Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. marz 195'" MÖRCUNBLAÐIÐ S Flugfélag íslunds fær uðstoð Alþingis til kuupu á flugvélum Tillagan samþykkt samhljóða á Alþingi í gær IGÆR var til umræðu í Sameinuðu þingi tillaga til þingsálykt- unar uni heimild fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast lán fyrir Flugfélag íslands h.f. til flugvélakaupa. Tillagan er svcyhljóðandi: AXþingi ályktar að heimila rík- I hljóta fyrirgreiðslu ríkisvaldsins isstjórninni að aðstoða Flugfélag | er að því kæmi að félagið festi íslands h.f. við kaup á tveimur millilandaflugvélum með því að veita ríkisábyrgð fyrir erlendu láni, er jafngildi allt að % hlut- um af kaupverði flugvélanna með fylgifé, þó eigi hærri fjár- hæð en 33 millj. króna. Ríkissjóð- ur fái 1. veðrétt í vélunum og að öðru leyti þær tryggingar, er rík- isstjórnin metur gildar. Eysteinn Jónsson talaði fyrir tillögunni og sagði, að ef takast ættu samningar um kaup tveggja véla af gerðinni Vickers Viscound 700 D yrði félagið að fá ríkis- ábyrgð fyrir kaupunum nú þegar. Upplýsti hann að ríkisábyrgðin yrði að liggja fyrir eigi síðar en í dag og yrði því að afgreiða mál- ið þegar í stað. Kvaðst hann í gær hafa lagt málið fyrir stjórn- málaflokkana og samkv. undir- tektum peirra þá kvaðst hann vona að málið fengi skjóta af- greiðslu. Ingólfur Jónsson tók til máls og kvað ánægjulegt að Flugfélag- ið ætti kost á að gera þau kaup sem hér um ræddi. Hins vegar kvaðst hann óska eftir, að fjár- málaráðherra léti í ljós álit sitt um það hvort Loftleiðir rnyndu verða sömu trygginga aðnjótandi eins og Flugfélag íslands, þar sem vitað væri að Loftleiðir stæðu nú í samningum um kaup nýrra flugvéla sér til handa. Ólafur Thors kvaðst hafa feng- ið um það boð frá fjármálaráð- herra hvort Sjálfstæðisflokkur- inn væri samþykktur tillögu þeirri, sem hér lægi fyrir. Kvaðst hann eftir að hafa haft samráð við þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins er hann náði til telja að þeir væru málinu samþykkir eins og það lægi fyrir. Kvað hann ljós- lega hafa komið í ljós skilning þingmanna á málinu. Eysteinn Jónsson kvað Loft- leiðir hafa beðið um fyrirgreiðslu vegna kaupa á nýjum flugvélum. Hins vegar lægi ekki fyrir full- komin niðurstaða þess máls og væri því ekki ástæða til að af- greiða það samhliða vélakaupurn Flugfélags íslands, en hann gaf í skyn, að Loftleiðir mundu á sín- um tíma fá sömu fyrirgreiðslu af hálfu ríkisins og Flugfélagið nú. Ingólfur Jónsson þakkaði und- Pétur Jósepsson irtekt ráðherra og kvaðst skilja Ólafur Hannibalsson hana svo, sem Loftleiðir mundu Ólafur SigurSsson. kaup á nýjum flugvélum. Þessu næst var fundi frestað í rúma hálfa klukkustund og beðið álits fjárveitinganefndar, sem fékk málið til umsagnar. Fjárveitinga- nefnd skilaði því áliti, að hún væri einróma samþykk tillögunni eins og hún lá fyrir og var til- lagan þannig samhljóða sam- þykkt. Guðmundur Grímsson Skipaður háyfir- dómari LÖGBERG, blað Vestur-íslend- inga, skýrir nýlega frá því að Guðmundur Grímsson dómari i Hæstarétti, Norður Dakota hafi verið skipaður háyfirdómari. — Hefur hann þegar unnið eið í þeirri stöðu og tekið við hinu virðulega dómsforsetaembætti. Blaðið fagnar mjög þessum frama hins vinsæla Vestur- ís- lendings, en hann er sakir mik- illar þekkingar sinnar á sviði lögfræði og mannkosta vel að þessari sæmd kominn. Nýir nómsstyrkir Bondoríkja- mnnnsins T. E. Britiingham (Frá Íslenzk-ameríska félaginu): EINS og áður hefir verið frá skýrt, kom hingað til lands fyr- ir tæpum tveimur mánuðum Bandaríkjamaður að nafni, Thomas E. Brittingham. Tilgang ur fararinnar var í.ð velja einn eða tvo íslenzka stúdenta til að stunda nám við Wisconsin-há- skólann, en Brittingham hefir á undanförnum árum veitt náms- mönnum frá Norðurlöndum styrki við þann háskóla. Britting- ham valdi í þessu skyni tvo stúd enta, þá Jón Friðsteinsson og Halldór Gíslason, og munu þeir hefja nám vestra næsta haust. Má segja, að hér hafi verið vel| og höfðinglega af stað farið, þar sem námsstyrkir þessir nema verulegum upphæðum. En Mr. Brittingham hefir ekki látið hér við sitja, því að hann hefir nú nýléga ákveðið að veita þrem stúdentum til viðbótar námsstyrki á næsta skólaári við Delawere háskólann í Wilming- ton. Piltarnir, sem styrki þessa hljóta, eru Ólafur Sigurðsson, er mun leggja stund á sögu, Ólafur Hannibalsson, sem mun lesa ensku og amerískar bókmenntir og Pétur Jósepsson, er mun nema blaðamennsku. Brittingham lætur þess getið í bréfi til Íslenzk-ameríska félags- ins, að fyrst, er hann hugði til íslandsferðar, hafi hann hugsað sér að styrkja aðeins einn náms- mann, en við nánari kynni af ís- lenzkum námsmönnum, hafi ttiómin endurkjörín FYRIR nokkru fór fram stjórn- arkjör í félagi kjötiðnaðarmanna. Var fráfarandi stjórn öll endur- kjörin — og skipa hana: Arnþór Einarsson, form.; Jens Klein, gjaldkeri og Jóhann Kristjónsson, hann breytt ákvörðun sinni á þá | ritari. leið, sem að framan er sagt. | ' Auk þess mun Brittingham að ; I BLAÐINU í gær féllu nöfn eft- miklu leyti standa straum af irfarandi manna niður, sem skipa námsskostnaði fimm íslenzkra j stjórn Verkamannafélagsins Hlíf- gagnfræða- og menntaskólanem- j ar í Hafnarfirði: Bjarni Rögn- enda, er stunda munu nám í j valdsson, Gunnar Guðmundsson Bandaríkjunum næsta skólaár. < og Helgi S. Guðmundsson. Merkilegt starf Hins ísl. náttúm- fræðifél. fyrir leika sem lærða AÐALFUNDUR var haldinn í ins var haldinn sl. mánudag, Hinu íslenzka náttúrufræðifélagi hinn 23. þ. m. Var þá kosin stjórn, en hana skipaa: Sturla Friðriks- son, erfðafræðingur, sem var end urkosinn, formaður dr. Sig- urður Þórarinsson, jarðfræðing- ur, varaformaður, Gunnar Árna- son, búfræðingur, gjaldkeri, og Guðmúndur Kjartansson, jarð- fræðingur, ritari. Meðstjórnandi var kosinn Unnnsteinn Stefáns- son, efnafræðingur og varamenn þeir Ingólfur Davíðsson, grasa- fræðingur og Gísli' Gestsson, safn vörður. Endurskoðendur voru kosnir þeir Ársæll Árnason og Kristján A. Kristjánsson. Félagið gefur út tímaritið Nátt úrufræðinginn, sem kunnugt er, og er ritstjóri þess Dr. Sigurður Pétursson, gerlafræðingur. Síðasta mánudag hvers vetrar- mánaðar gengst félagið fyrir fræðslufundum í fyrstu kennslu- stofu háskólans, þar sem fluttur er alls konar fróðleikur um nátt- úrufræðileg efni. Allir unnendur náttúrufræða geta gerzt meðlimir í félaginu. Ársgjald félagsins er kr. 50,00, og er áskriftarverð Náttúrufræð- ingsins innifalið í því gjaldi. Síðasta fræðslufundur félags- Sturla Friðriksson, erfðafræðing- ur, hélt þá fyrirlestur um rann- sóknir þær, er hann hefvr gert á jurtaleifum, sem dr. Matthías Þórðarson fornminjafræðingur fann við uppgröft á Bergþórs- hvoli 1928. Jurtaleifar þessar eru mjög merkilegar m. a. fyrir það, að þær eru einustu jurtaleifarn- ar, sem fundizt hafa hér á landi frá fyrri öldum. Þar fiundust netluleifar og arfafræ. Taldi fyrirlesarinn ailt benda til, að þarna hefði brunnið sofnhús Bergþórs- hvols. Mundi það hafa brunnið um Lú og fjósið stóra, sem fannst við uppgröft þar á staðnum fyrir nokkrum árum, en rannsóknir leiddu í ljós, að eldur hafði eytt því fjósi. Mjög skammt hefur verið á milli fjóssins og sofnhúss- ins. /ar fyriirlestur Sturlu hinn skemmtilegasti og sýndi hann skuggamyndir og einnig saman- burð á byggi því, er fannst á Berg þórshvoll, og því sem ræktað er nú austur á Sámsstcðum, reynd- ar erlendu byggi líka. Hefur Berg þórshvolsbyggið verið nokkru Sturla Friðriksson vaxtarminna en Sámsstaðabygg- ið. Með slíku fyrirlestrahaldi hef- ur Náttúrufræðifélagið gert ísl. náttúruvísindamönnum kleift að koma á framfæri við almenning athugunum sínum á náttúru landsins. Fyrirlestrarnir eru vel sóttir af eldri sem yngri. Og fé- lagið lætur einnig til sín taka í útvarpinu í þættinum Náttúru- fræðílegir hlutir. Loks er svo þess að geta að á sumrin hefur félagið farið í skemmti- og könn- unarferðir upp um sveitir. Af því, sem hér hefir verið rakið, er augljóst að starf það, sem Hið íslenzka náttúrufræði- félag vinnur fyrir, lærða sem leika, er mikið og merkilegt. Landsmálafélagið VÖRÐUR efnir til kvikmyndasýningar í Nýja Bíó í dag laugardaginn 2. marz kl. 2 e.h. á teiknimydinni FÉLAGI NAPOLEON sem $r gerð eftir hinu mikla háðriti Animal Farm eftir George Orwell og lýsir kommúnismanum í framkvæmd. Á undan kvikmyndasýningunni flytur Guðm. G. Hagalín rithöfundur stutt erindi um boðskap myndarinnar. Aðgöngumiðar verða afhentir Varðarfélögum á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í dag kl. 9—12 f.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.