Morgunblaðið - 12.01.1957, Síða 12

Morgunblaðið - 12.01.1957, Síða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 12. jan. 1957 GULA llfl herbergið eítir MAHY ROBERTS RINEHART Hafnarfjörður Unglinga eða eldri mann vantar til blaðburðar. Talið við afgreiðsluna sem fyrst. Hátt kaup. Strandgötu 29. Framhaldssagan 25 — Upp eftir brekkunni, á ég við. — Nú, eigið þér við það? Hún leit upp eftir brekkunni. Hún var þéttvaxin smákjarri, en uppi á brúninni var gamalt, yfirgefið hús, grátt og einmana í morg- unskímunni. — Ég veit ekki; ég held varla. — En hvað um verkfaerahúsið? Það er líka þarna uppi, er ekki svo? — Það er sérstakur stígur að því. En nú er Georg Smith á spítalanum, og hefur ekki verið þar nýlega. — Það hefur nú samt einhver verið þar á ferðinni, alveg ný- lega. Jörðin er þurr, sem von er til í þessari þurrkatíð. En kran- inn fyrir garðslönguna hefur lek- ið á einuir. stað, og það hefur verið stigið ofan í pollinn. — Það er ekkert að marka, svaraði hún. — Dýrin úr skóg- mum koma oft þarna á nóttunni, — Já, en þau nota ekki flata skó með gúmmísólum, svaraði hann, stuttaralega. — Ég er hrædd um, að ég skilji ekki, hvað þér eruð að íara. — Jú, sjáið þér til, svaraði hann og var óþolinmóður. — Eft- ir því sem Alex segir, fundu þess ir lögreglumenn ekkert í mið- stöðínni í gærkvöldi. Þá getur vcrið um ýmislegt annað að ræða. Fötunum hennar var brennt ann- ars staðar, eða þau hafa verið send héðan á skipi — sem pau ekki voru — eða falin einhvers staðar. — Og þér haldið, að þau séu enn í þeim felustao? — Já, falin. Eða ef til vill graf- in niður. Ef þér lítið til baka, sjá- ið þér. að þetta hefur ekki gengið samkvæmt áætlun. Lucy Norton vaknaði. Það eitt var slæmt strik í reikninginn. Síðan datt hún niður stigann Það gaf hlut- aðeiganda dálítið svigrúm en þó ekki mikið. Og þarna var margt, sera losast þurfti við: fötin stúlk- unsar, handtaska og veski. Hvað langt gat morðinginn komizt með allan þann farangur? Þarna voru á ferðinni loítvarnaverðir, til þess að hafa eftirlit með ljósa- kveikingum hjá fólki, og auk þess brunaverðir, til þess að gá að skógareldum i þurrkinum. Að nú ekki sé talað um elskendur á skógarstígum og afskekktum stöðum. — Ég skil. Þér haldið, að dótið •é felið hérna á hæðinni. — Já, ég tel það að minnsta keeti hugsanlegt. — En ef maðurinn hefur ætlað að brenna húsið, til hvers er hann þá að koma dótinu burt? ÚTVARPIÐ Laugardagur 12. janúar: Fastir liðir eins óg venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Heimilis- þáttur. 16,SO Veðurfréttir. Endur- tekið efni. 18,00 Tómstundaþátt- ur barna og unglinga (Jón Páls- son). 18,30 Útvarpssaga bamanna „Veröldin hans Áka litla“ eftir Bertil Malmberg; II. (Stefán Sig- urðsson kennari). 19,00 Tónleikar (plötur). 20,20 Leikrit Þjóðleik- hússins: „1 deiglunni" eftir Art- hur Miller, í þýðingu Jakobs Bene diktssonar. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. 22,30 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. — Þér verðið að muna, hvað ég sagði um Lucy. Það kom ekki til nokkurra mála að kveikja í, þarna um nóttina. Það var gert s:ðar. Alveg áreiðanlega. Þau gengu nú hægt og hægt uppeftir brekkunni, allt frá lek- anum úr vatnsleiðslunni, og gættu þess vel að skemma ekki verksummerkin, sem þar voru. Þetta var lítið spor, annað hvort cftir hællausan kvenskó eða eftir lítinn karlmannsskó. En þarna voru engin önnur spor sýnileg. Brekkan teygði sig hátt upp, þurr og rykug, og áður en löng stund var liðin, voru síðbuxurn- ar, sem Carol var í, ataðar ryki og sokkar hennar eyðilagðir. Dane gekk ekki beinustu leið, heldur krækti hann í sífellu til hægri og vinstri, en þegar þau komu að auða húsinu uppi á brekkunni, hafði hvortugt þeirra neitt fundið. Dane settist snöggt niður og nuddaði á sér fótinn. — O, fjandinn hafi hann. Nú fæ ég víst orð í eyra hjá Alex, ef ég þekki hann rétt. Hann gaf henni vindling og kveikti sér sjálfur í öðrum. — Við getum kallað þetta und- irbúningsleit, sagði hann. — Föt- in eru ekki ofanjarðar, en þau gætu verið niðurgrafin. — Grafin? — Ef til vill. Annað eins hefur nú verið brallað. Og bezta að- ferðin er að uppræta tré eða runna og grafa holu á staðnum. Setja svo tréð eða runninn á sama stað aftur og biðja um regn. Ann ars getur hann visnað og dáið. Nú hefur engin rigning verið hér. Hann brosti ofurlítið gremjulega. — Á þessu augnabliki getur ein- hver verið að horfa til himins og vonast eftir regni. Skemmtileg tilhugsun, finnst yður ekki? Hann stóð upp og dustaði rykið af buxunum sínum. — Mér er ekki um, að þér séuð þarna alein í húsinu, sagði hann snögglega. — Já, ég veit, hvað þér viljið segja: þetta er allt san.an afstaðið og þér eruð skoll- ans lagleg stúlka, sem enginn fer að gera mein. Það var hin stúlk- an líka, og samt fór sem fór. En ég var bara bjáni að fara með yður hingað upp. Ef einhver fær þá hugmynd, að þér séuð að leita að ekvhverju hér.... Maður verð- ur að muna eitt í sambandi við morð: Það er ekki nema fyrsta morðið, sem er erfitt. — Mér ætti að vera óhætt. Ekki höfum við fundið neitt. — Það gerir engan mismun. Þau gengu nú niður brekkuna og komu við í verkfærahúsinu, en þar stanzaði hann. — Ætli ég megi ekki fara þarna ins? spurði hann. — Það er sennilega læst En verkfærahúsið var einmitt ekki læst. Sennilega hafðí þetta botnlangakast Georgs borið brátt að. Dane opnaði og gekk inn. Þaina var allt í stökustu röð og reglu, og hvert áhald á sinum stað. — Hirtinn náungi, Georg, sagði hann og leit kring um sig. — Allt hér um um bil eins og hann skildi við það í fyrrahaust. Nema.... Hann laut yfir eitthvað, en snerti það ekki. — Komið þér inn, sagði hann. — Það virðist helzt sem við ætlum að finna hér eitthvað. Það sem hann hafði fundið var skófla. Hún var ötuð í leir og á henni héngu nokkur trjáblöð. Carol starði á þau. — Þér haldið, að þessi skófla hafi verið notuð til þess að grafa fötin með? — Það er alltaf vel hugsan- legt. En þá hefur hlutaðeigandi vitað um þetta verkfærahús, og það, sem í því var. Það er eftir- tektarvert, finnst yður ekki? Ekki snerta neitt? Það geta verið fingraför á því. Carol heyrði ekki neitt. Hún stóð í dyrunum og horfði upp á eina hilluna, með miklum efa- svip. — Þarna eru þá tebollarnir hennar mömmu. sagði hún dræmt. — Og myndin af pabba og nafnaklúturinn, sem amma saum- aði, þegar hún var ung. — Kannske Georg sé eitthvað annt um þessa hluti? — Þér skiljið ekki hvað ég á við. Carol var hálf-viðutan af undrun. — Þessir hlutir voru all- ir inni í húsinu í haust sem leið. Ég skil þetta ekki! Hvorki Georg né Lucy hafa hreyft þau þaðan, veit ég alveg fyrir víst, en það virðist sem einhver hafi viljað forða þeim. Hún seildist eftir postulíninu, en Dane rykkti hönd hennar til baka. — Ekki snerta, sagði hann. — Yður er betra að læra hand- verkið, þó óskemmtilegt sé. — Carol vissi hvorki upp né niður. — Mér dettur eitt í hug, sagði hún. — Freda segir, að í gærkvöldi hafi maður verið á ferð kring um húsið. Haldið þér, að hann hafi verið að leita að þessu? Frekar er það ósennilegt, finnst mér. Dane svaraði, að það gæti vel komið til greina. Með sjálfum sér fannst honum það heldur I- skyggilegt, en hann sagði samt ekki neitt. Hann fann beyglaðan biikkbakka, síðan tók hann postulínið, myndina og nafna- klútinn upp með vasaklútnum sínum og setti á bakkann, stakk síðan skóflunni undir handlegg MARKÚS Eftir Ed Dodd Apter eatisig a whole ÍOA3TED RAB8IT; RALPH q_EN\ING DOZE5 BV THE =IRE AND FONVILLE 5EE5 k CHANCE TO GET HIS GUN tOKAy; VOUNG FELLA, ) VOU'VE BEEN A /little TOO smart.„ ) I WASNT KIDDINS 'A80UT WUR AOTHBR ...!N THE MORNIN® WE’U. GO OW AND LEJ*/E MER HERE/ 1) Eftir að Hrólfur hefur etið heilan héra, sígur svefn á hann og Finnur þykist sjá tækifæri til að taka byssuna af honum. 2) Hann teygir sig eftir byss- unni, en illmennið var ekki sofnað. 3) Hrólfur sparkar undir bringspalið Finois. 4) — Fanturinn þinn, hrópar mamma Finns. — Jæja, litli minn, nú skaltu sjá, að ég var ekki að gera að gamni mínu. Þú hefðir ekki átt að beita mig brögðum. Nú skilj- um við mömmu þína eftir hér í fyrramálið, pegar við leggjum af stað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.