Morgunblaðið - 12.01.1957, Side 11
Laugardagur 12. jan. 1957
MORGUNBLAÐIÐ
11
smál af dilkakjöti til viðbótar.
Nautakjöt og hrossakjöt þyng-
ir mjög kjötmarkaðinn innan-
lands. Þann 1. desember 1955
voru til 566 smálestir af nauta-
kjöti, og var þá óvenjumikið,
sökum óþurrkanna um sumarið.
Fyrsta desember 1956 voru birgð-
ir af nautakjöti 549 smál., og er
það mun meira en búist var við.
Af hrossakjöti voru þá til 407
smál., en 406 á sama tíma 1955.
Nokkrar vonir eru taldar til,
að takast muni að selja eitthvað
af nautakjöti til Austur-Þýzka-
lands.
Uppbsetur úr Framleiðslusjóði,
á þær 1364 smálestir af dilka-
kjöti, af framleiðslu ársuis 1955,
sem út voru fluttar, námu 14,1
millj. króna, en greiða þarf 2,5
'millj. króna í viðbót, svo að rétt
verð fáist til bænda.
Nemur verðuppbótin þannig
rúmlega 12 krónum á kíló. Með
auknum útflutningi verður þetta
sennilega enn óhagstæðora, nema
betra verð fáist fyrir hið útflutta
kjöt og er engan vegin vonlaust
um að svo verði.
JARÐABÆTUR OG FRAM-
LÖG TIL ÞEIRRA
Búnaðarbankinn veitti 836
(987) lán úr Ræktunarsjóði, að
upphæð 34,46 millj. króna (34,12
millj. 1955).
Úr Byggingarsjóði voru veitt
150 (174) ný lén, að upphæð 5,84
millj. króna og eldri lán (við-
bótarlán) 197 (198), að upphæð
4,68 millj. króna,* (samtals 9,755
millj. króna 1955).
Úr veðdeild voru veitt 119
(149) lán, að upphæð 3,859 millj.
króna (4,733 millj. króna 1955).
Búnaðarbankinn fékk á árinu
lán úr Mótvirðissjóði að upphæð
11 millj. króna og úr ríkissjóði
33 millj. króna. Fé þetta rann
allt í Ræktunarsjóð, en breytir
eigi fjöruborði, svo mikils þarf
þar með.
Af tilbúnum áburði seldist talið
sem hrein efni:
5550 smál. af kö.'nnuarefni
(4.835 smál. 1955).
2760 smál. af fosfórsýru
(2.480 smál. 1955).
1935 smál. af kali
(1838 smál. 1955).
Til Frakklands voru fluttar
300 smál. af köfnunarefnisáburði,
að útflutningsverðimæti 4,1 millj.
króna.
Almennt var búist við því er
Grænmetisverzlun ríkisins var
lögð niður og Grænmetisverzlun
landbúnaðarins tók þar við, að
Áburðasala ríkisins yrði lögð
niður, sem þarflaus er með öllu,
og Áburðaverksmiðjan í Gufu-
nesi annaðist heildsöludreifingu
á tilbúnum áburði. Af þessu varð
þó ekki, sem miður fer.
Nýbýlastjórn samþykkti stofn-
un 45 (65) nýbýla á árinu. Auk
þess að byggja upp á 22 (15)
eyðijörðum.
Ennfremur flutning og endur-
byggingu bæjarhúsa á 3 (10)
jörðum.
Framlag til einstaklinga, til
ræktunar á nýbýlum, námu 1,61
millj. króna, en 1,4 millj. króna
1955.
Byggðahverfin á vegum Ný-
býlastjórnar, sem verið er að
vinna í eru nú 14. Sums staðar
eru vegagerðar- og framræslu-
framkvæmdir að hefjast, en ann-
ars staðar er þeim langt komið.
Nýbýlahverfin og tala býla,
sem ráð er gert fyrir að byggja
á hverjum stað:
1. Þinganes, í Hornaíirði, 9
býli.
2. Hvolsvöllur, Rangárvallas.,
5 býli.
3. í Ölfusi, 8 býli.
4. í Álftaneshreppi, Mýrar-
sýslu, 8—10 býli.
5. Reykhólar, Barðastrandar-
sýslu, 3 býli.
6. Kaldrananes, í Strandasýslu.
7. Skinnastaðir í Húnavatns-
sýslu, 4 býli.
8. Auðkúla í Húnavatnssýslu,
3 býli.
9. Víðimýri, í Skagaflrði, 4 býli.
10. f Tungusveit, í Skagafirði,
2 býli.
11. í Svartárdal, í Skagafirði,
10 býli.
12. í Köldukinn, S.-Þingeyjar-
sýslu, 5—6 býli.
13. Ketilsstaðir á Völlum, 3 býli.
14. f Hjaltastaðaþinghá, 6 býli.
Að sjálfsögðu verður þetta
ekki alit fjölgun býla, þar eð víða
er um að ræða jarðir, sem áður
voru í byggð en skiptast nú í
margbýli svo sem tölurnar greina
Um nýræktina 1956 eru enn eigi
til tölur fremur en vanalega, en
þeir sem til þekkja telja að hún
muni reynast svipuð og 1955. —
Endanlegar tölur um nýrækt á
því ári eru:
Nýrækt 2.425 ha.
Túnasléttur 754 —
Alls 3.179 ha.
Þess ber að geta, þó eigi skipti
miklu máli, en villir þó oft frá-
sögn, að nýrækt sú á nýbýlum i
byggðahverfum, sem framkvæmd
er á vegum Nýbýlastjórnar, 5 ha.
á býli, er aldrei talin með þegar
Búnaðaríélag íslands skýrir frá
urn hina árlegu nýræktarfram-
kvæmdir og þegar um þær er
rætt yfirleitt. Svo er um fleiri
framkvæmdir & vegum Nýbýla-
stjórnar,
Grasfræsala á árinu, sem vitað
er um, var 113 smálestir, en það
svarar til þess að sáð hafi verið
í 2825 ha. Hins vegar má ekki
byggja mikið á slíkum útreikn-
ingi, sáðmagn er misjafnt og gras
fræ er geymt frá ári til árs.
Samband ísl. samvinnufélaga-
fékk á þessu ári til umráða land
á söndunum á Rangárvöllum, í
landi Sandgræðslu íslands, til
fræræktar og lagði þar upp með
vísi að þeirri starfsemi og fram-
leiðslu.
Skurðgröfur voru að verki, 34
sem Vélasjóður á, 10 sem rækt-
unarsamböndin eiga og 4 sem
Nýbýlastjórn á, en af þeim síð-
astnefndu unnu aðeins 2 að fram-
ræslu í nýbýlahverfunum, en
hinar unnu fyrir bændur og
byggðalög. í byggðahverfunum í
Hjaltastaðþinghá og í Álftanes-
hreppi á Mýrum voru grafnir um
60 km af skurðum, sem eru um
267.000 rúmm.
Áætlað er að framræsla með
skurðgröfum Vélasjóðs og rækt-
unarsambandanna o. fl á árinu
sé um 870 km og 3,5 millj. rúmm.,
og að kostnaðurinn sé alls um 13
millj. króna. Af því kemur 65%
í hluta ríkissjóðs, tða nær 8,5
millj. króna. Ef þessi áætlun
reynist rétt hefir kostnaður á
rúmmetra orðið um kr. 3.70.
Fullnaðarskýrslur um fram-
ræsluna 1955 sýna að þá voru
grafnir 851 km af skurðum sem
mældust 2.992.127 rúmm. Kostn-
aður varð kr. 3.32 á rúmm., eða
alls kr. 9.944.832,00. Framiag rík-
isins nam kr. 6.464.141,00.
Af þessu var grafið með gröf-
um ræktunarsambandanna 159.
848 lengdarm., 622 863 rúmm.
Við þetta bætist það sem grafið
var í byggðahverfum, og sem
greitt er þannig að fullu úr ríkis-
sjóði, 22.720 lengdarm , 111.712
rúmm.
Tölur þessar sýna hve afar-
mikil fjárfesting á sér stað í
framræslunni einni, hvað þá i ný-
ræktinni allri þegar öll kurl
koma til grafar.
Framlag til annarra jarðabóta
en framræslu greitt 1956 rr.un
nema, um kr. 10.682.000,00, en
var kr. 8.484,219,48 1955.
Helztu framkvæmdir, nýjar, á
vegum Sandgræðslunnar: Girtur
Landeyjasandur, 40 km girðing
úr Hólsá að vestan, austur í Mark
arfljót,Sandsvæðið 10—12 þús.
ha. Á Hólssandi í N.-Þingeyjar-
sýslu voru settar upp timbur-
garðar að lengd um 35 km og
sáð meðfram þeim. í Mýrdal var
girt úr Dyrhólaey vestur í Haf-
ursá, 8 km, sandsvæði um 16 fer-
km. Við Reykjahlíð í Mývatns-
sveit var girt landsvæði, er nefn-
Ist Randir, með 12 km girðingu.
Á Sólheimasandi voru girtir 60
ha lands til ræktunar og sáð gras-
fræi í 18 ha af því, en á Skóga-
sandi var sáð í 100 ha, til viðbót-
ar þeim 100 ha, sem sáð var í
1955. Alls eru þar girtir 10 þús.
(ha. Á þá 100 ha, sem girtir voru
1955 var í sumar beitt um 500
ám með lömbum, eða um 1300
fjár á tímabilinu 1. júní til 15.
ágúst.
Græðslan virðist fara vel að
38 bændur standa að þessari
ræktun.
Síðastliðið sumar vann Kan-
adamaðurinn Campell frá FAO
hér á vegum Sandgræðs unnar,
að gróðurrannsóknum og sand-
græðslumáliun, í framhaldi af at-
hugunum sínum 1954. Með hon-
um vann um hríð ísl stúdent fra
Manítobaháskóla, Björn Sigur-
björnsosn, við góða samvinnu við
fræðimenn Búnaðardeildar at-
vinnudeildar háskólans o. fl. Er
vonandi með þessu lagður grund
völlur að nokkuð fræðilegri at-
höfnum á vegum Sandgræðslu ís-
iards. en verið hefur, meðal ann-
ars varðandi beitarþol lands og
nýtingu haglendis.
RÆKTUNARSAMBÖND
OG VÉLAKAUP
Á ræktunarsamböndunum varð
nokkur breyting á árinu.
f Borgarfirði liðaðist sundur
það fyrirkomulag, sem þar hefir
ríkt síðan ræktunarsamböndin
tóku fyrst til starfa, að ein rækt-
unarsamþykkt og ein fram-
kvæmd gilti fyrir báðar sýslur,
Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu.
Voru í þess stað stofnuð 4 ný
ræktunarsambönd. Er hér stefnt
í öfuga átt við það sem æskilegt
hefir þótt, en vera má að nauður
hafi rekið til þess. í Austur-
Barðastrandasýslu voru 2 rækt-
unarsamhönd sameinuð í eitt og
í Vestur-Barðastrandasýslu 3
eklri sambönd í eitt. Við innan-
vert ísafjarðardjúp er einnig um
sameiningu að ræða og nýtt starf
á þeim grundvelli þó ekki sé
komið lögform á það að öllu
leyti.
Vélakaup ræktunarsamband-
anna voru ekki mikil á árinu, ef
reiknað er út frá því hvaða fram-
lög voru greidd úr ríkissjóði til
kaupanna, eins og ég hefi gert
undanfarið og sem er það helzta
til að halda sér við.
Greitt var framlag til kaupa á
eftirtöldum vélum:
4 beltatraktorar með ýtu.
9 Skerpiplógar.
6 plógherfi.
1 diskaherfi.
4 vagnar.
Framlag ríkissjóðs alls kr.
965.363,0«.
Þessar tölur eru þó mjög mis-
vísandi, vélakaupin eru miklu
meiri en þær sýna.
Fjárveiting 1956 til vélakaup-
anna var 2 millj. króna. Mikið af
þeirri upphæð var notuð fyrir-
fram á árinu 1955. Slík fyrir-
fram notkun væntanlegrar fjár-
veitingar 1957 var ekki leyfð
1956, og rak þvi mörg ræktunar-
sambönd upp á sker með að
greiða keyptar vélar, síðari hluta
árs 1956. Kom þetta meðal ann-
ars fram á þann hátt, að 2. janúar
1957 fengu 15 ræktunarsambönd
greidd framlög til vélakaupa,
samtals kr. 1.190.926,00. Er það
vitanlega til að greiða vélar sem
kevptar voru 1956, sumar all-
snemma á því ári. Þetta er fé
sem ræktunarsamböndin voru að
bíða eftir.
Vélasjóður bætti við sig 3
skurðgröfum á árinu, af gerðinni
Priestman Wolf,
Einstakir bændur keyptu enn
mikið af búvélum á árinu. Mest
fer fyrir kaupum á hjólatraktor-
um, af þeim munu hafa verið
keyptir um 470, og að sjálfsögðu
sláttuvélar með mörgum þeirra.
Af múgavéilum voru keyptar yf-
ir 500 og af áburðardreyfum
um 300 o. s. frv.
Af vélanýungum, sem um
munar, er helzt að nefna allmikið
aukin kaup og not blásara til að
blása heyi í hlöðu.
Vélvögurnar náðu einnig nokk-
uð aukinni útbreiðslu.
Úthlutunarnefnd jeppabifreiða
úthlutaði 200 jeppum og er talið
að um 170 þeirra hafi farið til
bænda og annarra búnaðarnota.
Eftirspurnin eftir þeim er enn
ómettuð.
SKÓLAR OG FRÆÐSLA
Á Hólum eru 24 nemendur í
vetur, 12 í hvorri deild, en 15
nemendur útskrifuðust vorið
1956.
Á Hvanneyri eru nú 44 nem-
endur, 12 í yngri deild, 22 í eldri
deild og 10 í framhaldsdeild.
21 nemandi útskrifaðist vorið
1956.
í Garðyrkjuskóla ríkisins á
Reykjum eru 11 nemendur við
bóklegt nám.
í bændaskólum í Noregi voru
10 piltar við nám á árinu á veg-
um félagsins ísland—Noregur.
Einn lauk námi vorið 1956 og
tveir í árslok 1956.
Til Bandaríkjanna fóru 14 pilt-
ar á vegum Búnaðarfélags ís-
lands, en í boði Bandaríkjastjórn-
ar til þess að læra viðgerðir á
bávélum. Þetta var 3 mánaða
ferðalag og farið víða yfir. Munu
piltarnir hafa séð margt fróðlegt
og víkkað mjög sjóndeildarhring
sinn.
Hin sérstaka búnaðarfræðsla á
vegum Búnaðarfélags íslands og
starf ráðunauta, er ferðast um
sveitirnar, og sem undanfarin 2
ár var haldið uppi að nokkru
með framlagi frá Bandaríkjun-
um, hélt áfram á árinu, en þó í
minni mæli, einn ráðunautur var
á férð, vegna sýnisreita o. fl.
Útgáfu fræðslurita var einnig
haldið áfram fullum fetum.
Prófessor Þórður Þórðarson
frá Fargo í Norður-Dakota dvaldi
hér á landi lengi sumars, sem
sendiráðunautur frá Bandaríkj-
unum, en í boði Búnaðarfélags
íslands og því til ráðuneytis um
fræðslustarfsemi í búnaði, skipu-
lagningu búnaðartilrauna, starfs-
íþróttir o. fl.
Hinn kunni búvísindamaður
Knut Breirem, prófessor við bún-
aðarháskólann í Ási, kom til
landsins snemma í nóvember í
boði íslandsdeildar N.J.F. og fé-
lagsins Ísland-Noregur, og hélt
2 fyrirlestra í Reykjavík og 1 á
Akureyri, um votheysverkun og
fóðrun. Er nokkur nýlunda að
slíkri heimsókn.
Um starfsíþróttirnar var frem-
ur hljótt — alltof hljótt — á ár-
inu. En þess ber að geta, sem
mætti marka timamót til vakn-
ingar, að íslenzkur unglingar
tóku þátt í Norðurlandamóti, sem
haldið var í Svíþjóð. Er það fyrsta
þátttaka héðan á slíkum vett-
vangi.
í vetur starfa 8 (7) húsmæðra-
skólar í sveitum. í þeim eru 253
(219) nemendur. Húsmæðra-
kennaraskólinn starfar ekki í vet
ur, en 13 nemendur luku þar
prófi vorið 1956.
í héraðsskólunum 8 (8) eru í
vetur 724 (660) nemendur. — í
Mennt.askólanum á Laugarvatni
eru 98, í 4 deildum. Einnig eru
þar 7 búfræðingar, sem auka-
nemendur í vetur, sem eru að
búa sig undir nám í Framhalds-
deildina á Hvanneyri.
HIÐ NÝJA ÁR
Þegar ég er að ljúka við að
taka saman þessar sundurleitu
upplýsingar hringir síminn, það
er lítil nýlunda, en erindið er
mikil nýlunda. Beðið er um upp
lýsingar um, hvort hægt aé að fá
keypt hér á landi, svo um muni
af góðri töðu, til flutnings til
eins af nágrannalöndunum og
notkunar þar. Venjulega hefði
bessu verið fljótsvarað neitandi.
Nú er málið tekið til athugunar.
Þótt ekki sé hægt að vera bjart-
sýr.n um jákvæða niðurstöðu,
sökum dýrra flutninga og óhag-
stæðs verðlags innanlands, sam-
anborið við verðlag í öðrum
löndum, er þetta ekki ómei kilegt
fyrirbæri, því að taðan er til —
Mér verður hugsað til fyrstu
starfsára minna hér fyrir 35 ár-
t’m er ég var hvað eftir annað
riðinn við að útvega hingað hey
frá Noregi, jafnvel til notkunar
á búum ríkisins, og mér verður
hugsað til allra þeirra ára á þe rsu
tímabili, þegar gripa hefir orðið
til óvenjumikilla og dýrra nota
á íóðurbæti, sökum heyleysis.
Erum vér nú loks að komast svo
langt, að yfirvofandi heyleysi sé
ekki lengur sú hengingaról, sem
| sé íilbúin að herða að hálsi bónd-
ans.
Erum vér að komast svo langt
að alltaf verði einnvers staðar á
landinu svo mikill og góður hey-
skapur, að hey sé alltaf að fá, ef
illa heyjast annars staðar. Slíkt
eru stórir hlutir, því að nú leyfir
tæknin heyflutninga sveita á
milli, langt umfram það sem áð-
ur var, þó að eigi megi gleyma
þvi að slíkur flutningur getur
orðið dýr, t.d. í aftaka árum,
þegar land er hulið jökli fram á
vor.
Þetta smádæmi, sem ég hefi
nefnt, er svo sem ekkert fyrir-
heit um það, að nú sé senn öllum
vanda úr vegi rutt í búskapnum,
það eru tölurnar um Mjólkurbú
Flóamanna ekki heldur, en mikla
sögu hafa þær að segja um
breytta búnaðarhagi, og um það
hvað af búskap drýpur í góð-
sveitum landsins. Bændan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11
bíða enn mörg vandamál, til at
taka á með bjartsýni. Stærsta, en
um leið gleðilegasta vandamálið,
feví vandamál geta svo sem verið
gleðiefni, er hin stóraukna fram-
leiðsla, sem ekki sér fyrir endan
á, sem betur fer. Vandinn er að
framleiða rétt og hagkvæmlega.
Of mikil mjólk og of mikið kjöt,
er hér nú fyrir dyrum? Það er
sagt, og það af ráðamönnum, að
vel megi við'una, ef bændur fram
leiða kjöt, sem ekki þarf að verð-
bæta meira en til jafns við fisk
til útflutnings. Er mikið til í
því, þegar þess er minnzt, að sá
fiskur er dreginn úr sjó á beztu
fiskimiðum veraldar. Samt er
þessi huggun engín þjóðhagsleg
lausn, hér er því vanda við að
glíma, að afla betri markaðs fyrir
kindakjötið á einhvern hátt, það
er engan veginn vonlaust. Svo er
spurningin: er hægt að framléiða
kjötið ódýrara? Og þá vaknar
önnur spurning: eru fjárbúm of
lítil og of mörg? Margt bendir
til þess að svo sé. Eigi er minna
athugunarefni hvað mikið má
fjölga sauðfénu og hvernig án
þess að ofbjóða beitarþoli lands-
ins? Hér kemur margt til, meiri
framræsla mýrlendis, og rækt-
un haga á annan hátt, betra
skipulag á notkun afrétta, haust-
beit á ræktuðu landi o. s. frv.
í nautgriparæktinni og mjólk-
urframleiðslunni eru eigi minni
viðfangsefni. Tvennt er mest um
vert: Að draga úr hinum gengd-
arlausa iinflutningi og notkun
fóðurbætis, sem nú á sér stað,
beinlínis til þess, að einum
þræði, að framleiða mjólk, sem
betur borgar sig að hella í Ölfusá
(eða aðrar ár) heldur en að gera
að markaðsvöru á þann hátt, sem
nú mun verða að gera að nokkru
leyti. Þannig er í raun og veru á-
statt um hluta af undanrennu,
sem fyrir hendi er í sumum mjólk
urbúunum. Breytt fóðrun naut-
gripa, þannig að meira af fóðrinu
sé heimafengið, er framfaraspor
sem vel er hægt að stíga og verð-
ur að stíga. Hið sama er að segja
um kynbætur nautpeningsins.
Undanfarna áratugi hefir ráðið
sú skaðræðisstefna að kynbæta
kýrnar nær einhliða eftir nyt og
getu til að mjólka. Árangurinn
er lélega vaxnir gripir og ó-
hraustir. „f hverju spori er eins
og þær stígi á stein“, segir Davíð
skáld Stefánsson um mjólkur-
kýrnar í lofkvæði sínu um kým-
ar.
Með þessum orðum hefir skáld-
ið og bóndasonurinn sagt naut-
griparæktí’rsérfræðingunum og
bændum öllum meiri og alvar-
legri sannindi, heldur en hann
íklega hefir hugmynd um. Það
er víst, að bændur væru betur
settir með nokkuð minni meðal-
nyt mjólkurkúnna, samfara meiri
hreysti, og um leið minni að-
keyptan fóðurbæti.
Bændur í mjólkurframleiðslu-
héruðunum hafa blátt áfram ver-
ið blekktir, og þeir hafa blekkt
sig sjálfir með einhliða lofræðu-
skvaldri um aukna meðalnyt
kúnna. Samanburður við liðna
tímann hefir verið gerður án
réttra raka, án þess að taka til-
lit til tugmilljóna fóðurbætis-
gjafar, sem áður var eigi fyrir
hendi, og án þess að minnast á