Morgunblaðið - 28.03.1957, Blaðsíða 2
2
MORCVKBt’ASIB
Fimmtud. 27. marz 1957
Rekfor Kaupm.hafnar-
háskóla heimsœkir Rvík.
Fyrsti gesfur Dansk-íslenzkafél. um
aldarfjórðungs skeið
REKTOR Kaupmannahafnarháskóla, prófessor Erik Warburg,
einn kunnasti læknir Dana, kemur hingað í nsestu viku í boði
Dansk-islenzka félagsins hér. Mun prófessorinn hér m. a. flytja
erindi '.. Læknafélagi Reykjavíkur, en frægastur er Warburg rektor
fyrir baráttu sína gegn hjai-tasjúkdómum.
Heimskunnur blandaður kór
frá Minnesofa kemur hingað
ST. ÓDAFSKÓRINN, heimskunnur blandaður kór frá Northfieid,
Minnesota í Bandaríkjunum, mun halda hljómleika £ Reykjavík
run páskana á vegurn Kirkjukórasambands íslands. 1 kórnum eru
60 ungir Ameríkumenn, flestir af norskum ættum, og stjórnandi
hans er dr. Olaf C. Christiansen. Hljómleikar kórsins verða alls
þrír. Á söngskránni verða þekktustu kirkjukórverk gömlu meist-
aranna, öll sungin án undirleiks. Fyrstu hljómleikamir verða haldn-
ir í Dómkirkjunni, 20. apríl, en hinir tveir í Þjóðleikhúsinu, síð-
degis annan páskadag (22. apríl).
Friðrik Einarsson læknir, form.
Dansk-íslenzka félagsins, skýrði
blaðamönnum frá þessari heim-
sókn rektorsins í gær, og er hann
væntanlegur á fimmtudaginn
lBemur flugleiðis frá Kaupm,-
höfn. Kona hans er í för með
honum og meðan þau hjónin
dveljast hér í vikutíma, mtmu
þau búa í danska sendiráðsbú-
staðnum.
RÆBA Á ÁRSHÁTÍD
Próf. Warburg er fyrsti rektor
Kaupmannahafnarháskóla, sem
hingað kemur í heimsókn. Var
hann kjörinn rektor í fyrra. —
Hann er nú 65 ára að aldri. Mun
nú vera hartnær aldarfjórðungur
frá því að Dansk-íslenzka félagið
fékk hingað síðan fyrirlesara úr
hópi kunnra danskra andans
manna. Próf. Warburg verður
aðalræðumaðurinn á árshátíð
félagsins, sem verður í Sjálf-
stæðishúsinu laugard. 6. þ. m.
Þá mun hann sem fyrr gerinir,
halda fyrirlestur fyrir lækna í
Læknafél. Reykjavíkur og tala
um hjartasjúkdóma, sem er sér-
grein hans, en hann hefur hlotið
mikla frægð fyrir hjartaaðgerðir
sínar.
Aðalfundur Spari-
sjóðs Rvíkur og
nágrennis
AÐALFUNDUR Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis var
haldinn í fyrrakvöld. Af hálfu
ábyrgðarmanna voru kosnir í
stjóm þeir Einar Erlendsson
húsameistari, Sigmundur Hall-
dórsson húsameistari og Ásgeir
Bjamason skrifstofustjóri, og
voru þeir allir endurkjörnir.
Samkvæmt lögum ber bæjar-
stjóm Reykjavíkur að kjósa tvo
menn í stjórn sjóðsins og verður
það væntanlega gert í næsta
mánuði.
Sparisjóðurinn er 25 ára um
þessar mimdir og var afmælisins
minnzt eftir aðalfundinn með
hófi í Þjóðleikhúskjallaranum.
Einnig hefur hann skrifað bók
stórmerka um hjartasjúkdóma.
Flestir helztu hjartasjúkdómasér-
fræðingar hér á landi hafa num-
ið hjá próf. Warburg. Heima í
Danmörku nýtur próf. Warburg
óvenjulegrar hylli almennings.
VAXANDI
FÉLAGSSTARF
Síðan að stjórn sú, sem nú sit-
ur í Dansk-íslenzka félaginu tók
við, hefur hún margt gert til þess
að koma á ný fótunum undir fé-
lagsstarfið, en félagið er elzti fé-
lagsskapurinn hér í bænum, sem
þannig vinnur að gagnkvæmum
kynnum landa á milli. Var fél-
lagið stofnað 1918 og var Jón
Helgason biskup einn helzti hvata
- Olíulindir
Frh. af bls. 1.
olíufélagið. — Við tilraunabonm
fengu þeir 12.000 tonn á dag, og
gefur það til kynna, að Qum-olíu
lindirnar séu hinar auðugustu í
Austurlöndum nær.
NÝJAR LEIÖSLUR
ítalska olíufélagið er með áætl
anir um að byggja 2000 km lang-
ar olíuleiðslur frá Qum um íran
og Tyrkland til Alexandrette við
Miðjarðarhafið. Með slíkum
leiðslum yrðu olíulindirnar í
Qum einu lindirnar í Austurlönd-
um nær, sem yrðu óháðar pólit-
ískiu brölti og umróti í Egypta-
landi og Sýrlandi. ftalska félag-
ið á að leggja til allt féð og alla
sérfræðinga. Búizt er við, að það
kosti rúmar 750 milljónir króna
að hefja framkvæmdir í Qum,
en ágóðinn verður líka gífurlegur
og fljótfenginn.
UGGUR VÍÐA UM HEIM
Samningarnir hafa þegar vakið
mikið umtal og talsverðan ugg
meðal olíuframleiðenda heimsins
og þeir eru líka líklegir til að
valda hinum „gömlu“ olíufélög-
um, sem skipta ágóðanum til
helminga, miklum erfiðleikum I
náinni framtíð.
E. Warburg rektor.
maðurinn að stofnun þess. Nú
er félagsstarfið á ný farið að bera
árangur, félögum fjölgar ört. —
Héðan var send til úm 70 fram-
haldsskóla í Danmörku, ferða-
bókin „Tag med til Island“, eftir
Kay Nilsen, í þeim tilgangi að
hún yrði notuð við kennslu í
skólunum og hafa rektorar skól-
anna skrifað og þakkað þessa
góðu gjöf og ætla að nota hana
við kennslu sína. Þá mun sendi-
kennarinn Sönderholm fara í
framhaldsskólana hér og lesa upp
úr dönskum verkum, efnt hefur
verið til kvikmyndasýninga og
fleira og fleira. Á árshátíð fé-
lagsins á laugard. 6. apríl vænt-
ir stjórnin að félagsmenn fjöl-
menni.
Auk Friðriks Einarssonar lækn
ir eru í stjórninni, þeir Haraldur
Ágústsson húsgagnameistari,
Zóphonías Pálsson skipulags-
stjóri, Guðni Ólafsson apótekari,
Ludvig Storr aðalræðismaður,
Baldur Jónasson skólastjóri og
Guðm. Þorláksson cand. mag.
MIKIÐ SAFN
Guðmundur G. Hagalín, Bryn-
leifur Tobíasson stórtemplar og
Einar Björnsson skýrðu blaða-
mönnum frá bókasafnsstofnun-
inni, á fundi með nokkrum bind-
indismönnum í gær. Eftir að
Einar Björnsson hafði boríð
fram tillögu sína um stofnun
safnsins var honum falið að halda
áfram að safna bókum um bind-
indismál og mynda með því vís-
i rað safninu. Átti hann og sjálf-
ur almikið safn fyrir. Eru nú
komnar til safnsins um 6000 ísl.
bækur um bindindismál, en alls
um 1600 bindi. Hefir safninu ver-
ið sett skipulagsskrá, og nefnist
það bókasafn IOGT, stofnað 16.
des. 1952 af þingstúku Reykja-
víkur. Hefir safnið notið nokk-
urs styrks frá Áfengisvarnaráði,
og hefir nú farið fram skráning
á því. Þangað til í fyrra var
safnið £ skrifstofu Reglunnar i
Bindindishöllinni en nú er það
komið i afhýsi eitt á lóð hennar
við Frikirkjuveg.
í stjórn bókasafnsins eru:
Brynleifur Tóbíasson, áfengis-
varnaráðunautur ríkisstjórnar-
innar, Guðm. G. Hagalín frú Stór
stúkunni og Einar Björnsson frá
Þingstúku Reykjavíkur.
FYRSTU BINDINDISRITIN
í safninu munu nú vera öll rit
sem um áfengismál og bindindi
hafa komið út hér á landi, og þá
Á STENDUR Á GÖMLUM
MERG
Kórinn var stofnaður árið 1903
af dr. F. Melius Christiansen, föð-
ur núverandi söngstjóra, og óx
hann og dafnaði undir hand-
leiðslu hans. Árið 1920 fór kór-
inn í fyrstu hljómleikaför sína
innan Bandaríkjanna, og síðan
hefur hann ferðast árlega víða í
Ameríku og erlendis.
Á LOFSAMLEG UMMÆLI
Síðasta hljómleikaför hans til
Evrópu var farin sumarið 1955,
og voru þá haldnir 31 hljóm-
leikar á Norðurlöndum og í Þýzka
landi. MORGUNBLADET í Osló
sagði m. a.: að söngur kórsins
þar í borg væri ”... mikill við-
burður og fjölbreytt tónlistar-
kynnig fyrir hinn mikla fjölda
áheyrenda. St. Ólafskórinn er
meðal beztu kóra, og meðferð
söngfólksins á verkefnunum ber
vott um næman tónlistarskiln-
ing og lifandi sönggleði".
í Þýzkalandi fórust STUTT-
GARTER NACHRICHTEN m. a.
svo orð: „St. Ólafskórinn frá
Northfield, sem hélt hljómleika
í Sankti Markúsarkirkju, hefur
frábært vald yfir verkefnunum:
í öllum raddflokkum eru eftir-
tektarverðar söngraddir, tækni
jafnt með bindindi sem á móti
því. Þar er m. a. fyrsta bindind-
isritið, sem frumsamið var á ís-
lenzku: Ritgerð Jóns Thorsteins-
sonar landlæknis sem út kom
1847. Þá er og þarna fyrsta ís-
lenzka tímaritið, sem út kom um
áfengismál, íslenzkur Good-
templar, sem fyrst kom út 1886.
Ritstjórar þess voru Þórhallur
Bjarnason biskup, Indriði Einars-
son, Jón Ólafsson ritstjóri og
Guðlaugur Guðmundsson sýslu-
maður.
í stofnskrá safnsins segir að
þar skuli varðveitast allar bæk-
ur, um bindindismál, fundarbæk-
ur stúknanna, skjöl, myndir,
handrit og auglýsingar varðandi
bindindisstarfið í landinu.
OPIÐ ÖLLUM
Safnið er opið öllum almenn-
ingi og eru menn hvattir til þess
að nota sér það eftir vild, en eins
og gefur að skilja er þar gífur-
legan fróðleik að finna um áfeng-
ismál og bindindismál.
Sérstaklega er rétt að mæl-
ast til þess að þeir sem eiga
rit og lieimildir um bindind-
ismál sem þeim leikur ekki
hugur á að geyma komi þeim
til safnsins, sem mun dyggi-
lega varðveita ritin.
Bindindisafnið verður opið á
hverju þriðjudagskvöldi frá kl.
8—10 e.h. fram í júnílok og aft-
ur opnað í september.
hans er örugg og óaðfinnanleg
og þjálfunin framúrskarandi. —
Stundum er söngur hans allt að
því annars heirns".
Á KJÖRORÐIÐ
Frægð kórsins er árangur af
margra ára þrotlausu starfi hins
unga söngfólks, og má koma hana
hingað teljast mikill tónlistarvið-
burður. Þess má geta, að kjörorð
kórsins er „Fram Fram Krist-
menn Krossmenn" — heróp
manna Ólafs konungs helga í
Stiklastaðaorustu.
★
Sigurður Birkis og sr. Jón Þor-
varðarson, stjórnarmenn Kirkju-
kórasambands íslands sögðu
blaðamönnum frá þessum tónlist-
arviðburði í gær, ásamt þeim
Ragnari Stefánssyni og Poul
Rowe presti hjá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli. Kórinn kem-
ur í söngför til Keflavíkurflug-
vallar, en syngur sem fyrr segir
þrisvar í Reykjavík án endur-
gjalds. Aðgangseyrir verður þó
hér seldur vægu verði og hugs-
anlegur tekjuafgangur rennur til
starfsemi kirkjukórasambands-
ins. Ragnar skýrði svo frá, að
frægð kórsins í Bandaríkjunum
væri gífurleg, og allir menn af
norrænum ættum væru hreyknir
i yfir að slíkur kór væri skipaður
næstum eingöngu fólki af nor-
rænum ættum.
Rafmagnslaust á
Akranesi 14 klst.
AKRANESI, 27. marz: — Enn
hefur orðið að herða skömmtun
rafmagns hér í bænum, en menn
gerast nú eðlilega langþreyttir
á því að sitja við kerti og olíu-
ljós vikum saman, eftir að dimmt
er orðið, úr því einu sinni er
búið að koma manni upp á að
hafa rafmagn.
í kvöld var sem sé enn hert á
skömmtuninni. Kl. 7,15 var raf-
magnið tekið af bænum og hefur
aldrei fyrr verið slökkt svo
snemma kvölds. Munum við því
ekkert rafmagn hafa í húsum
okkar fyrr en eftir um það bil
14 klst., þ.e.a.s., kl. 9 árd. á morg-
un, fimmtudag verður rafmagn-
inu hleypt á aftur. —O.
Strákar að reykja
ÞAÐ er nú upplýst mál með
hverjum hætti kviknaði í hinum
| gamla dráttarbát Reykjavíkur-
I hafnar, Magna, sem nú hefur ver-
j ið lagt upp.
Nokkru áður en eldsins varð
vart í lúkar bátsins, sást þar um
borð til fjögurra drengja. Hafðist
næsta dag upp á tvei.n þeirra og
skýrðu þeir frá hvert erindi
þeirra hefði verið um borð í bát-
inn. Þangað höfðu þeir farið til
þess að skoða bátinn, en þó síð-
ast og ekki sízt vegna þess að
tveir drengjanna voru með sígar-
ettur sem þeir ætluðu að reykja.
Fóru þeir niður i lúkarinn þeirra
erinda. Annar þeirra er 11 ára,
en hinn níu. Svældu þeir síðan
sígaretturnar, töldu sig hafa drep
ið í glóðinni og hlupu svo í land.
Það var eldri drengurinn sem
hafði frumkvæði í málinu. Hafði
hann fengið bíópeninga heima
hjá sér, en hætti við bíóferðina
og keypti sér tvær sígarettur,
eina handa sér og aðra handa
hinum 9 ára vini sínum.
Fréttir í stuttu máli
MACMILLAN forsætisráðherra Breta kom til Lundúna í dag
eftir ráðstefnu sína við bandaríska og kanadíska leiðtoga á
Bermuda. Sagði hann fréttamönnum, að meiri árangur hefði orðið
af ráðstefnunni en hann hefði gert sér vonir um í upphafi. Mac-
millan og Selwyn Lloyd utanr-íkisráðherra komu heim frá ráð-
stefnunni degi fyn- en áætlað hafði verið vegna ástandsins í at-
vinnumálum Breta.
Á Leiðtogar um 1.200.000 verkamanna í skipasmíðastöðvum
og iðjuverum hafa boðað til verkfalls 500.000 manna í viðbót á
laugardag, ef ekki næst samkomulag við atvinnurekendur fyrir
þann ííma.
if Atvinnumálaráðherra Breta átti fund við verkfallsmenn í
dag, en þeir munu síðan bera saman ráð sín á morgun. Sagði ráð-
herrann, að ástandið væri mjög alvarlegt, en var vongóður um
lausn.
Á Það var tilkynnt í Teheran í dag, að Bandaríkin
mundu veita íran aukna efnahags- og hemaðaraðstoð. Þetta
stóð í sambandi við heimsókn hins sérstaka erindreka Eisen-
howers til nálægra Austurlanda, Riehards, en hann er þar
á ferðalagi til að skýra áætlun Eisenhowers fyrir stjórnum
þessara landa. Forsætisráðherra írans kvað stjóm sína í 511-
um atriðum styðja stefnu Eisenhowers fyrir botni Miðjarð-
arhafsins.
if Páfinn veitti Adenauer forsætisráðherra Yestur-Þýzkalands
og hollenzka uíanríkisráðherranum áheym í dag og óskaði þeim
til hamingju með hið stóra og heillarxka skref, sem stigið hefði
verið með undirskrift samningsins um sameiginlegan markað sex
Evrópuríkja.
Bindindisbókasafn opnað
almenningi í gœr
Ceysilegan fróðleik um áfengismál þar
að finna og allar ísl. bœkur um það efni
IGÆR var opnað bindindisbókasafn í húsakynnum Bindindis-
hallarinnar við Fríkirkjuveg hér í bæ. Er það allmikið safn
bóka um bindindis- og áfengismál, alis 1600 bækur og ritlingar.
Bókavörður er Einar Björnsson en hann hefur átt mestan þátt í að
bókasafn þetta er komið á laggirnar og bar fyrstur fram tillögu
um stofnun þess í þingstúku Reykjavíkur 1952, en þá var hann
þingtemplar. Safnið er opið almenningi.