Morgunblaðið - 15.01.1957, Síða 8

Morgunblaðið - 15.01.1957, Síða 8
8 MORGVNBLAÐ1Ð ÞriSjuctagur 15. Janðar 1957 wðntiMitfelfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjamason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Er það stefna ríkisstjórnar- innar allrar? . EINAR OLGEIRSSON, formaður stærsta stjórnmálaflokksins, sem styður núverandi ríkisstjórn, rit- aði s. 1. laugardag grein í „Þjóð- viljann", þar sem hann gerði utanríkismál og afstöðu íslands til alþjóðamála að umtalsefni. Komst hann þar að tveimur meg- in-niðurstöðum. Hin fyrri þeirra var sú að „alþýðu stéttir og sósíalismi hafi völdin í þriðjungi veraldar, þar sem auð- valdi og aðli hefur verið steypt af stóli. Og jafnframt þessu styð- ur svo sterk verkalýðshreyfing 'auðvaldslandanna í Evrópu þjóð- frelsisbaráttuna við auðvald heimalandsins". Þetta segir formaður kommún- istaflokksins á íslandi, sem nú er formaður stærsta stjórnar- flokksins í landinu og einn af forsetum Alþingis. Eftir þessi ummæli þarf eng- inn að fara í neinar grafgötur um afstöðu kommúnista á fslandi til þeirra atburða, sem verið hafa að gerast í þeim löndum, sem hinn alþjóðlegi kommúnismi hef- ur svipt sjálfstæði. Einar Olgeirs- son segir fullum fetum, að „al- þýðustéttir og sósíalismi“ hafi völdin í „þriðjungi veraldar“. Þrátt fyrir allt heldur þessi harðsoðni einræðissinni sér við Moskvulínuna. Hann heldur því enn fram við íslendinga að barátta kommúnista sé „þjóðfrelsisbarátta“. Og hann játar hreinskilnislega að verka lýðshreyfingu Vestur-Evrópu sé beitt í þessari baráttu. Yfirlýsing Krúsjeffs um glæpi Stalins, uppreisnin í Póllandi og blóðbaðið í Ungverjalandi hafa engin áhrif haft á Einar Olgeirs- son. Hann telur baráttu kommún- ista, einnig í Ungverjalandi og Póllandi, eftir sem áður „þjóð- frelsisbaráttu“!! Það er mjög gagnlegt að ís- lenzkur almenningur skuli hafa séð þessa yfirlýsingu frá for- manni kommúnistaflokksins hér á landi. Leiðtogar hans fylgja Moskvulínunni. Þeir telja Kadar hinn ungverska heyja „þjóð- frelsisbaráttu“ með rússneskum skriðdrekum og stórskotaliði, sem beitt er gegn verkamönnum og menntamönnum, alþýðu manna í Búdapest og öðrum ungverskum borgum og byggðum. Atlantshafsbandalagið á að leysa upp Þegar formaður íslenzka komm únistaflokksins hefur lokið við að lýsa „þjóðfrelsisbaráttu“ komm- únista í Austur-Evrópu og víðar snýr hann sér að innanlandsmál- unum. „En hvað getum við íslending- ar gert í þessum rnálurn?" spyr Einar Olgeirsson. Svar hans er á þessa leið: „ísland á að beita sér fyrir upplausn Atlantshafsbandalags- ins“. Og enn segir hann: „ísland á að taka upp sína fornu hlutleysisstefnu og hvetja aðrar Evrópuþjóðir til að gera það líka“. Þetta er þá stefna stærsta stjórnarflokksins á íslandi í dag. ísland á að beita sér fyrir upplausn Atlantshafsbanda- lagsins og taka upp sína „fornu hlutleysisstefnu“. Hvað segja samstarfsflokkarnir? Af þessu tilefni er nauðsyn- legt að beina þeirri fyrirspurn til Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins, sem sitja í ríkis- stjórn með kommúnistum, hvort þeir séu sammála þessari yfir- lýsingu formanns kommúnista- flokksins. Er þetta stefna ríkis- stjórnarinnar í heild? Undanfarna mánuði hafa blöð og leiðtogar þessara flokka lagt sérstakt kapp á að lýsa yfir holl- ustu sinni við varnarsamtök vest- rænna þjóða. Þeir hafa hvað eftir annað lýst því yfir, að ríkisstjórn- in vildi hafa sem nánasta og bezta samvinnu við þessi sam- tök. Nú kemur formaður stærsta stjórnarflokksins og lýsir því yfir að hann leggi það til, að Atlantshafsbandalagið verði lagt niður. Það er mjög æskilegt, að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn svari því, sem fyrst, hver afstaða þeirra sé til þessarar tillögu kommún- istaflokksins, sem þeir eiga nú náið stjórnarsamstarf við. Jafnvægið í byggð landsins Á s. 1. vori meðan Framsóknar- flokkurinn var ennþá í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum urðu Framsóknarmenn til þess að írv. um jafnvægissjóð og ráðstafanir til þess að auka jafnvægi í byggð landsins dagaði uppi á Alþingi. Höfðu þeir það helzt á móti þessu frv. að stjórn jafnvægissjóðs skyldi kosin af Alþingi og að kommúnistar fengju þá fulltrúa í stjórn hans. F.ftir kosning ir tóku Framsókn armenn svo kommúnista með sér í sjálfa ríkisstjórn landsins. Af þessu verður ekki annað séð en að Framsókn hafi bein- línis verið mótfallin ráðstöfunum til þess að auka jafnvægi byggð- arinnar og þess vegna hindrað "ramgang jafnvægisfrv. á s. 1. ^ori, sem að vísu náði miklu skemmra en Sjálfstæðismenn vildu. Það situr því illa á Tímanum nú, að ætla sér að teljs, fólki trú um, að Framsóknarflokkurinr. hafi miktu aírekað í þessum þýð- ingarmikluxmálum, eða að mikið traust sé á hann setjandi vegna forystu um jafnvægisráðstafanir. mcirxiMzu L ari verið í „sérstæðum skóm". „Þeir voru allt of stórir — breitt gap var á milli öklans og skó- brúnarinnar, sem á að falla að hælnum........ Undarlegt .... geta þetta hafa verið skór hertog- ans af Edinborg?“ Blaðamaður- inn fékk skömmu síðar orðsend- ingu þess efnis, að þetta hefðu verið veiðiskór drottningar. E nglendingar hafa mjög nákvæmar gætur á ríkiserfingj- anum, Charles prins, og hika yfir- leitt ekki við að gagnrýna drottn- ingu og mann hennar harðlega, ef þeim þykir eitthvað ábóta- vant hvað viðvíkur uppeldi Charless, sem nú er 8 ára. f haust tilkynnti maður drottning- arinnar, Philip, hertoginn af Edenborg, að Charles yrði ekki kennt meira í hnefaleikum en hann hefði þegar kennt honum sjálfur. í skóla mundi Charles hins vegar leggja stund á knatt- spyrnu í stað hnefaleika. Ekki alls fyrir löngu tók prinsinn svo þátt í fyrsta knattspyrnuleikn- um — og lék hann með skólafélög um sínum, jafnöldrum, sem eru 31. Knattspyrnuþjálfari leiðbeindi piltunum — og á mýndunum má sjá, að líf hefur verið í tuskun- um. T il þessa fyrsta knatt- spyrnuleiks kom Charles akandi í stórri svartri bifreið — og var í fylgd með honum leynilögreglu- maður. Stóðu bæði bifreiðastjór- inn og leynilögreglumaðurinn álengdar á meðan prinsinn var í leiknum, og fylgdust þeir ná- kvæmlega með öllum hreyfing- um hans. Að leiknum loknum héldu þremenningarnir þegar heimleiðis í svörtu bifreiðinni, en knattspyrnuþjálfari og 31 8 ára drengir stóðu á leikvellinum og horfðu á eftir bifreiðinni þar til hún hvarf: Þeir höfðu leikið við prinsinn. E nda þótt segja megi, að töluverðrar óánægju hafi gætt, er tilkynnt var, að prins- inum yrðu ekki kenndir hnefa- leikar — þá var það ekki sam- bærilegt við hina almennu óánægju, er atvik nokkurt olli á dögunum. Þannig er mál með vexti, að nokkrum sinnum á ári fer Elísabeth í smáveiðiför, sem að sjálfsögðu er ekki í fíásögu færandi, því að slíkt má frekar telja hefð en beina veiðilöngun. En hvað um það. Fyrir skömmu fór drottningin í eina slíka veiði- ferð, og leyfði hún Charles syni sínum með. Þá var það, að félag eitt, er vinnur gegn iðkun „ósæmilegra“ eða „grimmdarfullra“ íþrótta, skaut á skyndifundi og gerði svo- hljóðandi ályktun, sem var send drottningu þegar í stað: Mikill hluti þjóðarinnar finnur til mikils sársauka vegna þess, að drottn- ingin — sem móðir — skuli efla hina grimmúðugu með því að gera það opinbert, að hún álítur slíka skemmtan hæfa áhrifa- gjörnu barni. E n það var ekki nóg með að hinar fínu ensku taugar særðust vegna þeirrar ónærgætni, er drottningin sýndi þjóð sinni með því að leyfa prinsinum að horfa á fugla drepna, því að síð- ar var veitzt að henni með háði í einu Lundúnablaðanna, „London Daily Express“. Þar var sagt, að drottningin hefði í veiðiför þess- Uin öra fólksfjölgun í Kína veldur kommúnistastjórn- inni vaxandi áhyggjum. Nú fæð- ast um 12 milljónir Kínverja ár- lega umfram þá, sem látast. Ef slíku heldur áfram, verða Kín- verjar orðnir 1 billjón að tölu árið 1980. Kommúnistastjórnin státar mjög af því, að uppbyggingin hafi gengið vel, en samt sem áður viðurkennir hún, að heldur dragi sundur en saman með matvæla- framliðsluaukningunni og fjölg- un landsmanna. Fæðuskorturinn fer því vaxandi. Fyrir alllöngu heyrðist það, að stjórnin hefði í hyggju að takmarka barneignir, en þar var bara sá ljóður á, að Marxisminn gerir ráð fyrir því, að hægt sé að metta alla munna án þess að til slíkra aðgerða þurfi að grípa. Þess vegna var ákveðið að láta þá, sem ekki gátu aflað sér matar, frekar falla úr hor en að brjóta boðorð hins heilaga Marx. Nú er þó svo kom- ið, að kommúnistastjórnin hefur ekki getað setið lengur auðum höndum. Kínverskur talsmaður skýrði frá því fyrir skömmu, að ákveðið væri að hefja takmörkun barneigna. Stefnt yrði að því, að þjóðin stæði í stað. Fæðingar yrðu árlega jafnmargar dauðs- föllum. Járnbraufarsamgöngur BÚDAPEST, 9. jan. — Það var tilkynnt í dag að járnbrautarsam- göngur við Belgrad hæfust á morgun og við Vínarborg á mánu daginn. —Reuter. Sameining Kóreu NEW YORK, 11. jan. — Alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag með 57 atkvæð- um gegn 8 atkv. kommúnista- landanna að stefna bæri að því að sameina alla Kóreu. Til þess að nú því takmarki að sameina landið vilja S. Þ. að haldnar verði leynilegar lýðræðis legar kosningar í allri Kóreu und ir eftirliti fulltrúa S. Þ. —Reuter. Aldrei verður Charles landsliðsmaður, enda þótt hann nái með timanum leikni í knattspyrnunni. Þjálfarinn er til vinstri — og einn leikbræðranna að baki. í skemmtilegum leik getur gáski hlaupið í prinsa sem aðra. Charles til vinstri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.