Morgunblaðið - 12.02.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1957, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. febr. 1957 GULA llljl herbergrið e£tii MARY ROBERTS RINEHART Framholdssagan 50 hana svei mér ekki. hef aldrei séð hana. Og aldrei frú Hilliard held- ur, fyrr en hún kom hingað. — Já, þér segið það. En hvað voruð þér að gera heima hjá Joe Norton í gserkveldi að skoða mun- ina hennar Lucy ? Hafði hún eitt- hvað i fórum sínum, sem yður vantaði? Dane hló kuldalega. — Ég skal segja yður það Beinna, sagði hann þurrlega. — En eitt skal ég segja yður strax. Frú Hilliard var sleg- in eða skotin niður á akbrautinni, eða að minnsta kosti hefur henni verið dröslað þaðan, þangað sem ég fann hana. Og ég gerði það ekki. — Gott og vel. I>á viljið þér kannske segja mér, hvers vegna þér voruð á vakki við Spencer- húsið um miðja nótt og í' svona veðri. Carol segir mér, að þér hafið vitað fyrirfram, hvað þér mynduð finna. — Það getið þér líka fengið að vita, svaraði Dane hvasst. — Ég var að ganga í verkin yðar, það er að segja, ég var að vakta Crest- view. Hér er einhver hættulegur maður á ferðinni, Floyd. Kannske fáið þér það inn í yðar ferkant- aða höfuð einhvern tíma áður en lýkur, þó að það virðist ætla að ganga seint. En Floyd var annars alls ekki heimskur, og það vissi Dane. Með- an hann beið eftir híinum, athug- aði hann það, sem hann þegar vissi. Elinor hafði ekki verið færð út úr húsinu með valdi, heldur farið út í einhverjum erindum, sem hún ein vissi um og hún hafði ekki verið fáklædd eins og myrta stúlkan, heidur alklædd, jafnvel í þykka skó og svo ljósu regnkápuna, sem hafði hjálpað tii þess að finna hana. — Hvert hafði hún verið að fara? Til Wards? Sú saga gekk, UTVARPIÐ Þriðjudagur 12. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18,30 Útvarpssaga bamanna: — „Veröldin hans Áka litla“ eftir Bertil Malmberg; XI. — sögulok (Stefán Sigurðsson kennari). — 18,55 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 1910 Þingfréttir. 20,30 Veðrið í janúar o. fl. (Páll Bergþórsson veðurfi-æðingur). 20,55 Frá sjón- arhól tónlistarmanna: — Bjöm Franzson flytur fjórða erindi sitt með tónleikum. 21,45 Islenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon kand. mag.). 22,00 Fréttir og veðurfregn ir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 „Þriðjudagsþátturinn“. — Jónas Jónasson og Haukur Morthens hafa stjóm hans með höndum. — 23,10 Dagskrárlok. Miðvikudagur 13. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tón- leikar af plötum. 18 jiO Bridgeþátt ur (Eiríkur Baldvinsson). 18,45 Fiskimál; Sigurður Þorkelsson, verkfræðingur talar um talstöðvar í skipum. 19,00 Óperulög. — 19,10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Arnór Sigurjóns- son ritstjóri). 20,35 Lestur fom- rita: Grettis saga; XIII. (Einar ÓI. Sveinsson prófessor). 21,00 Tónleikar (plötur). 21,45 Hæsta- réttarmál (Hálcon Guðmundsson hæstaréttarritari). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði kvölds- ins. 22,10 „Lögin okkar“. — Högni Torfason fréttamaður fer með hljóðnemann £ óskalagaleit. 23,10 Dagskrárlok. að frú Ward hefði séð bilinn henn ar með einhverjum karlmanni í, morðnóttina, og Elinor gat hafa sett það fyrir sig. En á þessum tima nætur og í svona veðri? Hann sleppti því Ward og tók í staðinn óþekktan aðila, sem hann kallaði X. Þessi óþekkti X gat leyst úr dæminu, ef hann að- eins hefði fleiri gögn í höndum. Loks fór hann burt, í illu skapi og þögull. Ennþá rigndi talsvert og kalt var í veðri. 1 bílnum sagði hann Alex ekkert annað en það, að Elinor Hilliard hefði verið skotin, og Alex þótti þetta heldur þunnar upplýsingar og var í illu skapi. Þegar komið var að braut- inni heim til Spencers, sagði hann Alex að snúa þangað, en gaf enga frekari skýringu. — Þú getur verið héma á hött- unum, sagði hann. — Ég get ef til vill tafið þama nokkia stund. — Og hvað á ég að gera á með- an? spurði Alex önugur. — Reyndu að fá þér dúr, sagði Dane háðslega og steig út er bíll- inn staðnæmdist. Húsið var ennþá uppljómað. Hann fann framdyrnar lokaðar og hringdi en enginn svaraði. Þá gekk hann að eldhúsglugganum og sá inn um hann, að stúlkumar voru þar inni, allar í hnapp og sýnilega hræddar. Hann barði í rúðuna og ein þeirra rak upp vein af hræðslu. — Þetta er bara Dane, kallaði hann inn. —- Ég er að koma úr sjúkrahúsinu. Hávaðinn þagnaði og Maggie opnaði fyrir honum og virtist feg- in að sjá hann. — Fyrirgefið þér, majór, en við höfðum komið okkur saman um að hleypa engum inn. Hér er morð- ingi á ferðinni, sem einskis svífst. — Það er sennilega alveg rétt,. svaraði hann alvarlega. — Þess vegna var érr nú hér að flækjast í nótt. Ég var hræddur um, að eitt hvað væri á seyði. Aftur kom hræðslusvipurinn á stúlkumar en hann reyndi að hugga þær eftir föngum. Hann fann, að í bili myndi ekki meira bera til tíðinda og frú Hilliard var úr allri hættu. Og þá gæti hún væntanlega sagt þeim, hver hefði sýnt henni tilræðið. Það var ekk- ert dularfullt þó að hún færi út. Hún gat hafa ætlað að fá sér ferskt loft og svo hefði verið ráð- izt á hana á brautinni og hún bor- in — hann sagði viljandi ekki dregin — upp í brekkuna. Maggie gaf honum kaffi, sem var hennar töframeðal við hvers kyns mótlæti og sjúkdómum, og þegar hann hafði drukkið það, sagði hann, að sig langaði til að mega líta inn í herbergi frú Hilli- ard. — Það getur verið, að þar sé eitthvað, sem bendi til þess, hvers vegna hún fór út, sagði hann. — Fékk frú Hilliard nokkra síma- hringingu í gærkveldi? Ekki svo að þær vissu til. Þær leyfðu honum að fara upp einum, og eftir stutta athugun, sem bar engan árangur, fór hann inn í gula herbergið. Þar var ljósið slökkt, enda þótt hann myndi ekki til, að Carol eða hann hefðu slökkt það, en þegar hann kveikti, varð hann steinhissa. Herbergið hafði verið rannsakað í mesta flýti. Ann ar glugginn var opinn, jaðramir á gólfábreiðunni voru brotnir upp, dýnan í breiða rúminu færð úr stað og laus gólflisti rétt hjá arn- inum hafði verið spenntur frá. Dane horfði á þetta nokkra stund. Þetta hefði getað verið góð ur felustaður, ef hún hefði notað hann, hugsaði hann með sér. Og annað hvort hafði einhver kunn- ugur vitað af honum eða einhver með óvenju-góða sjón hafði séð hann. Hann rifjaði upp fyrir sér at- burði næturinnar. Carol kom ekki til mála. Hún hafði ekki dvalið í húsinu nema rétt til þess að vekja Gregory og hringja í lækninn. — Gregory sjálfur? Nei, hann hafði komið hlaupandi og haldið að sér sloppnum á hlaupunum. Og vitan- lega var hann búirm að hafa marga daga til þess að leita í hús- inu í ró og næði. Og þá var eng- inn eftir nema stúlkuraar. En svo höfðu Ijósin verið logandi og það var naesta ótrúl, að nokkur hefði farið inn í húsið, meðan þau voru 511 uppi í brekkunni. Og loks var hann alveg viss um, að glugg- amir í gula herberginu hefðu verið lokaðir, þegar þau Carol fóru þaðan út. Svo datt, honum £ hug stiginn hans Alex, og varð gramur við sjálfan sig. Þar hafði honum orð- ið á £ messunni. Hann hefði þó átt að geta séð, að hann var horf- inn. Áður en hann fór niður, athug- aði hann herbergi Gregs. Það hafði iíklega verið þessu líkt síð- an Greg var skólastrákur, þarna voru skólamyndir á veggjum og þess háttar. En snyrtilega var frá öllu gengið. Einkennisbúningur Gregs hékk þarna og skúffurn-i ar i skrifborðinu voru i röð og reglu. Skáphurðin var opin og Dane athugaði ferðatöskuna, sem var á gólfinu. Hún var lokuð, en ekki læst. Hann opnaði hana og fann hermannaskammbyssu. En ekki hafði nýlega verið skotið úr henni, svo að hann lét hana á sinn stað og lokaði töskunni aftur. heldur áfram R IMýtt úrval KÁPU frá kr: 395 - Geri aðr/r betur MARKAÐURINN Laugavegi 100 SOLEX blöndungar fyrir Standard 8 ha og Standard Vanguard Stýrienaður Stýrimann vantar á góðan línubát frá Akranesi. Upplýsingar í síma 370, Akranesi. Teakhurðir Nokkrar útidyrahurðir úr teak-við til sölu. — Getum bsett við okkur alls konar innréttingum. Upplýsingar í sima 7253. MABKÚS Eftir Ed Dodd THREÉ THOUSAND .'...EXJY, THAT'S A LOT OF MONSEY... SAV WHY CAN'T YOLÍ WIN THAT, JOHNNV. WITH OUEENIE IN 1) — Mikið er gott að fá heit- an kaffisopa. 2) — Heyrðu Jonni, hvaða aug- lýsing er þetta sem þú hefur fest framan á kofann. — Ha, ég hef ekki fest neina auglýsingu þar og ég tók ekki eftir þvi. 3) — Það er sleðakeppni. Hún á að verða eftir tvo daga. — Já, þeir festa auglýsinguna upp út um allt tilað minna á hana. Og verðlaunin eru 3000 dalii 4) — Þrjú þúsund. Hugsaðu þér bara. Það eru miklir pening- ar. Getur þú ekki unnið með Drottningu sem forustuhund?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.