Morgunblaðið - 15.01.1957, Síða 1
Breytingar á brezku stjórninni athyglis-
verðar, en koma ekki á óvart
London, 14. jan.:
BREZKA ÚTVARPIÐ skýrði frá því í dag, að skipun Selwyn
Lloyds í embaetti utanríkisráðherra hefði vakið nokkra and-
stöðu í blöðum stjórnarandstöðunnar, en stjórnarblöðin hefðu
fagnað henni. Yfirleitt koma breytingarnar á stjórninni blöðunum
ekki á óvart, enda þótt þær séu athyglisverðar. „Times“ segir í
leiðara, að menn undrist fremur það, sem Macmillan hefur ekki
gert, en það sem hann hefur gert.
Þrælarnir
sluppu ekki
Vínarborg, 14. janúar.
Frá Reuter.
FERÐAMENN, sem komu til
Vínar í dag frá Sofia, sögðu frá
því, að í Belene-þrælabúðunum
i Búlgaríu hefðu hundruð fanga
reynt að brjótast út, en verðirn-
ir skutu á þá og komu í veg fyr-
ir, að þeim tækist flóttinn. Þessir
ferðamenn staðfestu fyrri fregn-
ir þess efnis, að einstakir fangar
hefðu komizt undan frá þrælabúð
unum í Belene og í Varna.
Fiskflök og varnir
BANDARÍSKA tímaritið „U. S.
News & World Report“ segir í
frétt frá Washington 4. jan. s. 1.,
„Ákvörðun Eisenhowers forseta
um að takmarka ekki innflutn-
ing á fiskflökum er nátengd
þeirri endanlegu ákvörfiun ríkis-
stjórnar íslands að Ieyfa okkur
að hafa áfram herstöðvar á hinu
hernaðarlega mikilvæga eylandi“.
Tala ráðherra í stjórninni hef-
ur verið lækkuð úr 19 í 18. Sex
ri-jherrar úr fyrri stjórn hafa
látið af störfum fyrir aldurs
sakir, en sex nýir komið í þeirra
stað. Aðeins einn ráðherra hefur
verið látinn fara úr stjórninni,
Anthony Head, sem var land-
varnaráðherra. Flest af mikil-
vægari ráðuneytunum hafa ver-
ið fengin í hendur yngri mönn-
um. Níu af ráðherrunum úr fyrri
stjórn halda áfram í sömu em-
bættum, en níu ráðherrastólar
fá nýja menn.
ÖU blöð í Bretlandi lýsa
ánægju sinni yfir tveimur atrið-
Framh. á bls. 2
Kovach dregur sig í hlé
Búdapest, 14. jan. Frá Reuter.
IMRE KOVACH, íoringi ungverska smábændaflokksins, hefur
dregið sig í hlé og lýst því yfir, að hann muni ekki taka þátt
í stjórnmálum Ungverjalands framvegis. Hann átti sæti í hinni
skammlífu stjórn Nagýs, sem mynduð var eftir uppreisnina í októ-
ber. Yfirlýsing Kovachs útilokar, að hann hafi nokkurt samstarf
við Kadar, en talið var, að Kadar hefði hug á að fá hann í stjórn
sina.
Banduríkin komo með nýjnr
tillögur um nfvopnun
New York, 14. jan. Frá Reuter.
BANDARÍKIN HAFA lagt fram í stjórnmálanefnd Allsherjar-
þingsins áætlun um bann við framleiðslu kjarnorku til ann-
arra þarfa en friðsamlegra. Fulltrúi Bandaríkjanna, Henry Cabot
STÚDENTAR lentu í allsnörp-
um átökum við lögregluna á göt-
um Barcelona í dag, þegar fólk
T j . , . , ,, .... . , . , neitaði að aka með sporvögnum
Lodge, gerði grein fyrir þessan aætlun a fundi nefndarmnar i borgarinnari vegna þess að far_
dag. Sagði hann, að Bandaríkin vildu koma á algeru banni við
tilraunum með kjarnorkuvopn í framtíðinni. Ennfremur væri nauð-
synlegt að koma á alþjóðlegu eftirliti með geimförum og öðrum
tilraunum með fjarstýrð tæki.
Lodge lagði áherzlu á, aU
Bandaríkin væru reiðubúin til
afvopnunar svo fremi raunhæft
alþjóðlegt eftirlit væri haft með
henni, þannig að möguleikinn á
skyndiárásum væri úr sögunni.
Hann kvað slíka kröfu ekki vera
duttlunga af hálfu Bandaríkj-
anna. Því aðeins væri afvopnun
framkvæmanleg og friður örugg-
ur, að allir tækju þátt í henni
undir eftirliti S.Þ.
FIMM TILÖGUR
Lodge benti á 5 atriði, sem
keppa yrði að, þegar umræður
um afvopnun hefjast að nýju:
Kommúnistor
tapn í Pnrís
París, 14. janúar.
í GÆR fóru fram aukakosn-
ingar í Parísar-kjördæminu
á vinstri bakka Signu. Úrslit
urðu þau, að íhaldsmaðurinn
hélt sæti sínu með svipuðu
atkvæðamagnl og áður. Hann
er eindreginn stuðningsmað-
ur stjórnarinnar í Alsír-mál-
inu. Jafnaðarmaðurinn hélt
einnig sæti sínu, en atkvæða-
magn kommúnistans hrapaði
úr 29% í síðustu kosningum
niður í 20% í kosningunum i
gær.
1) Stöðva bæri viðleitnina til
að koma sér upp æ auknum
Framh. á bls. 2
Róstur á Spani
gjold höfðu verið hækkuð. Marg-
ir stúdentanna voru handteknir.
í einum sporvagni voru allar rúð-
ur brotnar fyrir utan háskóla-
bvgginguna. Neðanjarðarbrautirn
ar störfuðu með svipuðum hætti
og áður, en nærri allir sporvagn-
ar óku tómir.
Sýrlendingar handtöku
starfsmenn S.Þ.
Það var ekki vitað fyrr en i
fyrradag, að Kadar væri staddur
í Moskvu. Hefur hann þar tekið
þátt í mörgum Ieynifundum mcð
Sjú En-Laí, forsætis- og utan-
ríkisráðherra Kína, Krúsjeff,
Búlganin, Sjepilov og Mikojan,
sem haldnir voru í Kreml. Þess-
ir fundir virðast vera liður i hin-
um víðtæku ráðstefnum komm-
únistaleiðtoganna, sem miða að
New York, 14. janúar.
Frá Reuter.
ÞAÐ var opinberlega tilkynnt í
dag, að hinn 5. nóv. s. 1. hefði
sýrlenzka herlögreglan handtek-
ið tvo starfsmenn flóttamanna-
stofnunar S. Þ. á skrifstofu
hennar í Damaskus. Annar þeirra
var yfirmaður skrifstofunnar.
Mönnunum var haldið í sex klst.
og síðan sleppt með því skilyrði,
að þeir færu úr landi þegar í
stað.
Þessi atburður gerðist skömmu
eftir að Sýrlendingar höfðu slitið
stjórnmálasambandi við Breta og
Frakka. Forstjóri stofnunarinnar
Henri Labouisse, hefur lagt fram
skýrslu um málið, og segir þar,
að lögreglan hafi tekið skó, belti
og hálsbindi af tvímenningunum.
Voru þeir sakaðir um óhæfilegt
framferði. Ásakanir lögreglunnar
voru mótsagnakenndar. í einu til-
felli var sagt, að annar mann-
anna hefði kveikt á • eldspýtu,
þegar loftvarnamerki var gefið,
en samkvæmt umsögn annars
lögreglumanns átti hann að hafa
farið niðrandi orðum um sýr-
lenzkan stjórnmálamann. Ásak-
anirnar voru aldrei sannaðar, og
báðir mennirnir neituðu þeim.
Bogarf láfinn
New York, 14. janúar,
Frá Reuter.
HINN kunni bandaríski kvik-
myndaleikari Humphrey Bogart,
lézt á heimili sínu í Hollywood
í dag, 56 ára gamall. Gekk hann
undir uppskurð við krabba 1
hálsi í marz s. 1., en varð aldrei
heill heilsu. Var hann mjög þungt
haldinn síðustu vikurnar. Bogart
hefur leikið í fjölda kvikmynda,
fékk m. a. Oscar-verðlaunin fyr-
ir leik sinn í „Afríkudrottning-
unni“ og mikla viðurkenningu
fyrir leikinn í „Caine-uppreisn-
inni“. Hann var kvæntur leik-
konunni Laureen Bacall.
Aftakaveður í Danmörku
Kaupmannahöfn, 14. jan. Frá NTB.
GEYSILEGUR stormur gekk yfir Danmörku og Norður-
Þýzkaland í nótt, sem leið. Þegar er vitað um 6 Dani,
sem létu lífið af völdum hans. í Slésvík var sjógangur svo
mikill, að öldurnar brutu niður varnargarðana við Eystra-
salt, og víða í Danmörku varð mikið tjón. Af Dönunum sex,
sem drukknuðu, voru fimm fiskimenn frá Borgundarhólmi.
Tveir bræður, sem voru á leiðinni til hafnar í Nexö, fórust,
þegar holskefla reið yfir bátinn. Mörg hundruð manns,
sem stóðu á ströndinni, urðu vitni að slysinu, en
fengu ekki að gert. Meðal áhorfendanna var bróðir mann-
anna, sem fórust. Hann stóð nú einn eftir af fimm bræðrum.
Tveir bræður hans drukknuðu fyrir nokkrum árum. Þrír
aðrir sjómenn frá Borgundarhólmi drukknuðu, er þeir voru
að veiðum nálægt Christiansö. Hinn sjötti þeirra, sem
drukknuðu í nótt, var ungur maður frá Óðinsvéum, sem
var á sjó í smábáti.
því að tryggja samstöðu þeirra
og einhug.
Sjú En-Laí er nú staddur í
Varsjá í þriggja daga opinberri
heimsókn, en heldur síðan til
Búdapest, þar sem hann mun
að líkindum eiga frekari viðræð-
ur við Kadar.
Spaak í Lundúnum
London, 14. janúar.
Frá Reuter.
SPAAK, utanríkfisráðh. Belgíu,
kom til Lundúna i dag til að
ra’ða við brezka ráðamenn. í
kvöld snæðir hann með Selwyn
Lloyd, utanríkisráðherra en hann
mun einnig eiga viðræður við
Macmillan forsætisráðherra. Er-
indi hans er m. a. það að leita
fyrir sér hjá Bretum, hvort þeir
vilji eiga aðild að áætlun um
sameiginlega markaði, sem sex
ríki Vestur-Evrópu hafa komið
sér saman um. Þessi ríki eru
Ítalía, Frakkland, Þýzkaland,
Belgía, Holland og Luxemburg.
Spaak tjáði fréttamönnum, að
hann væri vongóður um árang-
ur fararinnar.