Morgunblaðið - 12.02.1957, Síða 1

Morgunblaðið - 12.02.1957, Síða 1
20 síður Þingseta Eggerts Þorsteinssonar ákveðin þverf ofan í ákvœði stjórnarskrár Fyrirmælum til yfirkjörstjórnar um breytingu fyrri synjunar fylgt eftir með sérstakri töggjöf Frávísunartill. Sjálfstæð- ismanna felld Dularfulli sjúklingurinn ÞAÐ vakti talsverð heilabrot fyrir skömmu, þegar sagt var frá því í fréttum, að sérstakur blóð- sjúkdómasérfræðingur hefði ver- ið kvaddur frá Vestur-Þýzka- landi til Moskvu til að athuga „meðlim úr ríkisstj órninni". Var nafni majmsins haldið leyndu, og vissi jafnvel ekki læknirinn sjálf- ur, hver hann var. Nú hefur komið á daginn, að sjúklingur- inn var Vyatsjeslav A. Malyt- sjev, fyrrverandi varaforsætis- ráðherra og núverandi vélabygg- ingaráðherra (sic). Malytsjev fékk Lenin-orðuna á fimmtugs- afmæli sínu 1952. Hann var hers- höfðingi í síðari heimsstyrjöld, en hefur síðan einkum látið sig iðn- aðarmál skipta. Álitið er, að hann hafi verið yfirmaður rússnesku kjamorkunefndarinnar um skeið eftir dauða Stalrns 1953. Malyt- sjev hefur gegnt ýmsum ráðherra embættum á undanförnum árum og er nú einn af samverkamönn- um Pervukhins, sem hefur yfir- umsjón með iðnaðarþróun Sovétríkjanna. Vyatsjeslav Malytsjev Hammarskjöld ræður frá refsi- aðgerðum gegn Israel NEW YORK, 11. febr. — Frá Reuter. ISKÝRSLU, sem Hammarskjöld framkvæmdastjóri flutti Alls- herjarþingi S. Þ. í dag, segir, að sameiginlegar refsiaðgerðir gegn ísraelsmönnum fyrir óhlýðni þeirra við ályktun S. Þ. um að kalla alla heri sína frá Egyptalandi, kunni að leiða til nýrrar misklíðar og e. t. v. ófriðar við austanvert Miðjarðarhaf. Allsherjarþingið kemur samanó á morgun eða miðvikudag til að ræða þá yfirlýsingu ísraels- manna, að þeir hverfi ekki heim með heri sína, fyrr en fengin sé trygging fyrir því, að Egyptaf hefji ekki á ný hermdarverk eða skæruhernað. Fulltrúar 27 ríkja í Afríku og Asíu eru nú að bræða saman ályktun, þar sem lagt verði fyrir meðlimaríki S. Þ. að beita efnahagslegum þvingunum gegn ísraei. BRÉF FRÁ EBAN í skýrslu Hammarskjölds seg- lr m. a., að í gær (sunnudag) hafi fulltrúi ísraels, Abba Eban, komið fram með spurninguna um frjálsar siglingar fyrir skip frá ísrael um Súez-skurðinn sem eitt af skilyrðum þess, af ísraels- menn kalli heim herstyrk sinn frá Gaza-skikanum og Akaba- flóanum. Sagði Eben í bréfi til framkvæmdastjórans, að það væri ekki sanngjarnt að biðja fsraelsmenn að skýra frá sjónar- núðum sínum i þessu máli, ef þeir fengju ekkl úr því skorið, hvort stefnt væri að friði eða nýju stríði. TVÆR ÁLYKTANIR Allsherjarþingið samþykkti 3. Framh. á bls. 3 NASSER SVIGURMÆLTUR KAIRÓ, 11. febr. Frá Reuter. NASSER, einræðisherra Egypta- lands, hélt í dag ræðu fyrir sendi nefnd sýrlenzkra stúdenta, sem nú er stödd í Kaíró. Nasser lýsti yfir því, að þjóðernisstefna Araba væri nú með miklum blóma allt frá Atlantshafi tii Persaflóa, þrátt fyrir alla við- lcitni heimsvaldasinna. Hann sagði: „Eg prédika hana í ykkar nafni í Damaskus, Aleppo, Kairó og Port Said.“ Nenni fær slæmn utreið FENEYJUM 11. febr. Frá Reuter. — PIETRO NENNI, hinn gamli foringi ítalska sósíalistaflokks- ins, missti í kvöld að verulegu leyti völdin í flokknum. Er talið, að starfsmenn flokksins eigi mestan þátt í þessari „bylt- ingu“. Þegar gengið var til kosn- inga um nýja stjórn sósíalista- flokksins, fengu stuðningsmcnn Nennis aðeins 27 sæti af 81. — Hópur starfsmanna hjá flokkn- um, sem óttaðist að hann yrði rekinn frá störfum af foringjan- um, fékk 30 sæti; annar hópur undir forustu Lelio Basso, fyrr- verandi ritara flokksins, fékk 15 sæti, og loks fékk fjórði hópur- inn undir stjórn Sandro Piertini, sem lagði til að sósíalistar hættu öllu samstarfi við kommúnista, 9 sæti. ÓSAMRÆMI Þessar kosningar komu öllu á ringulreið innan flokksins, en í gærkvöldi hafði þing hans sam- þykkt að ná úr liöndum komm- únista verkalýðsíélögunum og ýmsum vinstri sinnuðum sam- tökum. í kvöld gaf Nenni út yfir- lýsingu, þar sem hann bendir á ósamræmið miili samþykktar þingsins og úrslita stjórnarkjörs- ins og segir, að það sé hlutverk hinnar nýju flokksstjórnar að greiða úr þeirri flækju. Stjórnin kemur saman annað hvort á morgun (þriðjudag) eða fimmtu- dag. ¥jAÐ VAKTI mikla athygli á Alþingi í gær, að á meðan stóð á * umræðum um þingsályktunartillögu Hermanns Jónassonar frá því á laugardag, um að gera Eggert Þorsteinsson að þingmanni, var útbýtt lagafrv. frá Hermanni, þar sem „skorið er úr“ málinu með þeim hætti, — sem Hermann hafði boðað á fimmtudag. Þótti flestum hér kenna full-mikillar ákefðar. Vinnubrögðin minna helzt á það, þegar menn voru fyrst höggnir en siðan brenndir til frekari fullvissu. Hér þykir auðsjáanlega mikið við liggja, enda leyndi sér ekki furnið, er gripið hafði forystu stjórnar- liða. í GÆR sam samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga Hermanns Jónassonar um að Alþýðuflokkn um bæri að fá kjörbréf fyrir vara þingmann í Reykjavík og þar sem fyrir lægi að þriðji maður list- ans hefði hafnað rétti varaþing- manns bæri yfirkjörstjórn að gefa út kjörbréf til handa Eggerti Þorsteinssyni. Umræður urðu allharðar um málið og töluðu Bjarni Benedikts son og Magnús Jónsson af hálfu Sjálfstæðismanna, en Hermann Jónasson af hálfu stjórnarliðsins. Einar Olgeirsson, sem hafði talað gegn samþykkt Eggerts Þorsteins sonar sem varaþingmanns, mætti ekki á þessum fundi, en hélt sig utan gátta við sjálfan þingsalinn og tók enginn til máls af hálfu kommúnista. Bjarni Benediktsson flutti í lok síðari ræðu sinnar tillögu til rök studdrar dagskrár svohljóðandi: „Yfirkjörstjórn hefir þegar neitað að veita Eggerti G. Þor steinssyni kjörbréf sem vara- Norstad: NATO-herinn má ekki minni vera LONDON, 11. febr. NORSTAD hershöfðingi, yfir- maður herja Atlantshafs- bandalagsius, er nú staddur í London og á þar viðræður við Sandys landvarnaráðherra. 40 brot ú alþjóðasamþykktum UTANRfKISRÁÐUNEYTI ísraels hefur gefið út yfirlýsingu, þar sem Egyptar eru sakaðir um nálega 40 brot á alþjóðasamþykkt- um á síðustu 8 árum. Meðal þessara samþykkta eru nefndar stofn- skrá S.Þ. og fjölmargar ályktanir Allsherjarþingsins, Súez-sáttmál- inn, Genfar-sáttmálinn og mannréttindayfirlýsingin. í yfirlýsing- unni er að því spurt, hvers vegna S.Þ. séu nú að þvinga ísraelsmenn til að hverfa aftur til óviðunandi hernaðarástands á landamærum sínum, þar sem þær hafi brugðizt þeirri skyldu sinni að refsa Egyptum fyrir brot þeirra. Ræða þeir m. a. þá ætlun stjórnarinnar að draga úr út- gjöldum til varna. Norstad er í London í boði brezku stjórn- arinnar. Þegar hann kom þang að í morgun, sagði hann að landher Atlantshafsbanda- lagsins mætti undir engum kringumstæðum vera minni en hann er nú, ef hann ætti að gegna hlutverki sínu. Sagði hann, að landherinn hefði þeg ar verið minnkaður um helm- ing fyrir 3 árum, þegar kjarn- orkuvopn komu til sögunnar, og slíkar breytingar væri ekki hægt að gera aftur. Hann bætti því við, að ef Bretar minnkuðu framlag sitt til bandalagsins, þá vonaði hann, að aðrar þjóðir fetuðu ekki í fótspor þeirra. þingmanni Alþýðuflokksins í Reykjavík, og Alþingi hefur samkvæmt 46. gr. stjórnar- skrárinnar fellt að taka hann gildan sem réttkjörinn vara- þingmann, enda mundi þing- seta hans bersýniiega brjóta gegn 31. gr. stjórnarskrárinn- ar. Alþingi telur því tillögu þessa óþinglega og tekur fyrir næsta mál á dagskrá“. Tillaga þessi var felld með 27 atkv. gegn 19, en 6 þingmenn voru fjarverandi. Með tillögunni greiddu atkvæði allir Sjálfstæð- ismenn, en móti þeir af stjórnar- þingmönnum, sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna. Stjóm- arliðið felldi einnig tillögu um að vísa málinu til nefndar. Til- laga Hermanns Jónassonar var samþykkt með sama atkvæða- mun, 27 með, en 19 á móti. Fyrri ræða Bjarna Benedikts- sonar fer hér á eftir í heild: HERRA FORSETI! Margt og raunar flest, af þvl sem hæstv. forsrh. hefur nú sagt eru atriði sem ég er þegar búinn að svara í þeim umræðum, sem um þetta mál urðu hér á dögun- um, og veit ég því ekki hvort ég hirði um að eltast við allan hans rökstuðning. HERMANN TVÍÁTTA Um daginn lét hann sér nægja að senda boð til kjörbréfanefnd- ar um það, að hann ætlaði að leggja fram lagafrv., sem að því er form. n. Gísli Guðmundsson sagði, að sér skildist, ætti að skera úr um þetta tiltekna atriði. Nú er hæstv. ráðh. a. m. k. mjög á báð- um áttum um það, hvort slíka löggjöf eigi að setja. Sú till., sem fram er komin, verður ekki skilin á annan veg en þann, að hann ætli að láta Alþingi skera úr málinu með þál., alveg gagnstætt því sem hann lét boða hér sl. fimmtudag, en hafði þá ekki enn þá haft að- stoðarmenn við hendina til þess að setja saman þann samsetning, sem hann nú var að stauta sig hér fram úr. Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.