Morgunblaðið - 16.01.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.01.1957, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. janúar 1957 GULA |||| herbeteyið eítir MARY ROBERTS RINEHART Allskonar kulda- og gúmmí Skófatnaður fyrir karla, konur og börn. Framhaldssagan 28 Biddu hann að bíða. En Dane hafði staðið að baki Noru og gekk inn í herbergið óboð inn. Enda þótt Carol væri hálf- utan við sig, gat hún ekki annað en brosað, er hún sá hann. Buxur hans voru allar ataðar í mold, peys an rifin og auk þess hafði hann rispu á annarri kinninni. Hann glotti vandræðalega. — Þér munduð varla trúa, að það væri verið að sækjast eftir mér í kvikmyndir, sagði hann. Síð an tók hann stól og settist niður. — Eg bið yður að fyrirgefa, að ég skuli ryðjast svona inn. Þér lítið út fyrir að þarfnast hvíldar. Þér eruð sennilega að finna til áfalls- ins eftir á. Hún leit á hann stórum augum. — Það væri sönnu nær að segja, hvert áfallið á fætur öðru. Eg held ekki, að þessi stúlka hafi verið myrt hér í húsinu, majór, heldur hafi hún verið flutt hingað seinna, og þess vegna hafi framdyrnar verið opnar. — Það þarf ekki að vera. Hver opnaði þær, fyrst og fremst? — Ef til vill hún sjálf. Carol stóð upp og greip hámálina á borð inu. — Þetta fann ég í lyftunni. Það er hárnál. Ðane tók nálina og gekk út að glugganum. — 1 lyftunni? sagði hann, eftir dálitla þögn. — Hvar er hún? Eg hef enga lyftu séð hérna í húsinu. — Það er varla hægt að sjá hana, nema maður viti af henní. Hurðimar eru heilar, svo að þetta er bara eins og sinn skápur á hvorri hæð. Mamma lét útbúa hana. ÚTVARPIÐ MiSvikudagur 16. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,30 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvinsson). 18,45 Fiski mál: Már Elísson hagfræðingur talar um þróun fiskveiðimála í ýmsum löndum. 19,00 Cperulög (plötur). 20,30 Daglegt mál (Am- ór Sigurjónsson ritstjóri). 20,35 Lestur fornrita: Grettis saga; IX. (Einar Öl. Sveinsson prófessor). 2? ,00 íslenzkir einleikarar; IV. þáttur: Jórunn Viðar leikur á pía- nó. 21,45 Hæstaréttarmál (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 „Lögin okk ar“. — Högni Torfason fréttamað ur fer með hljóðnemann í óskalaga leit. 23,10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 17. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt ir). 18,30 Framburðarkennsla í dönsku, ensku og esperanto. 19,00 Harmonikulög (plötur). 20,30 Islenzkar hafrannsóknir — erinda flokkur; I: Inngangserindi (Jón Jónsson fiskifræðingur). 20,55 Tón leikar: Hljómsveitir og söngvarar flytja lög úr óperum eftir Wagner (plötur). 21,30 Útvarpssagan: „Gerpla“ eftir Halldór Kiljan Laxness; XVIII. (Höfundur les). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 Þýtt og endursagt (Baldur Pálmason). — 22,25 Sinfónískir tónleikar: Sin- fóníuhljómsveit Islands leikur. Stjórnandi: Warwick Braithwaite (Hljóðritað á tónleikum í Austur- bæjarbíói 27. nóv. s.l.). Sinfónía nr. 2 í D-dúr op. 43 eftir Sibelius. 23,05 Dagskrárlok. — Hvar er hún? — Á efri hæðinni eru dymar næst við línskápinn. Eg notaði hana í dag, vegna þess, hvað ég var þreytt. — Hefur hún ekki annars verið notuð síðan þér komuð? — Jú, líklegast hefur farangur inn verið fluttur upp í henni. Það er venjulega gert. En þessi nál er fyrir ljóst hár og eins er þetta hár, sem hangir í henni. Engin okkar héma er Ijóshærð, en það var stúlkan, er ekki svo? Hann kinkaði kolli, eins og við- utan. Auðvitað hafði lyftan verið notuð, hugsaði hann. Ef um ein- hver fingraför væri að ræða, væru þau nú farin. Eins og af línskápn- um. "iennilega eins og skófluskaft- ið. Sennilega eins og allt annað í þessu bölvaða máli. En ef lyftan var svona falin, leiddi af því, að einhver þaulkunnugrur hafði notað hana til þess að flytja lík stúlk- unnar upp þangað sem það fannst. — Eg býst við að allir hafi vit- að um þessa lyftu? — Mamma notaði hana alltaf. Það var ekkert leyndarmál. Dane svaraði engu, heldur setti hárnálina innan í hreinan vasa- klút og stakk honum í vasann. Síðan opnaði hann hendina og lagði eitthvað á legubekkinn við hlið hennar. Hún leit við til þess að athuga það. Það var stór stafur úr málmi eins og notað er á ferða- tösku. Þetta var M og hún leit af stafnum og á órætt andlit majórs- ins. — Hvar funduð þér þetta? spurði hún. — Eg fór aftur upp í brekkuna, fyrir stundu, og fann þetta mjög ofarlega í henni. — Hver sem er hefði getað týnt þessu, sagði hún. — Ekki þar sem ég fann það, svaraði hann hörkulega. — Engin kona hefði getað borið töskuna sína gegn um runnana, þar sem ég fann stafinn. Og hann hefur ekki legið þar lengi, því að þér sjáið, að það er ekkert farið að falla á hann. Það fór að fara um Carol, en ekki stafaði það neitt af þessum fundi majórsins, heldur af hon- um sjálfum. Elinor gat kannske hlegið að Marciu. Enn fremur gat hún sjálfsagt vafið Floyd og opinbera ákærandanum um fingur sér. En þarna var öðru vísi manni að mæta. Hann var þrár og þolin- móður eins og bolabítur, og þessi einbeittni hans var farin að gera hana órólega. Hann hefur senni- lega lesið hugsanir hennar, því að nú stóð hann upp, óþolinmóður á svipinn. — Mér þætti gaman að vita, hvað veldur yður óróa, sagði hann. Þér vitið, að þessi stafur er úr farangri stúlkunnar sem myrt I var, og þér vitið að fötin hennar eru hér einhvers staðar á næstu grösum, eða að minnsta kosti viss- uð þér það í morgun. Við hvað er- uð þér hrædd? Systur yðar? Hann beið ekki eftir svarinu, heldur stikaði út að glugganum og fór að horfa út. — Þið hafið fallegt útsýni héma, sagði hann og breytti nú um rödd. — Betra en hjá mér, er mér nær að halda. Hann sneri sér við og tók aftur málmstafinn af legubekknum. — Eg ætla að lofa yður að hvíla yður í næði. Eg verð að fara heim og laga mig til. Eg er boðinn út að borða í kvöld. Nú fór Carol að verða óróleg fyrir alvöru. Ef hann ætlaði að fara í matarboð, hlaut hann að hafa einhverja knýjandi ástæðu til þess. En hún reyndi samt að láta eins og ekkert væri. — Þér ætlið ekki að segja mér, að þér séuð allt í einu farinn að brjóta lífsreglur yðar. Hverjum tókst að fá yður til þess? — Ungfrú Dalton. Mér skilst að henni þyki gaman að tala, og ég þarf einmitt að fá einhverjar upplýsingar. Það er svo vont að þreifa sig svona áfram í myrkr- inu......Nú sá hann svipinn á Carol og breytti um rödd. — Fyr- irgefið þér, sagði hann. Eg hefi farið illa með fótinn á mér, svo að hann hefur versnað aftur, og þá get ég orðið svona harður. En þér skuluð ekki taka of mikið mark á því. Hann var um það bil að fara, þegar hann sá myndina af Don. Hann leit á myndina, með þreytu- legu augun og unglega andlitið. . — Þetta er ekki bróðir yðar? — Nei, það er Donald Richard- son. Hann týndist fyrir meira en ári, yfir Kyrrahafinu. Eg .. var trúlofuð honum. — Fyrirgefið þér, sagði hann. — Já, það hefur verið leiðin margra góðra drengja. Eftir skamma stund fór hann, en sagði við Carol áður, að Alex hefði fundið mann til að slá garð- inn fyrir hana. — Nei, hann er ekki garðyrkjumaður, en lagtæk- ur á flest. Heitir Tim Murphy, minnir mig. Ef þér viljið, getur hann sofið í húsinu. Þér verðið rólegri, ef einhver karlmaður er í húsinu. Og það verð ég líka. Ofurstinn var hressari en hann átti vanda til, þetta kvöld. Hann hafði farið í smokingföt, eins og venja hans var á hverju kvöldi, hvort sem hann var einn síns liðs eða ekki, og aldrei þessu vant, fór hann ekki strax að tala um Don. Hann blandaði kokkteil, dáðist að sumarkjólnum, sem Carol var í og síðan var borinn fram ágætis kvöldverður með rauðvíni. Hann minntist ekki á morðið, nema hvað hann sagðist vona að lögreglan HECTOR, Laugavegi 11. SKÓBÚÐIN Spítalastíg 10. Ríó-kaffi fyrirliggjandi Sími 81370. MARKÚS Eftir Ed Dodd 1) — Hrólfur gleypir berin af hinni mestu græðgi. 2) — Jæja, þá skulum við leggja af stað. — Eg yfirgef ekki mömmu mína á þessum stað. Þú getur drepið mig ef þú villt, en ég hreyfi mig ekki. 3) — Nei, strákur minn. Ég drep þig ekki, því að á þig treysti ég til að komast burt úr skóg- inum. — Finnur, gerðu það farðu með honum. 4) — Jæja drengur minn, ætl- arðu að koma, eða á ég að ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.