Morgunblaðið - 22.02.1957, Síða 2

Morgunblaðið - 22.02.1957, Síða 2
2 MORCVNBL A Ð1Ð Fðstudagur 22. febrúar 1957 FORSETA ÍSLANDS BOÐIB I SKÁTAFAGNA® Tveir ungir skátar úr Reykjavík, piltur og stúlka, færðu forseta íslands, Ásgeiri Ásgeirssyni og for- setafrú Dóru Þórhallsdóttur, nýlega þetta „boðskort“ að Bessastöðum. Á stórt og fagurt skinn var ritað boð frá skátafélögunum í Reykjavík til forsetahjónanna, á hátíðahöld félaganna í Austur- bæjarbíói í kvöld, til minningar um 50 ára aímæli skátahreyfing.iriimar og aldarafmæli stofnanda íennar, Roberts Baden-Powells. Kveðjo til útskúfuðs manns Halldðr. Pétursson, ritari Iðju .endir mér hjartans hugvekju í pjóðviljanum í gær. Ég verð nú að segja það, að sjaldan hefur nokkur maður staðið jafn höll- um fæti við að brigsla öðrum um siðferðilegt gjaldþrot eins og H. P., maðurinn, sem er sjálfur svo siðferðislega gjaldþrota, að hans eigin félagar, kommúnistarnir og aftaníossar þeirra, geta ekki haft hann lengur á framboðslistanum hjá sér og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína. En H. P. er líka bú- inn að vera ritari Iðju í hálfan annan áratug og hefur allan þann tíma, verið skjaldsveinn og skó- þurrka Björns Bjarnasonar, svo að þeir eru famir að þekkja fugl- inn. Já, Halldór minn, það fer að verða gaman að þínu hlut- verki, hlutverki hirðfíflsins, en þá leikur líka af snilld. Skrif þín um samninga Iðju og Framsókn- ar eru moldviðri blekkinga, því — Eisenhower Frh. af bls. 1. Hins vegar sagði Ben Gurion að ísraelsmenn mundu sitja fastir við sinn keip — og hvergi Jiopa frá réttlátum kröfum sínum, enda þótt Bandaríkin styddu kröfur ýmissa aðila um þvingun. araðgerðir gegn ísraelsmönnum til þess að fá þá til þess að hverfa úr Egyptalandi án þess að þeir hefðu hlotið tryggingu fyrir því, að réttur þeirra yrði virtur. Ef Bandaríkin tækju slíka ákvörðun, sagði forsætisráðherrann, mundu þau grafa undan eigin siðferðis- grundvelli. Slík afstaða sannaði ennfremur, að þau gerðu hlutað- eigandi aðilum mishátt undir höfði. Skaut hann máli sínu því næst tM allra þjóða heims um að standa með ísrael og standa dyggan vörð um réttlætið. ★ ★ ★ ★ Ben Gurion lét svo um mælt við fréttamenn að loknum fundi þingsins í dag, að það eina, sem S. Þ. gætu gert til þess að tryggja ísrael frjálsar siglingar um Akabaflóa, væri að staðsetja herlið S. Þ. þar nm framtíð. Annars mundu Egyptar meina ísraelsmönnum siglingar um flóann alveg eins og þeir hefðu bannað þeim að sigla um Súez-skurðinn. Kvað Ben Gurion fsraels- menn vera reiðubúna til þess að hef ja viðræður við fulltrúa S. Þ. um Gaza-ræmuna — og einnig að hef ja undirbúning að flutningum herliðsins þaðan. að staðreyndin er sú, að Fram- sókn hefur í öllum atriðum miklu betri kjör fyrir sitt fólk, bæði hvað laun snertir, þar sem mis- munur á Iðjutaxta og taxta Framsóknar skiptir mörgum þús- undum á fyrsta ári og eins hvað snertir veikindadaga, en þeir eru 45 hjá Framsókn en 14 hjá Iðju. En slys og atvinnusjúkdómar eru eðlilega sér á parti hjá báðum. Þetta getur þú séð sjálfur ef þú berð saman samningana. Og nú má líka bæta við að konur í Framsókn hafa í mörgum stöð- um karlmannalaun, en konur í Iðju vinna oft karlmannavinnu á Iðjutaxta fyrir konur. Um ákvæðisvinnu er það sama sagan hjá þér, er þú segir að á- kvæðisvinnufólk semji í samráði við félagið um taxta. Þetta er al- gjör fjarstæða og eins það er þú segir, að ákvæðisvinnufólkið „hafi aldrei minna en 20% yfir hæsta mánaðarkaup“. Ég vil bara benda þér á 12. gr. samninga Iðju við F.Í.I. og bera hann saman við 5. gr. sama samnings. Það tekur iðnverka- mann tvö ár að komast á hæstu laun (5. gr.) en í 12. gr. segir, að eftir 1 ár sé lágmarkskaupið 20% 'ðjukosningarnar: Mýjosta neySarépið ÍOMMUNISTAR fara nú ham iörum af ótta við að missa völdin í hinu gamla vígi sínu, Iðju, í viðbót við fylgistapið í öðrum verkalýðsfélögum. — Reka þeir upp hvert rama- kveinið af öðru og má ekki á milli sjá hvert ámátlegast er. Fyrir löngu hafa kommar gert sér ljóst, að þeir eru í minni hluta í félaginu og treysta nú em mest á utanaðkomandi hjálp hvar sem hún kynni að vera fáanleg. Síðustu hjálparbeiðni þeirra nátti líta í Þjóðviljanum í gær. Ritar þar „Dagsbrúnarmaður“ mikla grein, þar sem hann bið- ur aðra Dagsbrúnarmenn inni- lega að koma nú skjótt til bjargar nauðstöddum vinum sínum í Iðju. Það verður að tcljast nokk- ur nýlunda, að heil verkalýðs- félög séu þannig opinberlega beðin að ganga fram fyrir skjöldu og blanda sér inn í val annarra félaga á stjórn og trún aðarmönnum og ekki sizt það, að beiðnin skuli koma frá manni í hinu óviðkomandi félagi. Sýnir svona framkoma glöggt, að hér er um að ræða ráðlausa og rammvillta menn, sem ekki vita lengur, hvað þeir gera og ættu að vera í sem mestri fjarlægð frá öllum trúnaðarstöðum. Lýðræðissinnar í Iðju óska eindregið eftir góðri samvinnu við önnur verkalýðsfélög um öll sameiginleg hagsmunamál, en þaS eru shilaböS frá I'ðju- félögum til kommúnistanna í Dagsbrún aS þeir varist þa<f glaprœSi að skipuleggja hjálp- arstarfsemi fyrir félaga Björn Bjarnason & Co. Iðjufélagi. Tónleikar í Austurbæjarbíói AMERÍSKI píanósnillingurinn Javques Abram hélt fyrstu tón- leikana í Austurbæjarbíói í gær- kvöldi fyrir fullu húsi áheyrenda. Hann lék verk eftir Bach, Beet- hoven, Mozart, Chopen og D. Joio. Hrifning var með eindæm- um mikil enda mun sjaldan hafa heyrst þvílíkir yfirburðir í tækni Aðri tónleikar eru í kvöld kl. 9, og þeir síðustu á sunnudag kl. 2,30, en þá er aðgangur ókeypis. unrfram mánaðarkaup að meðal- tali, miðað við fullan vinnutíma. Það er ekki miðað við hæsta kaup Iðju heldur það kaup sem maðurinn ætti að hafa eftir 5. gr. samningsins (byi^junarlaun kr. 1600.00 í grunnlaun) og ákvæðið um 20% kemur ekki til fram- kvæmda fyrr en eftir eitt ár en venjulega hafa menn gefist upp löngu fyrr vegna þess að stjórn Iðju hefur gert illt verra með hálfkáki sínu um ákvæðisvinnu.1 _ . Þar, sem fólk úr Iðju hefur OMMUNISTAR, er stjorna Tresmiðafélagi Reykjavikur, hafa sæmilega afkomu í ákvæðisvinnu Trésmiðir, fjölmennið á félagsfundinum í kvöld hafið þið hvergi komið nærri, Halldór minn, og færi betur að svo væri um fleira. Ég hafði nú ekki hugsað mér, Halldór minn, er ég drap laus- lega á þessi atriði á fundinum, að ykkur myndi bregða svo sem um stórsprengingar væri að ræða en viðbrögð ykkar hafa samt orð ið slík, að það hlýtur að vekja menn til umhugsunar um það, hvort ekki sé fleira óhreint í pokahorninu. Um það, að þú berir engan kala til mín, efast enginn maður, sem á þig hefur hlustað á Iðjufundi. Tilvitnanir þínar í Heilaga Ritningu hafa verið slíkar, að mönnum dettur ósjálfrátt í hug lestraraðferð ónefnds aðila. Með félagskveðju, Guðjón S. Sigurðsson. rr IV boðað til félagsfundar í Baðstofu iðnaðarmanna í kvöld kl. 8,30. Er greinilegt, að kommúnistar óttast mjög þá miklu óánægju, sem komið hefur fram hjá félagsmönnum vegna framkomu stjórnar félagsins í ýmsum hagsmunamálum stéttarinnar. Er nauðsynlegt, að trésmiðir fjölmenni á fundinum í kvöld og standi þar fast saman gegn hinum kommúnisku flugumönnum og sýni þeim á áþreifanlegan hátt að trésmiðir óska ekki eftir þvi, að samtök þeirra séu misnotuð af kommúnistum. <2^cuýlóh _ 50 ára er í dag frú Dóróthea Ólafsdóttir, Skúlagötu 76. Sextugur er í dag Lúðvík Gests son, Efstasundi 17, hér í bæ. DJÚPAMENN HALDA ÁRSHÁTÍÐ Félag Djúpamanna hér í Rvík hélt árshátíð sína og þorrablót laugardaginn 16. þ. m. að Hlé- garði í Mosfellssveit. Sátu hófið um 300 manns, eða eins og hús- rúm frekast leyfði. Formaður fé- lagsins, Friðfinnur Ólafsson, setti skemmtunina og stjórnaði henni. Hjörtur Kristmundsson skólastj. mælti fyrir minni ísafjarðar- djúf>s, sýnd var kvikmynd frá Hornströndum eftir Osvald Knud sen, þá skemmti Hjálmar Gísla- son gamanleikari og að lokum var daris stiginn af miklu fjörl. Fór þessi skemmtun hið prúð- mannlegasta fram og hún var öllum til ánægju. Sýning á „List á vinnustað KL. 5 í gærdag var opnuð á vegum Ríkisútvarpsins, í „bogasal" Þjóðminjasafnsins, sýning á „List á vinnustað". Eru þetta tveir myndaflokkar „Evropisk landskapskunst" og „Nyere norsk farve- grafikk". Verður sýningin opin almenningi í nokkra daga, en síðan verða myndimar sendar til þeirra fyrirtækja sem ætla sér að taka þátt í sýningum þessum. ?.óh-ið:Vea—hinn.nn, Fyrstur talaði formaður út- varpsráðs, Benedikt Gröndal. — Bauð hann gesti velkomna og skýrði síðan frá tilgangi sýning- arinnar, sem er að glæða áhuga fólks á myndlistinni, með því að hafa málverk og myndir á vinnu- slöðum. NOREGUR BRAUTRYÐJANDINN Þá talaði útvarpsstjóri, Vil- hjálmur Þ. Gíslason. Ræddi hann um tildrög stofnunar „Kunst pa arbetsplatsen", en félagið varð til vegna forgöngu Harry Fett, fyrr- verandi þjóðminjavarðar í Nor- egi. Eru þessar sýningar algjör nýjung hér, en eru vél þekktar á Norðurlöndum og gefa góða raun. Að lokum talaði formaður „Kunst pa arbetsplatsen", Kaare Kolstad, sem hingað kom með . . . _ sýninguna og sá um uppsetningu utvarpsstjori, Vilhjalmur P. Gislason, og lengst Ul hægri: Kaare hennar. Kolstad. — Ljosm. Mbl.: Ól. K. M. Til vinstri: formaður útvarpsráðs, Benedikt Gröndal; í miðju: Skók-keppnin 1. BORÐ Svart: Akureyri (Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss.) ABCDEFGH s W\ wm ABCDEFGH Hvítt: Reykjavík (Ingi R. Jóhannsson) 38. Kgl—gr2 2. BORÐ Svart: Reykjavík (Björn Jóhanness.- Sv. Kristinss.) ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.) 34.---h5—h4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.