góðum flokkum á að skipa. Þriðji flokkur karla varð íslandsmeist- ari, og í meistaraflokki lék Valur til úrslita við F. H. en beið ósig- ur þó litlu munaði. Unnið er að undirbúningi utanfarar hand- knattleiksflokks frá félaginu. SKÍ® ASKÁLINN Skíðaskáli félagsins var all- mikið sóttur, bæði yfir vetrar- tímann og sumarmánuðina. Skíða mót félagsins fór fram, svo sem verið hefir undanfarin ár, um páskaleytið, voru keppendur 12 að tölu. Sigurvegari varð Stefán Hallgrímsson. Þá hafa yngri flokkarnir notað skálann til dval ar að sumrinu og æft þar knatt- spyrnu. Einnig hefur kvenna- flokkur félagsins lagt leið sína þangað til handknattleiksiðkana. Á HLÍDARENDA Unnið hefir verið að lagfær- ingu umhverfis byggingarnar á Hlíðarenda. Þá hefir félagsheim ilið verið málað að innan, og hafizt hefir verið handa um að fullgera búningsherbergi og böð í hinu mikla íþróttahúsi, sem í smíðum er og komið er undir þak. Malarvöllurinn var einnig mjög endurbættur á sumrinu og vinna hafin við að gera grasvöll fyrir handknattsleiksæfingar. STJÓRNIN NÆSTA ÁR Gunnar Vagnsson var einróma endurkjörinn formaður, en aðrir sem stjórnina skipa, eru þessir: Baldur Steingrímssoon, Friðjón FViðjónsson, Guðmundur Ingi mundarson, Björgvin Torfason, Valur Benediktsoson og Einar Björnsson. Hondhnottleiks- rdðið 15 óra SÍÐAST í þessum mánuði á Hand knattleiksráð Reykjavíkur 15 ára afmæli. Þann dag mun íslands- mótið hefjast og verður afmælis- ins minnzt við setningu mótsins. Handknattleiksráðið hefur í hyggju að safna saman öllum þeim gögnum sem til eru um fyrstu starfsár þess, um tilkomu handknattleiksins á íslandi, sig- urvegara á mótum o. 11. ísl. stúdenta í Kiel HINN FYRSTA des. 1956 komu íslendingar í Kiel saman til að minnast dagsins, og hressa upp á andann. Annar tilgangur var einnig að stofna félag islenzkra stúdenta í Kiel. Fyrst fengu menn sér að borða og kverkavætingu með. Var svo skálað fyrir 1. des., Fróni og silfrinu Vilhjálms, í víni bjór og ávaxtasafa. Þá var geng- ið til félagsstofnunar. Nefnd hafði verið kosin til þess að semja lög féiagsins og skilaði hún nú áliti og voru tillögur hennar ræddar. Loks var svo samþykkt að stofna félag og stjórn kosin. 1 hana voru kosnir Þorvarður Alfonsson, stud. oekon., formaður, Frosti Sigur- jónsson, cand. med., ritari og Úlfur Sigurmundsson, stud oekon. gjaldkeri. Tveir bálar gerðir úi frá Þingeyri ÞINGEYRI, 10. jan.: — M.b. Þor- björn, annar báturinn sem gerður verður út á vertíð héðan í vetur, hefur farið þrjá róðra síðan á áamótum. Fékk hann 4 lestir í fyrsta róðrinum en 6 í tveim hin- um síðari. Gullfaxi er nú tilbúinn á veiðar og hefði róið í dag, ef veður ekki hamlaði. — Magnús. Góðar gæftir i Arnarfirði BÍLDUDAL, 8. janúar: — Rækju- veiði hefur að mestu leyti legið niðri milli hátíðanna, en hefur annars verið góð. Tveir bátar róa héðan nú eftir áramótin, Gotta og Vörður og hefur Vörður farið þrjá róðra. Afli hefur verið 3—5 lestir. Gæftir hafa verið ágætar síðustu dagana. — Friðrik. En skömmu síðar kom upp úr kafinu að hér var víst ekki um neina félagsstofnun að ræða, því að íslendingar í Kiel höfðu stofn- að félag með sér 1954, og var Baldur Ingólfsson formaður þess og upphafsmaður. En gallinn við þetta félag, og þó að sumra áliti kostur, var að það var óformlegt og hafði engin skráð lög. Þess vegna verður að líta svo á að félagi íslenzkra stúdenta í Kiel hafi formlega verið sett lög 1. des. 1956, en stofnun þess hafi farið fram 1954. Á lagasetningarfund- inum var samþykkt að færa inn I bók æviágrip allra íslendinga, sem hefðu numið við Kielar- háskóla eftir stríðið. Eru það því vinsamleg tilmæli undirritaðs til þeirra, sem hafa stundað nám í Kiel eftir stríðið, að þeir sendi honum það, sem þeir vilja láta bókfesta úr lífi sínu og náms- ferli. Heimilisfang mitt er: Kiel, Nie*nannsweg 152, Deutschland. Matthías Frímannsson. Sæmilegur afli í Hornarfirði HÖFN í Hornafirði, 10. jan.: — Ógæftir hafa verið hér síðan á áramótum að heita má, að undan- teknum deginum í gær og í dag. Róðrar áttu að hefjast strax að hátíðunum liðnum, en gátu það ekki vegna ótíðarinnar. Einn bát- ur skrapp að vísu í róður fyrsta sunnudaginn í janúar, og fékk 11 skippund, var veður þá mjög leið- inlegt. í gær og í dag reru fjórir bát- ar. Var afli hjá þeim 7—12 skip- pund, i gær en frétzt hefur að afli sé heldur betri í dag, en bát- arnir eru ekki komnir að landi. Alls munu verða gerðir út héð- an á vertíðina sex bátar. Eru það allt heimabátar. Eru þeir síð ustu að verða tilbúnir á veiðar. — Gunnar. shrifar úr daqleqa lifinu „Einn úr söfnuðinum" skrifar um bekkina í Dómkirkjunni ÞÁ gefst loks tóm til ígrundun- ar og sendibréfaskrifta eftir allar jólaannirnar og vafstrið sem samfara eru blessuðum jól- unum. Og eitt kemur tnér nú í hug, sem er ekki að mínu skapi, né ýmissa sem í guðshús ganga, og ég hef fyrir hitt. Fyrir hina útvöldu AÉG þar við hina harðlæstu fremstu bekki Dómkirkjunn- ar, sem virðast vera ætlaðir viss- um útvöldum af mannanna börn- um. Er þó guðshús sá samkomu- staður sem fólki skyldi sízt mis- munað í, því að svo er mælt, að allir séu fyrir Guði sínum jafnir, og því ekki í hans anda, að eins konar stéttóskipting sé viðhöfð í húsi hans. Er ég gekk eitt sinn á hátíð- legri stund í þetta fallega og virðulega guðshús, var mjög mikil þröng í öllum hinum ólok- uðu bekkjum, en fáar hræður í iokuðu bekkjunum. Enginn stóð þó á gólfi í þetta sinn. Tvær emb- ættismanna-fjölskyldur gengu rakleitt inn í tvo þessara bekkja, og lokuðu vandlega á eftir sér bekkjarhurðinni. Taldi ég þar 9 manns. Við sem aftarlega sátum, mændum vonaraugum á lítt setna fremstu bekkina, bar sem hægast er að fylgjast með messugerð- inni, — ég tala nú ekki um fyrir heyrnar- og sjóndapurt fólk. En það er því líkast sem almenning- ur veigri sér við að ráðast til inn- göngu í þessa lokuðu bekki. — Mörgu.m kirkjugestum er alveg óskiljenlegt hvers vegna Dóm- kirkjan viðheldur þessum eld- gamla forneskjusið, sem viðhafð- ur var í kirkjum landsins meðan öðru vísi var ástatt. En nú lifum við á jafnréttisöld og í lýðræðis- landi. Og áreiðanlega gætir þessa óvíða jafngreinilega í samskipt- um manna á meðal og hér á okk- ar kæra landi. Slíkar aldagamlar venjur sem lokun kirkjubekkja á því alls engan rétt á sér í dag. Hvorki hurð né snúra EF svo er, sem líklegt má þykja, að hafa þurfi sérstök sæti laus við vissar athafnir, eins og t.d. jarðarfarir og fermingar, ætti að vera nægjanlegt, eins og maður sér víða annars staðar, að hafa snúru til þess að loka með vissum bekkjum. Væri slíkt ólíkt viðkunnanlegra. Við venjulegar guðsþjónustur á hvorki hurð né snúra að vera eins konar múr- veggur milli tigins og ótigins. Ég vona, að safnaðarstjórnin taki þetta mál til athugunar, og að ekki síðar en um næstu jól verði allar hurðir frá bekkjun- um horfnar, svo að þeir sem fyrst ir koma til guðsþjónustu fái að njóta beztu sætanna. Að geyma fremstu sætin handa vissu fólki, sem ef til vill kemur rétt um það bil sem guðsþjónustan byrjar, nær auðvitað ekki nokkurri átt. Vantar pennavin NÚ á tímum tíðkast það mjög að auglýst sé eftir „penna- vinum“ í dagblöðum, berandi fag urt vitni um leit manna til auk- ins þroska, víðsýni og þekkingar. En einn er sá maður á meðal vor, Þorvaldur Þórarinsson, sem ár eftir ár auglýsir eftir penna- vinum skrifandi opin bréf til ýmissa aðilja án þess þó að hQnn sé nokkurn tíma virtur svars. Er síðasta bréfið t>l Hermanns Jón- assonar. Allir vita að Hermann er mikið góðmenni og ekki í hópi hinna pennalötu, ef því er að skipta, en nú á forsætisráðherrann mjög annríkt vegna heimilisástæðna og því hætt við að bréfritarinn óþreytandi fái þar litla linun á sinni þrá til bréfaviðskipta. En væri ekki ráð fyrir bréf- ritarann vonglaða að snúa sér til Þjóðviljapiltsins sem var „innan- húss eins og aðrir“ í uppreisn al- þýðunnar í Ungverjalandi og fá hann til að gerast milligöngu- mann um bréfaskriftir. Piltur sá kann að koma sér í mjúkinn hjá valdamönnum og virðist vera sérstakur skjólstæð- ingur Kadars hins sigursæla. Naglbrot af misskilningi NÚ sem stendur er Kadar máske illa fyrirkallaður að standa í bréfaskriftum þar sem Þjóðviljinn fræddi lesendur sína um að kommúnistafélagar hans hefðu rifið neglurnar af fingrum hans, sennilega af einhverjum misskilningi — eða skyldi það vera samkvæmisleikur þar eystra. En ef frelsishetjan skyldi enn vera svo loppin að hún valdi ekki penna, þá veröur bréfritar- inn okkar enn að þreyja þorrann og góuna. En þolinmæði þrautir vinnur allar, og hver veit nema bréf- ritarinn hægláti, fái útrás fyrir innibyrgðar tilfinningar sínar og fölskvalausar hugsjónir í vor, með hækkandi sól þegar neglurn- ar verða aftur farnar að vaxa á Kadar, fangelsin aftur orðin full af hvítliðum og leynilögreglan í fullum blóma. Þá verður gaman fyrir þá bræð ur í trúnni að tala af einlængi um hugsjónir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.