Morgunblaðið - 19.03.1957, Side 11

Morgunblaðið - 19.03.1957, Side 11
íwiðjudagur 1§. marz 1957 MORGVHBLAÐIÐ 11 Stærsta hugsjón hans var Ramon Mogsnysoy, hinn Intni forseti Filippseyjn — 17F ^a®ir »únn bryti lög- Lj in, þá myndi ég senda hann eins og aðra lögbrjóta í fangelsi. // heiðarleiki" Þessi ummæli voru Xyrir nokkr- um árum höfð eftir unglegum, hávöxnum (185 sm) grannholda manni austur á Filippseyjum. Slíkt voru stór orð, ekki sízt í hinu austræna eyríki, þar sem stjórnmálaspilling var botnlaus á þessum árum, e. t. v. meiri en í nokkru öðru landi. Maðurinn sem mælti þau var fulltrúi yngri kyn- slóðarinnar, sem ofbauð brask hinna pólitísku kaupahéðna, sem sátu í æðstu stöðum og notuðu vald sitt sér og vinum sínum í ágóðaskyni. Hann hét Ramon Magsaysay (frb. mogg-sæ-sæ) og hann var kominn til að moka út úr fjósinu. BRAUZT FRAM TIL MENNTA Magsaysay var sveitadrengur, sonur járnsmiðs í litlu þorpi í Zambales-héraði, sem er hluti Luzon, stærstu eyjarinnar í Fil- ippseyjaklasanum. Sjálfur brauzt hann fram til nokkurra mennta. Lærði rafvirkjun og gerðist að því loknu starfsmaður við stærsta strætisvagnafélag Manilu, höfuð- borgar Filippseyja. Eftir nokkur ár var hann orðinn framkvæmda- stjóri strætisvagnafélagsins. Má vænta þess að strætisvagnasam- göngur þeirrar borgar væru fram úrskarandi góðar, ef örlögin hefðu ekki kippt í taumana og ætlað þessum unga manni stærra hlutverk. Japanir hernámu Filippseyjar undir slagorðinu: „Asía fyrir Asíumenn“. Filippseyingar kom- ust að því að Japanir meintu ;,Asía fyrir Japani". Magsaysay skipulagði flokka skæruliða gegn Japönum og áður en lauk stjórn- aði hann 10 þúsund manna skæru liðaher, sem frelsaði undan Jap- önum margar þeirra 7000 eyja sem mynda Filippseyjar. — Að styrjöld lokinni afhenti hann lög- lcgi'i stjórn eyjanna forráð her- liðsins og ætlaði nú að lifa eins og almennur borgari í friðsömu þjóðfélagi, STJÓRMMÁLASPILLINGIN EFTIR STRÍÐ Filippseyj ar hlutu sjálfstæði 1946. Það voru sannarlega erfiðir og viðsjárverðir tímar og virtist um sinn sem hið unga ríki ætlaði ekki að yfirstíga þá erfiðleika. Höfuðborgin Manila hafði verið jöfnuð við jörðu. Sömuleiðis fleiri bou'gir. Sveitabýlip lágu og 1 rústum, ræktun allri hafði hrak- að, svo framleiðsla þessarar rækt- unarþjóðar var engin. Skortur var á hverskyns nauSsynjavörum. Þá fylgdi það og með', að heimsstyrjöld- in, með öllum sínum skæru- iiðahernaði, ránum og mann- drápum hafði slakað á sið- ferðisvitund og réttlætiskennd manna, svo að hið fullkomn- asta umhverfi fyrir svartan markað og hvers kyns brask hafði myndazt. Og það er vissulega alvarlegt, þegar slik viðhorf heltaka hcilar þjóðir, öllum finnst- raunar sjálfsagt og eðlilegt að braska, selja á svörtum markaði, smygla, svíkja undan skatti o. s. frv., og þá líka stjórnmálamönnun- um, sem notuðu sína aðstöðu á hinn grófasta hátt. Enn var ástandið alvarlegra fyrir það, að í Filippseyjum skildu Bandaríkjamenn eftir gíf- urlegt magn af birgðaeftirstöðv- Þessi mynd af Ramon Magsaysay forseta Filippseyja gefur nokkra hugmynd um hve alþýðlegur hann var. Bezt undi hann sér í hópi alþýðunnar, eins og á þjóðhátíðum, þegar þessi mynd var tekin. Styrkleiki hans sem leiðtoga fólst einmitt í því að hann var sjálfur alþýðumaður, sem gat skilið vandamál hins minnsta þjóðfélagsborgara. um stríðsáranna, sem þeir seldu fyrir lágt verð. Þótti það mikil list meðal filippínskra stjórn- málamanna, að krækja í svolítið af þessum birgðum fyrir lítið verð og græða á þeim stórfé. Ean bættist það og við, að Banda- ríkjamenn vildu allt fyrir þessa vinaþjóð sína gera. Þeir bættu upp vöruskiptahalla hennar og kostuðu endurreisnina að miklu leyti. Of mikið fjármagn kom inn í landið og olli óstöðvandi verð- bólgu. KOMMÚNISTAR STÖÐVABIR Vaxandi óánægja var meðal al- mennings vegna hinnar viður- kenndu stjórnmálaspillingar og varð til þess, að uppreisnarhreyf- ing kommúnista í landinu fékk byr undir báða vængi. Þeir stofn- uðu skæruliðasveitir, svonefnda Hukbalahap, sem voru að því er menn telja komnir nálægt því að hertaka sjálfa höfuðborgina Manila. Þá kom Ramon Magsaysay ti-1 sögunnar og var skipaður her- málaráðherra. Hann hafði farið lítillega að taka þátt í stjórn- málum og ofbauð honum stjórn- málaspillin^in. Lét hann fyrir- litningu sína opinberlega í ljós. Þá ætlaði einn foringi stjórnar- flokksins að þagga niður í hon- um, kom að máli við hann og af- henti honum ýmis verðmæt plögg og opinber leyfi, sem hann átti að geta selt eins og allir hinir stjórnmálamennirnir. HERFERÐ FYRIR HEIÐARLEIKA En Magsaysay brást ösku- reiður við. Hann þreif þessi plögg af stjórnmálaforingjan- um, gaf honum utanundir með þeim og þeytti þeim síðan út um gólfið. Þar með hófst her- ferð hans fyrir heiðarlegri stjórn þjóðarinnar. í öllu lífi sínu hefur hann síðan verið þjóð sinni fyrirmynd um grandvarleika og réttlæti í öllum stjórnarathöfnum. Þegar kommúnistahættan var komin í hámark, var honum sem fyrr segir falin yfirstjórn hers- ins. Það kom í ljós, að herinn var aðeins gerspillt verkfæri stjórnmálamannanna til embætta og til rangsleitni. Á tveimur mán- uðum hreinsaði Magsaysay út allt hið kærulausa og óhæfa liö her- foringja og tók í staðinn unga menn, sem hann brýndi fyrir heiðarleika og að hver maður yrði að sýna að honum væri hægt að treysta. Á einu og hálfu ári var hættan frá Hukbalahap-skæruliðunum úr sögunni, bæði með öflugum hernaðaraðgerðum og með heið- arlegri og réttsýnni framkomu gegn þessum uppreisnarmönnum. HIN MIKLU UMBÓTAÁR Þessa sögu þarf vart að rekja lengri. Árið 1953 var Magsaysay kosinn forseti Filippseyja. Hafði þá verið hreinsað svo til, að í fyrsta skipti urðu haldnar kosn- ingaar, sem öllum ber saman um, að hafi í alla staði verið heiðar- legar. Var nú stjórnarandstæð- ingum í fyrsta skipti gert kleift að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Síðan hefur þessi merkilegi maður gert risaátak til umbóta á öllum sviðum þjóðlífs- ins. Hann hefur komið dómaskip- un landsins í rétt horf og hafið víðtæka skiptingu stórra jarð- eigna meðal smábænda. Hann hafði það og fyrir sið að ferðast um landið og koma eins og þruma úr heiðskíru lofti til hvers konar embættismanna ríkisins, í skóla, sjúkrahús og fangelsi til að sjá hvort reiða væri á öllum hlutum. Og oft heimsótti hann þorp og bæi, fór út á mitt marlc- aðstorgið og bað fólk um að segja sér, hvað helzt þyrfti að gera, hverju helzt væri ábótavant. Honum voru sýnd banatilræði og er álit manna, að kommúnistar hafi staðið þar að baki fremur en aðrir andstöðuflokkar. Mag- saysay fór aldrei dult með það, að hann vildi vináttu við Banda- ríkjamenn, sem höfðu gert þjóð hans svo margt gott. Og svo nærri voru Filippseyjar Kína- ströndum, að hann gat ekki geng ið í hóp hinna óvirku hlutleysis- sinna, undir forustu Nehrus í Indlundi. Hann áleit hættuna af alþjóða- kommúnismanum mikla og yfir- vofandi, svo að smáþjóðunum væri nauðsynlegt að mynda með sér styrk varnarbandalög, því að aðeins sameinaðar myndu þær standa. Magsaysay var einn aðalhvata- maðurinn að stofnun Suðaustur- Asíu-bandalagsins (SEATO), sem menn ólíta að hafi nú byggt upp slíkt mótspyrnuafl gegn framrás kommúnismans á þessum slóðum, að ekki sé nú frekar að óttast þar að sinni framrás kommúnista nema hvað Indónesía gerir þar skarð í. Fráfall þessa unga forustu manns, er mikið áfall fyrir þjóð Filippseyja. Hann var þeim þjóð- hetja og hollur ráðgjafi, sem vís- aði þeim veginn til lýðræðis. Frá- fall hans er einnig missir þeim Einnig varð mikil breyting) aðilum öðrum sem berjast fyrir STAKSTEIM/VR Athyglisverð yfirlýsing Áka Jakobssonar Einn af þingmönnum Alþýðu- flokksins, Áki Jakobsson, ritar sl. sunnudag grein í Alþýðublaðið jjm varnarmálin., Kemur þar fram athyglisverð yfirlýsing sem e. t. v. má ætla að sé fram sett í umboði utanríkisráðherrans og sennilegra fjögra ráðherra af sex í rikisstjórninni. Þingmaðurinn tekur í þessari grein til með- ferðar ásakanir kommúnista um að einhver leynisamningur hafi verið gerður við Bandaríkin um framhald farmkvæmda á Kefla- víkurflugvelli. Kveður hann það algerlega tilhæfulaust. Hins veg- ar leiði það af hinu nýja sam- komulagi við Bandaríkin, að til- Iagan frá 28. marz sé með öllu úr gildi fallin og varnarsamning- urinn frá 1951 í fullu gildi. „Óafturkallanlega úr Sögunni“. Áki Jakobsson kemst m. a. að orði á þessa leið í fyrrgreindri Alþýðublaðsgrein: „Með hinum nýju samningum við Bandaríkin er ályktunin frá 28. marz endanlega afgreidd og óafturkallanlega úr sögunni sem fyrirmæli þingsins til ríkisstjórn- arinnar“. í síjórnarráði Filippseyja, þegar hann settist þar að. Al- menningur átti greiðari að- gang að valdsmönnunum, skrifúnnskan var skorin mik- ið af og í þessum sölum var það ekki merkilegur eðn aris- tokratískur meistari í svört- um kjól sem rikti, heldur glaðlegur, góðviljaður ungur maður, laus við alla hégóma- girnd, klæddur í rósóíta bóm- ullarskyrtu af þeirri tegund, sem almenningur í Filippseyj- um klæðist (skyrtan utanyfir buxunum) og uppáhaldsdrykk ur hans var Kóka Kóla. Kring- um sig safnaði Magsaysay miklum fjölda ungra manna, sem höfðu helgað sig þeirri hugsjón, að heiðarleiki á öll- um sviðum væri frumskilyrð- ið fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Munu þeir halda áfram þar sem Magsaysay féll frá, en ýmsar hættur steðja að sjálf- sögð’J að. HVATAMAÐUR AÐ STOFNUN SEATO Almennt er álitið að Magsaysay sé sá maður í Suðaustur-Asíu, sem kommúnistum var verst við. því að Asíuþjóðir megi lifa í sátt og samlyndi við virðingu á mann- gildi og réttlæti. Vonandi hefur hann kennt þjóð sinni svo mikið, að eng- inn alvarlegur þverbrestur verði við fráfall hans. Færðin í Árnessýslu að balna SELFOSSI, 15. marz: — Færð á vegum hefur verið sæmilega góð síðustu daga. Hefur hún batn að til mikilla muna frá því var fyrir viku. Fært er í allar nær- sveitir og hafa mjólkurflutning- ar gengið greiðlega bæði til Mjólkurbúsins og frá því til Reykjavíkur. Mjólkurbílarnir hafa þó alltaf farið Krísuvík, en Hellisheiði hefur verið lokuð síð- an um síðustu helgi. Engin aurbleyta er ennþá á vegum, eru þeir algjörlega undir klaka ennþá sem ekkert er far- inn að bráðna. f dag er sólskin og kyrrt veður og aðeins stirn- andi. — Guðmundur. Ennfremur segir hann: „En úr því að ályktunin er þannig afgreidd, þá er varnar- samningurinn frá 1951 í fullu gildi eins og hann var fyrir. 28. marz 1956 og þá er Bandaríkja- stjórn bæði heimilt og skylt að framkvæma hér á landi þá mann- virkjagerð til landvarna, sem nauðsynleg verður talin og ís- lenzk stjórnarvöld hafa, sam- kvæmt ákvæðum varnarsamn- ingsins samþykkt.“ Alþingi verður að gera „nýja ályktun“. Greinarhöfundur bendir einnig á það, að „ráðherrar Alþýðu- bandalagsins (kommúnista) gengu inn á, að ekki væri rétt að fylgja eftir uppsögn varnar- samningsins og brottför hersins í vetur“. Hafi annar ráðherra kommún- ista lýst yfir fylgi sínu við þá ákvörðun og Einar Olgeirsson verið því sammála. Kommúnistar hafi síðan lýst því fyrir alþjóð að þeir sættu sig við þá „lausn sem fólst í hinum nýju samning- um við Bandaríkin------“ Aki Jakobsson lýkur grein sinni með þessum orðum: „Ef íslendingar hyggjast síðar taka upp það mál að allt varnat- lið hverfi burt af landinu, þá verður að gera um það nýja ályktun á Alþingi og þá væntan- lega þegar viðhorf í alþjóðamál- um hafa breytzt þannig, að það verði talið hyggilegt.“ í berhögg við fyrri yfirlýsingar Það er athyglisvert, að þessi skoðun Áka Jakobssonar gengur gersamlega í berhögg við fyrri yfirlýsingar Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. — Þessir flokkar hafa haldið því fram, að yfirlýsingin frá 28. marz væri í fullu gildi. Framkvæmd henn ar hefði aðeins verið frestað um skeið. Áki leggur hins vegar áherzlu á, að „ef íslendingar hyggjast taka upp það mál að allt varnar- lið liverfi burt af landinu þá verð ur að gera um það nýja ályktun á Alþingi----

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.