Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.03.1957, Blaðsíða 15
Laugardagur 2. marz 1957 M O R GU W B L A Ð 1Ð 15 Fákur 35 ára EIN er sú íþrótt, sem sjaldan er sagt frá í íþróttadálkum dag- blaðanna ,en það er hesta- mennska. í dag eru liðin 35 ár frá því að Reykvíkingar sneru sér fyrir alvöru að þessari skemmtilegu, þjóðlegu íþrótt með stofnun Hestmannafélagsins Fáks. Síðan hafa að jafnaði verið hér í bæn- um allmargir hestamenn, sem þrátt fyrir innreið vélamenning- arinnar hafa aldrei misst trúna á þessari íþrótt. Nú er svo kom- ið að hún hefur staðið af sér stór- sjóa þessarar menningar. Bílarn- ir hafa ekki komið að öllu leyti í stað hestanna. Þeir hafa að vísu leyst vagnhestana af hólmi. — Nú telja forráðamenn Fáks meiri áhuga ríkjandi á hestamennsku en verið hefur áður hér í bænum. Yfir 200 manns, konur og karlar á öllum aldri, leggja nú meiri og minni stund á hesta- mennsku. Fjöldi manns fer um hverja helgi í útreiðar inn fyrir bæ á gæðingum sínum. Þessir reiðhestar eru yfirleitt mjög góðir og innan um eru t. d. meðal beztu reiðhesta lands- ins. — Fákur hefur á þessum 35 árum unnið mikið og. merkilegt starf. Þeir sem nú sitja í stjórn félags- ins eru jafnáhugasamir og ein- lægir í starfi fyrir málefni fé- lagsins og þeir sem áttu mestan hlut að stofnun þess, en þar mun hæst bera nafn Daníels Daníels- sonar, sem jafnan var kendur við stjórnarráðið. Fákur hefur á prjónunum margháttuð áform, t.d. um skeið- völl, hesthúsbyggingar, minnis- merki um „þarfasta þjóninn" og fleiri. Stjórn Hestmannafél. Fáks hef- ur látið blaðinu í té frásögn, stutt ágrip, af sögu Fáks á þess- um 35 árum og fer hún hér á eftir: ★ ÞAÐ var einn sunnudag á miðj- um þorra 1922, er nokkrir hesta- menn voru saman komnir að Ár- bæ, að þeir bundust samtökum um að vinna að stofnun hesta- mannafélags hér í bænum. Aðal- markmið stofnendanna var að endurvekja kappreiðarnar, er þá höfðu legið niðri um alllangt skeið. Undirtektir manna undir stofn un slíks félags voru ágætar. — Daníel Daníelsson, síðar dyra- vörður í Stjórnarráðinu, skrifaði sig fyrstur á stofnendalistann og var formaður félagsins, er hlaut nafnið hestamannafélagið „Fák- ur“. ,,Fákur“ er því nú 35 ára. — Fyrstu stjórn hans skipuðu: Daníel Daníelsson, Guðm. Kr. Guðmundsson, skipamiðlari og Karl Torfason, aðalbókari. Daníel gegndi formannsstarf- inu til æviloka 6. des. 1937. Síð- an hafa verið formenn Börn Gunnlaugsson, Bogi Eggertsson og svo núverandi formaður, Þor- lákur Ottesen. „Fákur“ hefur sífellt starfað að áhugamálum hestamanna og er sú starfsemi fjölþætt. Fyrst og fremst má nefna kappreiðarnar, sem haldnir eru árlega. Þá sér félagið um hagabeit fyrir hesta félagsmanna að sumrinu til, fóðr un að vetrinum og eru nú um 50 hestar á fóðrum hjá „Fák“, að Laugalandi. í undirbúningi er nú hjá „Fák“ að koma upp nýjum skeiðvelli, breikka hann og koma upp áhorf- endabekkjum. Þá er einnig bygging nýs hesthúss fram- undan, þar sem nauðsyn þykir að fjarlægja hestahaldið úr bænum Þegar þeir voru búnir að velta sér upp úr snjónum byrjuðu þeir að kljást. (Ljósm. Mbl.) að fá að kynnast hestinum. Þurfa þau kynni vanalega ekki að verða löng til þess að um gagn- Þessir menn skipa stjórn Fáks. Sitjandi frá vinstri: Þorkell Einars- son, Þorlákur Ottesen og Kristján Vigfússon. — Að baki þeim standa Iugólfur Guðmundsson (v) og Jón Brynjólfsson. Áfengisneyzlan s.l. ár Ár A. Sterkir drykkir 'r,ítr. á íbúa B. Heit vín og borðvín Lítr. á íbúa A + B Lítr. samtals 1951 1,304 0,099 1,403 1952 1,245 0,089 1,334 1953 1,353 0,096 1,449 1954 1,449 0,107 1,556 1955 1,333 0,117 1,450 1956 1,157 0,124 1,281 Áfengisverzlun rikisins segir neyzluna 1,291 lítra af 100% vín- anda á hvert mannsbarn 1956, en Hagstofan fær út 1,281, af þvi að hún miðar við meðal-mannfjölda neyzluársins. Áfengisneyzlan hef- ur því, fyrir milligöngu Áfengis- verzlunarinnar, minnkað frá 1955 til 1956 um 169 gr. af hreinum vínanda á hvert mannsbarn í landinu. Alls nam áfengissalan til neyzlu 206,634 lítrum af hreinum vínanda árið 1956 (228,721 lítr- um 1955), þar af 186,598 lítrum af sterkum drykkjum (210,318 lítrum 1955), 14,462 lítrum af heitum vínum (13,970 lítrum 1955) og 5,574 lítrum af borð- vínum (4,424 lítrum 1955). Endanlegur meðalmannfjöldi ársins 1955 reyndist vera 157,757, og neyzla áfengra drykkja (end- anlegar tölur) hefur því numið 1,450 vínandalítrum á mann, sem skiptist eins og að ofan greinir. Sala áfengis til neyzlu alls nam kr. 98,123,474,00 árið 1956 (kr. 89,268,887,00 1955). Um miðjan maí 1955 varð ca. 15% hækkun á söluverði áfengis. ÁFENGISSALA og vegna hinnar auknu umferðar þyrfti slíkt hesthús að vera fyrir utan bæinn. f sambandi við þá starfsemi hefur ,,Fákur“ í hyggju að hafa tiltæka hesta til notkunar fyrir almenning og mundi æsk- unni áreiðanlega vera kærkomið Inni í Laugalandi við Þvottalaugaveg eru um 50 hestar Fáks-félaga nú á gjöf í hesthúsum, sem félagið hefur þar umráð yfir. Daglega er reiðhestunum hleypt út. Það hleypur leikur í þá, og jafnvel i sjálfan aldursforseta reykvískra reiðhesta, Rauð, eign Sæmundar Gíslasonar lögreglumanns, en Rauður er nú 27 vetra og þrátt fyrir háan aldur er hann harður fjörhestur. kvæma ást verði að ræða. Land „Fáks“ er nú þegar girt og þarf stórt átak til að ljúka þessum áhugamálum. Hefir „Fákur“ í undirbúningi bílahappdrætti, er kemur til sögunnar nú á næst- unni. Félagið minnist afmælisins með sameiginlegu borðhaldi í Tjarnar kaffi laugardaginn 2. marz kl. 7 síðdegis. Kairofund- inum lokiö KAIRÓ, 27. febr. — Undanfarna þrjá daga hafa leiðtogar Araba- ríkjanna fjögurra, Egyptalands, Saudi-Arabíu, Jórdaníu og Sýr- lands, setið á rökstólum í Kairó og rætt vandamálin, sem skapazt hafa vegna átakanna við Súez. Sameiginleg yfirlýsing þeirra var lesin upp í Kairóút- varpinu í kvöld og sagði þar, að fullt samkomulag hefði náðst um að vinna að skjótu og skilyrðis- lausu hvarfi ísraelshers af egypzku landi. Einnig var þess krafizt, að „árásaraðilarnir" greiddu allan þann skaða, er Egyptar hefðu orðið fyrir meðan á átökunum stóð. Kváðust allir leiðtogarnir mundu verða samhentir um að vinna að eflingu hagsmuna Araba ríkjanna. Afengissölustaðir Reykjavík Seyðisfjörður Siglufjörður 1955 kr. 81.571.015.00 — 2.099.694.00 — 5.598.178.00 1956 kr. 89.655.765.00 — 2.472.354.00 — 5.995.355.00 kr. 89.268.887.00 kr. 98.123.474.00 Selt var til veitingahúsa í Rvík frá aðalskrifstofu árið 1956 fyrir kr. 4.027.049.00 (kr. 6.121.781.00 1955). Skylt er þó að geta þess, að mikill hluti af áfengiskaupum veitingahúsa fer ekki sérstaklega gegnum bækur fyrirtækisins, þar sem um kaup er að ræða úr vín- búðunum sjálfum. Sala til veit- ingahúsanna nemur því raun- verulega allmiklu hærri upphæð en greint er frá hér að ofan. Heimild: Áfengisverzlun ríkisins og Hagstofa íslancls. Áfengisvarnaráðunauturinn, Reykjavík, 6. febr. 1957. Brynleifur Tobiasson. Sendisveinn Röskan sendisvein vantar okkur nú þegar vinnutími 6—12 f. h. Sími 1600 Aðalfundur Skíðafélags Reykjavíkur verður haldinn miðviku- daginn 6. marz kl. 20,30 að Café Höll. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.