Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. marz 1957 GULA lllll herbergiS eftii MARY ROBERTS RINEHART »——......... - —......... “ — Framhaldssagan 65 Bane kom inn í forstofuna. Sá, sem talaði, stóð fyrir framan ar- ininn, stuttur maður og digur, nokkuð við aldur og vanþóknunin skein út úr hverjum hans andlits- drætti, en Carol var niðurdregin á svipinn. Þetta var bersýnilega lögfræðingur Hilliards. — Ef .. eins og virðist lík- legast .. Gregory Spencer hefur framið .... byrjaði Mart, lög- fræðingurinn, en þá sá hann Dane og þagnaði. — En ef hann hefur nú ekki framið morðið? sagði Dane höstug lega. — Og hvernig væri að muna það, að ungfrú Spencer hefur orð- ið fyrir áföllum og væri bezt kom- in í rúminu. — Hver fjandinn eruð þér? spurði Hart og hátíðleikinn vai-ð að víkja fyrir reiðinni. Og nú b’auzt út öll gremja Danes yfir hálfs mánaðar kvíða og árangursleysi, í svari hans. — Ég heiti bara Dane, og ég býst varla við, að þér séuð miklu nær fyrir það, En ef þér ætlið að byrja starfsemi yðar á því að taka það sem gefinn hlut, að Spencer sé sekur, vil ég ráðleggja yður að taka fyrstu flugvél til baka. Hann virðist betur kominn án yðar hjálpar og nærveru. Hart varð sýnilega steinhissa. Hann seildist eftir gleraugunum sínum og horfði svo á Dane gegn- um þau, einkennisbúninginn og allt. — Ég skil. Stéttarbræður. Her- inn hugsar um sína! Dane steig eitt skref í áttina til hans og Hart hopaði ósjálfrátt á hæl. — Gott og vel, sagði hann, og nú var hátíðleikinn horfinn úr rödd hans. — Ég hef orðið fyrir svo mikilli geðshræringu. Ég þoli ekki þessar flugvélar og svaf ekk ert í nótt. Og svo lendir maður í morði.... — .. af völdum óþekkts aðila, sagði Dane lágt. — Óþekkts, enn sem komið er. Lögfræðingurinn hafði sig burt sem skjótast, líklega til gistihúss- ins og Hilliards, en Dane fór, hálf vandræðalegur, að segja Carol frá fundinum í brekkunni. Hún tók tíðindunum án þess að bregða svip. — Það sannar enga sekt á Greg, er það? Fyrst hann nú var hér ekki.... — Nei, en það er sitthvað ann- að, sem er ekki svo heppilegt fyr- ir hann. Dane gat ekk! lengur stillt sig. Hann tók hana og setti hana í hægindastól, og sagði henni svo alla söguna, að því er hann vissi hana réttasta. Sleppti engu og liTVARPIÐ Laugardagur 2. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 16,30 Veður- fregnir. — Endurtekið efni. 18,00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarps saga barnanna: „Lilli í sumar- leyfi“ eftir Þórunni Elfu Magnús dóttur; V. (Höfundur les). 18,55 Tónleikar (plötur). 20,30 Tónleik- ar (plötur). 21,00 Leikrit: „Hugs- analestur" eftir Helge Krog, í þýðingu Sigríðar Thorlacius. — Leikstjóri: Þorsteinn ö. Stephen- sen. 22,10 Passíusálmur (12). — 22,20 Danslög (plötur). 24,00 Dag- skrárlok. bar aðeins fram staðreyndimar, án þess að leggja út af þeim. Og greindarleg augu hennar hvíldu á honum meðan á frásögninni stóð. Þegar hann hafði talað út, kinkaði hún kolli. — Ég skil, hvers vegna þeir hafa tekið hann fastan, en ég skil ekki eins, hvers vegna þú heldur, að hann sé sak- laus. — Heldur þú ekki, að hann sé það? — Jú, vitanlega. Hún varð skelfd á svipinn. — Gott og vel, elskan. Nú vil ég, að þú hugsir og hugsir vand- lega. Hvað er um Terry Ward? Það var búizt við honum hingað í leyfi sínu, en hann kom ekki. Er það ekki rétt? — Jú, en ef þú ætlar að fara að sanna, að Terry hafi.... — Nei, en hann er eitthvað við þetta riðinn, og það alvarlega, held ég. Hann er í landi núna, veit ég, þó að ég geti ekki fundið út, hvort hann hefur komið austur á bóginn. Hann getur hafa verið i þessum hóp, þarna í fyrra, þegar Greg hitti þessa stúlku. Getur jafn vel hafa verið skotinn í henni sjálfur. Það er alltaf hugsanlegt, skilurðu. Og hvað gengur eigin- lega að Ward-hjónunum gömlu? Þessi handtaka Gregs hefur sett þau algjörlega út af laginu, eða eitthvað hefur að minnsta kosti gert það. Ég sá lækninn vera að koma þaðan rétt fyrir skömmu. Hún fór að tala um Terry. Hann var ungur og kátur. Hann tilbað afa sinn og ömmu. Hann hafði verið vinur Don Richard- sons og einhver saga gekk um það, að þeir hefðu í félagi stolið vél Gregs og flogið henni, og að Greg hefði í reiði sinni hótað þeim báðum kæru og fangelsi. Vit anlega þurfti það ekki að þýða neitt. Það var eins og hver önnur barnalæti og vitanlega færi Terry aldrei að myrða neinn. Dane gerði engar athugasemdir við þetta. Hann sagði ekkert um, að Terry gæti verið orðinn annar maður nú, eftir að hafa lært að drepa menn. Hann sat bara og var að hugsa um, hversu hann langaði til að koma Carol burt úr þessu andstyggilega umhverfi, frá móð- ursýki móður hennar, eigingirni systur hennar og svo Greg, sem virtist hafa alveg sérstaka hæfi- leika til þess að koma sér í ein- hver vandræði. En það, að Don Richardson var nefndur á nafn, hafði minnt hana á sögu Maggie um ferðir ofurst- ans, og hún sagði Dane söguna. — Það hefur svo margt skeð síðan, sagði hún, — að ég hafði beinlínis gleymt þessu. En Maggie var alveg viss í sinni sök. Þetta var fáum mínútum eftir, að hún heyrði skotið. Vitanlega getur ofurstinn bara hafa verið að flýta sér heim frá Ward. Þeir tefla oft skák fram eftir öllu. Hann spurði hana ekki neitt frekar um einstök atriði þessa máls. Hann taldi hana á að fá sér hvíld og fór sjálfur að tala við Maggie. Sagan, eins og hún sagði hana, var ennþá mergjaðri en hann hafði þegar heyrt hana, og Maggie lýsti vandlega gamla manninum, þar sem hann hljóp, berhöfðaður með hárið flaksandi út í loftið og íklæddur innislopp, og skellti að lokum hurðinni á eftir sér, er hann þaut inn í hús sitt. — Það var hann og enginn ann- ar, sagði Maggie —- og ég ætla að hitta þennan vambmikla Floyd, strax á morgun og segja honum frá þessu. Dane réð henni frá því. Hann sagðist hafa tilteknar ástæður til þess að biðja hana að hafa hægt um sig í bili, þar til tími væri til að tala. En Maggie var enn tor- tryggin. Hún var sannfærð um, að ofurstinn væri alls ekki með sjálfum sér síðan hann missti son sinn. — Hvernig hann kvelur aum ingjann hana ungfrú Carol, sagði hún. Og hann átti heima nógu nærri Crestview til þess að geta gert þeim hinar og þessar brellur, sem honum kynni að detta í hug. Loks lofaði hún samt að hafa hægt um sig í bili, og Dane fór, og hugs aði margt um þessar síðustu upp- lýsingar, enda þótt hann væri reiðubúinn að draga eitthvað frá frásögn Maggie, sem var írsk og hætti til að ýkja. Hvaða maður sem var, gat líka haft það til að hlaupa, ef hann heyrði skot rétt hjá sér. Hitt var einkennilegra, að ofurstinn virtist sjálfur ekki hafa nefnt þetta á nafn. Hann gekk heim, ófróðari en nokkru sinni fyrr, að honum fannst. Ef Floyd hafði fundið eitt hvað út úr þessari tösku stúlkunn ar, mundi hann ekki fá að vita það, fyrr en í fyrsta lagi við rétt- arprófið. Eitt atriði fann hann samt, að hann hafði hingað til vanrækt, og nú bætti hann aftan við minnisgreinar sínar: (14) Ef Marguerite hafði ver- ið gift, áður en hún hitti Greg, hver var sá maður? Hann gat ekki hafzt neitt meira að þennan dag. Komið gat til mála að hann yrði sjálfur að fara til vesturstrandarinnar, til þess að fá upplýsingar um þetta síðasta atr- iði. En eitt var greinilegt: hann varð að ná tali af Elinor Hilliard, hvað sem öllum spítalareglum leið og varðliðinu, sem virtist vera sett allt í kringum hana. R eykhyltingar Skemmtifundur verður í Edduhúsinu við Lindargötu sunnudaginn 3. þ.m. kl. 9.00. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN. Sælgætisgerðarma5ur sem getur tekið að sér verkstjóm í verksmiðju óskast strax. — Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „Sælgæti — 2168“. Bókhaldari sem getur tekið að sér að sjá um bókhald í frítíma sínum óskast strax. — Vinsamlegast sendið umsóknir til af- greiðslu Morgunblaðsins hið fyrsta, merktar H. H. —2156. Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. IVIatsvein, háseta og v'élstjóra vantar á góðan bát, sem gerður verður út á handfæra- veiðar, fyrst frá Vestmannaeyjum. Upplýsingar í síma 80073. AfgreiÖslustúlka óskast í bókaverzlun hálfan daginn nú þegar. Uppl. um fyrri störf og eiginhandarumsókn ásamt mynd sendist Mbl. nú þegar merkt: „Bókaverzlun — 2165“. Skolppípur og tilheyrandi fittings, nýkomið A. Jóhannsson & Smith hf., Brautarholti 4, sími 4616 Nælonþorskanet 26 möskva, tvíhnýtt, no. 15, 18 og 21. Birgðir takmarkaðar. MARCO hf., sími 5953. M ARKÚS Eftir Ed Dodd | The ■ DB.IVERS, THEIR k SLEDS E LOADED 1) — Ef þú hefur nokkurn tíma kunnað að spretta úr spori. Andi minn, þá verðurðu að gera það núna. 2) — Ég skal biðja fyrir ykk- ur, að öðru leyti eru úrslitin und- ir þér komin. — Jæja, Markús. Þá erum við tilbúnir. 3) Hundasleðunum er raðað mílur eftir ánni, fara kringum upp. Á hverjum þeirra eru 250 kg. af farangri. — Nú eigið þið að aka fimm flaggstöngina og snúa aftur til baka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.