Morgunblaðið - 12.02.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.1957, Blaðsíða 12
ti MORCVNBL AT)lf> f>riðju<!agur 12. febr. 1957 Kommúnisminn kvaddur New York?"""C***" HtWtOUHislAND UNITED STATES P ^.^Tpathick BASE 1l£flORIDA bcamuda pufsro . 'Wjfc. Ponomo •. '^rjj^. Cono 7€ ^m+ÆTtTinniOAD ^Mkí, XLiMZuUA*^ ,...... ^rj Atianten „ ' * U ' ' *■ 7 V 'SLANDS iT’ ntiNCv Wtsi AfKICA GU'ANA bhasiubn X frlLLI- HAVET paraguav CHILtt /) }r /ARGEMINA t( Busnoj \\ "V^aVUBUGUAV ft>0 de Jínoirp Sto Peuto SVD' Atiantbn Tílrounir gerðar í sumar að skjóta flugskeytnm 9000 km Framh. af bls. 9 hreint ekki eins durnalega klætt og sagt væri. Þó uppgötvuðu þeir í vor, Hall- dór Laxness og hinn nafnkunni sagnfræðingur Björn Þorsteins- son, að því er virðist í ógáti, að búið var að drepa bókmenntirnar í Tékkóslóvakíu. Og nú, eftir að Stalin dó, var orðinn mikill sið- ur að segja frá ýmsu misjöfnu, og skrifa það hjá stalinismanum. Laxness skýrði heimkominn í blaðaviðtali frá neyðarópum rit- höfunda á þingi þeirra í Prag, en Bjöm Þorsteinsson sagði í grein frá heimsókn þeirra félaga í stofn un, sem var „ríkisútgáfa fagurra og menntandi bókmennta": „Okk ur var tekið með kostum og kynj- um, en sagt brátt í óspurðum fréttum af húsbændum staðarins, að þeir hefðu þungar áhyggjur af því, að tékkóslóvakiskir höfundar og skáld semdu vondar bækur. Þeir kváðust eiga heilar skemmur fullar af prentuðum sósíalrealisma algjörlega óseljan- legum, við þær bókmenntir væri ekkert annað að gera en senda þær aftur í pappírsmyllurnar“. Hins vegar væri fólk „áfjáð“ í ýmsar eldri bókmenntir, t. d. æfintýri Andersens. En þetta voru auðvitað smámunir, skildist manni, fólk leit, þrátt fyrir allt, vel út! Að minnsta kosti til- sýndar. Nei, eftir skýrslu Krúsjeffs um Stalin áttu kommúnistar um lönd öll sannarlega ekki von á neinu meiri háttar mótlæti í bili. Það var hægt að kynda undir óánægju lítt þroskaðra þjóða, egna þær gegn vestrinu, lauma til þeirra vopnum, láta þær berjast, án þess nokkur dropi af saklausu blóði alþýðunnar yrði til þess að ó- hreinka hendurnar í Moskvu. Vestur-Evrópa er olíulaus, háð aðflutningi frá lindum Asiu og öryggi Súez-skurðarins — án þess aðflutnings og öryggis myndi iðnaður hennar og samgöngur lamast á stríðstímum, og hún komást á kné, bardagalaust. En var þá nokkuð hægara en að vot Sýrlendinga og Nasser, — spana Hitler Egyptalar.ds upp í samiiingsbrot, stríðshótanir og vopnaskak við landamæri fsraels, — unz ísrael væri nóg boðið, og allt færi i bál og brand austur þar, — og hlægja svo að öllu, kenna Frökkum og Bretum um, — hafa sjálfur hvergi komið nærri? Friðarþing kommúnista myndu verða eins fjölmenn og fín, eftir sem áður, og jafn-gáfulegt og ævinlega áður og tala um leið- toga vestursins eins og „skipu- leggjara heimsstyrjalda" og „kolbrjálaða stjórnmálamenn, sen. ekki höfðu annað takmark en drepa fólk einhvern veginn hvar sem til næði á jörðinni". (Laxness i Þjóðviljanum 7. nóv. þ. á.). (Ætlar okkar mikli snillingur að skrifa svona til æviloka, hve- nær sem hann minnist á stjórn- mál? Við erum á fslandi, talsvert afskekktir, að reyna að átta okk- ur á því sem er að gerast í heim- inum, og síðan hugsa ráð okkar af heilbrigðu viti. Svo kemur skáldið á Gljúfrasteini með sitt framlag til pólitískrar hugsunar á íslandi. Og það er alltaf af sama tagi. Ekki verður því neitað að það er talsvert dapurlegt að horfa upp á þetta ár eftir ár. En auðvitað gera ekki aðrir orð á því, en menn illa innrættir. Er hægt að láta sem vind um eyru þjóta það sem mestu skáldin segja, þegar barist er um stefnu tímans og um æsku landsins og um sál þjóðar- innar? En mörgum finnst sú barátta aukaatriði. Aðalatriðið, að styggja ekki mikil skáld. Sjálf- sögð háttvísi að láta allt gott heita sem þau segja. Ég er á öðru máli. Aðalatriðið er að gera þjóðina að viturri þjóð — og berjast við þá sem reyna að gera hana að heimskari þjóð, hverjir sem það eru. Og að því er Laxness snertir, þá hefur aldrei mátt á milli sjá, hvort nauðsynlegra væri, að glæða áhuga þjóðarinnar á hans beztu skáldritum — eða benda á tómahljóðið í pólitískum stóryrð- um hans, því enginn kann betur en hann þá list, að taka svo stórt upp í sig að allt óþroskað fólk í landinu gapi af aðdáun, og haldi að nú hafi hann rétt einu sinni hitt naglann á höfuðið. Og svo er þetta oftast tómt rugl). 10. Með uppreisninni í Ungverja- landi brást kommúnistum sú von, sem allt þeirra fals og blygðun- arleysi hafi grundvallað á tilveru sína. Það komst upp hvernig þjóð var innanbrjósts, sem hafði verið brotin og bæld undir ok kommúnismans og heldur vildi ganga með rifla sína út í opinn dauðann gegn morðdrekum Moskvu en þola hörmungar sínar lengur. Og jafnframt hafði Moskvu-valdið enn á ný sýnt andlit sitt, og svo að því varð aldrei framar gleymt. Mannorð rússnesks safnaðar í Reykjavík lá við, að hver og einn gerði hreint fyrir sínum dyr- um, eftir því sem hægt væri. Þeir hafa neyðst til að taka afleiðingunum af skýrslu Krús- jeffs um Stalin, marskálkinn mikla, sem lét tilbiðja sig fyrir að hafa unnið heimsstyrjöldina, — en nú var orðinn að eina marskálk veraldarsögunnar, sem aldrei hafði til annarar her- mennsku dugað en að myrða flokksbræður sína og varnarlaus- an almenning. Heimilisböl er þyngra en tárum taki, skýrslan um Stalin „meiri sorg en jafnvel herhlaup utanaðkomandi óvina“ (Laxness). Ofan á þetta bættist svo blóð- baðið í Ungverjalandi, sem Lax- ness segir að jafnist að sorgleiks- þunga „aðeins á við hin hrylli- legu harmatíðindi" um feril marskálksins. En ekki vill Lax- ness þó eiga neitt á hættu um það, að rússnesku vinirnir mis- skilji, hvers vegna hann sé að minnast á þetta. Hann sé til- neyddur: „Ef ég gæti sætt mig við þá atburði sem gerst hafa í Ungverjalandi síðustu daga, gæti ég aldrei framar leyft mér að mæla orð í gegn aðförum erlendra herja í framandi löndum, hversu rosalegar sem þær væru, ég mundi um leið gerast óhæfur til að andmæla þrásetu erlendra herja í föðurlandi mín sjálfs“. Og, það er óþarft að taka það fram sérstaklega, Laxness hlýtur að telja v?1dhafana í Moskvu hreina engla í samanburði við aðra menn, sem minnst er á fyrr í greininni, og yfirleitt „ekki höfðu annað takmark en drepa fólk einhvern veginn hyar sem til næði á jörðinni". Við skulum vona, að þessi munur á mönnum hafi ekki farið fram hjá skiln- ingi vinanna í Moskvu. Hún var fædd 4. des. 1872 að Gilsá í Eyjafirði, en ólst upp hjá merkishjónunum Páli hrepps- stjóra Steinssyni og Maríu Jóns- dóttur ljósmóður að Tjörnum í Eyjafirði. Þar mætti Sigríður sannri umhyggju og góðum heim ilissiðum. Enda þroskuðust með- fæddir hæfileikar hennar ótrú- lega fljótt og eðlilega. Hún flutt- ist til Reykjavíkur með fósturfor eldrum sínum og dvaldist þar einn vetur. Átján ára gömul fór hún svo aftur norður og giftist Magnúsi Tryggvasyni frá Vöglum í Eyja- firði. Þau bjuggu á Bitru í Glæsi- bæjarhreppi og eignuðust þar níu börn, sem öll eru enn á lífi. Eftir 17 ár missti hún svo mann sinn og bjó ein með börnunum eftir það án hjálpar. Þá þekktist hvorki sveita- né tryggingahjálp inn á heimilin, svo að allir urðu Það eru aðeins rúm fimm ár síðan við íslendingar óttuðumst nýja heimsstyrjöld, vegna við- sjár með stórveldunum út af Kóreustríðinu, og báðum Ame- ríku um vernd, um herlið til landsins. Aldrei hefur fallið orð af hálfu Bandaríkjastjórnar, sem til þess bendi, að hún ætli að hafa her á íslandi lengur en við viljum. Og svo talar Laxness um þrásetu! Og afsakar mótmæli gegn drápi heillar þjóðar með því, að annars geti hann ekki haldið áfram frelsisbaráttu á ís- landi gegn her, — sem við báðum um — og aldrei hefur gert okkur neitt! 11. Já, það verður fróðlegt að sjá hvernig rithöfundar úr rússnesk- um söfnuði skrifa á næstu misser- um. Hafa þeir geð i sér til að halda áfram því sem verið hefur þeirra meginiðja, sem pólitískra rithöfunda, að leggja kapp á að gera íslendinga að eins vitlausri þjóð og frekast geti orðið? Ætla þeir yfirleitt að gera kröfu til þess að vera áfram taldir póli- tísk gáfnaljós og leiðarstjörnur? Ætla þeir að halda fast við þá kenningu að það sé fagnaðarefni hvenær sem hægt sé að koma því við að leggja þjóðir „þegj- andi og hljóðalaust" undir rúss- neska vernd, auðvitað með hæfi- legum atbeina rússneskra vopna, eins og Laxness taldi 1939, þegar Stalin tók hólft Pólland að bróð- urlegu samkomulagi við Hitler, sém tók hinn helminginn? Eða ætla þeir loks að láta sér segjast? Það mætti helzt ekki dragast mikið lengur, ef enn ætti að vera hægt að bjarga við íslenzku þjóð- félagi. Þeir hétu því ungir, að ganga að þessu þjóðfélagi dauðu, svo að hægt yrði að reisa ríki kommún- ismans á rústunum — og ef til vill flestir í besta skyni, af sann- færingu. Þeir vissu allir að hverju þeir voru að vinna, þó að Einar Olgeirsson einn hefði til að bera það hreinlyndi, að lýsa því yfir berum orðum hvað fyrir þeim vakti: — að rífa allt niður. Mikið hefur áunnist. Sjólft hag- kerfið hefir nú verið skekkt og skælt á alla kanta, og síðan sporð- reist, og er orðið að fyrirbrigði, sém ekki á sinn líka í víðri veröld — allt fyrir áhrif þess anda, sem magnast hefur með rússneskum söfnuði á íslandi, og gripið um sig og ráðið þróuninni. Margur góður drengur, sem einhvern tíma trúði á kommún- isma, sá sig um hönd. En hinir, sem fram á síðustu tíma hafa stutt þá með ráði og dáð — gætu þeir ómögulega hugsað sér að byrja að vorkenna fslandi, fyrr en komið væri fyrir okkur eins og Ungverjum? París í des. 1956. Kristján Albertsson. Minningarorð að duga eða deyja á eigin spítur. Oft var þröngt í búi þótt hún reyndi að miðla öðru fátæku fólki, sem bjó þar nálægt, því gestrisin var hún og greið við alla sem áttu bágt. Á þessu heimili sá ég undrið sem aldrei gleymdist — hvað getur búið í hygginni og þrekmikilli konu. Hún vann ein öll sín heimilis- verk, fór ævinlega síðust í rúm- ið og fyrst á fætur. Þó munu hvorki ég né systkini mín hafa skilið hve mikið sú þreytta móðir lagði á sig fyrir okkur — án þess að bugast né láta nokk- urn mann vita um erfiðar ástæð- ur. Enda orðaði fólk glaðværð hennar og sá að þetta heimili var sjálfu sér nægt og raunverulega hamingjusamt. Bandaríkjamenn eru að ljúka smíði fjarstýrðra flugskeyta, sem þeir geta skotið milli heims- áifa. En í því felst ein róttæk- asta breyting í hermálum nú- tímans, eftir að atómsprengjan var fundin upp. Það hefur verið sagt, að eftir að atómsprengjan var upp fundin, sé útilokað að heyja stórar styrjaldir, það á þeim mun frekar við eftir að slík flugskeyti hafa verið fundin upp. ^ Bandaríska hermálaráðuneyt ið tilkynnir að fyrstu lang- drægu flugskeytunum verði skot- ið í tilraunaskyni yfir suður- hluta Atlantshafsins þegar í sum- ar. Hefur smíði þeirra verið hrað- að ákaflega, því að áður var ætl- að að tilraunirnar gætu ekki byrjað fyrr en 1960. 1 tilraunum þessum verða að sjálfsögðu engin sprengiefni í skeytunum, heldur aðeins gerðar athuganir á flug- hæfni þeirra og þoli. Á Fyrsta langdræga flugskeytið heitir tegundarnafninu Atlas. Það vegur um 15 smálestir og fer með tuttuguföldum hraða hljóðs- ins. Það er ekki nema nokkrar minútur að ná marki hinumegin á hnettinum. Sem stendur eru engin varnarmeðul til gegn slíku vopni, en Bandaríkjamenn eru einnig að hef ja athuganir á varn- artækjum gegn þvi og munu varnartæki einnig verða reynd í sumar. Tilraunirnar verða gerðar yf- Það eina, sem móðir mín lét eftir sér, var að lesa alls konar bækur og blöð og þeirri hneigð hélt hún allt til dauðadags. Sérstaklega man ég hve hún var trúuð og viss um, að það var Guð sem alltaf hafði hjálpað henni áfram í gegnum alla sína vanheilsu og erfiðJeika. Á efri árum fluttist hún svo til Akureyrar þótt aldrei kynni hún þar jafnvel við sig og í sveit- inni, því að náttúrudýrð sveitar- innar unni hún umfram allt. Sérstaklega þakka ég svo mömmu fyrir alla sína um- hyggju og ástríki til okkar barn- anna. Svo og fyrirmynd í allri breytni við annað fólk er hún átti samleið með. Sú minning mun reynast okkur leiðarljós og endast vel áfram. Þess vegna bið ég Guð að blessa manndáð allra íslenzkra kvenna og umfram allt móðurástina, hvar sem hún kem- ur fram í fullri stærð. Lára Magnúsdóttir ir Atlantshafinu. Flugskeyt- unum verður skotið upp frá Patrick-stöðinni á Florida. Síðan mun fluglina þeirra liggja með- fram Vestur-Indíum, austurhorni Brasilíu og í nágrenni við eyna Ascension. Bandaríkjastjórn hef- ur nýlega gert samning við brasilísku stjórnina um leigu á eynni Fernando de Nerohna, sem er við öxl Suður-Ameríku. Þar verður komið fyrir mikilli mæli- tækjastöð, þar sem ferill flug- skeytanna verður rakinn með nákvæmum radartækjum. Jr Bretar hafa einnig verið fúsir til að lána úthafseyjuna Ascension. Þar hafa um 150 manns búið í mestu einangrun og einmanaleik. En i sumar kem- ur fjölmennt lið vísindamanna þangað og setur upp mælitækin. En ætlunin er að hvert flug- skeyti ljúki ferli sínum í hafinu kringum þessa eyju um 900 km frá Florida. Mælingamennirnir mæla og skrá, hve vel hafi tekizt að miða. Þorrablóf og sólarfcaffi BÍLÐUDAL, 8 febr. — Laugar- daginn síðastliðinn var haldið veglegt þorrablót. Var það Slysa- varnadeild karla hér á staðnum Sæbjörg, sem stóð fýrir fagnað- inum. Var íslenzkur matur á borðum og var fjöl*»enni mikið. Er svona fagnaður haldinn hér árlega. Veizlustjóri var séra Jón K. ísfeld. Ávarpaði hann veizlugesti. Síðan fór fram leikþáttur, get- raunir, mælskulist, almennur söngur og að lokum dans fram eftir nóttu. Var þetta hin ánægju- legasta samkoma. Annan febrúar, sem var næsti laugardagur á eftir, var haldið mikið sólarkaffi. Var það kven- félagið Framsókn sem fyrir því stóð. Gaf það ekki Þorrablótinu eftir hvað veitingar og undirbún- ing snerti. Dró þó úr aðsókninni að sjóveður var þennan dag og margir á sjó. Formaður félagsins, Svandís Ásmundsdóttir, ávarpaði gesti og bauð þá velkomna. Síðan fóru fram skemmtiatriði. Börn úr barnaskólanum fóru með leikrit: „Dóttir skýjakonungsins". Einnig fóru fram fleiri skemmtiatriði, sem öll voru hin ánægjulegustu, svo sem almennur söngur og að lokum dans. — Friðrik. Sigríður Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.