Morgunblaðið - 19.03.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.03.1957, Blaðsíða 8
8 MORCTJNBT 4Ð!Ð Laugardagur 16. marz 1957 Ekki hœgt oð hengja hatt sinn á lagabókstafinn einan AL L T A F annað slagið frétt- ist um smygl og þúsunda sektir. Það er ekki heiglum hent að lenda með nokkrar brenni- vínsflöskur í höndunum á vörð- um laganna við höfnina. Þrátt fyrir þetta lenda menn í þessu allt árið um kring. Alveg er sama hvað þeir eru sektaðir mik- ið og þótt skipafélögin nálgist milljónaábyrgðir vegna þessara sekta. Einn er tekinn í dag ann- ar á morgun. Og mennirnir, sem verða að vinna þetta miður skemmtilega verk, er dálítill hópur dökk- klæddra manna, sem maður hitt- ir gjarna á Sprengisandi, undir kolakrananum eða á Austur- garði. Tollverðir hafa enga á- nægju af að valda sjómönnunum stórtjóni með því að handtaka þá með birgðir víns, því flestir eru sjómennirnir góðkunningjar þeirra, jafnvel þeir, sem orðið hafa firir barðinu á armi lag- anna. En hættum nú þessum hugleið- ingum og snúum okkur til for- manns Tollvarðafélags fslands, Karls Halldórssonar tollvarðar. Ég hitti hann á förnum vegi hér á dögunum og spurði hann um stéttarmál og félagsstarf þeirra tollvarðanna. — Kjarabaráttan tekur aldrei enda, segir Karl. — Við feng- um nokkra lagfæringu á kjör- um okkar við setningu launa- laganna 1955 og í sambandi við þau, en þó urðu yfirtollverðir utan Reykjavíkur út undan, en við væntum að þeir fái leiðrétt- ingu sinna mála svo fljótt sem auðið er. — Það er auðvitað svo í hverju stéttarfélagi, Karl, að það er fyrst og fremst barist fyrir bætt- um kjörum? — Svo ætti það að minnsta Rætt v/ð formann Tollvarðafélags ísl. um smygl, kjarabaráttu tollvarða o.fl. kosti að vera. Mér er þó ekki að vinna í húsinu okkar, skreppa grunlaust um að það vilji verða misbrestur á því einkum þar sem félögin eiga að misnotast í flokkspólitisku augnamiði. — Hefir ykkur tollvörðum gengið kjarabaráttan sæmilega miðað við aðrar stéttir? — Ekki get ég sagt það. Við höfum oftast orðið á eftir í launa- hækkunum og höfum gjarna orð- ið að bíða í mörg ár eftir sam- bærilegum kjörum annara stétta. Þetta stafar kannske að nokkru af því að okkur er, sem opin- berum starfsmönnum, fyrirboðið að gera verkfall. Ég skal í þessu sambandi taka dæmi. Eins og þú veizt vinnum við á vöktum. Næturálag á vaktavinnu hefir verið í gildi síðan 1946 hjá mörg- um stéttum, en eftir því urðu tollverðir að bíða í 10 ár. — f hvaða launaflokkum eruð þið tollverðir nú? — Við erum í 8., 9. og 10. flokki, þ.e. yfirtollverðir, varð- stjórar og tollverðir. — Þið voruð að halda aðal- fund á dögunum. Hvaða lagfær- ingar samþykktuð þið að fara fram á? — Það er nú í rauninni ekki um nein stórmál að ræða, sém við berjumst fyrir í þetta skipti. Hins vegar viljum við fá lítils- háttar leiðréttingar, sem virðast vera einkar auðveldar í fram- kvæmd. Ég get í þessu sambandi nefnt eitt dæmi. Vaktskrá er nú ekki samin nema með örfárra daga fyrirvara, eða jafnvel dags- fyrirvara. Þetta er að sjálfsögðu mjög bagalegt ef við ætlum til dæmis að nota helgina til þess Námskeið í hjálp í viðlögum fyrir almenning hefst mánudaginn 25. marz. — Kennsla er ókeypis. Innritun í síma 4658. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands Skoda eigendu r Nýkomið sætisáklæði á Skoda —1200 og 1201. Einnig nokkur sett á Skoda —440. SKODA-verkstæðið við Kringlumýrarveg. Bréfritari Stúlka, sem getur annast sjálfstætt bréfaskriftir á ensku og dönsku, getur fengið atvinnu hjá stóru innflutningsfyrirtæki. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Morgbl. merkt: „Bréfritari —8066“, fyrir 22. þ. m. Framhalds-aðalfundur verður haldinn í Iðj u félagi verksmiðjufólks í Reykjavík í kvöld, þriðju- daginn 19. þ. m. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu klukkan 8,30 e. m. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. í ferðalag austur í sveit, bjóða heim kunningjum eða fara með konuna í leikhúsið. Við viljum að skráin sé gerð með minnst mánaðar fyrirvara. Enda er svo ákveðið í reglugerð. Og þannig er ýmislegt sem betur mætti fara. — Hvað segir þú um fjölgun- ina, sem fyrir dyrum er í toll- gæzlunni? — Það er ekki óeðlilegt að með vaxandi verkefnum þurfi að fjölga starfsmönnum. En þó tel ég, eins og nú standa sakir, að meiri nauðsyn sé að bæta að- stöðu tollgæzlunnar bæði við höfnina og á flugvellinum. En hins vegar, ef teknir eru inn nýir menn, þá eiga þeir að vera ungir og vel menntaðir. Þeir sem nú hafa sótt eru, það ég bezt veit, allt frá unglingsaldri tii hálf sjötugsaldurs og sumir með sára- litla menntun. En eins og þú veizt eru hafnsögumenn og toll- menn útverðir þjóðfélagsins og af framkomu þeirra mótast fyrstu kynnin af þjóðinni. — Hvernig er svo aðstaðan til starfa? — Hún er eins og ég sagði þér mjög slæm. Vinna okkar er í skorpum. Þess á milli dveljumst við á varðstofunni, sem jafnframt er vinnustofa, þar sem unnið er að skýrslugerð og svarað fyrir- spurnum. Það er liður í kjara- baráttu okkar að fá þetta bætt. Eins er húsnæði fyrir flugfrakt allt of lítið, en hún hefir stór- aukist í seinni tíð. Það er því oft mikið verk að leita að ein- um einasta pakka innan um þús- undir „kollía“ af vörum. Það verður heldur aldrei neitt lag á eftirliti með vörum úr skipum, fyrr en hægt er að taka jafnvel heila skipsfarma í hús tollgæzl- unnar. — Og aðstaðan til eftirlits.með skipunum? — Hún er slæm. Og auðvitað er miklu smyglað. Höfnin hér er öllum opin og því geta fáir menn haft við hana mjög tak- markað eftirlit. Erlendis er þetta allt öðru vísi. Þar eru hafnirnar lokaðar með mannheldum girðing um og er þar hægt að hafa allt eftirlit með höfninni við eitt eða tvö hlið. Auk þess eru svo allar hafnir úti á landi opnar og eftir- litið þar oft lítið eða ekkert. En það er nú verið að reyna að koma skipulagi á það. Nú hefir einum manni Unnsteini Beck, verið falin yfirumsjón með allri tollvörzlu í landinu. Hann er á- hugasamur maður og hefir vald til þess að senda menn hvert á land sem er til eftirlits. — Annað er það líka. Farar- tæki okkar eru mjög af skornum skammti. Bifreiðar eru mjög nauðsynlegar við starf okkar. Svo höfum við ekki nema einn gamlan og óheppilegan bát. En um slíkt er samvinna milli hafn- sögumanna og tollvarða. — En svo að við snúum okkur að leitinni í skipunum. Er ekki oft og einatt mikið verk að finna smyglvarninginn? — Jú það er geysimikil vinna og erfið og mistekst oft. Þó er það ekki óalgengt að 2—3 toll- verðir vinni vel fyrir mat sín- um á tiltölulega stuttum tíma, þegar tugir og jafnvel hundruð af t.d..vínflöskum finnast í einu, en af þeim eru sektirnar mestar. — Og hvað gerið þið svo við smyglvarninginn ? — Vínið er sent áfengisverzl- uninni og tóbakið í tóbakseika- söluna. Annar varningur er alla jafna settur á uppboð, stundum seldur með lögtaksvarningi. — Hvað er stærsta smyglmál- ið, sem þú mannst eftir? — Ég hygg að það sé nú ný- afstaðið. Fundust í einu skipi 454 flöskur af víni ásamt ann- ari vöru. Vínsmyglið er líka það sem oftast kemst upp, því við vörusmyglið er miklu erfiðara að ráða. — Var mikil fyrihöfn að finna þetta vín? — Já. Þetta var á mörgum stöð um og þurfti m.a. að skrúfa í sundur járnþyljur, skrapa máln ingu, brjóta 3ja tommu stein- steypu og skríða inn í tanka og undir þá. Það kemur líka fyrir að við rífum upp þiljur og oft höfum við fagmenn okkur til aðstoðar. — Hljótast ekki skemmdir af því þegar þið nánast rífið skip- in í sundur? — Fyrir kemur að minnihátt- ar skemmdir hljótast af þessu, en að sjálfsögðu er reynt að fara eins varlega og unnt er. — Hafa verið bornar fram bótakröfur á hendur ykkur? — Mér er ekki kunnugt um það. — Og hverjir eru svo venju- lega hinir seku, þegar upp kemst um strákinn Tuma? — Það er áberandi hve oft það eru ungir nýliðar, sem hljóta skellinn. Það hefir jafnvel kom- ið fyrir að 15—16 ára unglingar hafa játað á sig stórafbrot á þessu sviði. — En verða nú ekki þeir, sem skellina hljóta, óvinir ykkar upp á lífstíð? — Það er síður en svo. Þetta eru áfram ágætir kunningjar okkar. Menn líta ekki á smygl sem glæp. Menn gera sér ljóst að í þessu efni er eftirlit nauð- synlegt. Hins vegar verða toll- verðir að skilja það sem býr að baki þeirra laga, sem þeir eru að framfylgja. Það er ekki alltaf hægt að hengja hatt sinn á bók- stafinn einan. Já, menn lita á smyglið eins og skattsvik og Karl Halldórsson, form. Tollvarðafélags íslands. hugsa sem svo þegar upp kemst: Ég hef tapað leiknum í þetta sinn. — Hvað er svo að segja um tollvarðafélagið sem slíkt? — Það er landsfélag sem telur 52 meðlimi og er aðili að BSRB og eitt af stofnfélögum banua- lagsins. I stjórn þess eru auk mín: Eiríkur Guðnason, ritari, Guð- jón Guðnason, gjalkeri og Sig- urgeir Ásbjörnsson varaformað- ur og s vo varastjórn. Hér í Reykjavík eru 33 tollverðir, 18 í skipaeftirliti og við flugvéla- eftirlit, 12 í vöruskoðun og flug- frakt og 3 við tollpóstinn. — Hvernig gengúr svo sam- vinnan við tollyfirvöldin? — Ég tel að hún hafi gengið vel. Við viljum umfram allt hafa við þau góða samvinnu og telj- um það beggja hag. — Eina spurningu langar mig til þess að leggja fyrir þig enn. Eru brögð að því að ykkur séu boðnar mútur, eða talað utan að því undir rós, því auðvitað er ekki hægt að bjóða þser beint þar sem slíkt er stórkostlegt lög- brot? — Ég held að um slíkt sé ekki að ræða. Ég hef nú starfað í toll- inum í 19 ár og þetta hefir aðeins einu sinni komið fyrir mig. Það var rétt að mér peningafúlgu og ég látinn skilja að í staðinn ætti ég að láta vörur hverfa. Sá sem þetta gerði er einn af örfáum mönnum, sem ég hef kynnzt, sem ég hef aldrei getað litið réttu auga síðan — vlg. ollverðirnir í Reykjavík búast til feröar á bát sínum um borð í sk.x

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.