Morgunblaðið - 16.01.1957, Side 6

Morgunblaðið - 16.01.1957, Side 6
 MOF Crnvnr Afíjfí Miðvikudagur 16. janúar 1957 ; I fáum orðum sagt ^▼▼▼TVTTTT'l fTTTTT^ * I Mýi JaSnum var molakaffi Rabbab við Þorsfein Þorsteinsson kaupmannt EINN elzti kaupmaður hér í bæ, Þorsteinn Þorsteinsson í Vík, er áttræður í dag. Það er að vísu ótrúlegt, en staðreynd samt. Þorsteinn hefir mjög kom- ið við verzlun bæði austur í Vík og hér í Reykjavík, og datí mér því í hug, að fróðlegt gæti verið að rifja upp verzlunarstörf hans á þessu merka afrnæli. — Þor- steinn er af bændaættum kom- inn, fæddur í Neðradal í Mýrdaí 16. janúar 1877. Hann er sonur hjónanna Margrétar Jónsdóttur frá Skammárdal og Þorsteins Þorsteinssonar, bónda á Hvoli í Mýrdal. — Bú föður mins var með hinum stærstu í sveitinni, segir Þorsteinn, þegar ég hitti hann í verzlun hans að Laugavegi 52, en þar starfar hann sem ungur væri. Þorsteinn heldur áfram: — Sjaldan var minna en 12 rnanns í heimili og þótti það álitlegur hópur á þessum árum. — Ég ólst upp hjá foreldrum mínum til 16 ára aldurs. Þá dó faðir minn og móðir mín hætti búskap. Þremur árum síðar ákvað ég að fara í Flensborgar- skóla, og vorið 1897 lögðum við fótgangandi af stað suður og bárum pynkla okkar á bakinu. Við vorum þrír saman og má geta þess, að við urðum að vaða öll vötn á leiðinni nema stór- árnar, Þjórsá og Ölfusá. — Og hvað voruð þið lengi á leiðinni? — Vxð vorum 5 daga til Reykjavíkur. — Og gistuð — Ja, gistum bara á næstu bæjum. — En þegar suður kom? — Þá ákvað ég að fara austur á firði að stunda þar sjóróðra. Þetta sumar var ég á Seyðisfirði, næsta sumar í Borgarfirði eystra, hjá útgerð Sveins í Firði, og sumarið þar á eftir stundaði ég róðra frá Ólafsfirði og Hrísey. Á vetuma var ég svo í skólan- um. En ég sá enga leið aðra en þessa til að afla mér námseyris. KAFFI OG KÖKUR! — Og hvemig líkaði yður vist- in á Seyðisfirði? Þar var mikill framkvæmdahugur í mönnum. — Já. Þama var auðvitað margt ólíkt því sem ég hafði vanizt, t. d. var byggðin miklu meiri og sérstaklega man ég eft- ir því, að mér þótti það nýstár- legt að fá kökur með kaffinu. Molakaffið var látið nægja í Mýrdalnum í þá daga. — Þama bjó duglegt og gott fólk, var það ekki? — Jú, það er óhætt að segja það, fólkið var ágætt, enda kunni ég prýðisvel við mig. Og mér fannst almennt meiri velmegun á Seyðisfirði en í mínum átthög- um. — Og sjóróðramir? — Ég hafði dálítið stundað sjóróðra frá Dyrhólaey og Reyn- ishverfi, en þaðán var ekki nærri eins langt á miðin. Frá Seyðis- firði var t. d. yfir fjögurra tíma áttræðan róður á miðin. — Austur í Mýr- dal var alltaf róið á veturna, þegar gaf á sjó. En sjóróðrar þaðan voru mjög hættulegir. Þar urðu oft hin hörmulegustu sjó- slys, eins og þér vitið. — Munið þér eftir einhverju sérstöku? — Nei, ég held, að hin verstu hafi orðið fyrir mína daga. T. d. fórust margir menn í lendingu við Dyrhólaey 1871. Meðal þeirra var fyrri maður móður minn- ar. ÓHRÆDDIR — Voruð þið strákarnir ekki hræddir að fara í róðra frá Dyr- hólaey? — Nei, það var nú eitthvað annað. Við vorum ólmir í að róa og höfðum alltaf gaman af því. Annars var þetta oft mjög erfitt. Ég er t. d. hræddur um, að það þætti nú lángur tími að vera án drykkjarfanga frá kl. 4 að morgni til kl. 10 að kvöldi. En það var hvorki siður að hafa með sér mat né drykk. SUNNLENDINGAR í ATVINNULEIT — Var algengt á þessum ár- um, að menn færi austur á land í atvinnuleit? — Já, það fór fjöldi manns á hverju sumri. — Aðalstrand- ferðaskipin voru Hólar og Skál- holt, sem fór venjulega suður og austur fyrir land og það var ekki viðlit að fá annars staðar pláss en í lestinni. Þar varð mað- ur að dúsa, þangað til austur kom. Fyrir austan var mikil út- gerð og yfir sumarmánuðina sóttu margir Sunnlendingar at- vinnu þangað. ★ ★ ★ orsteinn Þorsteinsson lauk kennaraprófi við Flens- borgarskóla aldamótaárið og fluttist þá aftur austur í Mýrdal. Þar vann hann fyrst í stað við verzlunarstörf hjá Halldóri Jóns- syni, en hafði einnig á hendi barnakennslu. Skömmu síðar kvæntist hann Helgu Ólafsdótt- ur, sem nú er látin fyrir nokkr- um árum, og stofnuðu þau bú sitt í Vík austur. Um þetta leyti var Gunnar Ólafsson, mágur Þorsteins, verzlunarstjóri í Brydeverzlun, og þangað réðist hann til búðar- og skrifstofu- starfa. Stundaði hann svo búskap og verzlun jöfnum höndum fyrir austan um allmörg ár, var auk þess sparisjóðsgjaldkeri og aðal- hvatamaður að því, að raf- magnsstöð var reist í Vík og vatnsleiðsla lögð um þorpið. Eg spurði nú Þorstein um Gunnar mág hans, sem allir þekkja, enda mikill dugnaðar- og framkvæmdamaður. Hann sagði: — Gunnar stóð fyrir Bryde- verzlun þangað til 1908, en flutt- ist þá til Vestmannaeyja. Ástæð- an var sú, að hann bauð sig fram til Alþingis þetta ár og náði kosningu. Hann VEir mikill Sjálfstæðismaður og barðist því af alefli gegn Uppkastinu sem [fni, sem endurkastar Ijósi í stað „kattarangna,, Upp á síðkastið hefur það mjög færzt í vöxt að fólk skyldi nauð- syn þess að bera eitthvað það á sér, sem vekti athygli bifreiða- stjóra á því, er það gengur á illa upplýstum vegum. Hin svonefndu „kattaraugu" eru nú komin á margar flíkur barna unglinga og fullorðinna. Vinnufatagerðin hefur reynt að leysa málið á annan veg, þar sem í ljós hefur komið, að „katt- araugun" geta skemmt flíkur, sett göt á þær og ryð í þær. Hefur Vinnufatagerðin ákveðið að setja á allar úlpur sínar brydd ingar úr efni, sem hefur þá eig- inleika að endurkasta ljósi sem á það fellur. Efni þetta er amerískt og er mikið notað í sama skyni þar í landi. Ættun Vinnufatagerðar- innar ei að setja efni þetta ó- keypis á eldri flíkur frá verk- smiðjunni. Erunnið að undirbún- ingi þess. látið nægja var aðalþrætuepli flokkanna í þessum kosningum. — Ég geri ráð fyrir því, að Bryde hafi mislíkað afstaða Gunnars í þessu máli, enda var hann Dani og bjó í Kaupmannahöfn. En hvað sem því líður, þá sagði hann, að þingmennska og verzlunarstörf gætu ekki farið saman, svo að úr varð, að Gunnar hætti störf- um við Brydeverzlun. Hann var ekki vanur að láta í minni pokann. Þorsteinn Þorsteinsson í verzlun sinni á Laugaveg. KEYPTI BRYDEVERZLUN — En þér hélduð áfram við Brydeverzlun? — Já, varð ver-zlunarstjóri hennar 1911 og keypti hana svo þremur árum síðar. Rak ég hana síðan til 1925, því að þá var ég farinn að hugsa um að flytj- ast til Reykjavíkur. Þangað fór ég árið eftir og stofnaði 1927 verzlunina Vík, sem ég hefi rekið síðan. — Á þessum árum var mjög erfitt að reka sveitaverzl- un. Hún byggðist að langmestu leyti á lánsviðskiptum, hagur var yfirleitt mjög slæmur hjá bændum og skuldir vildu safn- ast, enda erfitt fyrir kaupmenn að neita þurfandi heimilum um vörur að vetrarlagi, þegar allar bjargir voru bannaðar. Raunar má segja, að fátækt hafi verið almenn, enda voru afurðir bænda litlar og í lágu verði. Ástæðan til þess að Bryde seldi var sú, að honum þótti verzlun ekki bera sig nógu vel hér og svo eignaðist hann harðan keppi- naut, þar sem kaupfélagið var. GOTT VERB — En segið mér eitt, Þor- steinn, hvað þurftuð þér að borga fyrir Brydeverzlun í Vík? — Mig minnir það hafi verið 24 þúsund krónur fyrir húsin og vörurnar. Það þótti heldur gott verð í þá daga. Þess má geta, að ég gat fengið óll Brydehúsin hér í Reykjavík fyrir 125 þús. krónur. Það er ekki há upphæð, þegar þess er gætt, að Bryde átti öll húsin í Hafnarstræti, sem nú eru í eigu O. J. Kaabers. — Hvernig líkaði yður við Bryde, var hann ekki heldur góður í viðskiptum? — Jú, Bryde var ekki harð- drægur, en illa líkaði honum miklar skuldir. Hann greiddi starfsfólki sínu allgott kaup; ég man t.d. eftir því að Gunnar mágur fékk kr. 2000 á ári á með- an hann var verzlunarstjóri í Vík. Þótti það mikill peningur í þá daga. — Bryde bjó í Kaup- mannahöfn, eins og eg sagði áð- an, en kom hingáð til lands við og við og skrapp þá gjarnan austur. Mér fannst hann heldur vingjarnlegur, en hann var eins og aðrir Danir, þekkti lítið til staðhátta hér. Hann lét byggja verzlunarhúsin í Vík og þau standa enn. Nú verzlar kaupfé- lagið þar, því að ég seldi því. verzlunina, þegar ég fluttist suður. — Samkeppnin við kaupfélag- ið hefir verið hörð? — O — já. Ekki vantaði það. En allt í mesta bróðerni samt! M. sterifar úr dagleqa lifinu HÉR hefir áður verið rætt um nafn á nýja dansinn, rock and roll. Hafa menn ekki verið á eitt sáttir um heiti á honum og fyrir skömmu hringdi maður til mín og kom með tillöguna hopp og skopp dans, og veit ég ekki hvernig mönnum fellur sú nafn- gift í geð. Mörg nöfn á dansi. MINNZT hefir verið á nafngift Menntaskólanemenda húll- um hæ-dans og hér birtist bréf frá , Menntaskólanemendum á Akur- eyri um nafnið. Satt að segja grunar mig þó að of seint sé að gefa þessu dansfyrirbrigði æsk- unnar íslenzkt nafn, vegna þess einfaldlega, að hún hefir þegar skírt sinn dans, af sinni óskeikulu málkennd, en misjafnlega snjallri þó. Dansinn gengur nefnilega al- mennt undir nafninu „rokkið" og er ég hræddur um að æði erfitt reynist að breyta því. Það er dregið beint af hinu ameríska heiti dansins, aðeins íslenzkað og gefið hvorugkyn. En hvað um það. Hér fer á eftir bréfið frá Menntaskólanemend- unum á Akureyri. Tillaga þeirra er óneitanlega frumleg og þjóð- leg. Kæri Velvakandi. Þann 20. des sl. rákumst vér á í þætti yðar, að orðskrípið „Húll- um hæ“ trónaði í fyrirsögn. Var þar átt við hinn naínkunna maga- dans, sem í amerísku hefir hlotið heitið „rock and roll“. En á fleiri stöðum en í Mennta- skólanum í Reykjavík hefur þetta fyrirbæri vakið menn til íhug- unar. Meðal menntaskólanem- enda á Akureyri hefur þetta af- sprengi „jazz“-ins verið kallað „Trunt, trunt og tröllin í fjöllun- um“ eða einfaldlega „trunt“. Er þessi nafngift mun betri íslenzka og táknrænna. Skal þó viður- kennt, að orðasamband þetta mun særa þjóðernisstolt margra ís- lendinga, því að alltaf er eitthvað þjóðlegt við truntið. Leikari látinn. VELVAKANDI hefir afar gam- an af að fara í bíó. Það liggur við að hann elski kvikmyndir. Þess vegna þótti honum sár missirinn, þegar fregnirnar bár- ust um það að Humphrey Bogart væri látinn. Það var mikill leik- ari og mörg eru þau orðin var- mennin sem lotið hafa í lægra haldi fyrir hnefunum hans. Nú er Humphrey genginn og víst er um það, að vandfundinn er sá leikari sem í fötin hans getur far- ið í þeim hlutverkum sem hann gerði að sérgrein smni og lék af slíkri snilld En eitt er um bíóin, sem versn- andi hefir farið. Jpp úr jólum hefi ég séð allmargar bíómyndir vegna þess að langt er síðan Kvik- myndahúsin hafa haft upp á jafn góðar myndir nð bjóða. Það eru jólamyndirnar sem enn eru sýnd- ar og þær eru flestar úrvalsmynd ir. En á þessum sýningum hefir það verið viðburður.ef ekki hefir verið gert hlé á sýningu, þegar ég og hundruð annarra sýningar- gesta hafa setið inni í rúma þrjá stundarfj órðunga. Hléin hvimleiðu. ÞÁ hefst aftur hinn hvimleiði troðningur og mannþrengsli, og þeir sem ekki leggja út í hring iðuna verða að sitja aðgerðalaus- ir í 10 mínútur og horfa í gaupn- ir sér, eða spjalla við þá sem nær- staddir sitja. Ég verð að játa það, að mér hefir ávallt fundizt hléin eitt alls- herjar leiðindafyrirbrigði, sem væru betur ekki til. Þau gegna engu hlutverki í þágu kvikmynda húsgesta, valda þeim flestum að- eins leiðindum og töf. Hitt er ljóst að í hléunum selja kvik- myndahúseigendur sælgæti og gosdrykki fyrir allálitlega upp- hæð og er þeim nokkur vorkunn að gera hlé á sýningum sínum þess vegna. En út frá sjónarmiði þeirra, sem kvikmyndahúsin eru reist fyrir, er það fáránlegt að gera hlé eftir þrjá stundarfjóð- unga, þegar svo myndin er buin eftir jafnlangan tima. Engum er vorkunn að sitja í sæti sínu einn og hálfan tíma og þurfi menn að víkja er vandinn hægur, án hlé- anna. Vilji gesta að vettugi virtur. ÞAÐ er líka staðreynd að fyrir tveimur árum eða svo greiddu kvikmyndahúsgestir atkvæði um það, hvort þeir vildu hléin eða ekki og kom þá í ljós, að yfir- gnæfandi meirihluti þeirra vildi ekkert með þau hafa. Þeim var þá hætt, nema einu sinni eða tvisvar í viku, en nú hafa eigendurnir enn sótt í sama farið og tekið upp hina hvimleiðu venju á ný. Það er illt að hundsa þannig vilja gest- anna og ættu þeir að leggja þau hið skjótasta niður. Annars sé ég satt að segja ekk- ert ráð annað en að við gestir kvikmyndahúsanna stofnum með okkur félag, sem nú virðist orðið allsherjarráð, hér á landi, og berj umst fyrir þessu hagsmunamáli okkar á breiðari grundvelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.