Morgunblaðið - 22.02.1957, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.02.1957, Qupperneq 6
6 MORCVNBLAÐIÐ FÖstudagur 22. febrúar 1957 Skdtar um heim allan minnast í dag Badens IDAG minnast skátar þess um gjörvallan hinn frjálsa heim, að liðin eru 100 ár frá fæðingu höfundar skátahreyfingarinnar, Baden-Powells, sem fæddist 221 febrúar 1857, í Lundúnum. í dag eru einnig liðin 50 ár frá því að hann stofnaði skátahreyfinguna. Skátahreyfingin nær nú til 66 landa heims og telur innan vé- banda sinna milljónir ungra stúlkna og pilta, en talið er að frá upphafi skátahreyfingarinnar hafi alls um 100 milljónir æsku- manna og kvenna tekið meiri og minni þátt í henni. Hér á landi minnast íslenzkir skátar þessa merka afmælis með hátíðasamkomum, ekki aðeins Powells 100 ár liðin frá fæðignu hans og hálf öld frá stoínun skátahreyfingarinnar gefa þennan heim ofurlítið betri en þegar þú komst í hann. Þá veiztu, að þú hefur ekki eytt ævi þinni til einskis. „Vertu viðbú- inn“ að lifa á þennan hátt ham- ingjusamur. Haltu ávallt skáta- heitið, jafnvel eftir að þú hættir að vera drengur — og guð hjálpi þér til þess“. 100 ára afmælis Baden-Powells og hálfrar aldar afmælis skáta- hreyfingarinnar verður minnzt hér í Reykjavík með þátttöku mikils f jölda skáta. Klukkan 12,30 á hádegi í dag munu skátar safn- ast saman í Lækjargötunni, skammt frá styttu séra Friðriks Friðrikssonar. Fer þar fram fána. hylling, að viðstöddum skátahöfð ingjanum, dr. Helga Tómassyni, og forvígismönnum skátahreyf- ingarinnar hér í bænum. Klukk- an 3,30 verður svo samkoma fyrir ylfinga og ljósálfa í Skáta- Baden Powell hér í Reykjavík, heldur um land allt, þar sem skátafélög eru. Frá Bandalagi íslenzkra skáta verða kveðjur sendar til Lady Baden-Powells, sem í tilefni hátíð arinnar verður í Lundúnum. — Suður í Kenýa, á gröf Baden- Powells, leggja skátar blómsveig með merkjum allra skátafélaga í heiminum og þjóðfánum viðkom- andi landa. Er skátahreyfingin hafði starfað í 20 ár voru skáta- félög starfandi um heim allan. — Alla tíð hafa skátar af ólík- ustu þjóðernum haldið nán- um tengslum með því að hittast á Jamboree-mótum. í ágústmán- uði nk. verður í tilefni þessa mjög fjölmennt skátamót, Jam- boree, skammt frá Birmingham, f. drengi; í Windsor Park f. stúlk- nr. Fara héðan á annað hundr- að skátar og hafa íslenzkir skát- ar aldrei farið svo fjölmennir á erlend Jamboree-mót. Meðan Baden-Powell hafði krafta og heilsu til sótti hann þessi mót, og hið síðasta var hann viðstaddur er hann var kominn yfir áttrætt. Hingað til lands lagði þessi merki leiðtogi leið sína sumarið 1938, með skipinu Orduna, ásamt konu sinni, Lady Baden-Powell, sem alla tíð tók virkan þátt í störfum manns síns og var gerð að alþjóðlegum kvenskátahöfð- ingja 1930 og ber þann heiðurs- titil enn sem kunnugt er og starf- ar enn mjög mikið fyrir skáta- hreyfinguna. Baden-Powell kom ekki í land hér í Reykjavík, þar eð hann treysti sér ekki til þess, en skátar fjölmenntu um borð til þess að hylla hann. Hinn 8. janúar 1941 andaðist hann suður í Kenýa í Afríku og var þá til moldar hniginn einn merkasti æskulýðsleiðtogi fyrr og síðar. í síðasta bréfi sínu til skáta skrifar hann meðal annars: „En það er aðeins hægt að nöndla hamingjuna á einn veg og það er með því að gera aðra hamingjusama. Reyndu að yfir- r daglega lifinu Esperanto skyldunáms- grein? IDAG birtum við þ’ jú bréf frá lesendum: Velvakandi góður! Lítt er nú skrafað og skrifað um alþjóðamálið Esperanto í þessu landi enskunnar. Mér var þess vegna mikil ánægja að eiga langar samræður á Esperanto við heimskunnan Esperantista, dr. William Solzbacher, deildarstjóra við Voice of America (ameríska útlendingaútvarpið í Washing- ton), er hann var hér á ferð fyrir nokkru, Hann tjáði mér, að jafnvel í Bandaríkjunum, þar sem Esperanto hefur átt einna erfiðast uppdráttar fram íil þessa, væru nú víða uppi radd- ir, sem vitnuðu um vaxandi við- gang málsins þar í landi. Einn kunnasti málvísindamaður í Bandaríkjunum, dr. Mario A. Pei við Columbia Universiíy, sem þekktastur er hérlendis fyrir bók sína „The World’s Chief Languages“, reit t. d. nýlega ýt- arlega grein í eitt víðlesnasta og vandaðasta tímarit þar vestra, „Holiday“, undir fyrirsögninni „One World Language — Esi>er- anto“. Telur hann, að á sívax- andi ferðalögum Bandaríkja- manna erlendis sé enskan víða algerlega ófullnægjandi og mæl- ir eindregið með því, að nám í Esperanto sé aukið að miklum mim, því að það fari nú sífellt í vöxt, að fólk í öllum löndum Evrópu og Asíu færi sér í nyt þá síauknu möguleika, sem þekking á þeirri tungu veitir á ferðalögum og í hvers konar þjóðasamskiptum. Alþjóðlega Esperantosambandið (Univers- ala Esperanto Asocio) með aðal- aðsetur í Rotterdam er nú ráð- gj afaraðili að UNESCO (frá 1954) og veitir síaukna aðstoð við ýmiss konar alþjóðlegar rann- sóknir með aðstoð Esperantista víðs vegar um heim. Þörfin á hlutlausu alþjóðamáli er nú gíf- urleg og eykst með degi hverj- um. Er sannarlega mál til kom- ið, að íslenzk kennsluyfirvöld taki að íhuga í alvöru að inn- leiða Esperanto í skólana sem skyldunámsgrein. Yrði það hinn mesti heiður íslenzku þjóðinni, ef hún bæri hamingju til þess fyrst allra þjóða. Slíkt myndi þegar vekja heimsathygli, og aðrar þjóðir myndu brátt fylgja á eftir. En nafn íslands myndi virt sem brautryðjandans fyrir þessu mikla framfaramáli mann- kynsins. Baldur Ragnarsson." Bílastæði. Velvakandi! ÞAÐ er vissulega víða úr vöndu að ráða með bílastæði. Eftir að byggingaframkvæmdir við Landakotsspítalann hófust, er inngangur í spítalann frá Ægis- götu tepptur. Gengið er nú inn í spítalann frá Túngötu, og skilja menn eftir bíla sína þar. Þeíía orsakar, að Túngatan fyrir fram- an spítalann fyllist af bílum, sem lagt er misjafnlega við gang- stéttina, eins og verða vill. Nú í ófærðinni hefur orðið að þessu hinn mesti bagi, og umferðin fyrir framan spítalann jafnvel stöðvazt alveg, þar sem staðsett- ir bílar náðu langt út í akbraut- ina vegna skaflanna á gangstétt- inni. Á horni Ægisgötu og Túngötu hefur lengi verið óbyggð lóð í einkaeign. Það virðist skynsam- legt, að bærinn reyndi að kom- ast að samkomulagi við eigand- ann að fá til afnota sneið af lóð- inni undir bílastæði, en við Landakot standa alla morgna 8-—10 læknabílar auk annarra bifreiða, og í öllum heimsóknar- tímum og á kvöldin er þarna mergð bíla til mikillar tafar á þessari tengiæð milli Austur- og Vesturbæjar, Túngötunni. (Nafnlaust). „5-kallinn“. Kæri Velvakandi! AF ÞVÍ þú hefur oft reynzt svo vel að koma fyrirspurn- um á framfæri, sný ég mér nú til þín. Mig langar að vita hvern- ig það er með þessa nýju borg- un til læknanna. Er það rétt að fólk þurfi að borga þessar 5 krónur fyrir hvert clcipti, sem komið er til læknis, samkvæmt þeirra sjálfra fyrirsögn? Ég á við ef t. d. fólk þarf að þeirra dómi að fá svo og svo margar sprautur eða þarf að ganga til læknis í lengri eða skemmri tima sökum meiðsla eða graftrarígerðar eða þ. 1. og alltaf þarf að borga „5-kallinn“ í hvert skipti. Ég veit að þetta hafa læknar tekið undir svona kringurnstæð- um. Nú langar mig til að vita, er þetta meiningin í þessari reglugerð eða er bara hægt að framkvæma hana svona? Eða er þetta kannske ætlað sem kauphækkun til lækna, þar sem þeir fá sömu greiðslu hjá sjúkrasamlagi og áður. Látum vera þótt borgað væri gjald fyrir „rellu“, sem læknar svo kalla, en fyrir það sem þeir fyrirskipa sjálfir svo sem hér er áður á minnzt, finnst mér þetta heldur mikið. Með kveðju og von um upp- lýsingar. Kona. Velvakandi skýtur spurning- um „konu“i til þeirra, sem hlut eiga að máli. samtali sem Mbl. átti í gær við skátahöfðingjann, dr. Helga Tóm- asson, sagði hann að hreyfingin hefði staðið af sér tvær heims- styrjaldir. Hún væri þannig grundvölluð að dlltaf hefur verið hægt að breyta henni eftir stað- háttum, án þess að grundvöllur- inn raskaðist, sem Baden-Powell markaði, er hann gegnum skáta- hreyfinguna og starf ungra manna og stúlkna innan vébanda hennar, vildi hjálpa þessu fólki til þess að verða sjálfstætt hugs- andi fólk er það hefði náð fullum þroska. Baden-.Powell var ljóst að vandamálin yrðu ekki útkljáð með vopnum og ófriði og því boð- aði hann alþjóðlegt samfélag og bræðralag skáta, eins og margar aðrar stefnur hafa gert, í anda kristinnar kirkju. En á morgni atómaldar stendur skátahreyfing in vissulega á tímamótum, sagði skátahöfðinginn. Ein þeirra mörgu spurninga sem skátafor- ingjar um heim allan velta nú fyrir sér er eitthvað á þessa leið: Augljóst er að við þurfum að gera Helgi Tómasson skátahöfðingi okkur ljóst hin gerbreyttu við- horf til nær allra hluta í líf- inu, frá því sem var er Baden- Powell stofnaði skátahreyfing- una. Áhugamál æskunnar og einn ig hinna fullorðnu eru gerbreytt frá því sem þá var. Lífið er nú allt annað. Spurningin varðandi skátahreyfinguna á morgni atóm- aldarinnar er því sú: Eigum við að halda fast við gamla skáta- kerfið eins og það upphaflega var framkvæmt og kennt hefur verið, eða eigum við að taka upp ný- tízkulegri stefnu í starfi og fræðslu æskufólksins, sem leitar viðfangsefnanna í skátahreyfing. unni? sagði skátahöfðinginn að lokum. Lady Baden Powell hjá forsetahjónunum á Bessastöðum ásamt kvenskátaforingjum. heimilinu. — Klukkan 7 verður svo hátíðasamkoma í Austurbæjarbíói. Er þangað boð- ið forsetahjónunum og borgar- stjórahjónunum. Þar verður ýmis legt til '' emmtunar, m. a. varð- eldur. .ifiu skátar koma í fylk- ingu í buningum sínum frá Skáta heimilinu við Snorabraut, en há- tíðin hefst klukkan 7 með há- tíðarræðu sem skátahöfðinginn flytur. í kvöld verður svo sam- koma skátaforingja í deildum Reykjavíkurskát.a er um 200 for- ingjar koma saman til þess að minnast Baden-Powlls og skáta- hreyfingarinnar. Hér á landi er skátahreyfingin í stöðugum jöfnum vexti. í stuttu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.