Morgunblaðið - 19.03.1957, Qupperneq 17
Þriðjudagur 19. marz 1957
MOKCVHBL4Ð1Ð
Snjólaug Jóhannesdóttir
MinningarorS
í DAG verður jarðsett hér í
bænum frú Snjólaug Guðrún
Jóhannesdóttir, Grenimel 12.
Þegar ég stend yfir moldum þess-
arar mætu konu, er margs að
minnast og þakka. Þakka vináttu
við hana og fjölskyldu hennar í
28 ár, sem aldrei bar skugga á.
Þakka nærgætni hennar og
tryggð við aldurhnigna foreldra
mína og fjölskyldu í nábýli í
sama húsi í 15 ár.
Frú Snjólaug var grein af
sterkum stofni. Foreldrar hennar
voru hjónin Jóhannes Sigurjóns-
son frá Laxamýri og Þórdís Þor-
steinsdóttir. Þessi heiðurshjón
eignuðust ellefu börn, fimm sonu
og sex dætur, en svo mikill
harmur var að þeim kveðinn, að
þau misstu alla sonu sína, en
dæturnar urðu allar merkiskon-
ur, sem héldu hópinn, fram á
síðastliðið sumar að ein þeirra
féll í valinn fyrir aldur fram, en
það var frú Jóna kona Árna
Benediktssonar forstjóra, og nú
er enn höggvið skarð í systra-
hópinn með fráfalli Snjólaugar.
Það var skammt milli dánar-
dægra þessara systra, en það var
líka skammt milli þeirra í lífinu.
Systraböndin voru sterk og sorg
og gleði annarrar var þeirra
beggja.
Frú Snjólaug var fædd að Laxa
mýri í S-Þingeyjarsýslu 13. des.
1903 og þar ólst hún upp, en til
Reykjavíkur fluttist hún árið
1927 og giftist svo hér árið 1930
ágætum manni Eiríki Jónssyni
trésmið, ættuðum úr öxarfirði.
Þau bjuggu hér í Reykjuvik all-
an sinn búskap og var sambúð
þeirra með ágætum. Þau eignuð-
ust 4 börn, sem öll eru á lífi, en
þau eru: Jóhannes Þórir, kvænt-
ur og lýkur prófi nú í vor frá
landbúnaðarháskólanum í Kaup-
mannahöfn. Rósa Jóna,- sem lok-
ið hafði námi við Verzlunarskól-
ann hér, en er nú gift og búsett
á Jamaica. Sturla, skrifstofumað-
ur, sem lokið hefir námi í Sam-
vinnuskólanum, er giftur og bú-
settur hér í bænum, og Snjólaug
Guðrún, ógift, og líkur námi í
vor frá Ballet Akademíinu í
Kaupmannahöfn.
Frú Snjólaug var á flesta lund
hamingjusöm kona. Hún eiskaði
n ann sinn, börnin og heimilið og
henni entist líf og heilsa til þess
að fórna sér fyrir þetta allt þeg-
ar það þurfti hennar mest með og
hún lifði það, að sjá ávöxt ævi-
starfsins í börnunum, myndar-
legu uppkomnu fólki, sem feng-
ið hafði góða menntun og öll skil-
HILMAR FOSS
lögg. skjalaþýð. & dómt_
Hafnarstræti 11. — Sími 4824.
-PALL S. PÁLSSON
hæstarétlarlögmaður
Bankastræti 7 — Simi 81511
yrði þess, að verða góðir og nýtir
þjóðfélagsþegnar. Slíkt eru góð
laun göfugri móður. Ættarmót
Laxamýrarfólksins er sterkt. Sér
stakt svipmót, mikið mannvit og
viðkvæm lund er ættarfylgja
þessa fólks, og þótt Jóhann Sig-
urjónsson skáld föðurbróðir frú
Snjólaugar, hafi sennilega borið
hæst vegna leiftrandi gáfna og
glæsimennsku, var þó Jóhannes
faðir frú Snjólaugar einnig sér-
stæður gáfumaður. Ungur gekk
hann menntaveg. Varð stúdent.
Hafði sérstaka hæfileika til nátt
úrurannsókna. Hann var mikill
bókamaður og hafði mikla þekk-
ingu á enskri timgu. í Ameríku
var hann í fjögur ár, en fluttist
svo á jörð feðra sinna, Laxamýri,
og varð bóndi.
Frú Snjólaug haxði fengið í
vöggugjöf einkenni ættar sinnar.
Hún var gáfuð kona með barns-
lega viðkvæma lund og svipmót-
ið leyndi sér ekki. Allt þetta
gerði hana hugþekka þeim, sem
kynntust henni.
Frú Snjólaug hafði búið við
mikla vanheilsu síðustu árin og
var henni vel Ijóst að hverju
dró. En dauðinn gekk léttum
skrefum að sjúkrabeði hennar
nóttina milli 10. og 11. þessa mán-
aðar. Hún fékk hægt andlát.
Við fráfall þessarar goðu og
trygglyndu konu, votta ég nán-
ustu ættingjum hennar og vin-
um dýpstu samúð mína.
Aron Guðbrandsson.
BEZT A» AUGLÝSA
I MORGUNBLAÐINV
tbúðir óskast
Hefi kaupanda að einbýlishúsi eða 4 herbergja hæð,
helzt í smáíbúðahverfinu (má vera í smíðum).
Möguleiki á skiptum á 5 herb. íbúðarhæð í smíðum.
STEINN JÓNSSON, hdl.
Lögfræðiskrifstofa — Fasteignasala,
Kirkjuhvoli,
Símar 4951 — 82090.
Fokheld hæð til söhi
Portbyggð rishæð, fokheld, sem getur orðið fjðgur
herbergi og eldhús og bað, til sölu á mjög skemmti-
legum stað í Kópavogi.
STF.INN JONSSON, hdl.
Lögfræðiskrifstofa — Fasteignasala,
Kirkjuhvoli,
Sítnar 4951 — 82090.
Húseign til sölu
ásamt erfðafestulandi.
Má Iflutningsskrif stofan
EGGERT CLAESSEN
GÚSTAF A. SVEINSSON,
hæstaréttarlögmenn,
Þórshamri — sími 1171,
Vefnaðarvöruverzlun
í fullum gangi á mjög góðum stað til sölu. — Einnig gæti
verið um verzlunarstjóra stöðu að ræða með hlutdeild
í fyrirtækinu.
Tilboð merkt „Framtíð —2339“, sendist blaðinu sem fj rst.
Fínriflað flauel
FALLEGT EFNI
FALLEGIR IJTIR
GULT — HVÍTT — GRÆNT — BLÁTT — RAUTT
LAUGAVEGI 60 — SÍMI 82831.
SELEIMIUM afriðlar
til ýmissa nota
Fyrir gullsmíðaverkstæði. Afriðlar fyrir leikhús og kvik-
myndahús. Til hleðslu á alcaline- og blýsýrugeymum.
Afriðlar fyrir símstöðvar og færanleg raftæki.
Ýmsar stærðir spennubreyta. Allskonar hleðslutæki fyrir
bílaverkstæði, gerð UT. Hleðslugeymar fyrir rafknúna
þungavörubíla. Gerð VI.
Útflytjendur:
ELEKTROIMPEX
Hungarian Trading Company íor Telecommunication
and Precision Goods
Letters: Budapest 62, P.O.B. 296. /Hungary/
Telegrams: ELEKTRO BUÐAPEST
Allir eiga enn erindi í Listamannaskálann
í tlag, hriðjudag, seljum við í Listamannaskálanum nokkur þúsund bóka
úr fornbókasölu Guðm. Gamalíeissonar, þar á meðal nokkrar fágætar bækur
og tímarit. Ennfremur rnikið af lítið eitt gölluðum eintökum af úrvals bókum,
fyrir smápening. — Þér getið fengið síórt bókasafn fyrir nokkur hundruð
krónur.
Útsölunni lýkur í kvöld.
A llra síðasta tækifæri.
^eir. sem eiga óinnTeysta happdrættismiða verða að framvísa þeim í kvöld,annars ógildir.