Morgunblaðið - 22.01.1957, Síða 4

Morgunblaðið - 22.01.1957, Síða 4
4 MORCVNBLAÐIÐ f’riðjudagur 21. jan. 1957. — Dagbók — Þingkosningar í Póiiandi Nú þykist Gómúlka ætla að sýna og sanna, hvað sjálfstæðið blómgist innan leppríkjanna og alþýðulýðræði alþýðulýðveldanna sé alheims lýðræðismet. — En verst er að „systemið“ sjálft er i allan máta hið sama og meðan Stalin var og hét. Og þvi er hætt við, að ýmsum finnist það ekki alveg laust við smávegis brögð og hrekki en minni dálítið á Sovét-hnefa og hlekki — en hvað er að taia um formgalla smá. Krúséff brosir, Gómúlka gengur á kjörstað og greiðir sér atkvæði hýr á brá. BRODD-HELGI I dag er 22. dagur ársins. —• Þriðjudagur 22. janúar. Árdegisflæði kl. 9,57. Síðdegisflæði kl. 22,31. Siysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki, sími 1760. — Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek opin daglega til kl. 8, nema á laugar- dögum til klukkan 4. Holts-apótek er opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. — Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20, nema á laugardögum 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. — Sími 82006. Hafnarf jarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16 O EDDA 59571227 — 1 Atkv. I.O.O.F. Rb 1 s= 1061228% —9. 0. • Bruðkaup • Þann 18. þ.m. voru gefin saman £ hjónaband Dís Atladóttir, Suð- urgötu 14 og Luther Jónsson, Drápuhlíð 37. Heimili þeirra er í Suðurgötu 14. • Hjónaefni • S.l. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Ljótunn Indriða dóttir, Stórholti 17 og Rúnar Rand ver Þórhallsson, Bakkagerði 15, skipverji á m.s. Dettifossi. • Skipafréttir • Eimskipafélag Islands h.f.: Brúarfoss fór frá Rotterdam 21. þ.m. til Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. Dettifoss fer frá Reykjavík 22. þ.m. vestur og norð ur um land til Boulogne og Ham- borgar. Fjallfoss fór frá Antwerp en 20. þ.m. til Hull og Rvíkur. — Goðafoss fer frá Rotterdam í dag til Hamborgar og Reykjavikur. — Gullfoss er í Rvík. Lagarfoss er í New York. Reykjafoss fór frá Reykjavík í gærkveldi til Isafjarð ar, Siglufjarðar, Dalvíkur, Akur eyrar og Húsavíkur. Tröllafoss fór frá Reykjavík í gærkveldi til Siglufjarðar, Akureyrar, Seyðis- fjarðar, Norðfjarðar, Reyðarfjarð ar, Vestmannaeyja, Hafnarfjarð- ar, Keflavíkur og Reykjavíkur. Drangajökull var væntanlegur til Reykjavíkur í gærdag. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Rvik. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Skjald breið er á Húnaflóahöfnum á leið til Akureyrar. Þyrill er væntanleg ur til Hamborgar síðdegis í dag frá Bergen. • Flugferðir • Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til London kl. 08,30 í dag. Væntan- legur aftur til Reykjavíkur kl. 23,00 í kvöld. Flugvélin fer til Osló, Kaupmannahafnar og Ham- borgar kl. 08,00 í fyrramálið. — Innanlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Flateyrar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja og Þingeyrar. — Á morgun er áætl- að að fljúga til Akureyrar, Isa- fjarðar, Sands og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: Edda er væntanleg kl. 6,00— 8,00 árdegis frá New York, flug- vélin heldur áfram kl. 9 áleiðis til Oslóar, Kaupmannahafnar og Hamborgar. Pan American-flugvél kom til Keflavíkur £ morgun frá New York og hélt áleiðis til Osló- ar, Stokkhólms og Helsinki. — Til baka er flugvélin væntanleg annað kvöld og fer þá til New York. Námskeið í litafræði Námsskeið í litafræði byrjar í Handíða- og myndlistaskólanum í þessari viku. 1 kennslunni verður stuðzt við litfræðikerfi það, sem kennt er við Sverre Johannsson, kunnan sænskan litafræðing. — Kennari verður frú Sigrún Jóns- dóttir, sem numið hefur hjá Sv. Johannsson. Kennsla þessi hentar öllum, sem mikið vinna með liti, t. d. málur- um, hannyrðakonum, vefnaðar- konum o. fl. Umsóknir tilkynnist skrifstofu skólans mánud., miðvikud. og föstud. kl. 5—6% síðd. (Sími 82821). — Árshátíð Stokkseyringafélagsins verður föstudaginn 25. janúar, í Sjálfstæð ishúsinu kl. 20,30. Nesprestakall Börn, sem fermast eiga í vor og að hausti, komi til viðtals x Nes- kirkju, föstudaginn 25. janúar kl. 5 e.h. — Sóknarprestur. Orð lífsins: Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi háðgjamra, heldur hefur ■yndi af lögmáli Drottins dag og nótt. (Sálm. 1, 1—2). Áfengið er erkióvinur viljans til þroska og manndóms. — Umdæmisstúkan. Strandarkirkja Afh. Mbl.: K G kr. 20,00; J M 100,00; S og M 50,00; Theodóra 50,00; J A S 15,00; Siggi 50,00; Milla 50,00; N N 5,00; N N 100,00 G K 35,00; J G 100,00; þakklát 70,00; H G 30,00; ómerkt í bréfi 10,00; ómex-kt í bréfi 10,00; G G E 10,00; K V 50,00; Þórunn 50,00; Þ G 50,00; Svava 10,00; S S 4,00; Bína 100,00; gömul kona 100,00; kona 15,00; G E afh. af séra Bjarna Jónssyni 50,00; S L 15,00; R og M h.f., Hafnarfirði 500,00; Þ K 20,00; í bréfi 40,00; Dúna 50,00; gamalt áheit H 50,00; G G 50,00; 2 áheit A 75,00; ferðafélag- ar 50,00; N N 500,00; N N 100,00; A J 100,00; Þ Ú M 100,00; N N Skagaströnd 150,00; S H 50,00; E G 25,00; Guðbjörg 20,00; ónefnd ur 50,00; gömul áheit 150,00; Þor- björg 5,00; S G 10,00; N N Eyr- arbakka 30,00; M A 25,00; Lth. 100,00; S H, g. áheit 300,00; g. áh. G Ó 100,00; G 50,00; Þ Ó 100,00; ónefndur 100,00; L A 300,00; Ó H P 100,00; G Ó 10,00; Þ S 200,00 F F 100,00; g. áh. S J 150,00; sjómaður 100,00; kona 25,00; S J Heiðabæ 10,00; M Þ og J S 100,00 í H 100,00; N N 50,00; Kristín 100,00; 2 gömul áheit 150,00; áh. £ bréfi 10,00; G H H 20,00; áheit 65,00; og Kr. Þ 15,00, afh. af séra Bjarna Jónssyni; M Ó 100,00; g. áh. 25,00; Á S 25,00; N N 100,00; áh. í bréfi 100,00; áh. N N 100,00; áh. F N 100,00; J K 100,00; kona í Grindavík 50,00; N N 10,00; K K Akureyri 200,00; S J 15,00. Kvikmyndir THEODÓRA BÆJARBÍÓ í Haínarfirði sýnir um þessar mundir stórbrotna ítalska kvikmynd í litum, sem nefnist „Theodóra“, eftir aðalper- sónu myndarinnar. Atburðirnir gerast í Býsanz höfuðborg hins mikla austur-rómverska menn- ingaríkis á dögum Justinianusar keisara á 6. öld e. Kr. Getur þar að líta glæsilegar byggingar þess- arar fögru borgar og hið litríka og ólgandi líf á strætum og torg- um borgarinnar, þar sem sölu- menn hrópa upp um ágæti varn- ings síns og trúðar leika listir sínar og prúðbúnir yfirstéttar- menn og öreigar í tötrum setja svip sinn á hi daglega líf. En undir yfirborðinu ólga hin póli- tísku átök, þar sem öfund, ágirnd og valdagræðgi stjómar orðum manna og athöfnum, en megin þráður sögunnar er þó ástir hinn- ar fögru dansmeyjar, Theodóru og Justinianusar keisara, er hef- ur hana til drottningartignar við hlið sér. Er sá þáttur myndar- innar áhrifamikill enda borinn upp af sterkum og ástriðuþrungn um leik hinnar fögru leikkonu Gianna Maria Canale, sem er ný ítölsk „stjarna" á hinu hvíta tjaldi og sver sig mjög í ætt við aðrar ágætar kvikmyndaleikkon- ur ítala og Georges Marchal í hlutverki keisarans. Mynd þessi er tvímælalaust með betri myndum sinnar teg- undar. Er einkum athyglisvert hversu ágætlega hún er á svið sett með sínum fjölbreytíu og lifandi leikatriðum úti og inni, svo sem kappreiðunum, sem eru frábærlega vel sýndar og teknar og hinum glæstu salarkynnum í höll keisarans og hinu eðlilega umhverfi í lcrám og fangelsis- hvelfingu borgarinnar. Að öðrum athyglisverðum lellc endum má nefna Hemi Guisol, er leikur Johannes af Cappadokiu, Roger Pigant, er leikur Andrés og síast, en ekki síst Renato Bald- ini, er leikur Arcal, gamlan elsk- huga Theodóru. Mynd þessi gefur mjög athygl- isverða hugmynd um daglegt líf fólksins, siði þess og háttu, í hinni miklu borg, Býsanz, á um- ræddum tímum, en hversu rærri hún fer hinu sannsögulega, skal ég láta ósagt. — Ego. PaJS virðist svo sem Reykvíkingar hafi meiri áhuga á Shaw, heldur en í fyrstu leit út fyrir. Aðsóknin að gamanleikriti hans „Það er aldrei að vita“ hefir vaxið svo mikið á síðustu sýningum að enn verða fáeinar sýningar, þótt í ráði hafi verið að hætta þeim fyrir afmæli félagsins 11. janúar. Leikritið er líka bæði létt og bráðskemmtilegt, eins og flest það sem Shaw skrifaði. I kvöld er það sýnt í Iðnó. Henry Ward Beecher, amerísk- u. prestur sem uppi var frá 1813 til 1887 og var mjög þekktur fyrir baráttu gegn þrælahaldi og mjög snjallar prédikanir, kom einu sinni á útisamkomu þar sem ungur mað- ur hafði stigið upp á kassa og hélt þrumandi ræðu yfir miklum mann- f jölda. Þegar ræðumaður hafði lokið máli sínu, gekk prestur rólega til hans og sagði: — Jæja, ungi maður, þér töluð- uð vel, hvað tók yður annars lang an tíma að semja þessa ræðu? — Það tók mig nú ekki nema einn dag, svaraði ungi maðurinn hreykinn. — Þér eruð meiri andans maður en ég, það verð ég að segja, svar- aði presturinn, ég verð að viður- I kenna að það tók mig eina viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.