Morgunblaðið - 16.01.1957, Síða 11
Miðvikudagur 16. janúar 1957
MORGUNBLAÐ1Ð
11
Þorsteinn Þorsteinsson
kaupmaður áttrœður
Guðmundur Runólfsson
járnsmíðameistari
IVIinning
HVER myndi trúa því, sem ný-
lega hefur mætt Þorsteini Þor-
steinssyni, kaupmanni, á förnum
vegi, að hann ætti áttræðisafmæli
í dag, en samt er þetta staðreynd,
eftir því sem kirkjubækur og önn
ur skilríki kunna frá að greina.
En aldur sinn ber hann svo vel,
að flestir myndu telja hann 10
árum yngri eða meira, enda hef-
ur hann notið óvenjulega góðrar
heilsu, tamið sér heilbrigða lífs-
hætti og verið sístarfandi.
Þorsteinn er Skaftfellingur að
ætt, fæddur í Neðradal í Mýr-
dal, 16. janúar 1877, sonur hjón-
anna Þorsteins Þorsteinssonar,
bónda þar, og Margrétar Jónsdótt
ur, konu hans. Ólst hann upp í
Mýrdalnum og vann þar öll al-
geng sveitastörf, sem tíðkuðust á
æskuárum hans.
Þorsteinn var snemma bók-
hneigður og þráði að afla sér
menntunar. Fór hann í Flensborg-
arskóla og útskrifaðist þaðan árið
1901, en varð síðan barnakenn-
ari í Vík á árunum 1901 til 1905.
Síðan gerðist hann verzlunar-
maður við verzlun J. B. T. Bryde,
í Vík, en verzlunarstjóri var þá
mágur hans, Gunnar Ólafsson, síð
ar konsúll og verzlunarstjóri í
Vestmannaeyjum. Árið 1911, varð
Þorsteinn verzlunarstjóri við
Brydes-verzlun, en keypti síðar
verzlunina, er hún var seld 1914,
ásamt lóðum og mannvirkjum og
rak hana fyrstu árin í félagi við
Jón Þorsteinsson, hreppstjóra í
Norðurvík, en síðar einn, en 1925
seldi hann Kaupfélagi Skaftfell-
inga verzlunina og allar eignir
sínar í Vík og fluttist til Reykja-
víkur. Hélt hann þar áfram kaup-
sýslu og verzlunarstörfum og hef-
ur rekið verzlunina Vík á Lauga-
vegi 52, síðan 1928.
Þorsteinn kvæntist 1902 Helgu
Ólafsdóttur frá Sumarliðabæ í
Holtum, systur Gunnars Ólafs-
sonar. Var frú Helga mikilhæf
kona, eins og hún átti kyn til.
Hún lézt 28. apríl 1943. Af sex
börnum þeirra eru fimm á lífi:
Margrét, er stundað hefur verzl-
unarstörf, en stendur nú fyrir
heimili föður síns. Ólafur, sjúkra-
húslæknir í Siglufirði. Baldur,
kaupmaður í verzluninni Fram á
Klapparstíg, Ása, húsmóðir í
Reykjavík og Hrefna, kennari, við
kvennaskóla Reykjavíkur. Svipar
þeim öllum mjög til foreldra
sinna um dugnað og mannkosti.
Meðan Þorsteinn átti heim í
V.-Skaftafellssýslu, kom hann
þar allmikið við sögu, bæði sem
barnakennari, verzlunarstjóri og
kaupmaður og áhugamaður um
framfaramál héraðsins. Hann átti
um skeið sæti í hreppsnefnd
Hvammshrepps og var lengi gjald
keri og forstöðumaður sparisjóðs
V.-Skaftfellinga. í Vík var hann
mjög virkur þátttakandi í öllum
framfaramálum kauptúnsins.
Vann hann að því að koma upp
vatnsveitu og rafmagnsstöð íyrir
kauptúnið, símalagningu, ásamt
öðrum áhugamönnum þar á staðn
um. Var Víkurkauptún eitt af
fyrstu kauptúnum landsins, sem
fékk rafmagn frá vatnsaflstöð og
sími var lagður þangað tiltölu-
lega fljótt.
Þorsteinn var ágætur félags-
maður, fylginn sér, vel máli far-
inn og gleðimaður á öllum mann-
fundum og glæsimenni hið mesta.
Þótti því sjálfsagt, að Þorsteinn
Þorsteinsson væri í fylkingar-
brjósti í framfara- og félagsmál-
um Víkurkauptúns á þeim árum.
Heimili þeirra frú Helgu og Þor
steins, í Vík, þótti jafnan 1
fremstu röð heimila þar um slóð-
ir, bæði að híbýlaprýði og mynd-
arskap öllum. Eftir að Þorsteinn
fluttist hingað til Reykjavíkur
hélt hann áfram kaupsýslu og
hefur farnazt mjög vel. Hann hef-
ur alla ævi verið mikill starfsmað
ur, hygginn og gætinn kaupsýslu-
maður. öll skrifstofustörf hafa
farið honum sérstaklega vel úr
hendi, sökum reglusemi, smekk-
vísi og nákvæmni, og traustur og
ábyggilegur hefur hann reynzt >
öllum viðskiptum. Hér í Reykja-
vík hefur hann gefið sig minna
að félagsmálum en áður, en hef-
ur þó starfað allmikið að bind-
indismálum og félagsmálum
templara og verið traustur liðs-
maður Reglunnar, enda lítur
hann svo á að reglusemi og heil-
brigt líf sé öruggastur gæfuvegur
hverjum manni.
Þorstainn Þorsteinsson er enn
ungur í anda og léttur á fót.
Hann starfar hvern dag við verzl-
un sína og s. 1. sumar tók hann
sér ferð á hendur til Bandaríkj-
anna, til þess að heimsækja syst-
ur sína, sem þar er búsett, og
ferðaðist þar víða um og hafði
hina mestu ánægju af þeirri ferð.
Á þessum tímamótum í ævi
Þorsteins Þorstéinssonar munu
margir senda honum hlýjar kveðj
ur, því þeir eru ekki fáir, sem
standa í þakkarskuld við hann
LAUGARÁSSBÍÓ sýnir nú
franska stórmynd er nefnist
„Fávitinn“ og er gerð eftir sam-
nefndri skáldsögu hins rússneska
skáldsnillings Dostojevskis. — Er
þetta stórbrotna skáldverk talið
með mestu meistaraverkum
heimsbókmenntanna enn þann
dag í dag. — Kvikmyndin er
einnig frábært listaverk og á
allan hátt samboðið hinni miklu
skáldsögu, enda afburðavel gerð
og snilldarvel leikin. — Fjallar
myndin um ungan, rússneskan
fursta, Mysijkin, er dvalið hefur
á hæli í Sviss, en er nú kominn
heim til fæðingarborgar sinnar,
þar sem honum er fálega tekið
af auðugum og hátt settum ætt-
ingjum sínum, sem álíta hann
ekki með öllum mjalla. Hann á
líka fátt sameiginlegt með þess-
um hrokafulla yfirstéttarlýð, sem
metur gildi manna einungis eft-
ir peningum og metorðum, því
að hann á til að bera þann ein-
faldleik hjartans og þá djúpu
samúð, er gerir menn skyggna á
þjáningar mannanna og heyrir
neyðaróp þeirra jafnvel í fögnuði
og hlátrum samkvæmislífsins.
Því tekur hann léttúðarkonuna
fram yfir hina ungu hefðarmey,
þegar hann á að velja á milli,
af því að hann veit að hún þarfn-
ast hans meir. En harðýðgi
mannanna og miskunnarleysi
lífsins, verður þessari viðkvæmu
og fíngerðu sál að lokum ofviða
Og þá krýpur hann að
helgimyndinni og spyr í angist
sinni: „Hvers vegna þjást menn-
imir svo átakanlega, hvers vegna
eru þeir svo fátækir í auðlegð
sinni, svo áhyggjufullir í innan-
tómri gleði sinni?“ En hann fær
ekkert svar og þjáning hans og
örvænting ræna hann vitinu.
Þetta er alvöruþrungin mynd
®g stórbrotið listaverk, í senn
og heimili hans, bæði fyrr og síð-
ar.
Og um leið og ég sendi Þor-
steini beztu árnaðaróskir á þessu
merkis afmæli hans, þakka ég
honum og fjölskyldu hans fyrir
allt gott á liðnum árum.
Óskar J. Þorláksson.
Vísilala framfærslu-
kosfnaðar
KAUPLAGSNEFND hefur reikn
að út vísitölu framfærslukostn-
aðar í Reykjavík hinn 1. janúar
s. 1. og reyndist hún vera 186
stig.
Frá viðskiptamálaráðun.
HÖFN í Hornafirði, 10. jan.: —
Þar til í dag, hefur stöðugt rignt
hér í Hornafirði. Veðráttan hefur
verið hlý en mjög úrkomusöm.
í dag hefur snjóað allmikið, logn
og kafald. Nokkur bleyta er í
snjónum og lítur út fyrir rigningu
innan skamms. — Gunnar.
heillandi og átakanleg, enda
mun hún lengi verða minnisstæð
þeim sem sjá hana: Leikur Gér-
ards Philippe í hlutverki hins
unga fursta er innblásinn og
snilldarlegur, enda hlaut hann
heimsfrægð fyrir leik sinn í þess-
ari mynd. Þá er einnig ógleym-
anlegur leikur Edwige Feuillére
í hlutverki hinnar fögru, en létt-
úðugu Nastasju. Aðrir leikcndur
fara einnig ágætlega með hlut-
verk sín.
Mynd þessi er, að mér finnst,
einhver áhrifamesta og bezt
gerða mynd sem hér hefur verið
sýnd um langt skeið og vil ég
eindregið hvetja menn til að sjá
hana.
Á fundinum var ákveðið, að
hefja þegar á næsta vori, bygg-
ingu bókhlöðu í Stykkishólmi og
verður henni valinn staður þar
sem gamla bókhlaðan var á Þing-
húshöfðanum. Er gert ráð fyrir,
að framkvæmdum öllum verði
hraðað svo húsið verði tilbúið hið
allra fyrsta.
í LEIGUHÚSNÆÐI
Þessi staður sem valinn hefur
verið, er með fallegustu stöðum
í bænum og mjög er víðsýnt
þaðan. Að undanförnu hefur bóka
HANN andaðist á Landspítalan-
um sl. 3. september, og var jarð-
sunginn frá Fossvogskapellu af
sóknarpresti sínum, séra Garð-
ari Svavarssyni, hinn 10. s. m.,
að viðstöddu fjölmenni.
Engan veginn hæfir, að hann
„liggi óbættur hjá garði“ þann-
ig, að hans sé ekki að nokkru
minnzt af samferðamönnunum,
því að með honum er horfinn
einn þeirra manna, sem mest og
bezt koma við sögu hinnar stór-
stígu iðnvæðingar, sem átt hefir
sér stað með þjóð vorri um 30
ára skeið.
S Guðmundur fæddist 30. des.
1899 að „Gunnarsholti" við
Bræðraborgarstíg, Reykjavík.
Hann var Reykvíkingur að upp-
eldi og hugsunarhætti, og átt-
hagakær. í Reykjavík átti hann
líka því nær alla sína starfsævi.
Foreldrar hans voru hjónin Run-
ólfur Magnússon, lengi fiskimats-
maður, og Guðrún Guðmunds-
dóttir frá Gunnarsholti, Rvík.
Heimili sitt í Vesturbænum köll-
uðu þau Miðhús. Ætt Guðrúnar
er ókunn þeim, er þetta ritar.
En ætt Runólfs er alkunn. Faðir
hans, Magnús Eyjólfsson í
Lykkju á Kjalarnesi, var bróðir
Eyjólfs á Laugarvatni og Katrín- *
ar, móður séra Magnúsar And-
réssonar á Gilsbakka.
Guðmundur hóf járnsmíðanám
17 ára gamall hjá Kristófer Eg-
ilssyni, járnsmið, Vesturgötu 52,
Rvík. Komu þá þegar í ljós hjá
honum frábær starfsáhugi, at-
orka og hagleikur. Til eru í
einkaeign smíðisgripir frá þess-
um námsárum hans, er þykja
bera vott um afbragðs vand-
virkni og listræni. Að náminu
loknu, árið 1919, sigldi hann til
Kaupmannahafnar til að afla sér
fyllri þekkingar og reynslu, og
vann þar 4% næstu árin hjá
Burmeister & Wain (Flydedokk-
en). Hann kom heim til íslands
árið 1923, og var þá án efa einn
hinna færustu manna hér á landi
í sinni iðngrein. Gerðist hann
þegar yfirsmiður við eldsmíðar i
vélsmiðjunni „Hamri“, og stund-
aði það starf í 7 ár. Á þeim tíma
útskrifaði hann 4 iðnnema, sem
síðan hafa flestir eða allir gegnt
forustuhlutverkum í iðnlífi höf-
uðstaðarins. Árið 1930 tók hann
að sér verkstjórn í Landsmiðj-
unni. Lagði hann hart að sér,
ásamt öðrum mætum mönnum,
að byggja upp það fyrirtæki. Er
a. m. k. sumum starfsfélögum
hans minnisstætt, hve oft hann
lagði þá saman daga og nætur
í starfinu, án þess þó að sérstök
laun kæmu til. Fór hann á þeim
árum allmargar ferðir til Norð-
urlands (Siglufjarðar og Raufar-
hafnar) og stóð fyrir tankasmíð-
um. Árið 1939 fór hann á vegum
Landsmiðjunnar til Svíþjóðar,
var þar í 3 mánuði við „Karl-
stads mekaniska verkstáder" og
safnið verið á hrakólum og í
leiguhúsnæði jafnvel á fleiri en
einum stað í bænum.
STJÓRNIN
Var bókasafnsstjórninni falið
að afla nauðsynlegra teikninga
og leyfa fyrir byggingunni. For-
maður bókasafnsstjórnar er Hin-
rik Jónsson, sýslumaður, aðrir
í stjórn eru Sig. Ágústsson, þing-
maður, séra Sigurður Ó. Lárus-
son, prófastur, Ólafur Haukur
Árnason, skólastjóri og Árni Ket-
ilbjarnarson. — Árni.
kynnti sér uppsetningu á túrbín-
um. (Nokkrum árum áður var
hann um tíma í Englandi og
kynnti sér ýmiss konar járniðn-
að). Hann var verkstjóri í Land-
smiðjunni í 10 ár.
Guðmundur stofnaði vélsmiðj-
una „Bjarg“ árið 1941, ásamt
Einari Guðmundssyni og Gústaf
Þórðarsyni, núv. eigendum fyrir-
tækisins, en seldi sinn hlut 4 ár-
um seinna og sneri sér að öðr-
um verkefnum, svo sem tanka-
smíði í Hvalfirði og járnsmíði og
vélaniðursetningu fyrir „Rúg-
brauðsgerðina" í Reykjavík. Á
þessum árum reisti hann allstórt
og vandað íbúðarhús (Sund.laug-
arveg 9), þar sem fjölskyldan
hefir búið síðan. Síðustu starfs-
árin vann hann að smíði Áburð-
arverksmiðjunnar í Gufunesi, og
ávann sér þar, eins og jafnan
áður, álit samstarfsmanna sinna,
erlendra sem innlendra. Var
hann þar að störfum, þegar
hann í marzmánuði 1955 fékk að-
kenningu af heilablæðingu.
Heilsubótardvöl í Danmörku þá
um sumarið bar ekki árangur,
og fór svo, að skammt reyndist
til ævilokanna. Mörgum mun
þykja, að fráfall hans sé mjög
fyrir aldur fram. Æviárin urðu
tæplega 57. í rauninni kemur
þetta þó engum á óvart, sem man
þá vinnu, sem þessi maður hefir
afkastað.
Guðmundur Runólfsson var nú
tímamaður að kunnáttu, stórhug
og framfaravilja. En skapgerð
hans stóð rótum í fyrri tíð að
því leyti, að hann sást ekki fyrir
um fórnir erfiðis og tíma við
verk sín og áhugamál. Má vera
að honum hafi hætt til að ætlast
til einhvers slíks af öðrum, En
fyrst og fremst gerði hann kröf-
urnar til sjálfs sín. Það munu
allir kunnugir segja eins, að
Guðmundur hefði talið það fyrir
neðan ■'•irðingu sína, að raka að
sér nokkurt verk með annað í
hug en að leysa það af hendi svo
sem hann mátti bezt gera. Verkið
sjálft var fyrsta sjónarmiðið,
launin síður. Öll óráðvendni og
óeinlægni var honum andstyggð.
Virtist honum án efa, að þessir
mannlegu brestir styngju full-
víða upp kollinum. Það átti vel
við, er séra Garðar — í ágætri
kveðjuræðu — lagði út af orð-
um Meistarans: „Ekki mun hver
sá, er segir .... heldur sá, er
gjörir ... . “
Ekki var Guðmundur marglát-
ur í dagfari, en gat þó verið
glaður, gamansamur og hlýr í
sinn hóp, enda velviljaður mað-
ur og yfirleitt vinsæll af sam-
starfs- og samferðamönnum sín-
um. í félagsmálum, sem hann lét
til sín taka, var hann ágætur
liðsmaður. Hann var einn af að-
alstofnendum Verkstjórafélags-
ins, lengi formaður þess og jafn-
an í stjórn, og um skeið gjald-
keri Félags járniðnaðarmanna.
Hann var kvæntur Sesselju
Friðriksdóttur — dóttur Friðriks
Ólafssonar, fyrrum næturvarðar,
síðar umsjónarmanns í Útvegs-
bankanum í Reykjavík. Voru þau
gift í Kaupmannahöfn 9. marz
1921 af sér Hauk Gíslasyni. Lifir
hún mann sinn, ásamt 5 upp-
komnum og vel gefnum börnum
þeirra. Vinur.
Kvikmynair:
,,Fávitinn" — frábœr
kvikmynd í Laugarássbíó
Ego.
Hólmarar æila að
bytfffja bókhlöðu
Héraðsbókasafnið á hrakhólum með húsnæði
Stykkishólmi, 14. jan.:
OÍÐASTLIÐINN laugardag var haldinn fundur í stjórn héraðs-
^ bókasafnsins í Stykkishólmi. Bókafulltrúi ríkisins, Guðmund-
ur G. Hagalín mætti á fundinum.