Morgunblaðið - 22.02.1957, Qupperneq 8
s
MORGUNBLAfíin
Fðstuctagur 22. febröar 1957
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavik
f'ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Ami Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Askriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Ný umferðarlöggjöf í uppsiglingu
AÐ tilhlutan fyrrverandi dóms-
málaráðherra, Bjarna Benedikts-
sonar, var snemma árs 1955 skip-
uð nefnd, til að undirbúa nýja
umferðarlöggj öf. Sú nefnd skilaði
áliti sínu í sumar sem leið og
hafði hún samið frumvarp til
nýrra umferðarlaga, sem nú hef-
ur verið lagt fyrir Alþingi. Er
þar um umfangsmikinn lagabálk
að ræða og hefir hinum fyrri um-
ferðarlögum og bifreiðalögum
verið steypt þar saman í eina
heild. Þess var hin mesta þörf
að gildandi lög um þetta efni
yrðu endurskoðuð og endurbætt.
Vélknúin ökutæki setja nú svip
sinn á alla umferð í landinu. Bif-
reiðafjöldinn eykst hröðum skref
um, en óhætt er að segja, að fram
farir í gerð vega og gatna hafi
ekki að öllu leyti fylgt hinni
hröðu þróun frá hestinum til bif-
reiðarinnar. Um sl. áramót áttu
landsmenn 16911 bifreiðar og bif-
hjól og fjölgaði þeim um 968
eða 6,1% árið 1956, en árið áður
var fjölgunin hvorki meira né
minna en 27,5%. í Reykjavík
einni voru um sl. áramót skráðar
rösklega 8000 bifreiðar. Alls voru
fólksbifreiðir í landinu rösklega
11000, en vörubifreiðir tæplega
5500. Það er Ijóst að samgöngur
á landi fara nú svo að segja allar
fram með bifreiðum og bifhjól-
um og á það bæði við flutninga
fólks og varnings. Önnur sam-
göngutæki eru orðin hverfandi.
Það er því hin mesta nauðsyn
að skynsamleg löggjöf sé til um
þessi mál. Með árunum hafa alls
konar vandamál í sambandi við
umferðina leitað á með auknum
þunga. Slysum vegna umferðar
hefur farið fjölgandi eftir því
sem tala vélknúina ökutækja
jókst. Mikil gagnrýni hefur kom-
ið fram í þessu sambandi í garð
opinberra aðila vegna galla á
umferðarlöggjöf og ófullnægj-
andi frágangi vega og gatna. En
þó ýmsu sé ábótavant í þessu
efni, verður þó ætíð að hafa hug-
fast, að löggjöf og vegamál ráða
hér ekki endanlegum úrslitum.
Það sem mest veltur á er árvekni
og samvizkusemi þess, sem öku-
tæki stýrir. Á beztu vegum eða
götum koma ökuslys mjög oft
fyrir og naumast er ætlandi að
löggjafarákvæðin sjálf komi bein
línis í veg fyrir slys, þó þau geti
haft nokkur áhrif í þá átt. Nefnd-
in segir líka í áliti sínu, að þess
sé ekki að vænta að ný umferðar
löggjöf geti valdið straumhvörf-
um í þessum málum. „Hér velt-
ur fyrst og fremst á framkvæmd
laganna, aðstöðu þeirri, sem þeim
er um framkvæmdina eiga að sjá
er sköpuð og góðri samvinnu
stjórnvalda og almennings". En
þetta nær líka of skammt eins
og bent er á hér á undan, því það
er hin persónulega aðstaða öku-
stjórnandans, aðgæzla hans og
samvizkusemi, sem mest veltur
á.
Nýjar reglur
um hámarkshraða
í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að reglum um hámarkshraða
verði breytt á þá lund, að há-
markshraði verði leyfður 70 km
á klst. utan þéttbýlis í stað 60 km
áður og í þéttbýli 45 km. í stað 30
áður. í athugasemdum sínum við
lagafrumvarpið, bendir nefndin
á, að í mörgum löndum hafi ver-
ið felldi niður ákv. um hámarks
hraða bifreiða, en ekki þyki fært
að fara þá leið hér á landi. Hins
vegar hafi orðið miklar breyt-
ingar og framfarir í vegagerð
hér á landi og tækniþróun bif-
reiðanna hafi verið stórstíg, en
þetta geri að verkum að rétt
þyki að hækka nokkuð hámark
leyfðs ökuhraða frá því sem áð-
ur var. En hér er þó að því að gá,
að enginn verður sýkn saka
vegna tjóns sem hann veldur af
of hröðum bifreiðaakstri þó ekki
hafi hann farið yfir löglegan há-
markshraða. Ökuhraða á alla tíð
að „miða við ástand ökutækisins,
staðhætti, færð, veður og um-
ferð og haga þannig að akstur-
inn valdi ekki hættu eða óþæg-
indum fyrir aðra vegfarendur",
eins og stendur í hinu nýja frum
varpi. Þar eru talin upp mörg at-
riði, sem hafa áhrif á það, hvað
hraðinn megi vera mikill, og und
ir hvaða kringumstæðum öku-
stjórnanda er skylt að sýna sér-
staka varfærni. Þessar reglur
sýna mjög glögglega, það sem
drepið var á hér á undan, að það
eru ekki hinar beinu og föstu
reglur umferðarlaga, sem skipta
hér öllu máli, heldur hvernig
ökustjórnandinn snýst við við-
fangsefnunum og vandanum á
vegum og götum hverju sinni.
Það, sem hér veltur því mest á
er það að sá hugsunarháttur
verði ríkjandi meðal allra þeirra,
sem ökutækjum stjórna, að þeim
beri alltaf að gæta ítrustu var-
færni við akstur, því með því
móti verður siysum helzt afstýrt.
Á því er ekki vafi, að ýmisl., sem
gert hefur verið til þess að inn-
ræta almenningi varkárni í um-
ferð hefur haft mikil áhrif, en
þar mætti meira gera og er vafa
laust leggjandi mjög mikil á-
herzla á skólana, í því sambandi.
f frumvarpinu eru margs konar
ný ákvæði um ýmislegt varðandi
ökutæki og umferð. Hefur við
samningu frumvarpsins verið
höfð hliðsjón af norrænni löggjöf
um umferðarmál og farið eftir
alþjóðlegum samþykktum um
þessi efni frá 1949.
Það frumvarp til uraferðar-
laga, sem nú liggur fyrir, er vafa-
laust mjög vel unnið verk, og
verður til mikilla bóta, þegar
það verður lögfest og kemst í
framkvæmd. Fyrrverandi dóms-
málaráðherra hafði forgöngu um
endurskoðun ýmissa eldri laga og
nýmæli í löggjöf og er hér um
eitt af því að ræða. Þróunin í
þjóðfélagsháttum er ör og þar af
leiðir að víða er þörf á endurskoð
un laga jafnvei þó þau hafi ekki
staðið lengi.
Hitt er svo annað mál að setn-
ing laga og reglna um mörg svið,
þar sem slíkt getur ekki náð til-
gangi og oft er jafnvel öfugt við
það sem ætlað er, er mjög var-
hugavert. Það má segja að oflög
séu ólög. Og það er ekki ósvipað
með löggjöf og peninga. Ef of
mikið er gefið út af hvoru
tveggja feilur það í verði.
UTAN UR HEIMI
^oe czCoutó Lerót uiÁ óLciitheim,tu-
— oCjóniá j^dÉi óopí
menn
'cmn
Allir kannast við Joe
Louis, hnefaleikarann fræga, sem
lengi var heimsmeistari í þunga-
vigt. Louis er nú kominn yfir
fertugt og hefur að fullu sagt
skilið við „hringinn". Þó má lík-
legt telja, að hann vildi gftur
Það eru ekki allir, sem skilja,
hvernig Joe Louis getur gefið sér
tíma til þess að leika golf — úr
því að ekki er atvinnuleysi í
Bandaríkjunum.
ganga upp á hnefaleikapallinn,
enda þótt þar væru fyrir Rocky
Marciano eða Ezzard Charles,
frekar en að fást við þá mót-
stöðumenn, sem hann á nú í höggi
við. Það eru bandarískir skatt-
heimtumenn, sem þjarmað hafa
að Louis að undanförnu — og
leikurinn hefur verið ákaflega ó-
jafn. Hnefaleikarinn hefur alltaf
orðið að lúta í lægra haldi.
Er Joe Louis var upp á sitt
bezta, voru tekjur hans mjög
háar. Skattayfirvöldin hafa
látið það uppi, að Louis hafi
unnið sér inn 4,607,000 dollara
í 71 hnefaleikakeppni, sem
hann tók þátt í. Danskt blað
getur þess á dögunum, að upp-
hæðin sé sex sinnum hærri ^n
fjárlög dönsku stjórnarinnar
eru í ár.
En þetta er útúrdúr.
Við skulum aftur snúa okkur að
Louis og skattheimtumönnunum.
Á þessum góðu árum var Joe
Louis ekki ráðdeildarsamur —
því fór fjarri. Þegar aldurinn fór
að segja til sín — og Louis fór
að dala, átti hann nær alla skatta
ógreidda og þeir voru ekkert
smáræði. Auk þess sannaðist það
á kappann, að hann hafði ekki
verið frómur í skattaframtölum
sínum — svo að til viðbótar ó-
greiddu sköttunum bættust nokk-
ur hundruð þúsund dollara í
sekt.
í dag hefur Louis engu meiri
tekjur en almúginn — og,
enda þótt hann fengi að greiða
skattinn og sektina upp á 20
árum, yrðu 310,000 dollarar að
greiðast árlega. En tekjur
hnefaleikarans hrökkva
hvergi nærri fyrir þessum
greiðsluni, enda þótt hann og
fjölskylda hans gætu lifað á
loftinu í 20 ár.
—o-O-o—
Skattheimtan hefur hins vegar
gengið hart að Louis að borga
upphæðina hið fyrsta, en án alls
árangurs. Síðasta árið, sem Louis
lék hnefaleika lagði hann „smá-
ræði“, 64,000 dollara, inn í banka
bók — til þess að tryggja börn-
um sínum góða menntun. Hinir
löngu fingur skattheimtumann-
anna hafa náð til þessarar bókar
— og svo mun fara um allt, sem
Louis áskotnast.
Erfiðleikar hans hafa
vakið geysiathygli í Bandaríkjun-
um. Hefur hann hlotið samúð
margra, sem segja: „Joe Louis
vann sér inn milljónirnar á ör-
fáum árum. En margra ára þjálf-
un og þrotlaust starf lá hins veg-
ar að baki því, að honum reynd-
ist þetta unnt. Er þessi skattlagn-
ing ekki einum of há?“. Skatta-
yfirvöldin segja aftur á móti:
„Ef Joe hefði sýnt eitthvert fjár-
málavit, hefði hann hæglega get-
að borgað allt þetta á þeim ár-
um, er hann var sem fjáðastur
— og háu skattarnir voru lagðir
á hann. En úr því að hann bjó
ekki yfir neinu fjármálaviti —
þá hefði hann a. m. k. átta að
sýna það mikið vit — að fá sér
fjárhaldsmann".
—o-O-o—.
Nú hefur verið stofnaður
sjóður til þess að hlaupa und-
ir baggann með Louis. Heyrzt
hefur, að hinn gamli keppi-
nautur hans, Jack Dempsey,
muni taka að sér forstöðu fyr-
ir sjóðnum. Margir gamlir að-
dáendur Louis eru mjög fús-
ir til þess að veita honum lið
og láta eitthvað af hendi rakna
til sjóðsins, en stærð hans verð
ur algerlega háð frjálsum
- framlögum.
Og þá kemui' hér saga
af ítala nokkrum, sem veðjaði
við vin sinn um það, að hann
þyrði að fara inn í Ijónabúr og
gefa ljónunum vænan sopa úr
kampavínsflösku, sem þeir voru
með. Skammt frá var hringleika-
hús — og héldu þeir á staðinn,
að næturlagi. Komst ofurhuginn
inn í búr ljónanna, sem þá voru
í fastasvefni. Aðeins eitt þeirra
reis á fætur til þess að forvitn-
ast um gestkomuna. Dró þá
komumaður úr barmi sínum vín-
glas — og hellti í, eins og sönn-
um gestgjafa sæmir. Ljónið þáði
góðgerðirnar — og lagð.ist því
næst aftur til svefns — og sleikti
út um. Varð því ekkert slys af
þessu tiltæki mannsins. Ekki er
vitað um hvað veðmálið stóð.
Eina skýringin, sem við getum
gefið, er sú, að mennirnir voru
ekki komnir heim um fótaferðar-
tíma morguninn eftir, en voru
samt ekki í Ijónabúrinu. Get-
spakir geta ef til vill áttað sig.
„Eden borinn út“ — var yfirskriftin yfir þessari mynd, er hún birtist
fyrir skömmu í ensku blaði. Við fyrstu sýn virðist sem hér sé sjálfur
Eden, en svo er samt ekki. Þetta er vaxmynd. — í vaxmyndasafni
Madame Tussaud’s í London situr brezka ríkisstjórnin á rökstólun-
um. Er hún tii húsa í sérstöku „ríkisstjórnarherbergi“. En, þegar
stjórnarskipti verða í landinu, er mikið að gera hjá starfsmönnum
safnsins, því að þá verður að f jarlægja gömlu ráðherrana úr herbergi
ríkisstjórnarinnar — og flytja hina nýju inn. Myndin var tekin dag-
inn sem Macmillan tók við forsætisráðherraembætti af Eden. Eins
og sést á myndinni — þá er Macmillan þegar seztur í forsætisráð-
herrastólinn. Eden var þá fluttur til heimkynna gamalla stjórnmáia-
manna í safni Madame Tussaud’s.