Morgunblaðið - 15.01.1957, Side 16

Morgunblaðið - 15.01.1957, Side 16
Veðrið úrkomulaust — frostlaust. Allhvast suðvestan, skýjað, 11. tbl. — Þriðjudagur 15. janúar 1957 I Nausti Sjá bls. 10 Brezkur píanósnillingur hér á vegum Tónlistarfél. S í Ð A N Sinfóníuhljómsveitin flutti hér við mikla hrifningu óperuna II Torvatore, hefur verið fátt um tónleika hér í bænum. — En nú er hingað kominn á vegum Tónlistarfélagsins, brezkur píanó snillingur, Kendall Taylor. Hann heldur tvenna tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins og verða þeir fyrri í kvöld. Kendall Taylor er á leið í hljóm Kendall Taylor. leikaför um Kanada og Mið- Ameríku. Mr. Taylor, sem er um fimmtugt, er víðkunnur píanó- snillingur — ekki aðeins heima í Bretlandi því hann hefur víða haldið tónleika á meginlandinu. Eru blaðadómar hinna fremstu dagblaða, mjög lofsamlegir. Eink- úm þykir hann fara snilldarlega með verk Beethovens. Mr. Taylor er píanókennari við Royal Coll- ege of Music í Lundúnum. Þar er meðal nemenda hans Kristinn Gestsson frá Dalvík, sem lauk burtfararprófi frá Tónlistarskól- anum hér vorið 1954. Á hljómleikunum í kvöld mun Mr. Taylor leika verk eftir Beet- hoven, sónötu í c-moll op. 111, sem var síðasta verk hans og er þetta stærsta viðfangsefni Mr. Taylors á hljómleikunum. Þá leikur hann verk eftir Chopin, Liszt, Bach og Haydn, ennfremur þjóðdansa eftir M. Tajcevic, sem er Júgóslafneskt tónskáld og eins leikur hann preludíu eftir landa sinn N. Fulton, en verk eftir þessa tvo síðasttöldu hafa ekki áður verið leikin hér. Hljóm leikarnir verða svo endurteknir annað kvöld, en þeir hefjast kl. 7 bæði kvöldin í Austurbæjarbiói. Mr. Taylor heldur vestur um haf um miðja vikuna. Skip er var við björgun Coðanessmanna í hœttu UM hádegisbilið í gær barst um það skeyti frá færeyska fiski skipinu Vesturhafið blíða, að skipið væri ósjálfbjarga hér úti í Faxalfóa eftir að veiðarfæri skipsins, línan hefði farið í skrúfu skipsins. En á meðan á þessu samtali stóð við skipið, slitnaði samband- ið við það. Hér óttuðust menn að skipið væri í mikilli yfirvofandi hættu. Um klukkan 3.30 náðist sam- band við skipið á ný og var þá hægt að taka af því miðun. — Reyndist það vera um 12 mílur út af Malarrifsvita og var það þá enn ósjálfbjarga. Skipið rak þá að landi, en var djúpt undan. Togarinn Jón forseti hafði far- ið til veiða fyrrihluta dags í gær og var hann beðinn að fara hinu nauðstadda skipi til hjálpai. Sjór var þungur hér í bugtinni og sóttist ferðin því seinna. Var Jón forseti væntanlegur Vesturhaf- inu blíða til hjálpar milli klukk- an 8 ög 9 í gærkvöldi. Skipstjór- inn á hinu færeyska skipi ætlaði að biðja togarann að draga sig til Reykjavíkur. Vesturhafið blíða er um 160 tonna skip. Það kom mjög við sögu er Goðanes strandaði á dög- unum við Færeyjar, en skipbrots- menn voru teknir um borð í skipið eftir björgunina af flaki Goðaness. Verður Hanni- bal kastað fyrir borð? STERKUR orðrómur hefur gengið um það undanfarið, að til mála hafi komið innan her. búða „vinstri stjórnarinnar" að kasta bráðabirgðalagaráð- herranum, Hannibal Valdi- marssyni, fyrir borð og setja bróður hans, Finnboga Rút, í ráðherrastól hans. Ástæða þessara ráðagerða mun talin sú, að Hannibal hafi staðið sig hraklega í ráðherra- embætti sinu. Hann hafi hlaup ið á sig hvað eftir annað og m. a. gefið heimskulegar yfir- Iýsingar á þingi, er varnarmál- in voru rædd þar. Ekkert skal um það fullyrt að sinni, hvað ofan á kann að verða í þessum efn<um. En vit- að er, að Hannibal muni þykja allillt að missa af stól sínum, jafnvel þó að bróðir hans ætti að erfa hann. Tjón af völdum mikils fárviðris í fyrrinótt Flateyri, 14. jan. f 7ESTAN-ROSI geisaði hér í nótt og fram yfir miðjan dag í dag. Hefur veður þetta valdið talsverðum skemmdum hér. -<3» Sæmilegur afli hjá Sfykkishólmsbáfum STYKKISHÓLMI, 14. jan. — f gær var landlega hjá bátunum og er einnig í dag. Undanfarið hefur afli verið sæmilegur og allt upp að 7 lestum. Á laugardaginn reru bátarnir síðast og voru þá með um 6 lestir að meðaltali. Fiskvinnsla er nú hafin í báð- um frystihúsunum hér. Er at- vinna því mjög að glæðast. —Árni. 40 ára hljómleikaafmælis Páls Isólfssonar minnzt Æskulýðsráð Reykjavíkur gengsf fyrir sex kirkju- hljómleikum í tilefni þess ITILEFNI ÞESS, að dr. Páll ísólfsson, átti 40 ára hljómleika- afmæli nýlega, gengst Æskulýðsráð Reykjavíkur fyrir sex kirkjutónleikum. Tveir þeir fyrstu fara fram í Hallgrímskirkju, miðvikudaginn 16. janúar n.k. kl. 8.30 og í Laugarneskirkju mið- vikudaginn 23. jan. kl. 8,30. Frú Þuríður Pálsdóttir óperusöng- kona, mun syngja innlend og erlend lög á hljómleikunum. Að Vífilsmýrum, en það er tví- Rúm 40 ár eru nú liðin frá því að Páll ísólfsson hélt fyrstu org- antónleika sína. Hélt hann þá 5. marz, 1916 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Síðan hefur hann haldið tónleika á eftirtöldum stöðum: Leipzig, Berlín, Miinch- en, Teplitz, Köln, Wissen, Kaup- mannahöfn, Ósló, London, Eton, Þróttmikil startsemi FUS Stefnis í Hafnarfirði Blöðin stöðvuð UM síðustu helgi var af tollyfir- völdunum, vegna ráðstafana rík- isstjórnarinnar, lagt hald á all- mikinn blaðapóst og tímarita, sem kom flugleiðis um helgina til bóksala hér í bænum. Var þessi póstur enn undir lás og slá í gærkvöldi. Þetta stafar af því, að er rík- isstjórnin setti lög um yfirfærslu gjaldið, þá var ekki fyrir því hugsað, hvernig innheimta skyldi þetta gjald af blöðum og tíma- ritum Er fyrrnefnd blöð og tíma rit komu með flugvélum um helgina, þá vár þetta gjald ekki greitt og því komu starfsmenn tollsins til skjalanna og lögðu hald á þennan póst. Einsdæmi mun það vera, að blaðapóstur sé þannig stöðvað- ur. Nú mun það vera til athugun- ar, að bóksalar er annast þennan innflutning á blöðum og tímarit- um, greiði í bönkunum jfir- færslugjaldið um leið og þeir greiða þar önnur gjöld fyrir þessi blöð. En ekki var þetta þó endanlega ákveðið í gær. STEFNIR, F.U.S. í Hafnarfirði, er að hefja starfsemi sína á þessu ári. Hefst hún með því, að félag- ið gengst að undirlagi stjórnar S.U.S. fyrir stjórnmálanámskeiði, sem standa mun yfir í tvo mán- uði, en þar verður fjallað um ýmsa þætti bæjar. og landsmál- anna. Fundir verða haldnir viku- lega í Sjálfstæðishúsinu í Hafn- arfirði, og verður hinn fyrsti í kvöld kl. 20.30. Hefst hann með því að formaður Stefnis, Magn- ús Sigurðsson, setur námskeiðið, en að því loknu mun formaður S.U.S., Ásgeir Pétursson, flytja erindi um stefnu og skipulag Sjálfstæðisflokksins og Guð- mundur Guðmundsson, framkv.- stj., um skipulag og starfsemi Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- firði. Að því loknu verður sýnd stutt kvikmynd. Nánari tilhögun námskeiðsins irnir verða með málfundasniði verður þannig, að fyrstu fund- þar sem áherzla verður lögð á mælskuæfingar og þátttakendur munu ræða hin ýmsu áhugamál unga fólksins. Síðar á námskeið- inu munu sérfróðir menn ílytja erindi um ýmis efni og ræða við þátttakendur um bæjar- og landsmál, einkanlega þau, sem efst eru á baugi á hverjum tíma. Á hverjum fundi verður sýnd stutt kvikmynd, og verður hún valin með tilliti til þess efnis, sem fjallað er um hverju sinni. Stefnir hefur oft áður gengizt fyrir stjórnmálanámskeiðum fyr- ir æsku Hafnarfjarðarbæjar og hafa þau ætíð verið vel sótt og orðið þótttakendum til mikils gagns og fræðslu um þjóðfélags- mál. Er ekki að efa, að námskeið það, sem nú er að hefjast, verði vel sótt og geta þeir, sem hugsa sér að taka þátt í því, snúið sér til formanns Stefnis, Magnúsar Sigurðssonar, síma 9372, sem gef- ur nánari'Upplýsingar. Óráðin gáta EINN hinna 9. metra háu ljósa- staura sem eru við Hringbraut- ina, á móts við Gróðrarstöðina, lá í fullri lengd sinni mölbrot- inn á gangstéttinni síðdegis í gær. Þetta var steinsteyptur staur. Blaðið spurðist fyrir um þetta hjá lögreglunni, en í hennar dag- bók var ekkert um þetta getið. Sennilegt er að eitthvert ökutæki hafi verið að „kljást“ við staur- inn. En það er sem sé óráðin gáta. — Ekki töldu menn ástæðu til þess að setja þetta nokkuð í sam- bahdi við Úrsus, sem kominn er aftur heim eftir alllanga útivist og hygest nú sýna aflraunir. Oxford, Chicago, Minneapolis, Winnipeg og auk þess víða hér á landi. ORGELVERK ALLT FRÁ 17. ÖLD í vetur og vor, leikur Páll ísólfsson á mörg orgel í Reykja- vík og verða fyrstu tónleikarnir í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 16. þ.m. og síðan í Laugarnes- kirkju. Aðrir tónleikar verða svo auglýstir síðar. Viðfangsefnin verða valin eftir stærð og gerð orgelanna. Mun Páll leika orgel- verk allt frá 17. öld og fram á vora tíma. FLYTUR SKÝRINGAR MEÐ VERKUNUM Þuríður Pálsdóttir, óperusöng- kona, syngur á öllum tónleikun- um lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Páll ísólfsson mun flytja skýringar með orgelverk- unum. Allir verða tónleikar þess- ir á vegum Æskulýðsráðs Reykja- víkur. býli, fuku hjá öðrum bóndanum, Kristni Guðmundssyni, tvær heyhlöður og fjárhús. Einnig eyðilagðist að mestu fjós sem áfast var fjárhúsunum. Munu um 100 hestar af töðu hafa fokið er veðrið svipti hlöðunum burtu. Hjá hinum bóndanum, Guðjóni Hálfdanarsyni, fauk einnig hey- hlaða og talsvert af heyi. Veðrið mun hafa verið mest á þessum slóðum. STAURAR BROTNUÐU Auk þessa brotnuðu í veður- ofsanum nokkrir símaStaurar og verkfærageymsluskúr fauk. Þá varð verksmiðjan að Sólbakka fyrir skemmdum, er hluti af þaki hennar fauk og hér á Flateyri tók þak af fjárhúsi. VÖRUBÍLL FAUK Stór vöruflutningabíll sem stóð mannlaus á veginum skammt frá Vífilsmýrum fauk út af veginum og hvolfdi þá bílnum og skemmdist. Slys á mönnum voru ekki teljandi, en þó fékk Guðmundur Arason bóndi snert af heilahristing er stormsveipur svipti honum ofan af heytóft að Vífilsmýrum, þar sem hann á- samt fleiri bændum var að bjarga heyi. ★ Síðdegis í dag var veðrið enn svo mikið að ekki var hægt að vinna neitt við lagfæringar á því sem skemmzt hafði í þessu fár- viðri. Mosvallahreppsbændur, en þar í hreppi eru Vífilsmýrar, munu hjálpa bændunum þar við að lagfæra skemmdimar á hús- um þeirra jafnskjótt og veður leyfir. — Baldur. ★ Súgandafirði: —• í norðvestan fárviðrinu hér í nótt sleit mótor- báturinn Freyja ÍS-364 legufærin og rak á land norðan við fjörð- inn. f kvöld er ekki vitað hve mikið tjón hafi orðið á bótnum við þetta, en einhver leki hefir komið að honum, því allmikill sjór var kominn í hann um miðj- an dag í dag. r Agæt sala HAFNARFIRÐI — Ágúst seldi í Bremerhaven í gær 175 lestir fyrir 115 þúsund mörk. Röðull kom frá Englandi á sunnudag- inn og fer nú á saltfiskveiðar. Bátarnir hafa ekki getað róið síðan fyrir helgi sökum ógæfta. Nokkrir bátar munu hefja netja- veiðar héðan á næstunni. Iðjufélagar, félagsskírteini ykkar sem fyrst ANÆSTUNNI mun fara fram stjórnarkjör í Iðju félagi verksmiðjufólks í Reykjavík og hefir verið ákveðið að allsherjaratkvæðagreiðsla verði viðhöfð. í haust er kosning til Alþýðusambandsþings fór fram i félaginu voru þeir Iðjufélagar sviptir kosningarétti, sem ekki höfðu undirritað inntökubeiðni í félagið og fengið félags- skírteini þótt þeir jafnvel um langt árabil hafi greitt full félagsgjöld. Er því fastlega skorað á Iðjufélaga að tryggja sér full fé- lagsréttindi nú þegar og sækja félagsskírteini sin á skrif- stofu Iðju á Þórsgötu 1, en skrifstofan er daglega opin kl. 4—6 e.h. Lýðræðissinnar í Iðju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.